Fréttablaðið - 18.11.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 18.11.2017, Blaðsíða 30
Ég byrjaði að læra á píanó þegar ég var sex ára en svo hætti ég á píanóinu eftir um þrjú ár og var á kafi í fótbolta og hand­bolta og ég held eftir á að hyggja að ég hafi hætt mest af því að það var svo lítill félagsskapur í kringum námið. Maður var bara alltaf einn að æfa sig eða skott­ ast í píanótíma og það var ekkert sem hélt utan um þetta félagslega ólíkt því sem var hjá blásara­ eða strengjanemendum sem voru ýmist í lúðrasveitum eða strengjasveitum. Það er hættan fyrir unga píanó­ leikara hvað þetta getur verið ein­ manalegt,“ segir Daníel Bjarnason tónlistar maður, nánar tiltekið tón­ skáld, stjórnandi og staðarlistamað­ ur Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Daníel flutti til Kaupmanna­ hafnar með foreldrum sínum eftir að hann kláraði Hagaskóla og fór þar í menntaskóla. Hann hélt áfram í íþróttunum og gekk vel. Hann var í marki í fótbolta og varð bikar­ meistari með sínu liði í Danmörku og þar lögðu menn fast að honum að sækja um danskan ríkisborgara­ rétt til þess að vera gjaldgengur með þeirra unglingalandsliðum. Hann var hins vegar byrjaður að spila með íslenska unglingalandsliðinu en þrátt fyrir það var það tónlistin sem varð fyrir valinu. „Ég náði ósköp litlu sambandi við þessa stráka sem ég var að æfa með fótbolta úti í Danmörku, þeir voru bara á ann­ arri bylgjulengd. Á þessum aldri er maður er reyna að átta sig á hver maður er, hvað maður vill, og þarna fann ég að það var eitthvað sem var að taka yfir áhuga minn og að það tengdist tónlist og listum almennt, en ekki fótbolta. Þarna byrjaði ég að kafa ofan í þessa klassísku tónlist, eiginlega í fyrsta skipti fyrir alvöru og mér fannst þetta vera það áhuga­ verðasta sem ég hafði komist í og þá varð ekki aftur snúið.“ Tónlistina frekar en landsliðið Daníel segir að þrátt fyrir gott gengi í íþróttunum hafi þó tónlistin alltaf togað í hann. „Finnur bróðir sem er sex árum eldri en ég byrjaði að læra söng og fór að draga mig á tón­ leika. Þá kviknaði aftur á einhverri peru þannig að þegar við fluttum til Danmerkur settist ég aftur við píanóið. Þá var áhuginn eiginlega orðinn meiri en hann hafði verið áður því þá gerði ég þetta alfarið á eigin forsendum og fór alveg á kaf í þetta. Valdi að fara á tónlistarbraut í menntaskóla þar, og þar sem ég hafði verið ári á undan heima og menntaskólinn í Danmörku var bara þrjú ár þá var ég orðinn stúd­ ent átján ára. Þá gat ég komið heim og farið bara á fullt í píanónámið. Ég hafði aðeins klárað eitt stig á píanó þegar ég hætti en kom þarna heim og tók sjöunda stigið á píanó og hoppaði þar með yfir stig tvö til sex,“ segir Daníel og hlær við til­ hugsunina um þennan sérstæða námsferil. „Tók svo burtfararpróf tveimur árum seinna og fór þá í tón­ fræðideildina og þá var ég byrjaður að semja og einnig kominn með áhuga á hljómsveitarstjórnun.“ Daníel útskrifaðist úr Tónlistar­ skólanum í Reykjavík með ígildi BA í tónsmíðum og segir að það hafi í framhaldinu verið meðvituð ákvörðun um að fara ekki í fram­ haldsnám í tónsmíðum heldur frekar hljómsveitarstjórnun. „Ég var smeykur við tónsmíðanámið, það er kannski smá hrokafullt en ég treysti mér til að standa á eigin fótum og fannst að það gæti verið stórhættulegt fyrir mig að fara inn í of akademískt umhverfi með mína tónlist. Mér fannst vera mikilvægast fyrir mig að halda áfram að skrifa, fá tónlistina mína flutta og finna mína rödd sem tónskáld. Ég ákvað því að hljómsveitarstjórnunin skyldi vera mín leið til að þroskast bæði sem stjórnandi en líka sem tónskáld.“ Samkenndin forsenda lista Daníel segir að það hafi orðið mikil breyting á umhverfi tónskálda á síðustu árum og listrænt séð þá sé í raun allt leyfilegt. „Það er allt svo brotakennt núna. Það eru ekki eins skýrar línur og áður fyrr enda má allt í dag. Það er það sem er svolítið erfitt. En sem listamaður er maður í raun alltaf að opinbera sjálfan sig sem manneskju. Maður getur aðeins búið til sína list út frá því hver maður er og hvaða menntun og bakgrunn maður hefur. Maður setur hlutina fram á ákveðinn hátt og í ákveðnu samhengi og þeir sem taka á móti þurfa að lesa inn í það samhengi að einhverju leyti. Ef þú ert að vísa í aðra listamenn, önnur listaverk eða eitthvað slíkt þá getur enginn lesið í það nema hann hafi einhvern skilning á því um hvað er að ræða, skilning á samhenginu. Ef Eigum að vera stolt af árangri okkar í listum Árið hefur verið viðburðaríkt og gjöfult fyrir Daníel Bjarnason tónlistarmann sem segir samkenndina forsendu allra lista. Daníel bendir á að við þurfum að huga vel að grunn- stoðum tónlistarnáms, enda fari því fjarri að velgengni íslenskrar tónlistar sé sjálfsprottin. Fyrrverandi unglingalandsliðsmaðurinn í fótbolta og núverandi tónverkamaðurinn Daníel Bjarnason á heimili sínu ásamt tíkinni Vöku. FréTTaBlaðið/STeFán Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is þú ert að tala inn í samfélag þá er áhugavert að hugsa um inn í hvaða samfélag þú ert að tala. Ertu að tala við þröngan eða breiðan hóp? Það er oft mjög flókið að átta sig á þessu og oft er listamaðurinn alls ekki meðvitaður um þetta. En það er samt að einhverju leyti þessi sam­ mannlegi þáttur sem er grunnur allrar listsköpunar. List er í eðli sínu samskiptaform. Samkenndin, hið sammannlega, er í raun forsenda þess að list sé þess virði að fram­ kvæma hana. Án hennar er listin bara eintal dagbókarinnar. Maður verður að vera trúr sinni eigin sýn. Ekki vanmeta sjálfan sig eða við­ takendur. Það sem þú upplifir sem áhugavert mun líka höfða til ann­ arra. Kannski ekki allra, en það er ekki þitt að hafa áhyggjur af því. Góð list er alltaf marglaga og virkar á mismunandi dýptargráðum allt eftir því hver móttakandinn er og hversu djúpt er kafað.“ Ópera allra stríða Árið sem er að líða er búið að vera viðburðaríkt. Daníel er starfandi sem staðarlistamaður Sinfóníu­ hljómsveitar Íslands en á árinu voru frumflutt eftir hann bæði ópera í Danmörku og fiðlukonsert í Holly­ wood Bowl í Los Angeles. Daníel segir að óperan hafi verið pöntuð frá Dönsku þjóðaróperunni en óperu­ stjórinn sem hafi pantað verkið hafi verið írsk kona sem Daníel efast hlæjandi um að hafi nokkuð vitað um tengsl hans við Danmörku, hvað þá fótboltaferilinn. Óperan er byggð á kvikmynd Susanne Bier, Brødre, en höfundur textans er hin sænska Kerstin Perski og leikstjóri Kasper Holten. „Ég var búinn að vera lengi að hugsa um að skrifa óperu. Var með nokkrar hugmyndir en eftir að ég horfði á myndina fannst mér þetta vera frábær efniviður. Við tók mikil vinna með Kerstin Perski að ákveða hvernig við ætluðum að segja þessa sögu á sviði sem endaði með því að vera dáldið mikið öðruvísi en í myndinni en sama kjarnasaga. Það sem er áhugavert við þessa sögu er að hún er svo erkitýpísk. Þetta er nánast eins og grísk goðsögn Góð list er alltaf marGlaGa oG virkar á mismunandi dýptar- Gráðum allt eftir því hver móttakandinn er oG hversu djúpt er kafað. ↣ 1 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r30 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 8 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 2 0 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 4 0 -4 F 4 4 1 E 4 0 -4 E 0 8 1 E 4 0 -4 C C C 1 E 4 0 -4 B 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.