Fréttablaðið - 17.11.2017, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.11.2017, Blaðsíða 22
Opið bréf til alþingismanna og Seðlabanka Íslands. Hinn íslenski peninga­ heimur er afbakaður vegna vaxta­ paradísar sem Seðlabankinn býður fjármagnseigendum. Mælieiningin krónan bjagast með hættulegum afleiðingum fyrir samfélagið. Vísitala neysluverðs án húsnæðis­ liðar mælir verðhjöðnun, við finnum aukinn kaupmátt. Útlendingar sem hingað koma finna þetta ekki, þeirra kaupmáttur hefur snarminnkað hér á landi undanfarin misseri. Hvort ætli sé nú réttara? Hvort er raunverulega rétt? Að hér sé verð­ bólga eða verðhjöðnun? Við þurfum ekki að kafa djúpt til að átta okkur. Stóru myntirnar dollar og evra hafa lítt haggast um innra virði til ein­ hverra missera litið. Þannig er ljóst að hægt er að miða við að þessar myntir mæli verðmæti nokkuð vel undanfarið. Mælt á kvarða þessara traustu mynta er sem sagt verðbólga á Íslandi. Fjölmiðlar og íslenskir hagfræð­ ingar sem segja að verðhjöðnun sé á Íslandi fara með rangt mál. Til að komast að slíkri niðurstöðu þarf að gefa sér að vextir, gengi og hreyfing vísitölu neysluverðs séu óháðar breytur. Þessar breytur eru hins vegar afar háðar hver annarri, ekki síst á það við um Ísland vegna smæðar hagkerfisins og hás hlutfalls innfluttra aðfanga. Verðhjöðnunin kemur öll í gegnum vaxtaþáttinn sem ýtir genginu upp. Verðhjöðn­ unin kemur ekki í gegnum innlenda hagverkun, innlenda framleiðslu, innlendan kostnað, jafnvel ekki á mælikvarða krónunnar. Verð inn­ lends kostnaðar hefur farið vaxandi en verð erlendra aðfanga lækkað í krónum talið. Falskur kaupmáttur Vegna hæstu raunvaxta í vestrænu samfélagi rís gengi íslensku krón­ unnar. Verðbólga á kvarða vísitöl­ unnar er falin undir því risi, a.m.k. tímabundið en í leiðinni býr Seðla­ bankinn til sjálfstætt vandamál fjár­ málalegs óstöðugleika með því að peningamagn í umferð fær aukinn kaupmátt – falskan kaupmátt. Hinir háu vextir leiða til ýktrar hagsveiflu með hrunkenndum öldudölum. Að þessu sinni hefur þróttur og vöxtur ferðaþjónustunnar gefið okkur lengri sveiflu. Líkt og fyrir hrunin 2001 og 2008 hefur hávaxtastefnan leitt til þess að gengið er ósjálfbært, þ.e. raun­ hagkerfið er hætt að standa undir kaupmættinum. Útflutningsgreinar gefa eftir, viðskiptahalli er í augsýn og vex þar til ekki fæst rönd við reist og hrun eða fall gjaldmiðilsins blasir við. Örugg leið að fallinu er að í kjölfar vaxandi verðbólgu næstu misseri muni Seðlabankinn hækka stýrivexti að hætti hússins, eins og stjórnendur lofuðu í vikunni, og reka okkur þannig í vaxandi vandamál tengd viðskiptahalla og peninga­ magni. Meira en 20 ár eru síðan Ben Bernanke o.fl. hröktu þá fullyrðingu sem Seðlabankinn hefur að leiðar­ ljósi, að stýrivextir séu hlutlausir gagnvart raunhagkerfinu til lengri tíma litið. Annað leiðarljós Seðla­ bankans að vísitala neysluverðs mæli verðbólgu er einnig villuljós. Vísitala neysluverðs mælir ekki virðisbreytingu gjaldmiðilsins því hún hefur ekki hönnunarforsendur til þess. Skekkjan varð allt að 70% árin fyrir hrun 2008 og hefur verið umtalsverð síðustu misseri. Við Íslendingar verðum að hætta þessum skollaleik og ein­ beita okkur að verkfærum peninga­ stjórnar öðrum en vaxtatækinu. Setjum vaxtatækið í hlutlausan gír, afnemum verðtryggingu á neytenda­ lánum og snúum okkur að stjórnun í gegnum peningamagnið. Höfum ennfremur hömlur á eða eftirlit með stórum fjármagnsflutningum milli hagkerfa til að sporna gegn spákaup­ mennsku. Gengið mun þá ráðast af þrótti hagkerfisins og útflutnings­ atvinnuvega. Stöðugleikinn sem allir sækjast eftir kemur ekki fyrr. Ef við ættum tommustokk sem við vissum að lengdist í hitasvækju, þá myndum við passa að geyma hann á köldum stað svo við gætum treyst honum. Eins er með krónuna, hún bjagast sem mælieining þegar vextir á Íslandi eru hærri en í viðskipta­ löndunum. En kennum ekki krón­ unni um, sökin liggur hjá Alþingi og Seðlabankanum. Lækkun vaxta leiðir til verðbólgu­ skots, en það skot er betra en hrun síðar. Pössum bara að afnema verð­ trygginguna áður en við hleypum úr þaninni krónunni. Við lifum í afbökuðum peningaheimi Örn Karlsson vélaverk­ fræðingur Ísland hefur mikla sérstöðu í alþjóðaumhverfinu þegar kemur að möguleikum til sjálfbærni. Þessi sérstaða byggir á nokkrum þáttum, ekki síst á þeirri staðreynd að Ísland er eyja, með ríkulegar auðlindir til lands og sjávar sem er tært og ósnortið að miklu leyti sökum hnattstöðu landsins og landfræðilegrar upp­ byggingar þess. Vaxandi fólksfjöldi, hungur og matar sóun eru meðal stóru málanna á alþjóðavísu þegar litið er til framtíðar. Almennt er talið að á alþjóðavísu komi um 5% matar og fóðurs úr sjó og vatni, á meðan staðreyndin er sú að höf og vötn umlykja í kringum 70% af jörðinni. Á Íslandi höfum við þá sérstöðu að í kringum 80­90% af matarframleiðslu okkar koma úr sjó og vatni (breytilegt milli ára). Nýsköpun í tengslum við sjávargróður, svo sem þörungarækt til manneldis, verður ekki til annars en hækkunar á þessu háa hlutfalli. Þetta er sérstaða sem ber að horfa til með tilliti til langtímastefnu­ mótunar. Í erindi Heiðrúnar Lindar, fram­ kvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, á ársfundi sam­ takanna þann 28. maí sl., lýsti hún sérstöðu Íslands hvað varðar sjávar­ útveg okkar sem sjálfbæra auðlind. Sagði hún þessa sérstöðu byggja á 1) umhverfislegri sjálfbærni, grund­ vallaðri á kvótakerfi sem tryggir viðhald og framtíð íslensku sjávar­ auðlindarinnar, 2) efnahagslegri sjálfbærni, sem grundvallast á fyrir­ sjáanlegu og stöðugu lagaumhverfi og 3) samfélagslegri sjálfbærni, sem grundvallast á þeim miklu fram­ förum sem orðið hafa í veiðum og vinnslu í þessum grunnatvinnu­ vegi Íslendinga og stuðla að betri nýtingu auðlindarinnar, minnkuðu kolefnisspori og aukinni sjálfbærni. Allar frumframleiðslugreinar Íslands, hvort sem þær nýta auð­ lindir lands eða sjávar og vatna, eru mikilvægar þegar kemur að sjálf­ bærni Íslands og langtímastefnu­ mótun og ­hugsun sem tryggir viðhald og uppbyggingu þeirra er lykilatriði til framtíðar sjálfbærs Íslands og sjálfbærrar jarðar. Þegar horft er til möguleika Íslands á að leggja sitt af mörkum til sjálfbærni jarðar, er þó mikilvægt að horfa ekki síst til íslenska sjávarútvegsins og sérstöðu hans hnattrænt. Með tilliti til möguleika Íslands á að leggja sitt af mörkum til manneldis og velferðar jarðar­ búa almennt, mætti því ætla að opinber stefnumótun sem tryggir möguleika sjávarútvegsins á lang­ tímasamningum erlendis sé afar mikilvæg, en grundvöllur slíkrar stefnumótunar hlýtur að vera sá að stöðugleiki hins íslenska gjald­ miðils verði tryggður. Sífelldar sveiflur íslensku krónunnar og óútreiknanlegar aðstæður hljóta að vera hindranir sem erfitt og jafnvel ómögulegt er að yfirstíga í langtímastefnumótun og langtíma­ samningum frumframleiðenda og annarra framleiðenda og fyrirtækja á sölu íslenskra afurða erlendis, þar með talið sjávarafurða. Sjálfbært Ísland? Samfélagsleg sjálfbærni Íslands er í vexti, með framförum og verk­ efnum í átt að sjálfbærari aðferðum. Umhverfisleg sjálfbærni Íslands er í vexti, með aðstæðum innanlands sem hvetja til aukinnar virðingar og verndar í umgengni við náttúruna og auðlindir hennar. Efnahagsleg sjálfbærni Íslands er í vexti, með meðvitund ráðamanna og vilja til að innleiða og tryggja möguleika innanlands til umhverfisverndar og eðlilegrar nýtingar og viðhalds auðlinda. Hvað sjálfbærni Íslands til framtíðar varðar er áríðandi að hugað sé alvarlega að mögulegum áhrifum stóriðju, virkjana og orku­ vera á vistkerfi náttúrunnar og þar með auðlindir og frumframleiðslu. Í því samhengi er brýnt að lang­ tímasjónarmið ráði ferð. Með tilliti til möguleika Íslands á að leggja sitt af mörkum í átt að sjálfbærari jörð, nægir efnahagsleg sjálfbærni innanlands ekki ein. Mikilvægt er að tryggja efna­ hagslega sjálfbærni Íslands einnig á alþjóðavísu, með því að skapa frumframleiðendum fyrirsjáanlegt og stöðugt umhverfi til langtíma­ stefnumótunar og samningagerðar. Mikilvægt er að finna leiðir til að lækka kostnað og skapa aðstæður sem veita frumframleiðendum í öllum greinum sanngjarnt verð fyrir framleiðslu sína og þar með traustan rekstrargrundvöll. Mikilvægt er að sjónarmið lykil­ hugtakanna virðingar og verndar verði í auknum mæli ráðandi í við­ horfum okkar til auðlinda jarðar, frumframleiðslu og alls lífs, því: Matur er mannsins megin, matur og næring er lífið sjálft, frumfram­ leiðsla snýst um líf mannkyns og viðhald þess á móður jörðu. Greinin er þriðji hluti greinaraðar- innar Sjálfbært Ísland – sjálfbær jörð. Sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson forstjóri Matís Rakel Halldórsdóttir annar stofn­ enda Frú Laugu bændamark­ aðar, stjórnar­ maður SLOW FOOD Reykjavík og ráðgjafi hjá Matís Páll Gunnar Pálsson sérfræðingur hjá Matís E I N R Ó M A L O F Skelfileg en falleg saga, full af sársauka og átökum,elskusemi og æðruleysi. HÞ/Morgunblaðið Syndafallið er falleg og nærgöngul fjölskyldusaga sem lætur engan ósnortinn. Katrín Jakobsdóttir Með því besta og fallegasta sem ég hef lesið lengi. Thelma Ásdísardóttir Takk fyrir allan kærleikann og hugrekkið sem þarf til að segja svona sögu. Jón Gnarr AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR VW • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is - í Fríkirkjunni í Reykjavík. JólatónleikarMEÐ HELGUM HLJÓM Hátíðartónleikar til styrktar Kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild Landspítalans, 13E/G fimmtudaginn 7. desember kl. 12 Ásamt hljómsveit og kvennakórnum Concordia Miðasala á tix.is og við innganginn - Miðaverð 2500.- Auður Gunnarsdóttir, sópran Þorbjörn Rúnarsson, tenór Bjarni Thor Kristinsson, bassi 1 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U r22 S k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 7 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :4 9 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 E -1 3 C 0 1 E 3 E -1 2 8 4 1 E 3 E -1 1 4 8 1 E 3 E -1 0 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.