Fréttablaðið - 18.11.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.11.2017, Blaðsíða 2
Þeir hafa séð tækifæri í þeim mikla fjölda sem fer í Costco þarna. Sigurður Guðmunds- son, bæjarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar Garðabæjar Veður Í dag er útlit fyrir fallegt vetrarveður víða á landinu en austast má búast við norðvestan 8-13 m/s í fyrstu. Léttskýjað verður víðast hvar, en norðaustan til, austan Eyjafjarðar verða él á stangli hér og þar. sjá síðu 58 Nemendur í Hagaskóla mynduðu í gær keðju og létu ávísun ganga frá Hagaskóla á spítalann til Ólafs Ívars Árnasonar. Ávísunin var með söfnunarfé sem safnaðist á góðgerðardeginum Gott mál. Söfnunardagurinn var 2. nóvember. Ólafur Ívar veiktist mikið í byrjun árs og hefur verið frá skóla stærstan hluta ársins vegna þess. Peningarnir sem söfnuðust, tæpar 4 milljónir króna, munu nýtast í þágu endurhæfingar fyrir Ólaf. Fréttablaðið/Eyþór skipulagsmál Skipulagsnefnd Garðabæjar lýsir áhyggjum af auknu umferðarálagi vegna fyrirhugaðrar opnunar Vínbúðar í Kauptúni. For- maður nefndarinnar segir opnunina kalla á að framkvæmdum við breyt- ingar á gatnakerfinu verði hraðað. Sigurður Guðmundsson, bæjar- fulltrúi og formaður skipulags- nefndar Garðabæjar, segir ljóst að flýta þurfi fyrirhuguðum fram- kvæmdum. ÁTVR bíður enn leyfis frá bænum til að opna eftir að hafa neyðst til að fresta fyrirhugaðri opnun verslunarinnar í Kauptúni á miðvikudag. „Þessar breytingar sem þarf að ráðast í tengjast á sínum tíma komu Costco, en það er alveg ljóst að með því að Vínbúðin kemur þarna líka, með sitt aðdráttarafl fyrir fólk, þarf að fara í að breikka vegi og annað sem við vorum búin að skipuleggja þegar við heimiluðum Costco að koma á svæðið,“ segir Sigurður. Engin ákvörðun liggur fyrir um hve- nær farið verði í framkvæmdirnar. Ljóst er að Kauptún í Garðabæ er orðinn mjög heitur reitur og umferðarþunginn hefur aukist til muna með komu Costco í sumar, en fyrir var þar að finna IKEA, Bónus og Toyota-umboðið svo dæmi séu tekin. „Svo er margt fólk að flytja í hverfin þarna í kring. Þarna er að byggjast upp 1.600 íbúða hverfi,“ bætir Sigurður við. Fréttablaðið greindi frá því í síð- ustu viku að bæjarstjórn Garðabæj- ar teldi að ÁTVR þyrfti að sækja um sérstakt leyfi fyrir opnun verslunar sinnar í Kauptúni þar sem fyrra leyfi fyrir Vínbúð, sem lokað var fyrir þó nokkrum árum, var bundið við Garðatorg. Sem fyrr segir varð ÁTVR að fresta opnun Vínbúðarinnar en afstaða til umsóknar fyrirtækisins verður tekin í bæjarstjórn í næstu viku. Í bókun á fundi skipulagsnefndar á fimmtudag eru áhyggjurnar af umferðarálaginu viðraðar auk þess sem nefndin furðar sig á því að ÁTVR hafi ekki komið til móts við óskir Garðabæjar um að Vínbúðin yrði í miðbænum. Þótt nefndin leggist ekki gegn því að Vínbúð verði opnuð í bænum vonar hún þó að önnur hugsanleg sérvöru- verslun með áfengi verði opnuð í miðbænum. „Við leggjumst ekki gegn því að opnaðar verði fleiri en ein Vínbúð í bænum. En við höfum haft mik- inn áhuga á fá hana á miðbæjar- svæðið. En þeir hafa séð tækifæri í þeim mikla fjölda sem fer í Costco þarna.“ mikael@frettabladid.is Óttast að Vínbúðin sprengi gatnakerfið Flýta þarf framkvæmdum við breytingar á gatnakerfinu við Kauptún í Garðabæ til að bregðast við auknu umferðarálagi sem fylgja mun opnun Vínbúðar. Bæjar- yfirvöld vildu Vínbúð í miðbæinn. ÁTVR sá tækifæri í Costco-traffík. Ekki var hægt að opna verslun ÁtVr í Kauptúni í vikunni þar sem leyfi frá bæjarstjórn lá ekki fyrir. breyta þarf gatnakerfinu þar. Fréttablaðið/Eyþór TENERIFE 22. nóvember í 14 nætur Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . Frá kr. 129.995 m/allt innifalið Sólarferð til Dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir í máli Geirs Haarde gegn íslenska ríkinu næsta fimmtu- dag. Geir höfðaði málið á þeim grund- velli hann hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð í Landsdómsmálinu. Hann byggir meðal annars á því að ákvörðun Alþingis um ákæru á hendur honum hafi verið tekin á pólitískum forsendum en ekki með hlutlausu mati.  Þá hafi alvarlegir gallar verið á undirbúningi máls- meðferðarinnar og Landsdómur hafi hvorki verið óvilhallur né sjálf- stæður. Geir telur einnig að lagaákvæði sem sakfelling byggist á séu skýr og ótvíræð. – aá Dómur felldur á fimmtudaginn Geir H. Haarde í landsdómi. Fréttablaðið/VilHElm Orkumál Sautjánda aflstöð Lands- virkjunar að Þeistareykjum var gangsett í gær við hátíðlega athöfn. Um er að ræða þriðju jarðvarma- stöð fyrirtækisins, en fyrir eru Kröflustöð og gamla gufustöðin í Bjarnarflagi. Þeistareykjastöð er fyrsta jarðvarmastöðin sem Lands- virkjun byggir frá grunni. Þeistareykjastöð verður 90 mega- wött. Í tilkynningu frá Landsvirkj- un kemur fram að stöðin er reist í tveimur 45 megawatta áföngum og var vélasamstæða 1 gangsett í dag og tengd við flutningskerfi Lands- nets. Benedikt Jóhannesson, fjár- mála- og efnahagsráðherra, og Þór- dís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköp- unarráðherra, gangsettu virkjunina í sameiningu. Upphaf byggingaframkvæmda við virkjunina var á vormánuðum 2015. – jhh Vélarnar ræstar fyrir norðan stjórnmál Stuðningur við Vinstri græn hefur dalað um 3,9 prósentustig frá alþingiskosningunum í október og mælist nú 13%. Á sama tíma hefur stuðningur við Samfylkingu aukist úr 12,1% í 16,0%. Þetta sýna niður- stöður nýrrar könnunar MMR. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur í könnuninni með 24 pró- sent, Miðflokkurinn er með 10,5 pró- sent, Píratar með 9,9 prósent, Fram- sóknarflokkurinn með 9,5 prósent, Flokkur fólksins með 8,4 prósent og Viðreisn með 6,5 prósent. – jhh Samfylkingin stærri en VG  Fékk góða vini á spítalann 1 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 l a u g a r D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 1 8 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 2 0 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 4 0 -3 6 9 4 1 E 4 0 -3 5 5 8 1 E 4 0 -3 4 1 C 1 E 4 0 -3 2 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.