Fréttablaðið - 16.11.2017, Síða 42
Breytingin á Lupitu
var ekki gerð af
einhverju hatri heldur
mun frekar af fáfræði
þótt það sé engin
afsökun.
Lindex hefur verið
vel tekið hér á landi.
Nýjasta búðin er á
Akranesi.
Væri ekki upplagt að fá
sér glitrandi skó fyrir
jólaveislurnar eða jólahlað-
borðið? Tískan er sparileg
um þessar mundir.
Löng röð myndaðist fyrir utan verslunina fyrir opnun.
Verslunin Lindex var opnuð nýlega á Akranesi. Mikill fjöldi fólks kom í verslunina
fyrsta daginn og er áætlað að
um 15% bæjarbúa hafi komið í
Lindex þennan dag. Lindex er
fyrsta tískuvörukeðjan sem opnar
verslun á Skaganum. „Við erum
í skýjunum yfir þessum frábæru
móttökum sem fóru fram úr okkar
björtustu vonum. Við erum gríðar-
lega þakklát fyrir hvernig til hefur
tekist og hlökkum til framhaldsins
hér á Vesturlandi,“ segir Lóa Dag-
björt Kristjánsdóttir, umboðsaðili
Lindex á Íslandi.
Við opnun hverrar Lindex
verslunar er veittur styrkur að
vali starfsfólks sem er ákveðið
hlutfall af sölu á opnuninni en að
þessu sinni hlýtur Team Rynkeby
styrkinn að upphæð 400 þús. kr. og
gengur hann óskertur til Styrktar-
félags krabbameinssjúkra barna.
Fullt hús hjá Lindex
Dolce&Gabbana eiga heiðurinn af
þessum fögru skóm.
Glitrandi skór setja mikinn svip á heildarútlitið og passa við nær allan fatnað,
hvort sem um er að ræða kjóla,
pils eða buxur. Í raun er sama
hvort skórnir eru rauðir, grænir,
gylltir að silfraðir, þeir poppa upp
klæðnaðinn og gera hann spari-
legri. Um leið undirstrika slíkir
skór kvenleikann og glamúrinn,
sem er aldrei nógu mikill núna
þegar tími jólahlaðborða, jólatón-
leika, aðventuboða og jólaboða er
fram undan. Það er líka gaman að
klæðast glitrandi skóm sem tekið
er eftir á þessum tíma ársins og
krydda þannig tilveruna. Glitr-
andi veski, skart eða aðrir fylgi-
hlutir eiga líka við núna og lífga
svo sannarlega upp á látlausan
klæðnað.
Poppaðu upp
heildarútlitið
Leikkonan var með tagl á upp-runalegu myndinni sem hefur verið fjarlægt á forsíðunni.
Hún var ekki spurð hvort þetta
væri í lagi. Lupita segir frá mynda-
fölsuninna á Instagram þar sem
hún birtir myndina óklippta og er
mjög óhress með verknaðinn.
„Ég er mjög vonsvikin með Grazia
UK ,“ segir hún. „Þeir báðu mig um
að vera á forsíðu blaðsins og svo
hafa þeir klippt af mér hárið til að
þóknast eigin hugmyndum um feg-
urð. Ef ég hefði verið spurð hefði ég
svarað að ég væri stolt af útliti mínu
og bakgrunni. Það er greinilega enn
langt í fordómaleysi gagnvart húð
og hári svartra kvenna.“
Lupita Nyong’o fékk Óskars-
verðlaun fyrir leik sinn í 12 Years
A Slave árið 2014 og hefur vakið
mikla athygli. Hún á ættir að
rekja til Kenía og var alin upp
þar til sextán ára aldurs þegar
hún flutti til Mexíkó þar sem hún
lærði spænsku. Þegar Lupita hlaut
Óskarsverðlaunin var hún fyrsti
Ljósmyndarinn klippti
Lupitu án hennar vilja
Lupita Nyong’o
er fyrsta konan
frá Kenía til að
hljóta Óskars-
verðlaun.
Þessi mynd er fengin á Instagram þar sem Lupita fjallar um hárklippinguna
Leikkonan Lup
ita Nyong’o, 34
ára, er rasandi
út í breska tíma
ritið Grazia. Lupita
prýðir forsíðuna
á nóvemberhefti
blaðsins þar sem
búið er að klippa
hár hennar.
leikarinn frá Kenía til að hljóta
þessi verðlaun og fyrsta afríska
leikkonan. Auk þess var hún fyrsta
leikkonan í Mexíkó til að hljóta
verðlaunin sem aðalleikkona.
Ljósmyndarinn sem tók
myndina á Grazia UK hefur beðið
hana innilega afsökunar á útklipp-
ingunni og segir hana hafa verið
hrikaleg mistök. Ritstjóri Grazia
harðneitar að hafa beðið um að
taglið yrði klippt út. Það hafi alfarið
verið ljósmyndarinn, An Le, sem
starfar í Bandaríkjunum og tók
myndina, sem hafi ráðið för. An Le
hefur birt yfirlýsingu þar sem hann
biður Lupitu afsökunar og alla þá
sem hann hafi sært. Hann segist
sjálfur vera innflytjandi og muni í
framtíðinni huga betur að því að
fegurð sé alls konar. An Le hefur
myndað helstu stjörnur í heimi og
er vel þekktur sem ljósmyndari í
Bandaríkjunum. Hann hefur tekið
margar forsíðumyndir fyrir bæði
ameríska og enska Vogue. „Breyt-
ingin á Lupitu var ekki gerð af ein-
hverju hatri heldur mun frekar af
fáfræði þótt það sé engin afsökun.
Ég er þakklátur Lupitu fyrir að
vekja máls á þessu mikilvæga máli,“
segir hann.
Lupita lét sér ekki nægja að setja
athugasemd inn á Instagram. Hún
bætti um betur á Twitter þar sem
hún notaði myllumerkið #dtmh
með vísun í lag Knowles, Don’t
Touch My Hair.
E
F
LIR
/ H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
STELPUR
KONUR
STAÐURINN
RÆKTIN
Ekki eftir
neinu að bíða!
Síðustu TT – námskeiðin fyrir jól
hefjast 19. nóvember
Tökum mataræðið og ræktina föstum
tökum og fyllum okkur af orku og léttleika!
Velkomin í okkar hóp!
Innritun og nánari upplýsingar
í síma 581 3730 og á jsb.is
Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt
fyrir konur og stelpur sem tekur mið
af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti,
hreysti og vellíðan.
10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . N Óv e m B e R 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R
1
6
-1
1
-2
0
1
7
0
5
:4
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
3
B
-9
0
A
4
1
E
3
B
-8
F
6
8
1
E
3
B
-8
E
2
C
1
E
3
B
-8
C
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
7
2
s
_
1
5
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K