Fréttablaðið - 18.11.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.11.2017, Blaðsíða 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Reynslan eftir efnahagsáfall- ið kennir okkur að gagnkvæm atvinnurétt- indi skapa æskilegan sveigjanleika í meðbyr og ekki síður í mótbyr. Ég tel mig vera umhverfisverndarsinna. Oft er það þó meira í orði en á borði.Litla kjörbúðin í götunni minni þar sem ég bý í London hugðist nýverið minnka plastnotkun. Var tekið að rukka fimm pens fyrir plastpoka við kassann. Mér fannst þetta frábært framtak. Ég keypti mér skvísulegan taupoka skreyttan glimmeri til að taka með mér út í búð. Niðurstaðan varð hins vegar sú að ég gleymdi alltaf taupokanum heima og borgaði einfaldlega fyrir plastið. Nokkru síðar gekk verslunin lengra í baráttunni gegn plastinu. Hætt var að selja lufsulegu fimm pensa pokana en í staðinn gátu viðskiptavinir keypt veglega margnota plastpoka fyrir tuttugu pens. Það fór ekki betur en svo að eldhússkápurinn hjá mér fylltist af plastpokum sem voru of fínir til að nota sem ruslapoka. Það var ekki fyrr en verslunin hætti alveg að selja plastpoka og ég þurfti að rogast heim með vörurnar í fanginu og elta epli sem ég missti og rúllaði niður götuna ofan í ræsi sem mér tókst að muna eftir að taka með mér poka út í búð. Við getum öll lagt okkar af mörkum og minnkað notkun á plasti, t.d. með því að fara með taupoka út í búð. Því það munar um minna. Bókstaflega. Tíu tonn af pappír Margt smátt gerir eitt stórt. Safnast þegar saman kemur. Fátt sannar spakmælin betur en nýjasta útspil bresku verslunarkeðjunnar Marks & Spencer. Flestir kannast við litlu límmiðana sem finna má á grænmeti og ávöxtum í verslunum. Síðastliðið sumar tók M&S að prófa nýja leysitækni sem ristir strikamerki og upplýsingar um síðasta söludag á hýði ávaxta og grænmetis. Tækninni er ætlað að leysa af hólmi lím- miðana. M&S prófaði nýju græjuna á lárperum. Einhverjum kann að þykja framtakið ómarkvert. Hvaða máli skipta nokkrir límmiðar til eða frá? En ef M&S – ein verslunar- keðja – sleppir því að setja límmiða á eina vörutegund – avókadó – sparast tíu tonn af pappír á ári og fimm tonn af lími. Ekki er ný tækni þó alltaf jafn árangursrík. Til hvers? Litlu mátti muna að íslenska jólabókaflóðið yrði að lítilli sprænu þetta árið. Í síðustu viku bárust fréttir af því að nýr tæknibúnaður í prentsmiðju í Finnlandi hefði ekki virkað sem skyldi. Meira en hundrað þúsund eintök íslenskra bóka voru prentuð í Finnlandi. Tafir og mistök í prentuninni ollu því hins vegar að bækurnar skiluðu sér seint til landsins og þegar þær skiluðu sér loks var frágangi ábótavant. Endurprenta þurfti stóran hluta upplagsins. Kom auk þess fram í fréttum að plast- pökkunin uppfyllti ekki gæðakröfur og þurfti að endur- plasta þrjátíu þúsund bækur. Fyrir langalöngu rak ég bókaútgáfu. Ég keypti þýðingarrétt að erlendum skáldsögum, fékk þýðendur til að snara þeim yfir á íslensku, lét setja þær upp, hanna kápu, prenta þær og plasta. Það var ekki fyrr en nú, mörgum árum síðar, þegar ég las um ófarir jólabókaútgáfunnar í ár að það runnu á mig tvær grímur. Plasta? Til hvers var ég að láta plasta bækurnar? Hér í London eru bækur aldrei í plasti í bókabúðum. Á sjálfstýringu Af hverju eru hlutirnir eins og þeir eru. Oft er það aðeins vegna þess að við erum á sjálfstýringu. Þegar ég rak bókaútgáfu lét ég plasta bækurnar vegna þess að þannig voru hlutirnir einfaldlega gerðir. Ég hugsaði ekki út í það – ekki frekar en ég hugsaði út í það þegar ég burst- aði í mér tennurnar á morgnana. Þetta var ómeðvitaður gjörningur. Ef það munar um að losna við litlu límmiðana á lár- perunum úr öskuhaugum veraldarinnar hlýtur að muna um plastið utan af íslensku jólabókunum. Íslenskir bókaútgefendur vinna þrekvirki er þeir halda úti blómlegum bókamarkaði á eyju þar sem aðeins búa tæplega þrjú hundruð og fimmtíu þúsund manns. Ég trúi því ekki öðru en að það útsjónarsama fólk sem starfar við bókaútgáfu eigi glúrið svar við eftir- farandi spurningu: Þurfa jólabækurnar okkar endilega að vera í plasti? Litlir límmiðar á lárperum Urðarhvarf 14 203 Kópavogur s: 510 6500 www.hv.is Eyjólfur Guðmundsson Heimilislæknir/General Practitioner Eyjolfur@hv.is HEILSUGÆSLA Urðarhvarf 14 203 Kópavogur s: 510 6500 www.hv.is Eyjólfur Guðmundsson Heimilislæknir/General Practitioner Eyjolfur@hv.is HEILSUGÆSLA Ert þú með heimilislækni? Ný heilsugæslustöð Urðarhvarfi 14, Kópavogi Skráning stendur yfir, opin öllum, óháð búsetu. verið velkomin ! Sími 510 6500, www.hv.is Makríl, ferðamönnum og hagfelldu upp-gjöri við erlenda kröfuhafa getum við þakkað efnahagslega velsæld hér á landi um þessar mundir.Í þessa margendurteknu upptalningu vantar fjórða happafenginn, sem kannski vegur þyngst – vinnufúsar hendur útlendra dugnaðarforka. Án þeirra hefði verið allsendis ómögulegt að nýta verðmætin sem rak á fjörur okkar eftir hrun. Færri hótel væru risin, færri matstaðir hefðu náð fótfestu og færri rútur væru á ferð um sveitirnar. Við eigum það ekki síst að þakka útlendu fólki að risin er atvinnugrein, sem er burðarás góðærisins sem við njótum þessa dagana. Í fróðlegri grein í Kjarnanum nýlega kemur fram að átt- undi hver skattgreiðandi á Íslandi er með útlenskt ríkis- fang og að þeim fjölgaði um meira en fjórðung í fyrra. Á því sést að það er af og frá að halda því fram, að útlending- ar komi til Íslands og leggist upp á velferðarkerfið. Þvert á móti, skattfé útlendinga gerir okkur kleift að styrkja innviðina og skjóta styrkari stoðum undir kerfið. Vegna EES-samningsins fara þessar breytingar hljóð- lega. Gagnkvæm réttindi tryggja, að fólk frá EES-löndum getur sótt vinnu í samningslöndunum án þess að þræða í gegnum nálarauga skriffinnskunnar. Sama átti við um Íslendinga – ekki síst iðnaðarmenn – sem sóttu til útlanda þegar harðnaði á dalnum eftir hrun. Án EES hefði stór hópur lent á atvinnuleysisskrá. Nú hafa margir snúið til baka, sumir með ferskar hugmyndir og nýja þekkingu í farteskinu. Af því er beinlínis efnahagslegur ávinningur. Reynslan eftir efnahagsáfallið kennir okkur að gagn- kvæm atvinnuréttindi skapa æskilegan sveigjanleika í meðbyr og ekki síður í mótbyr. Þessi lærdómur fær lítið svigrúm í pólitíkinni. Þetta bar helst á góma í kosninga- baráttunni þegar gaspri einstaka heimóttarlegra fram- bjóðenda var andmælt. Röddum gaspraranna fækkar sem betur fer enda tala staðreyndirnar sínu máli. Æ fleiri læra að umgangast útlendinga og virðast kunna því vel. Um það vitna kosningarannsóknir. Fyrir áratug sá meira en þriðjungur Íslendinga einhvers konar ógn við eigin þjóðarein- kenni frá útlendu fólki. Sá hópur hefur skroppið sama um helming, er innan við 18 prósent núna, samkvæmt fyrrnefndri grein. Þar kom fram, að Sjálfstæðis- og Fram- sóknarmenn óttast útlend áhrif meira en kjósendur annarra flokka. Frjáls för fólks er ein af meginstoðum Evrópusamvinn- unnar. Vestur-Evrópubúar sem nú eru á miðjum aldri hafa alist upp við frelsið og líta á það sem sjálfsagðan hlut. Breskir bændur sem flestir studdu Brexit, eru nú að vakna upp við vondan draum. Þeir eru að átta sig á því, að færanlegt vinnuafl er ein meginstoðin í þeirra rekstri. Farandverkamenn frá Austur-Evrópu hafa streymt til Bretlands á uppskerutímum. Þótt Brexit sé ekki skollið á hefur ásókn landbúnaðar- verkamanna til Bretlands minnkað. Uppskera eyðileggst. Verkafólkið á marga kosti og sækir þangað sem því er tekið opnum örmum. Samkeppni er um hreyfanlega vinnuaflið. Gagnlegt að vita fyrir alla sem þurfa fleiri vinnufúsar hendur. Dugnaðarforkar 1 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r16 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð SKOÐUN 1 8 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 2 0 s _ P 1 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 4 0 -3 1 A 4 1 E 4 0 -3 0 6 8 1 E 4 0 -2 F 2 C 1 E 4 0 -2 D F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.