Fréttablaðið - 16.11.2017, Page 30
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is,
s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365.
is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357
Útgefandi:
365 miðlar
Ábyrgðarmaður:
Svanur Valgeirsson
Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 |
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433
Skósíðir kjólar og leðurfatnað-ur eru lýsandi fyrir klæðaburð Estherar sem leggur mikið
upp úr fötum og finnst gaman að
leika sér með stíla og samsetningar.
„Ef ég ætti að lýsa stílnum mínum
svona dagsdaglega þá myndi ég
segja að ég væri að blanda saman
stílum frá fimmta og áttunda ára-
tugnum,“ segir hún og viðurkennir
að sækja sér fyrirmyndir í söng-
konur, bæði hvað varðar raddbeit-
ingu, val á tónlist og klæðaburð.
„Ég held að ég sé svona Stevie Nicks
og Marlene Dietrich blanda, mér
finnst gaman að svona rokkuðum
út í kántrí stíl, samanber hatturinn
hennar Stevie Nicks en mér finnst
mjög gaman að höttum og húfum.
Svo finnst mér líka gaman að leika
mér með karlmannlegan stíl frá
fjórða áratugnum og sæki þá í
Marlene Dietrich, jakkaföt, hatta,
skyrtur og vesti og svo framvegis.
Svo á ég líka til að vera mjög klass-
ísk og finnst þá gaman að skoða
hvað Gwyneth Paltrow er að pæla
og hvernig hún klæðir sig.“
Esther kaupir fötin sín víða og
getur gleymt sér í að gramsa á
mörkuðum eftir fjársjóðum. „Ég
fer mikið í Rauðakrossbúðirnar og
á markaði, en svo er ég líka mjög
hrifin af Karen Millen. Ég verslaði
mikið í Nostalgíu á sínum tíma og
fleiri búðum sem seldu notuð föt
og finnst líka æði að kíkja í Kjóla
og konfekt og sjá hvað er þar á
boðstólum. Svo er ég mjög hrifin
af hönnun Birtu Björnsdóttur í
Júníform, hún er í heimsklassa í
hönnun.“ Yfirhafnir eru veikleiki
sem hún viðurkennir fúslega og þá
helst leður og skinn. „Ég kaupi samt
aldrei nýjar skinnvörur heldur eitt-
hvað sem einhver annar hefur átt
og keypt fyrst. Ég keypti til dæmis
einu sinni selskinnsjakka í Rauða
krossinum á heilar 3.000 krónur og
notaði hann þangað til hann nán-
ast datt í sundur. Svo á ég skósíðan
pels sem ég keypti á flóamarkaði í
Svíþjóð fyrir tveimur árum og hann
kemur sér vel þegar fer að kólna. “
Esther kaupir föt helst á útsölum og
erlendis og er Búdapest í uppáhaldi
þar sem hún segir verslanirnar
flottar og hagstætt verð. Hún viður-
kennir samt að henni finnist ekki
alltaf gaman að kaupa föt. „Það
getur verið skemmtilegt, en líka
mjög leiðinlegt! Ég þarf að vera í
vissu skapi til að versla. Ég er ekki
góð í verslunarferðum erlendis, hef
litla þolinmæði í það. Sendu mig
frekar inn á safn!“
Hún segir jarðarliti vera í uppá-
haldi en svo eigi hún mikið svart,
eins og flestir Íslendingar. „Ég á
samt alveg til að vera í lit. Uppá-
haldsskórnir mínir eru eldrauðir úr
Kjólum og konfekti og svo keypti
ég mér græna tösku í Karen Millen
í sumar og grænan kjól í stíl.“ Rautt
og grænt leiðir hugann óneitanlega
að jólunum og Esther er komin á
kaf í undirbúning. „Nú er ég á fullu í
að undirbúa Hnallþórujólin okkar
Björgvins Franz sem verða í Gafl-
araleikhúsinu þann 7. desember
og þar verð ég í skemmtilegum
fötum frá ýmsum tímabilum. Ég
fer líka heim á Austurlandið og
syng í Tónlistarmiðstöð Austur-
lands 3. desember. Síðan erum við
Hlynur bróðir minn og fleiri góðir
kappar að undirbúa tónleika af
diski sem við gáfum út og heitir
Letters and Tattletales, en Hlynur
er fluttur heim eftir að hafa búið í
Noregi svo við erum ólm í að spila
saman aftur.“
Esther sækir innblástur til Stevie Nicks, söngkonu Fleetwood Mac, bæði í tónlistinni og tískunni.
Græna taskan frá Karen Millen pass-
ar vel við svörtu fötin sem Esther
viðurkennir að hún eigi aðeins of
mikið af eins og þorri Íslendinga.
Rauði leðurjakkinn frá Ralph Lauren er í miklu uppáhaldi en hann var keyptur
í verslun með notaða merkjavöru.
Brynhildur
Björnsdóttir
brynhildur@365.is
Framhald af forsíðu ➛
Smart Jólaföt, fyrir smart konur
Holtasmára 1
201 Kópavogur
(Hjartaverndarhúsið)
Sími 571 5464
Stærðir 38-52
Netverslun á tiskuhus.is
Blúndukjóll
Kr. 9.900.-
Litir:
svart, dökkblátt
Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook
Blúndutoppar
Kr. 7.990.-
Litir: rautt, svart
Bolero peysa
Kr. 3.900.-
Litur: svart
Glæsilegur þýskur
náttfatnaður
Bláu húsin v/ Faxafen.
sími 553 7355.
www.selena.isselena undirfataverslun
• Náttföt
• Náttkjólar
• Sloppar
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . N ÓV E M B E R 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R
1
6
-1
1
-2
0
1
7
0
5
:4
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
3
B
-9
F
7
4
1
E
3
B
-9
E
3
8
1
E
3
B
-9
C
F
C
1
E
3
B
-9
B
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
7
2
s
_
1
5
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K