Fréttablaðið - 18.11.2017, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 18.11.2017, Blaðsíða 32
um hermann sem kemur heim eins og draugur inn í sitt eigið líf. Auk þess er þarna tekist á við ástir og afbrýði en líka eitthvað á borð við áfallastreituröskun hermanna. Stærsta ákvörðunin sem við tókum var að nota kór á sviðinu sem er eins og kór í grískum harmleik sem rammar inn söguna og sýnir hana í stærra samhengi. Þar með verður þetta saga allra stríða og allra her- manna.“ Mistökin í Hörpu Þessi danska uppfærsla verður flutt á Listahátíðinni í Reykjavík í vor og Daníel segir að það sé bæði skemmtilegt og mikilvægt að fá að koma með þetta heim. „Þetta er minn heimavöllur og það er líka gaman fyrir óperulífið hér að fá hingað nýja íslenska óperu vegna þess að það er ekkert of mikið um frumflutning á íslenskum óperum á Íslandi.“ Er það áhyggjuefni að íslenskar óperur séu helst frumfluttar úti í heimi? „Ég held að það sé kannski ekki beint áhyggjuefni og ég hef fullan skilning á því að óperunni er sniðinn þröngur stakkur í Hörpu og þarf að taka ýmsar ákvarðanir sem endurspegla það en á sama tíma verð ég að hrósa óperunni fyrir að taka þetta skref með mína óperu. Það er Íslenska óperan sem er drífandi aflið í því að setja þetta upp þannig að ég get ekki annað en verið ánægður með það. Staðreyndin er sú að ég held að óperan eigi alltaf eftir að þurfa að berjast á meðan hún á heimili sitt í Eldborg. Meðan það er þá veit ég ekki alveg hvað hún getur gert til þess að fá meiri samfellu í starfið og geta boðið upp á enn fjölbreyttara verkefnaval. Best væri ef það væri annar salur og eins gæti verið fróð- legt að sjá fleiri tónleikauppfærslur á óperum eins og gert var með Peter Grimes á Listahátíð. En stærstu mistökin voru alltaf að vera ekki með sérstakan sal með hliðarsviði og gryfju fyrir óperutónlist, dans og jafnvel rokktónleika. En því verður ekki breytt héðan af. Þannig að staða óperunnar er dálítið erfið. Ein hugmyndin er að óperan fari aftur í Þjóð- leikhúsið sem er nú ýmsum vandkvæðum bundið, og svo er önnur að óperan og sinfónían taki höndum saman enn meira en verið hefur. Jafnvel sameinist að einhverju leyti en þá þarf það að gerast á réttan hátt því það er alltaf sú hætta að með svona sam- runa glatist mikilvæg þekking og það má ekki gerast. Báðar þessar stofnanir verða að viðhalda sjálf- stæði sínu þó að meiri samvinna sé bæði jákvæð og augljós.“ Pikknikk og fiðlukonsert Daníel vinnur talsvert utan land- steinanna og hefur verið í sérstak- lega farsælu sambandi við Fílharm- óníusveitina í Los Angeles. „Ég fór þarna fyrst í kringum 2011 þegar þau fluttu tónlistina mína í fyrsta sinn og þá strax báðu þau mig um að skrifa meira. Það samstarf hefur gengið þannig koll af kolli. Síðan kom þessi risastóra hátíð, Reykja- vík Festival, sem var haldin í apríl og ég vann að með þeim í tæp tvö ár. Það merkilega er að þessi hátíð var ekki að íslensku frumkvæði heldur að frumkvæði LA Phil sem er alveg magnað. Það segir líka mikið um stöðu íslensks tónlistar- og menn- ingarlífs í heiminum að þetta hafi orðið að veruleika. Þetta var risastór hátíð sem stóð í tvær vikur og vakti mikla athygli í fjölmiðlum vestan hafs sem og í borginni sjálfri. Þessi hljómsveit er talsvert ólík öðrum slíkum í Bandaríkjunum þar sem hún er mjög framsækin og hugsar mikið til eins og listasafn. Þau búa stöðugt til viðburði, frum- flytja líklega mest allra hljómsveita af nýrri tónlist, eru að setja upp óperur og sviðsverk, setja tónleika í nýtt samhengi og vinna þvert á margar listgreinar. Ég held að allar hljómsveitir geti lært mikið af þess- ari hljómsveit og hvernig þau nálg- ast listina.“ En er ekki fiðlukonsertinn sem þau fluttu eftir þig í sumar einmitt dæmi um þetta? „Jú, það má segja það, en reyndar átti hann að vera á Reykjavíkurhátíðinni en frestaðist Daníel og félagar hans í 5. flokki Fram árið 1991 en þessir strákar reyndust mjög sigursælir í yngri flokkum. Við upphaf æfingatímans á óperunni Brødre. Daníel, Steffen Aarfing sviðs- hönnuður, Kerstin Perski höfundur libretto og Kasper Holten leikstjóri. Jakob Christian Zethner, Joel Annmo og Anne Margrethe Dahl í óperunni Brødre. Hið fræga kynn- ingarskilti á Hollywood Bowl auglýsir fiðlu- konsert Daníels í flutningi LA Phil. ↣ vegna óperunnar. En í staðinn var hann fluttur í Hollywood Bowl, sem hljómsveitin rekur á sumrin, og það var algjörlega mögnuð upplifun að fá að vera þar. Þetta er gríðarlega stórt svæði og utandyra og mjög sér- stök stemning sem myndast þarna. Fólk mætir þarna snemma með pikknikk-körfurnar en svo þegar það er byrjað að spila þá dettur allt í dúnalogn. Það var engu líkt. Konsertinn fór svo á heilmikið flakk með það með öðrum hljóm- sveitum í Evrópu og ég fylgdi því eftir svona að hluta. Það var gaman að fá samanburðinn frá Hollywood Bowl við þessa hefðbundnu tón- leikasali. Planið er svo að konsert- inn verði fluttur hér hjá Sinfóníunni á næsta tónleikaári og ég hlakka mikið til þess.“ Okkar mesta stolt Þegar kemur að spurningunni um hvernig Íslendingar séu að höndla listir og menningu í samfélagslegu tilliti segir Daníel að við séum í raun að gera margt vel. „Það sem ég hef mestar áhyggjur af eru grunn- stoðirnar en ég hef ekki svo miklar áhyggjur af toppunum. Auðvitað er það eilíf barátta hjá listastofnunum fyrir fjármagni en ég hef mun meiri áhyggjur af listnámi í grunnskól- unum og tónlistarskólunum. Það er eins og pólitíkusar fatti ekki alltaf samhengið þarna á milli – að þetta gerist bara og renni fram eins og kalda vatnið úr krananum. Að það verði alltaf æðislegir listamenn á Íslandi vegna þess að við erum svo frábær. En þetta er ekki þannig og þetta er ekki sjálfsprottið og það er ástæða fyrir því að tónlistarlífið er svona blómlegt og það er af því að tónlistarskólarnir hafa verið sterkir og það þarf að halda áfram að efla þá en ekki þrengja að þeim. Þarna þurfum við virkileg að sækja fram og ég vona að það gleymist ekki í hinni fyrirhuguðu stórsókn í mennta- málum sem stjórnmálamennirnir eru að boða.“ Daníel segist binda vonir við nýjan menntaskóla í tónlist og þá möguleika sem í honum eru fólgn- ir. „En við eigum sem þjóð að vera stolt af þessum árangri í listum ekki síður en í íþróttum. Við eigum að gera þessu hátt undir höfði og átta okkur á því að þetta er eitt af okkar höfuðeinkennum úti í heimi. Okkar mesta stolt.“ Samfélagsleg skylda Hafa listamenn þá ekki samfélags- legar skyldur ef það er verið að fjár- festa í listum? Eftir langa umhugsun svarar Daníel loks með bæði já og nei. „Skapandi listamaður á ekki að vera krafinn um skyldur við sam- félagið að öðru leyti en því að hann á að skapa og vanda sig. Hluti af því getur verið að spyrja áleitinna og krefjandi spurninga um sitt sam- félag og samtíma en það er ekki hægt að setja það fram sem kröfu til listamanns þó svo að hann hafi það val. Ég held að í þessu felist misskiln- ingur á eðli listarinnar því sam- félagslegt gagn hennar er ótvírætt óháð því hvers eðlis hún er. Listin mun alltaf skila einhverju til sam- félagsins hvort sem það er hönd á festandi eða eitthvað óræðara. Sum verk tala beint inn í samtíma sinn meðan önnur tala inn í eilífðina, ef ég má gerast svo háfleygur. Þetta er ekki eitthvað sem hægt er að stjórna ofan úr ráðuneyti. Hins vegar geta listastofnanir haft ákveðnum skyldum að gegna. Það er augljóst að Þjóðleikhúsinu og Sinfóníunni ber ákveðin skylda til þess að eiga í samtali við þjóð sína og reyna að sinna að einhverju leyti ólíkum þörfum og hópum sam- félagsins. En listamaðurinn sjálfur má aldrei vera undir þeirri kvöð.“ En stærstu mistökin voru alltaf að vEra Ekki mEð sérstakan sal mEð hliðarsviði og gryfju fyrir ópErutón- list, dans og jafnvEl rokktónlEika. KOMDU Í – dásamleg deild samfélagsins OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17 K V IK A 1 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r32 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 8 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 2 0 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 4 0 -3 B 8 4 1 E 4 0 -3 A 4 8 1 E 4 0 -3 9 0 C 1 E 4 0 -3 7 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.