Fréttablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 34
Þótt þrettán ár séu liðin frá því hætt var upptökum á Friends-þáttunum eru þeir sýndir víða, meðal annars hér á landi á Stöð 3. Svo virðist sem kynslóð eftir kynslóð horfi á þætt- ina þrátt fyrir að nútímatækni eins og Internet og snjallsímar séu ekki þekkt fyrirbæri í lífi vinanna sex. Aðdáendur féllu strax fyrir náttfötunum sem seldust upp fyrr á þessu ári þegar þau komu fyrst á markað. Nú eru komnar nýjar gerðir sem eru ekki síður vinsælar en fyrri sendingin. Nýtt vinaæði Margir hafa póstað myndum af sér í Friends-náttfötunum á samfélagsmiðlum. Bresk dag- blöð hafa sagt frá þessu nýja æði, meðal annars The Sun, Metro, Redonline og fleiri. Nýjustu Friends-náttfötin eru með slag- orðinu „Let’s go to Central Perk“ og eru til í nokkrum útgáfum. Þetta mikla æði kom mörgum á óvart enda langt síðan Friends- þættirnir voru gerðir. Stuttu eftir að Primark póstaði myndinni af nýju náttfötunum fyrir nokkrum dögum voru strax komin á annað hundruð þúsund „like“ á mynd- ina. Þá hefur fólk taggað vini sína í gríð og erg um leið og þeir benda á að allir góðir vinir þurfi nauðsynlega að eiga ein svona náttföt. Ekki á náttfötunum út í búð Mörgum finnst þægilegt að nota náttföt sem heimaklæðnað á letidögum. En hvenær er í lagi að ganga í náttfötum? Daily Mail ræddi við sérfræðinginn William Hanson til að spyrjast fyrir um það eftir að tvær dömur sáust ganga um matvöruverslun klæddar náttfötum um miðjan dag. Sérfræðingurinn segir að það sé ekki allt í lagi að vera á nátt- fötunum úti í búð, nema viðkom- andi hafi strokið af sjúkrahúsi en það er svo sem ekki í lagi heldur. „Enginn ætti að láta sjá sig á nátt- fötunum nema sá sem deilir með þér svefnherbergi,“ segir hann. Ekki er langt síðan skólayfir- völd í Bretlandi þurftu að banna foreldrum að vera í náttfötum þegar þau komu með börnin sín í skólann á morgnana. Hanson segir að það sé ekki heldur æski- legt að mæta til morgunverðar með vinum sínum á náttfötunum ef maður fær að gista. Hann vill meina að fólk eigi hvorki að sofa nakið eða í nærfötum einum klæða. Eina undantekningin er ef fólk er á hitabeltiseyju eða þar sem er mjög heitt í veðri á nóttunni. Bæði konur og karlar eiga að vera í fallegum náttfötum í rúminu, maður á alltaf að gæta að virðingu gagnvart sjálfum sér,“ segir sérfræðingurinn. Jólanáttfötin vinsæl Í Bretlandi kallast náttföt pyjamas en orðið er komið frá Indlandi og er fyrst þekkt í Bretlandi á sautjándu öld. Fyrir þá sem ætla að leita að náttfötum í Bandaríkjunum er gott að vita að þar í landi er orðið skrifað pajamas. Þótt náttföt hafi í fyrstu aðeins verið fyrir karla breyttist það síðar. Talið er að Coco Chanel hafi verið brautryðjandi í hönnun náttfata á konur. Hún setti á markað glæsilega hönnuð silki- náttföt með buxum fyrir konur í kringum 1920. Um þessar mundir eru jólanátt- fötin að koma í verslanir. Mörgum finnst nauðsynlegt að eiga ein slík ekki síður en jólapeysu. Náttfataæði í Bretlandi Stórverslunin Primark hefur sett á markað náttfatnað sem merktur er með hinu fræga kaffihúsi úr þáttun- um Friends, Central Perk. Eftir að Primark setti mynd af náttfötunum á Instagram varð allt vitlaust. Svo virðist sem vinirnir í bandarísku þáttunum Friends fari aldrei úr tísku. Þessi renna út í Primark í Bretlandi. Það hefur verið gagnrýnt í Bretlandi að fólk fari á náttfötunum út í búð, einnig þegar það fer með börnin sín í skólann. Stehmann buxurnar eru komnar aftur! Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 Flott jólaföt, fyrir flottar konur 365.is 1817 2.590 KR. SMS+11GB LÁTTU EKKI SÍMANN PLATA ÞIG 365 er á sama farsímakerfi ogSíminn en á mun lægra verði 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . N Óv E m B E R 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 1 6 -1 1 -2 0 1 7 0 5 :4 6 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 B -7 7 F 4 1 E 3 B -7 6 B 8 1 E 3 B -7 5 7 C 1 E 3 B -7 4 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.