Fréttablaðið - 18.11.2017, Blaðsíða 84
Kannski þarf ekki að koma á óvart að Ítalía verði ekki með á Heimsmeistara-mótinu í Rússlandi. Frá því að liðið varð
heimsmeistari árið 2006 hefur það
farið heim eftir riðlakeppnirnar árin
2010 og 2014 og aðeins unnið einn
leik. Stórkostlegir varnarmenn eru
nú komnir á eftirlaun og einstakir
sóknarmenn eru ekki að raða inn
mörkum. Ítalskir leikmenn eru ekki
lengur í heimsklassa og lélegur þjálf-
ari, Gian Piero Ventura, gat ekki gert
kjúklingasalat úr kjúklingaskít.
Auðvitað var skrítið að velja Gian
Piero Ventura sem þjálfara. Hann var
áður með Tórínó og hafði gert það
að góðu liði á þeim fimm árum sem
hann var í borginni. En hann hafði
aldrei unnið neitt. Þegar 41 árs ferill
hans er skoðaður er hans helsta afrek
að hafa komið Lecce upp úr Seríu C
árið 1996.
Auðvitað er það broslegt að hann
hafi byrjað með Andrea Belotti,
Stephan El Shaarawy og Lorenzo
Insigne á bekknum í leiknum við
Svía þar sem Ítalir þurftu að skora.
Og auðvitað er það brandari sem
nafni Ventura, Ace, hefði ekki getað
skrifað betur, að hann vildi að
Daniele De Rossi myndi hita upp
þegar skammt var eftir. Sá er djúpur
miðjumaður! De Rossi horfði eðli-
lega furðu lostinn á starfsmanninn
sem bar honum tíðindin og bað um
að Insigne myndir frekar fara inn á
enda sóknarmaður og það skrambi
góður. De Rossi hætti eftir tapið
gegn Svíum eins og hinir sem
lyftu Heimsmeistarabikarnum
árið 2006, Gianluigi Buffon og
Andrea Barzagli. Fastlega er
búist við að Giorgio Chiellini
muni einnig leggja landsliðs-
skóna á hilluna.
Ventura er það lélegur þjálfari að
eldri leikmenn ítalska landsliðsins
héldu neyðarfund eftir jafnteflið
við Makedóníu í riðlakeppninni og
aftur eftir tapið í Stokkhólmi í fyrri
umspilsleiknum. Ventura hlustaði
ekki og spilaði 3-5-2 sem hentaði
Svíunum stórkostlega en Ítölum
hræðilega. Kannski var ástæðan fyrir
því að Buffon grét í upphafi leiks sú
að hann vissi að þetta yrði hans síð-
asti leikur.
Það munu margir sakna Ítalanna
og sumir spekingar hafa bent á að
þetta sé eins og pitsa án osts. Þeir
hafa jú unnið þetta blessaða HM
fjórum sinnum og eiga tvö silfur.
Þetta verður ein mest áberandi fjar-
vera frá upphafi HM. Englendingar
misstu af tveimur, 1970 og 1994,
en þeir hafa unnið HM einu sinni
og eru ekki líklegir og hafa aldrei
verið líklegir síðan. En Ítalir eiga
ekkert að vera á HM af því bara. Þeir
voru ekki nógu góðir, svo einfalt er
það og Ítalir þurfa að finna sér eitt-
hvað annað að gera í sumar en að
horfa á fótbolta.
Þótt liðið nú sé það lélegasta
í glæstri knattspyrnusögu Ítala
er framtíðin þokkalega björt sé
haldið rétt á spilunum. Hinn 18 ára
Gianluigi Donnarumma mun leysa
Buffon af hólmi. Daniele Rugani,
Alessio Romagnoli og Mattia Cald-
ara eru fínir varnarmenn og hafa
vakið athygli. Marco Veratti verður
áfram á miðjunni, Jorginho spilaði
sinn fyrsta landsleik gegn Svíum og
Roberto Gagliardini lofar góðu. Þá er
sonur Enrico Chiesa, Federico, orð-
aður við PSG. Eitthvað þarf að geta
til að vera orðaður við Parísarrisann.
Ótrúlegt en satt, þá sagði Ventura
ekki af sér strax eftir leik enda með
samning til 2020 og vildi maka krók-
inn eins vel og hann gat. Engar líkur
eru á að hann fái annað starf, kom-
inn á þennan aldur og er óvinsæl-
asti maður Ítalíu þar að auki. Hann
var þó rekinn á miðvikudag.
Ítalir munu missa af rúmum 100
milljónum evra vegna úrslitanna.
La Repubblica hélt því fram að verg
landsframleiðsla hefði aukist um
eitt prósent þegar liðið varð heims-
meistari. Það eru um 16 milljarðar
evra. Carlo Tavecchio, formaður
ítalska knattspyrnusambandsins, er
eðlilega einnig undir mikilli pressu.
Í grein BBC er sagt frá því að hann
hafi ætlað að fara þýsku leiðina og
byggja 200 knattspyrnuvelli. Þrjátíu
hafa verið opnaðir. Hann lofaði líka
að fækka liðum í ítölsku deildinni
og hafa 18 lið í efstu deild. Það hefur
ekki gerst. Fleiri loforð sem hann gaf
eru tíunduð í greininni en lítið hefur
verið um efndir.
Ítalska deildin er að vakna til lífs-
ins eftir nokkur mögur ár og þar eru
margir góðir leikmenn. Verst er að
þeir eru ekki margir ítalskir. Juvent-
us hefur komist í tvo úrslitaleiki á
síðustu þremur árum, miðað við að
enska úrvalsdeildin átti síðast lið þar
árið 2012. Þá er deildin komin upp
fyrir þýsku Bundesliguna í styrk-
leikaröðun UEFA og er nú sögð sú
þriðja besta í Evrópu. Pepsi-deildin
er sögð sú 34. besta.
En vandamálin eru enn víða.
Aðeins Juventus spilar á sínum eigin
nýja velli. Önnur stórlið, AC Milan,
Inter, Roma og Napólí, leika á hrör-
legum völlum sem voru síðast endur-
gerðir fyrir HM 1990. Eigandi Roma
hefur reyndar kynnt fyrir borgaryfir-
völdum plön fyrir nýjan völl en ekk-
ert hefur gerst.
Ítalir komust í undanúrslit á
EM-U21 og HM-U20. Talað er um að
2001 kynslóðin sé næsta gullkynslóð
Ítala en Pietro Pellegri var sá fyrsti
úr þeirri kynslóð að fá leik í Seríu A
með Genóa. Hann var 15 ára. Feder-
ico Bernardeschi, efnilegasti leik-
maður Ítala, var keyptur til Juventus
frá Fiorentina, fyrir tímabilið á 40
milljónir evra. Hann hefur þó mest
setið á bekknum það sem af er tíma-
bilinu. Hans tími mun þó koma, það
eru Ítalir sannfærðir um.
Í leiðara Gazzetta dello Sport er
bent á að spænsk félög séu skyldug
tilt að eyða 10 prósentum af veltunni
í yngri flokka. Á Ítalíu er ekkert slíkt
til og lítið hefur breyst undanfarin
ár enda var þess ekki þörf lengi vel.
Evrópubikarar fóru á loft reglulega
og bestu leikmenn heims vildu spila
á Ítalíu. Kaká spilaði með AC Milan
þegar hann var kosinn bestur í heimi
árið 2007. Sá síðasti sem vann þessa
kosningu áður en Messi og Ronaldo
tóku hana yfir. „Það er kominn tími
til að gera ákveðna hluti sem kannski
forverar mínir þurftu ekki einu sinni
að spá í,“ sagði íþróttamálaráðherra
Ítalíu, Luca Lottio í vikunni.
Ítalir eru á botninum og verða ekki
með á HM. Slíku verður ekki tekið
þegjandi og hljóðalaust. Það má því
búast við að Ítalir spyrni frá sér og
spyrnan frá botninum er alltaf best.
Leikvangurinn
Hnignun ítalska boltans
Mikil reiði í bland við sorg ríkir nú á Ítalíu eftir að landsliðinu mistókst að komast á Heimsmeistaramótið í Rússlandi. Leikmenn brustu í grát á vellinum og
vissu að þeir ættu erfiðar vikur framundan. Sé horft til framtíðar er þó ljós í göngunum því margir efnilegir leikmenn eru á leðinni. NoRdicPHotoS/Getty
Hvað klikkaði?
Elvar GEir MaGnússon
ritstjóri fótbolti.net
Úrslit liðsins á
síðustu stór-
mótum hafa
í raun bent til
þess að þetta
gæti gerst.
Síðan liðið vann
mótið 2006 hefur
það aðeins unnið einn leik á
HM. Liðið er stórstjörnulaust að
mestu og endurnýjunin innan
hópsins virðist ekki hafa tekist.
Þetta er áfall fyrir Ítalíu, sérstak-
lega nú þegar deildarkeppnin þar
í landi virðist vera að styrkjast og
eflast eftir nokkra lægð. Margar
af skærustu stjörnunum þar
koma frá Suður-Ameríku svo
plássið fyrir ítalska leikmenn
er kannski ekki það sama og
áður. Auk þess má setja stórt
spurningamerki við þjálfara-
valið hjá þeim. En þegar öllu er á
botninn hvolft á Ítalía helling af
ungum spennandi leikmönnum
og mönnum á besta aldri. Ef rétt
er tekið til þá mætir Ítalía sigur-
strangleg á Evrópumótið 2020.
Líklegir eftirmenn Ventura
l Carlo Ancelotti
l Antonio Conte
l Roberto Mancini,
l Massimiliano Allegri
Heimsmeistaramótið í
fótbolta verður án Ítalíu.
Fjórfaldir heimsmeist-
arar gátu ekki potað inn
marki þegar þeir þurftu
í umspilsleikjum gegn
Svíum. Frá því að Ítalía
lyfti bikarnum árið 2006
hefur ákveðin hnignun
átt sér stað. Botninum
var svo náð á mánudag.
En spyrnan frá botn-
inum er alltaf best segir
máltakið og ferskir fætur
bíða handan við hornið.
Benedikt
Bóas
Benediktboas@365.is
Stórlið sem verða
ekki með á HM
Ítalía
Fjórfaldir heimsmeistarar
Holland
Þrefaldir silfurhafar og
Evrópumeistarar 1988
chile
Tvöfaldir Copa
America meistarar
Kamerún
Fimmfaldir
Afríkumeistarar
Fílabeinsströndin
Tvöfaldir Afríkumeistarar
Gian Piero
Ventura er
óvinsælasti
maður Ítalíu.
Gianluigi
Buffon grætur
fyrir neðan.
1 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r44 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
1
8
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:3
7
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
4
0
-A
8
2
4
1
E
4
0
-A
6
E
8
1
E
4
0
-A
5
A
C
1
E
4
0
-A
4
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
2
0
s
_
1
7
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K