Fréttablaðið - 18.11.2017, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 18.11.2017, Blaðsíða 38
Það er svolítið gaman að vera hér. Svæðið passar fyrir lítið af ýmislegu,“ segir Páll Jensson kím­inn þegar við Ernir ljós­myndari látum í ljós aðdáun á umhverfinu sem hann og kona hans, Ríta Freyja Bach, hafa skapað sér með skógi, matjurta­ garði, gróðurhúsi og reykkofa rétt við heimili sitt, Grenigerði í Borgar­ byggð. Þau eru úti á hlaði ásamt tík­ unum tveimur, Perlu og Birtu sem er stungið inn í bíl rétt á meðan við mannfólkið röltum eftir dálitlum skógarstíg sem endar við andapoll. Þar ala þau hjón litlar endur sumar­ langt, frá því þær brjótast úr eggjum í vél á vorin, þar til þær verða bús­ ílag á haustin. „Við höfum haft þetta svona í mörg ár. Gefum öndunum allan tímann og það er bullandi tap á að ala þær því þær leggja sig alls ekki á núlli. En þær eru rosalega bragðgóðar og við tökum þessu tapi með ánægju,“ segir Páll brosandi. „Við áttum eina álft líka en hún var send í álftaleikskóla í Búðardal. Það er staður fyrir unga sem eru ekki orðnir fleygir.“ Grasker, gulrætur, rófur, kartöflur og jarðarber eru tegundir sem Ríta og Páll rækta fyrir sig, svo hafa þau átt kindur fyrir heimilið en þeim búskap lauk á þessu hausti. „Við höfum verið með sex kindur síðustu ár, en það var eins og alltaf þyrfti ein að drepast á hverju ári úr einhverju, jafnvel í höndunum á dýralæknum. Það var orðið leiðinlegt,“ segir Páll. „En það var gaman þegar þær komu hér heim á hlað á sumrin og vildu fá brauð. Lömbin urðu gæf líka.“ Nú segjast Páll og Ríta lifa á elli­ laununum og handverki. Þau séu með vörur sínar á einum tíu stöð­ um, flestum fyrir sunnan. Salan sé samt langmest í Borgarfirðinum, einkum í Ullarselinu á Hvanneyri. Reykjarilmur segir allt um hlut­ verk lítils kofa sem við göngum fram hjá. Síðar sitjum við yfir kræsingum við stofuborðið, meðal annars heimareyktum silungi með himnesku bragði. Þau hjón segjast vera svo heppin að hafa veiðirétt í Hvítá. „Ég var vinnumaður í Ferju­ koti 1957­8 og svo leigðum við Ríta eina af Ferjubakkajörðunum í 15 ár,“ lýsir Páll. „Þegar okkur var sagt upp sagði Þorkell bóndi: „Þið skuluð hafa silungsveiðina áfram eins lengi og þið getið og viljið. Það var mikið tilboð og við nýtum það enn þá. Nú er Keli dáinn. Ég sakna hans mikið. Við höfðum alltaf um svo margt að ræða.“ Hittust fyrst á Fimmvörðuhálsi Bæði Páll og Ríta eru frá Jótlandi en hittust þó fyrst á Íslandi – á Fimm­ vörðuhálsi á hvítasunnunótt árið 1963. „Við vorum í gönguferð með Nordisk håndbollsklubb, það var félag sem allra þjóða kvikindi voru í, Þjóðverjar, Svíar, Norðmenn, Danir og fleiri sem vildu ferðast saman. Þessi klúbbur skipulagði margar ódýrar ferðir,“ segir Ríta. „Það voru tvær langar rútur sem fóru að Skógafossi fullar af fólki þetta kvöld. Helmingur hópsins fór í gönguna en hinir með rútunum til baka, það fór eftir því hvernig fólk var klætt,“ rifjar hún upp. „Ríta kom til mín í þessari ferð og gaf mér lítið blóm sem hún fann, þau eru nú ekki stór, blómin uppi á þessu fjalli! Það var byrjunin. Svo þegar við komum upp í snjóinn, sem var voða erfitt að labba í gegn­ um því maður sökk upp að hnjám í hverju spori, þá sagði fararstjór­ inn að þeir sterkari yrðu að hjálpa hinum. Ég leit í kringum mig, þá var ein stelpa farin að gráta af þreytu, ég fór til hennar og reyndi að styðja hana. Rétt á eftir var einhver kom­ inn hinum megin við hana, það var Ríta.“ Hún segir þau Pál þó ekki hafa kynnst mikið í þessari ferð en sam­ bandið hafi þróast. Áður en þau hafi byrjað  sjálfstæðan búskap hafi þau verið vinnuhjú hjá íslenskum bændum. „Við vorum bæði vön að vinna hjá bændum í Danmörku áður – þar var miklu meiri vinnu­ harka. Hér urðum við strax eins og hluti af fjölskyldunni. En sumstaðar var fyllerí vandamál hér á landi.  Við reyndum að safna peningum og fórum á Raufarhöfn og Seyðisfjörð í síld, rétt náðum í endann á síldar­ ævintýrinu. Vildum vinna en ekki hangsa,“ segir Ríta. „Svo vorum við líka á vertíðum í Ólafsvík, þar var gott að vera.“ „Þegar við vorum búin að vera saman í eitt ár fórum við til Dan­ merkur og giftum okkur,“ rifjar Páll upp. „Foreldrar okkar voru nú ekki aldeilis ánægðir með að við ætl­ uðum til Íslands aftur. En svo kom mamma Rítu í heimsókn. Þá vorum við komin með börn. Hún sagði: „Ég vil fá ykkur til Danmerkur en ég finn að hér er frískara loft.“ Nú erum við aftur stödd heima á hlaði. Þau hjón viðurkenna að umhverfi þeirra minni orðið á útlönd þar sem húsið þeirra sé umlukt skógi en segja það samt ekki hafa verið takmarkið. „Við höfum verið skógarbændur en Gerum ekki meira en við nennum Grenigerði er snoturt býli skammt frá Borgar- nesi. Þar hafa Páll Jensson og Ríta Freyja Bach búið í 37 ár, lifað af landsins gæðum og eigin handverki úr horni, hrosshári og ull. Ævin- týrið þeirra byrjaði með litlu blómi sem Ríta rétti Páli í ferð á bjartri júnínótt fyrir 54 árum. Hlýjar tátiljur úr ull, skartgripir úr hrosshári og horni, ásamt tölum af ólíkum stærðum og gerðum bera iðni og ástundun hjónanna í Grenigerði vitni. Allt unnið úr náttúrulegum efnum. FréttAblAðið/Ernir ríta og Páll hafa búið sér til einkar rómantískt umhverfi í borgarfirðinum og kunna líka greinilega að meta það. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is ↣ 1 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r38 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 8 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 2 0 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 4 0 -A D 1 4 1 E 4 0 -A B D 8 1 E 4 0 -A A 9 C 1 E 4 0 -A 9 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.