Fréttablaðið - 18.11.2017, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 18.11.2017, Blaðsíða 76
Tónleikarnir 2013 spurðust vel út á meðal leikjasamfélags- ins og var uppselt. Þeir drógu líka að sér annars konar áhorfendur en mæta venjulega á lúðrasveitartónleika. Þorkell Harðarson Starri Freyr Jónsson starri@365.is Vegna sívaxandi eftirspurnar fást Protis Liðir nú í tvöfalt stærri pakkningu en áður og eru nú fáanlegir í 120 og 240 stykkja pakkningum. PROTIS ehf. er íslenskt líf-tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu IceProtein®, sem er hreint prótín sem er unnið úr íslenskum þorski,“ segir dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri PROTIS. „Fiskprótínið er unnið samkvæmt IceProtein® tækni sem byggir á svo- kallaðri vatns- rofstækni, sem tryggir skjóta virkni prótínsins og byggir á langtíma rann- sóknum vísinda- manna hér heima og erlendis. Prótínið er að öllu leyti íslensk framleiðsla.“ Hólmfríður er hugmyndasmiður Protis Liða, en hún er með meistaragráðu í næringarfræði og doktorsgráðu frá matvæla- og næringarfræði- deild Háskóla Íslands og hefur áralanga reynslu í rannsóknum á fiskprótínum. Liðkandi blanda Protis Liðir er liðkandi blanda með náttúrulegum efnum úr hafinu við Ísland. Það inniheldur íslensk sæbjúgu og þorskprótín,“ segir Hólmfríður. „Sæbjúgu saman- standa að mestu leyti af brjóski og eru því mjög rík af kollageni, en einnig lífvirka efninu chondro- itin sulphate, sem verndar brjósk og er talið hafa bólgu- hemjandi áhrif.“ „Þar að auki eru sæbjúgu rík af sinki, joði og járni sem og bólguhemjandi efnum sem nefnast saponin,“ segir Hólm- fríður. „Þar að auki innihalda Protis Liðir túrmerik, D-víta- mín, C-vítamín og mangan. Allt eru þetta efni sem eru mikilvæg fyrir liðaheilsu.“ Vegna sívaxandi eftirspurnar fást Protis Liðir nú í tvöfalt stærri pakkningu en áður og eru nú fáanlegir í 120 og 240 stykkja pakkningum. Hjálpar með stirðleika og gigt Snorri Snorrason vélamaður hefur notað Protis Liði með góðum árangri en fyrir rúmu einu ári fór að bera á miklum stirðleika í liðum hjá honum. „Ég hef ekki fengið neina nákvæma skýringu á hvað hrjáði mig,“ segir Snorri. „En liðir stirðnuðu og bólgnuðu svo mikið að ég gat ekki stigið í fæturna. Ég prófaði ýmislegt en ekkert virkaði almennilega,“ segir Snorri, en konan hans benti honum á að prófa Protis Liði. „Það vantaði ekki virknina! Ég fann mun á rúmri viku, allt í einu gat ég bara stigið óhikað í fæturna,“ segir Snorri. „Í dag er enginn stirðleiki og ég tek bara Protis Liði inn. Þetta svín- virkar á mig og gerir mér gott, engin spurning.“ Ida Haralds Malone er líka ánægð með áhrifin. „Ég hef glímt við liðagigt í um 30 ár,“ segir hún. „Stundum hefur gengið vel í nokkur ár svo fer alltaf að síga á ógæfuhliðina. Ég á ekki nógu mörg orð yfir hvað ég er ánægð með Protis Liði og vonandi geta Protis Liðir hjálpað öðrum í mínum sporum.“ Protis Liðir er fáanlegt í öllum apó- tekum, heilsuverslunum og heilsu- hillum stórmarkaðanna. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu Protis, protis.is Vinnur á verkjum og bólgu í liðum Protis Liðir inniheldur hágæða fiskprótein og ýmis efni sem eru mikilvæg fyrir liðaheilsu. Það hefur reynst þeim sem stríða við verki í liðum einstaklega vel og er nú til í tvöfalt stærri pakkningum. Hólmfríður er stofnandi og framkvæmdastjóri PROTIS. MYND/ANTONBRINK Lúðrasveitin Svanur blæs til tölvuleikjatónleikaveislu í dag, laugardag, í Norðurljós- um í Hörpu. Þar mun sveitin leika fjölda laga úr ýmsum tölvuleikjum auk þess sem sýnd verða áhrifa- mikil myndskeið úr leikjunum á stóru tjaldi fyrir aftan lúðrasveitina á meðan tónleikarnir standa yfir. Sveitin hélt sams konar tónleika haustið 2013 sem vöktu mikla lukku og segir Þorkell Harðarson, varaformaður Lúðrasveitar Svans og klarínettleikari hennar, að fjöldi beiðna um aðra tónleika hafi borist þeim á undanförnum fjórum árum. „Tónleikarnir 2013 spurðust vel út á meðal leikja- samfélagsins og var uppselt. Þeir drógu líka að sér annars konar áhorfendur en mæta venjulega á lúðrasveitartónleika og sáust stundum tár á hvörmum hörðustu spilararanna. Tónleikarnir voru einnig afar ánægjulegir fyrir okkur því það er auðvitað langskemmti- legast að spila fyrir fullu húsi og einnig fyrir nýja áheyrendur.“ Nettur leiði Hugmyndina að tónleikunum 2013 má rekja til þess að yngri meðlimir sveitarinnar höfðu þjáðst af nettum leiða á lúðra- sveitarklassíkinni og langaði til að brjóta upp hið hefðbundna form tónleika af þessu tagi. „Þetta mætti mismikilli hrifningu eldri kyn- slóðarinnar sem sumir hafa spilað með sveitinni í áratugi. Útkoman var afar góð og þeir sem voru hvað mest á móti því að halda tölvu- leikjatónleika voru hvað hrifnastir af útkomunni.“ Á tónleikunum í dag mun sveitin flytja tónlist úr eftirfarandi leikjum: Fallout 4, Undertale, Jour- ney, Megaman, Monkey Island, Ducktales, Portal, Battlefield 1942, Elder Scrolls, Zelda, Super Mario Bros., Halo, Civilization, Kingdom Hearts, Final Fantasy, Myst, Advent Rising og World of Warcraft. „Hvað sýninguna meðfram tónlistinni varðar er búið að vinna dag og nótt við að framleiða myndskeið úr öllum þessum leikjum sem eiga að fylgja tónlistinni. Það er auðvitað svolítið mál en við höfum gert þetta áður, bæði á tölvuleikjatónleikunum fyrri og síðan vorum við með kvikmynda- tónlistarþema fyrir stuttu. Þar rann þetta ljúft í gegn. Kannski göngum við lengra á næstu tölvuleikjatón- leikum og verðum í búningum úr leikjunum!“ Kraftmikið hljóðfæri Lúðrasveitin Svanur er ein elsta hljómsveit landsins, stofnuð árið 1930 og hefur starfað sleitulaust síðan þá. Svanurinn hefur sett brag sinn á bæjarlíf Reykvíkinga með því að koma fram í skrúðgöngum og kröfugöngum í áratugi, ásamt hefðbundinni spilamennsku við styttu Jóns Sigurðssonar á þjóð- hátíðardegi Íslendinga. Síðustu árin hefur sveitin verið í fremstu röð hljómsveita af þessu tagi og sett mikinn metnað í stóra tón- leika sína sem eru jafnan tvennir á ári. „Lúðrasveitir eru oft settar í ferköntuð box sökum fyrirfram ákveðinnar myndar sem fólk hefur af þeim. En í raun erum við óræður margflötungur sem hægt er að sveigja í ýmsar óvæntar áttir. Góð lúðrasveit er eitt kraftmesta hljóð- færi sem völ er á fyrir tónskáld og skemmtikrafta sem nálgast okkur með opinn huga.“ Tónleikarnir hefjast kl. 14 í dag. Nánari upplýsingar og miðasölu má nálgast á www.harpa.is. Tár sáust á hvörmum spilara Lúðrasveitin Svanur hefur sett brag sinn á bæjarlíf Reykvíkinga síðan 1930. Í dag blæs sveitin til tölvuleikjatónleikaveislu í Hörpu en hún hélt sambærilega tónleika 2013 sem vöktu mikla lukku. Þorkell Harðarson, varaformaður Lúðrasveitarinnar Svans. MYND/VILHELM 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . N ÓV E M B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 1 8 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 2 0 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 4 0 -9 9 5 4 1 E 4 0 -9 8 1 8 1 E 4 0 -9 6 D C 1 E 4 0 -9 5 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.