Fréttablaðið - 17.11.2017, Blaðsíða 16
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105
reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Öllum má
vera ljóst að
slíkar breyt-
ingar geta
aðeins orðið
að veruleika
fyrir tilstilli
samhentrar
pólitískrar
forystu.
Kristján Þ.
Davíðsson
framkvæmda-
stjóri Landssam-
bands fiskeldis-
stöðva
Ingólfur Ásgeirsson, flugstjóri og leigutaki Kjararár, flýgur lágt í áróðrinum gegn fiskeldi í Fréttablaðinu 14. nóvember. Þar ber hann að jöfnu ómengaðan
dýrasaur og mannaskít, sem inniheldur flóru mengunar
af mannavöldum. Hagsmunagæslan freistast til að grípa
á lofti saurumræðu blaðamanns sem féll í sömu gildru,
skrifandi um „óhreinsað skólp“. Eldisfiskur étur fóður
búið til úr fiskimjöli, lýsi og næringarefnum úr jurta-
ríkinu, svo vandlega gæðatryggt að eldislax inniheldur
minni mengunarefni en villtur lax, sem er á beit í mis-
mengaðri náttúrunni.
Til gamans þeim sem hafa ástríðu fyrir talnaleikfimi
á borð við þá sem birst hefur um fiskasaur á síðum
Fréttablaðsins undanfarið, má nefna að sauðkind skítur
um 1,5 tonnum saurs árlega. Bara í náttúru Húnavatns-
sýslna berast rúmlega 100.000 tonn árlega af kindasaur,
15-20 tonn á ferkílómetra. Ætla mætti að svæðið væri
nánast á kafi í skít?
Hugsandi fólk sér að þetta er merkingarlítil talnaleik-
fimi. Í besta falli er verið að bera saman epli og ljósa-
perur. Sama gildir um samanburðurinn á mannaskít og
fiskasaur í hafinu umhverfis Ísland. Regn og (laxveiði)ár
skola megninu af kindasaurnum til sjávar, þar sem sam-
spil strauma og ljóss leysa hann upp í næringarefni sem
auka framleiðsluna í víðáttum hafsins. Það sama gerist
með fiskasaurinn. Lífræn og ólífræn efni leysast upp í
svo áhrifaríku ferli að það er meira að segja talið óhætt
að synda við strendur margra milljónaborga heimsins.
Fiskeldi er umhverfisvænsta matvælaframleiðslan.
Stjórnvöld þeirra landa sem geta framleitt eldisfisk
hvetja undantekningarlaust til aukningar framleiðslu,
enda ekki vanþörf á að nýta bláa akurinn fyrir sívaxandi
fjölda jarðarbúa. Hérlendis er í þróun vistvæn atvinnu-
grein, byggð á bestu tækni og þekkingu, eftir ströngustu
kröfum í heimi. Greinin skorast ekki undan rökrænni
umræðu um það sem betur má fara, því ætíð má gera
betur. Talnaleikfimi telja andstæðingar þeirrar þróunar
e.t.v. henta sér best í baráttunni gegn uppbyggingunni,
en fáfræði sem enga skoðun stenst dæmir sig sjálf.
Samanburður á eplum
og ljósaperum
Stjórnvöld
þeirra landa
sem geta
framleitt
eldisfisk
hvetja undan-
tekningarlaust
til aukningar
framleiðslu,
enda ekki
vanþörf á að
nýta bláa
akurinn fyrir
sívaxandi
fjölda jarðar-
búa.
Mundir þú eftir að
bursta og skola í morgun?
GUM eru hágæða tannvörur
tannlæk
nar
mæla m
eð
GUM
tannvör
um
... fæst í næsta apóteki
og helstu stórmörkuðum
allar upplýsingar
á www.icecare.is
Núverandi peningastefna Seðlabankans er fjarri því gallalaus. Endurskoða þarf stefnuna með hliðsjón af þeirri kerfisbreytingu sem hefur orðið á hagkerfinu. Erlend staða þjóðarbúsins hefur aldrei verið betri og
viðvarandi viðskiptaafgangur hefur gert Ísland að fjár-
magnsútflytjanda. Vinna verkefnisstjórnar að undir-
búningi slíkra tillagna, sem hljóta að felast einkum í bættri
umgjörð um krónuna, er nú á lokametrunum. Öllum má
vera ljóst að þær breytingar geta aðeins orðið að veruleika
fyrir tilstilli samhentrar pólitískrar forystu. Ástæða er til
að ætla að svo geti orðið með þeirri ríkisstjórn sem nú er
að fæðast. Þar yrði til mikils að vinna enda um að ræða eitt
mikilvægasta verkefni stjórnvalda.
Þrátt fyrir nauðsyn þess að peningastefnan verði tekin
til endurskoðunar þá verður ekki fram hjá því horft að trú-
verðugleiki hennar hefur aukist til muna síðustu ár. Með
ýmsum úrbótum sem ráðist hefur verið í, ásamt innleið-
ingu nauðsynlegra þjóðhagsvarúðartækja, hefur peninga-
stefnan skilað talsverðum árangri í að tryggja efnahags-
legan stöðugleika. Verðbólga hefur haldist lág samhliða
einu lengsta samfellda hagvaxtarskeiði í lýðveldissögunni
sem aftur hefur gefið Seðlabankanum færi á því að lækka
smám saman vexti. Þá hafa verðbólguvæntingar, bæði til
meðallangs og langs tíma, haldist í samræmi við markmið
Seðlabankans. Þótt ráðist hafi verið í nánast fulla losun
hafta fyrr á árinu, sem hafði í för með sér auknar gengis-
sveiflur, þá hafa engu að síður ekki orðið breytingar á
verðbólguvæntingum fjárfesta.
Spennan í þjóðarbúskapnum er í hámarki. Samkvæmt
nýrri þjóðhagsspá mun hagvöxtur helmingast í ár og verða
3,7 prósent. Þar ræður mestu aukinn innflutningur og
hægari vöxtur útflutnings, einkum í ferðaþjónustunni. Sú
þróun þarf ekki að koma á óvart enda ekki við því að búast
að sá gríðarmikli vöxtur gæti haldið áfram með sama
hætti. Már Guðmundsson seðlabankastjóri benti réttilega
á það í ræðu sinni á peningamálafundi Viðskiptaráðs í
gær að það væri þess vegna „óumflýjanlegt og æskilegt“ að
hagvöxtur væri farinn að minnka. Þótt það sé til vinsælda
fallið að gera krónuna ávallt að blóraböggli þá hefur hún
þar leikið lykilhlutverk. Gengishækkun gjaldmiðilsins
hefur skipt sköpum í nauðsynlegri aðlögun þjóðarbúsins
að þeim búhnykk sem hefur fylgt uppgangi ferðaþjónust-
unnar. Að öðrum kosti væri meira ójafnvægi í hagkerfinu,
aukin verðbólga og hærri vextir.
Ný ríkisstjórn tekur við á sama tíma og efnahagsstaðan
hefur aldrei verið sterkari. Því fylgja tækifæri og áskoranir.
Mestu skiptir að ekki verði slakað á aga í ríkisfjármálum
og að stöðugleiki verði tryggður á vinnumarkaði þar sem
samið verði um hóflegar launahækkanir. Takist það er
fyrst ástæða til binda vonir við að Ísland geti farið að þok-
ast í átt til þess að verða líkara lágvaxtalöndum. Verði hins
vegar ráðist í þau útgjaldaloforð sem ýmsir flokkar boðuðu
í aðdraganda kosninga eru afleiðingarnar fyrirsjáanlegar
og viðskiptaafgangurinn mun meðal annars snúast í halla
innan fárra ára. Einn helsti lærdómur gjaldeyris- og banka-
kreppunnar 2008 er sá að fyrir opið lítið hagkerfi eins og
Ísland skiptir öllu að viðhalda jafnvægi á greiðslujöfnuði
við útlönd. Aldrei aftur má hagkerfið komast í þá stöðu að
vera rekið með blússandi viðskiptahalla ár eftir ár. Þá fyrst
er hætta á harðri lendingu í efnahagslífinu.
Aldrei aftur
Hvað næst?
Þetta hefur verið nokkuð tíðinda-
mikil vika fyrir þá sem fylgjast
með pólitík. Samfylkingarmenn
og Píratar svekkja sig yfir því
að VG hafi ákveðið að hefja
stjórnarmyndunarviðræður við
Sjálfstæðisflokkinn. Þeir hinir
sömu gleðjast víst yfir því að
Brynjar Níelsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði skilið
við Facebook í þessari sömu viku
og sjónvarpsstöðin ÍNN lagði
upp laupana, en sjónvarpsstöðin
hefur verið einn helsti vettvangur
hægrimanna á ljósvakanum. Allt
er þá þrennt er og hugsanlega
bíða vinstrimennirnir þess nú að
Útvarp Saga fari sömu leið.
Brotthvarf Drífu
Níutíu manns hafa skráð sig úr
VG eftir að stjórnarmyndunar-
viðræður við Sjálfstæðisflokk-
inn hófust. Einn þeirra er Drífa
Snædal, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri VG og núverandi
framkvæmdastjóri Starfsgreina-
sambandsins. Í raun er eðlilegt
að forystumenn í verkalýðs-
hreyfingunni láti flokkapólitík
eiga sig. Verkalýðshreyfingin þarf
nefnilega að geta rúmað fólk úr
öllum stjórnmálaflokkum. Að því
leyti er brotthvarf Drífu úr VG
því ósköp eðlilegt. En að fram-
kvæmdastjórinn hafi rökstutt
brotthvarf sitt með fyrirlitningu á
Sjálfstæðisflokknum, sem VG á í
stjórnarmyndunarviðræðum við,
er öllu verra mál.
jonhakon@frettabladid.is
1 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U r16 S k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
SKOÐUN
1
7
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:4
9
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
3
E
-1
8
B
0
1
E
3
E
-1
7
7
4
1
E
3
E
-1
6
3
8
1
E
3
E
-1
4
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
7
2
s
_
1
6
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K