Fréttablaðið - 18.11.2017, Blaðsíða 18
Fótbolti Íslensku landsliðsmenn-
irnir fá ekki oft opinberan reiði-
lestur frá landsliðsþjálfaranum
Heimi Hallgrímssyni en þeir fengu
það eftir æfingamótið í Katar.
Íslenska landsliðið mætti í smáríkið
við Persaflóa á þriggja leikja sigur-
göngu og búið að ná í fimmtán stig
í síðustu sex leikjum undankeppni
HM 2018.
Lykilmennirnir fengu létta
skemmtiferð til Katar að launum
fyrir magnaða frammistöðu þegar
þeir tryggðu Íslandi sögulegan far-
seðil á sitt fyrsta HM en í þeirra stað
áttu „aukaleikararnir“ að fá tækifæri
til að sýna sig og sanna.
Þurfa miklar framfarir
„Í júní erum við að fara að spila við
bestu lið heims og það þurfa ansi
margir að taka miklum framförum á
næstu sjö mánuðum ef þeir ætla að
vera samkeppnishæfir í Rússlandi,“
sagði Heimir í viðtali við Frétta-
blaðið eftir seinni leikinn.
Já það má taka undir þessi orð
þjálfarans. Heimir gerði litlar breyt-
ingar á hópnum sínum á lokaspretti
undankeppninnar og það þarf
miklu meira að gerast ef menn ætla
að koma sér frekar inn í myndina
hjá Eyjamanninum.
Íslenska landsliðið stillti upp
sama byrjunarliði í öllum fimm
leikjum sínum á EM í Frakklandi og
allir þeir leikmenn voru í risahlut-
verki í undankeppni HM fyrir utan
Kolbein Sigþórsson sem hefur verið
meiddur í meira en eitt og hálft ár.
Stóru breytingarnar í goggunarröð-
inni voru þær að Hörður Björgvin
Magnússon tók vinstri bakvarðar-
stöðuna af Ara Frey Skúlasyni,
Alfreð Finnbogason kom inn fyrir
Kolbein og Emil Hallfreðsson sýndi
sig og sannaði með góðri frammi-
stöðu á miðjunni þegar Gylfi var
færður framar. Allir þrír sem stimpl-
uðu sig inn voru með í EM-hópnum.
Það var líka Sverrir Ingi Ingason
en hlutverk hans í liðinu er að vaxa.
Björn Bergmann Sigurðarson fékk
líka tækifæri þegar það vantaði
menn í liðið en hann hefur síðan
misst af vetrarleikjunum vegna
meiðsla. Björn Bergmann er samt
enn í dag þriðji kostur í framlínunni.
14 af 23 alveg öruggir
23 leikmenn fóru með á EM í Frakk-
landi sumarið 2016 og það er ekki
hægt að sjá annað sjö mánuðum
fyrir heimsmeistaramótið í Rúss-
landi en að fjórtán þeirra séu alveg
öruggir með sæti í HM-hópnum.
Næstu menn þurfa síðan að spila
frá sér sæti í hópnum.
Baráttusætin eru varamark manns-
stöðurnar, tveir síðustu varnar-
menn hópsins, þrjár miðjustöður
og síðustu framherjastöðurnar.
Það er nokkuð ljóst að EM-fararnir
Eiður Smári Guðjohnsen (hættur)
og Kolbeinn Sigþórsson (meiddur)
verða ekki með í HM-hópnum og og
Haukur Heiðar Hauksson er heldur
ekki líklegur. Það verða því pottþétt
þrjár breytingar, en verða þær fleiri?
Ekki mikið að rugga bátnum
Menn voru í það minnsta ekki
að rugga bátnum mikið með
frammistöðu sinni í Katar.
Mesti möguleikinn liggur kannski í
þriðju markmannsstöðunni þar sem
Rúnar Alex Rúnarsson er að banka
fast á dyrnar.
Theódór Elmar Bjarnason er
búinn að stimpla sig aftur inn og
það er líklegt að fjölhæfni hans og
Hjartar Hermannssonar tryggi þeim
báðum afleysingahlutverk á HM.
Þeir voru báðir með á EM í Frakk-
landi. Jón Guðni Fjóluson átti fínan
leik á móti Katar og kemur til greina
í hópinn.
Arnór Ingvi Traustason sló í gegn
á EM í Frakklandi en ætti kannski
að hafa smá áhyggjur af HM-sætinu
eftir slaka frammistöðu í Katar og
slæma stöðu hjá sínu félagi. Rúrik
Gíslason missti af EM en hefur allt-
af verið hluti af kynslóðinni sem
breytti landsliðinu. Rúrik setti nú
samt ekki mikla pressu á Heimi með
frammistöðu sinni í Katar og hann
var ekki sá eini sem nýtti ekki gott
tækifæri til að sýna sig og sanna.
Góð mörk en við þurfum meira
Framherjarnir Viðar Örn Kjartans-
son og Kjartan Henry Finnbogason
minntu hins vegar á sig með góðum
mörkum og frammistaða Kjartans
Henrys á móti Tékkum var einn af
jákvæðustu hlutum ferðarinnar.
Líkurnar á HM-sæti hjá Birni Berg-
mann Sigurðarsyni hafa fyrir vikið
aðeins minnkað en líklegra er þó að
Heimir velji á milli þeirra Kjartans
og Viðars fremur en að fara með þá
báða.
Margir bíða samt eftir því hvort
Albert Guðmundsson gefi Heimi
ástæðu til að taka sig með. Albert
hefur verið að banka á dyrnar hjá
aðalliði PSV en á meðan hann er
ekki að spila fleiri mínútur í topp-
bolta þá eru ekki miklar líkur á því
að hann fari með til Rússlands.
Sjö mánuðir til stefnu
Það eru enn sjö mánuðir í það að
Heimir Hallgrímsson taki þessa erf-
iðu ákvörðun og velji þá 23 víkinga
sem munu skrifa nafn sitt í sögu
íslenskrar knattspyrnu. Meiðsli og
spilatími gæti breytt hlutum og þá á
landsliðið eftir að hittast nokkrum
sinnum þangað til. Tækifærin í
Katar runnu frá mönnum en sjáum
til hvað gerist í janúar og mars. Hér
fyrir ofan má sjá stöðuna eins og við
á íþróttadeild Fréttablaðsins teljum
hana vera í dag tvö hundruð dögum
fyrir flugtak. ooj@frettabladid.is
Markverðirnir
3 sæti í boði
l Hannes Þór Halldórsson
l Ögmundur Kristinsson 60%
Rúnar Alex Rúnarsson 50%
l Ingvar Jónsson 40%
Varnarmenn
8 sæti í boði
l Ragnar Sigurðsson
l Kári Árnason
l Birkir Már Sævarsson
l Hörður Björgvin Magnússon
l Sverrir Ingi Ingason
l Ari Freyr Skúlason
l Hjörtur Hermannsson 70%
Jón Guðni Fjóluson 40%
l Haukur Heiðar Hauksson 10%
Diego Jóhannesson 5%
Miðjumenn
8 sæti í boði
l Aron Einar Gunnarsson
l Gylfi Þór Sigurðsson
l Jóhann Berg Guðmundsson
l Birkir Bjarnason
l Emil Hallfreðsson
l Theódór Elmar Bjarnason 70%
l Arnór Ingvi Traustason 60%
Rúrik Gíslason 50%
l Rúnar Már Sigurjónsson 50%
Ólafur Ingi Skúlason 45%
Sóknarmenn
4 sæti í boði
l Alfreð Finnbogason
l Jón Daði Böðvarsson
Björn Bergm. Sigurðarson 70%
Viðar Örn Kjartansson 55%
Kjartan Henry Finnbogason 50%
Albert Guðmundsson 20%
l Kolbeinn Sigþórsson 1%
l Eiður Smári Guðjohnsen 0%
Heimislisti strákanna okkar
sjö mánuðum fyrir HM 2018
Sami kjarni leikmanna hefur komið íslenska landsliðinu inn á tvö stórmót í röð og það er ekki að sjá að það
verði margar breytingar á EM-hópnum þegar strákarnir okkar mæta á HM í Rússlandi næsta sumar. Frétta-
blaðið rýnir aðeins í spilin og skoðar hvaða leikmenn eiga möguleika á því að fá farseðil til Rússlands.
Nítján leikmenn byrjuðu
inná hjá íslenska landsliðinu
í undankeppni HM 2018 en
aðeins þrettán þeirra í
þremur leikjum eða fleiri.
Átta af þeim ellefu sem
byrjuðu alla leikina á EM
2016 byrjuðu að minnsta
kosti 9 af 10 leikjum undan-
keppninnar fyrir HM 2018.
Domino’s-deild karla
Njarðvík - Grindavík 97-75
Njarðvík: Oddur Rúnar Kristjánsson 22,
Terrell Vinson 19/7 fráköst, Logi Gunnars-
son 12, Maciek Stanislav Baginski 12/5 stoð-
sendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 9,
Ragnar Helgi Friðriksson 6, Ragnar Agust
Nathanaelsson 6/3 varin skot, Snjólfur Mar-
el Stefánsson 5, Gabríel Sindri Möller 4.
Grindavík: Ólafur Ólafsson 19, Jóhann Árni
Ólafsson 13, Sigurður Gunnar Þorsteins-
son 12/13 fráköst, Ómar Örn Sævarsson
10, Ingvi Þór Guðmundsson 9/6 fráköst/6
stoðsendingar, Rashad Whack 7, Þorsteinn
Finnbogason 3, Hinrik Guðbjartsson 2
Efst
Tindastóll 12
ÍR 10
Keflavík 10
Njarðvík 10
Grindavík 8
Haukar 8
Neðst
KR 8
Valur 6
Stjarnan 6
Þór Ak. 4
Þór Þorl. 2
Höttur 0
Nýjast
ÓLAFÍA ÞÓRuNN á PARINu
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þór-
unn Kristinsdóttir er á parinu eftir
fyrstu tvo hringina á CME-mótinu
á LPGA-mótaröðinni. Þetta er
lokamót ársins á mótaröðinni og
þangað komust aðeins þeir sem
hafa staðið sig best á tímabilinu.
Ólafía spilaði fyrsta hringinn á
tveimur höggum undir
pari en náði ekki að
fylgja því eftir í gær
er hún kom í hús
á 74 höggum eða
tveimur höggum
yfir pari. Hún
er því sam-
tals á parinu
og rétt fyrir
neðan miðju
á mótinu. Hún
fékk fjóra skolla
og tvo fugla á
hringnum í gær.
Laugardagur:
07.30 DP World Tour Ch. Golfst.
12.15 Arsenal - Tottenham Sport
14.25 Bayern - Augsburg Sport 2
14.50 Liverpool - Southam. Sport
14.55 Reading - Wolves Sport 4
15.10 Leganés - Barcelona Sport 3
17.00 Laugardagsmörkin Sport
17.20 Man. Utd - Newcastle Sport
18.30 The RSM Classic Golfst.
19.00 CME Group Tour Sport 4
19.40 Atlético - Real Madrid Sport
Frumsýningar
17.15 Cry.Palace - Everton. Sport 3
19.00 Leicester - Man. City Sport 3
19.00 WBA - Chelsea Sport 2
20.40 Burnley - Swansea Sport 2
22.20 Bourn.- Huddersf. Sport 2
Sunnudagur:
07.00 DP World Tour Ch. Golfst.
13.10 Leeds - Middlesbro. Sport
15.50 Watford - West Ham Sport
18.00 Messan Sport
19.00 CME Group Tour Sport 4
18.00 Vikings - Rams Sport 3
18.30 The RSM Classic Golfst.
19.00 Keflavík - KR Sport 2
19.50 Selfoss - FH Sport
21.20 Raiders - Patriots Sport 3
Olís-deild karla í handbolta:
S17.00 Fram - ÍR
S19.30 Haukar - Fjölnir
S20.00 Selfoss - FH
Domino´s deild karla í körfubolta:
S19.15 Þór Ak. - ÍR
S19.15 Grindavík - Stjarnan
S19.15 Keflavík - KR
S19.15 Tindastóll - Höttur
ÍM í 25 m laug í Laugardalslaug
L16.30 Úrslit á degi tvö
S16.30 Úrslit á degi þrjú
Helgin
✿ HM-hópur Heimis í nóvember 2017 – tvö hundruð dagar til stefnu
l Með í EM-hópnum 2016
1 8 . n ó V e M b e r 2 0 1 7 l A U G A r D A G U r18 S p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð
sport
1
8
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:3
7
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
4
0
-4
0
7
4
1
E
4
0
-3
F
3
8
1
E
4
0
-3
D
F
C
1
E
4
0
-3
C
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
2
0
s
_
1
7
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K