Fréttablaðið - 18.11.2017, Blaðsíða 8
Grettistak síðustu áratuga
Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku
Martröð í pípunum
Íris Þórarinsdóttir, tæknistjóri fráveitu, Veitum
Staða innviða og framtíðarhorfur
Reynir Sævarsson, fagstjóri fráveitna, EFLU
Áframhaldandi uppbygging: Hvað þarf til?
Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku
DAGSKRÁ
Fundarstjóri: Jóhanna B. Hansen
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs Mosfellsbæjar
SKRÁNING Á
WWW.SAMORKA.IS
HLÚUM AÐ
FRÁVEITUNNI
FUNDUR UM FRÁVEITUMÁL 20.NÓV
FRÁ 12:00 TIL 13:30
GRAND HÓTEL REYKJAVÍK
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | VR.IS
VR óskar eftir
orlofshúsum
VR óskar eftir vönduðum sumar húsum
eða orlofsíbúðum á leigu til framleigu
fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir
húsnæði á lands byggðinni fyrir næsta
sumar.
Áhugasamir sendi upplýsingar á
vr@vr.is fyrir 20. nóvember 2017.
Nauðsynlegt er að góðar ljósmyndir
og lýsing á umhverfi fylgi með.
Öllum tilboðum verður svarað.
Eftirfarandi upplýsingar
þurfa að fylgja tilboði:
- Lýsing á eign og því
sem henni fylgir
- Ástand íbúðar og
staðsetning
- Stærð, fjöldi svefnplássa
og byggingarár
- Lýsing á möguleikum til
útivistar og afþreyingar
í næsta nágrenni
Norður-Kórea „Ótrúlegt magn“
sníkjudýra fannst í líkama norður-
kóresks hermanns sem reyndi að
flýja til Suður-Kóreu á mánudag.
Hermaðurinn var skotinn á leiðinni
yfir landamærin en komst til Suður-
Kóreu á lífi. Læknar segja líðan hans
stöðuga en að sníkjudýrin geri illt
verra.
„Á mínum tuttugu ára ferli hef
ég aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði
suðurkóreski læknirinn Lee Cook-
jong við blaðamenn í gær. Greindi
Lee jafnframt frá því að einn orm-
anna sem fannst í líkama mannsins
hafi verið 27 sentimetra langur.
Þetta magn sníkjudýra þykir til
marks um lélegt heilbrigðiskerfi
einræðisríkisins. „Norður-Kórea býr
ekki yfir nægilegu fjármagni til að
halda uppi nútímalegu heilbrigðis-
kerfi. Læknarnir eru illa menntaðir
og þurfa að vinna með frumstæð
tæki,“ sagði Andrei Lankov, prófess-
or við Kookmin-háskóla í suðurkór-
esku höfuðborginni Seúl.
„Norður-Kórea er afar fátækt
land. Líkt og önnur fátæk lönd glím-
ir Norður-Kórea við alvarleg vanda-
mál í heilbrigðiskerfinu,“ sagði
Lankov enn fremur. Rannsóknir
Suður-Kóreumanna styðja þessar
staðhæfingar. Til að mynda kom í
ljós við rannsókn á flóttamönnum
árið 2015 að mun fleiri væru með
lifrarbólgu B, lifrarbólgu C, berkla
og sníkjudýr í Norður-Kóreu en í
Suður-Kóreu. – þea
Urmull sníkjudýra fannst
í manni frá Norður-Kóreu
Ástand mannsins þykir til marks um lélegt heilbrigðiskerfi. Nordicphotos/AFp
aKureyri Stapi Lífeyrissjóður á
Akureyri keypti 35 íbúða blokk
á einu bretti í ágústmánuði. Fast-
eignamat íbúðanna er samanlagt
900 milljónir króna. Frá þeim tíma
hefur nýbyggingin staðið auð og
enginn flutt inn í blokkina.
Blokkin sem um ræðir er staðsett
í Undirhlíð 1 á Akureyri. Í blokkinni
eru 35 íbúðir sem eru frá 60 til 130
fermetrar að stærð. Jóhann Steinar
Jóhannsson, framkvæmdastjóri
Stapa, vill ekki gefa upp kaupverð
íbúðanna.
„Samningar voru undirritaðir
við byggingaraðilann á vordögum
og það er rétt að íbúðirnar voru til-
búnar í ágúst. Það sem gerist svo í
kjölfarið er að framkvæmdastjóri
og sjóðsstjóri lífeyrissjóðsins hætta
störfum og því er lagt nýtt mat á
verkefnið sem slíkt,“ segir Jóhann
Steinar.
Íbúðirnar voru keyptar með það
að markmiði að leigja þær á frjáls-
um markaði. Til er lagaheimild fyrir
lífeyrissjóði til tað fjárfesta í íbúðar-
húsnæði og taldi lífeyrissjóðurinn
þetta ákjósanlegan fjárfestingarkost
síðastliðið vor. Ljóst er að stjórn og
framkvæmdastjóri eru ekki á þeirri
skoðun eins og staðan er núna.
„Við erum með blokkina í sölu-
ferli og mun það klárast á næstu
vikum. Við erum í samningavið-
ræðum við aðila sem vilja kaupa
eignina,“ bætir Jóhann Steinar við.
Stapi vill selja blokkina í heilu
lagi og því eru ekki margir aðilar á
markaði sem hafa burði í svoleiðis
fjárfestingar. Leiða má að því líkur
að félög á borð við Heimavelli og
Almenna leigufélagið séu á bak við
það að kaupa húsnæðið.
„Við vonumst eftir því að koma
ekki út úr þessu með tapi fyrir sjóð-
inn. Hins vegar er ljóst að á meðan
enginn er í íbúðunum þá eru ekki
tekjur að koma inn og á móti þurf-
um við að greiða rafmagn og hita,
fasteignagjöld og annan kostnað
sem hlýst af því að eiga fasteignir,“
segir Jóhann Steinar.
Hann áréttar að engin tengsl séu
á milli fjárfestingarinnar og þeirrar
staðreyndar að bæði sjóðsstjóri og
framkvæmdastjóri hættu störfum
fyrir Stapa á svipuðum tíma og salan
gekk í gegn. sveinn@frettabladid.is
Blokkaríbúðir
Stapa standa
enn ónotaðar
Stapi lífeyrissjóður á Akureyri reynir að bakka út úr
fasteignabraski. Keyptu heila blokk af byggingaverk-
taka í ágúst. 35 íbúðir standa enn auðar. Eru í við-
ræðum við leigufélag um að kaupa eignina í heild.
900
milljónir króna er samanlagt
fasteignamat íbúðanna 35
sem eru í byggingunni.
1 8 . N ó v e m b e r 2 0 1 7 L a u G a r D a G u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð
1
8
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:3
7
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
4
0
-7
1
D
4
1
E
4
0
-7
0
9
8
1
E
4
0
-6
F
5
C
1
E
4
0
-6
E
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
2
0
s
_
1
7
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K