Fréttablaðið - 18.11.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.11.2017, Blaðsíða 8
Grettistak síðustu áratuga Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku Martröð í pípunum Íris Þórarinsdóttir, tæknistjóri fráveitu, Veitum Staða innviða og framtíðarhorfur Reynir Sævarsson, fagstjóri fráveitna, EFLU Áframhaldandi uppbygging: Hvað þarf til? Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku DAGSKRÁ Fundarstjóri: Jóhanna B. Hansen Framkvæmdastjóri umhverfissviðs Mosfellsbæjar SKRÁNING Á WWW.SAMORKA.IS HLÚUM AÐ FRÁVEITUNNI FUNDUR UM FRÁVEITUMÁL 20.NÓV FRÁ 12:00 TIL 13:30 GRAND HÓTEL REYKJAVÍK VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | VR.IS VR óskar eftir orlofshúsum VR óskar eftir vönduðum sumar húsum eða orlofsíbúðum á leigu til framleigu fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði á lands byggðinni fyrir næsta sumar. Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is fyrir 20. nóvember 2017. Nauðsynlegt er að góðar ljósmyndir og lýsing á umhverfi fylgi með. Öllum tilboðum verður svarað. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja tilboði: - Lýsing á eign og því sem henni fylgir - Ástand íbúðar og staðsetning - Stærð, fjöldi svefnplássa og byggingarár - Lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta nágrenni Norður-Kórea „Ótrúlegt magn“ sníkjudýra fannst í líkama norður- kóresks hermanns sem reyndi að flýja til Suður-Kóreu á mánudag. Hermaðurinn var skotinn á leiðinni yfir landamærin en komst til Suður- Kóreu á lífi. Læknar segja líðan hans stöðuga en að sníkjudýrin geri illt verra. „Á mínum tuttugu ára ferli hef ég aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði suðurkóreski læknirinn Lee Cook- jong við blaðamenn í gær. Greindi Lee jafnframt frá því að einn orm- anna sem fannst í líkama mannsins hafi verið 27 sentimetra langur. Þetta magn sníkjudýra þykir til marks um lélegt heilbrigðiskerfi einræðisríkisins. „Norður-Kórea býr ekki yfir nægilegu fjármagni til að halda uppi nútímalegu heilbrigðis- kerfi. Læknarnir eru illa menntaðir og þurfa að vinna með frumstæð tæki,“ sagði Andrei Lankov, prófess- or við Kookmin-háskóla í suðurkór- esku höfuðborginni Seúl. „Norður-Kórea er afar fátækt land. Líkt og önnur fátæk lönd glím- ir Norður-Kórea við alvarleg vanda- mál í heilbrigðiskerfinu,“ sagði Lankov enn fremur. Rannsóknir Suður-Kóreumanna styðja þessar staðhæfingar. Til að mynda kom í ljós við rannsókn á flóttamönnum árið 2015 að mun fleiri væru með lifrarbólgu B, lifrarbólgu C, berkla og sníkjudýr í Norður-Kóreu en í Suður-Kóreu. – þea Urmull sníkjudýra fannst í manni frá Norður-Kóreu Ástand mannsins þykir til marks um lélegt heilbrigðiskerfi. Nordicphotos/AFp aKureyri Stapi Lífeyrissjóður á Akureyri keypti 35 íbúða blokk á einu bretti í ágústmánuði. Fast- eignamat íbúðanna er samanlagt 900 milljónir króna. Frá þeim tíma hefur nýbyggingin staðið auð og enginn flutt inn í blokkina. Blokkin sem um ræðir er staðsett í Undirhlíð 1 á Akureyri. Í blokkinni eru 35 íbúðir sem eru frá 60 til 130 fermetrar að stærð. Jóhann Steinar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Stapa, vill ekki gefa upp kaupverð íbúðanna. „Samningar voru undirritaðir við byggingaraðilann á vordögum og það er rétt að íbúðirnar voru til- búnar í ágúst. Það sem gerist svo í kjölfarið er að framkvæmdastjóri og sjóðsstjóri lífeyrissjóðsins hætta störfum og því er lagt nýtt mat á verkefnið sem slíkt,“ segir Jóhann Steinar. Íbúðirnar voru keyptar með það að markmiði að leigja þær á frjáls- um markaði. Til er lagaheimild fyrir lífeyrissjóði til tað fjárfesta í íbúðar- húsnæði og taldi lífeyrissjóðurinn þetta ákjósanlegan fjárfestingarkost síðastliðið vor. Ljóst er að stjórn og framkvæmdastjóri eru ekki á þeirri skoðun eins og staðan er núna. „Við erum með blokkina í sölu- ferli og mun það klárast á næstu vikum. Við erum í samningavið- ræðum við aðila sem vilja kaupa eignina,“ bætir Jóhann Steinar við. Stapi vill selja blokkina í heilu lagi og því eru ekki margir aðilar á markaði sem hafa burði í svoleiðis fjárfestingar. Leiða má að því líkur að félög á borð við Heimavelli og Almenna leigufélagið séu á bak við það að kaupa húsnæðið. „Við vonumst eftir því að koma ekki út úr þessu með tapi fyrir sjóð- inn. Hins vegar er ljóst að á meðan enginn er í íbúðunum þá eru ekki tekjur að koma inn og á móti þurf- um við að greiða rafmagn og hita, fasteignagjöld og annan kostnað sem hlýst af því að eiga fasteignir,“ segir Jóhann Steinar. Hann áréttar að engin tengsl séu á milli fjárfestingarinnar og þeirrar staðreyndar að bæði sjóðsstjóri og framkvæmdastjóri hættu störfum fyrir Stapa á svipuðum tíma og salan gekk í gegn. sveinn@frettabladid.is Blokkaríbúðir Stapa standa enn ónotaðar Stapi lífeyrissjóður á Akureyri reynir að bakka út úr fasteignabraski. Keyptu heila blokk af byggingaverk- taka í ágúst. 35 íbúðir standa enn auðar. Eru í við- ræðum við leigufélag um að kaupa eignina í heild. 900 milljónir króna er samanlagt fasteignamat íbúðanna 35 sem eru í byggingunni. 1 8 . N ó v e m b e r 2 0 1 7 L a u G a r D a G u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 1 8 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 2 0 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 4 0 -7 1 D 4 1 E 4 0 -7 0 9 8 1 E 4 0 -6 F 5 C 1 E 4 0 -6 E 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.