Fréttablaðið - 17.11.2017, Qupperneq 36
Það hittist svo skemmtilega á að ég er nú stödd í New York til að taka á móti hinum virtu
Stevie Awards-verðlaunum þar
sem ég fæ annaðhvort brons, silfur
eða gull í nótt,“ segir Inga Hlín
Pálsdóttir, sem er tilnefnd til verð-
launanna í þremur flokkum; sem
kona ársins, stjórnandi ársins og
frumkvöðull ársins í flokki stjórn-
valda og stofnana.
„Þetta er sannur heiður en hann
skrifast ekki eingöngu á mig og
Íslandsstofu heldur samtakamátt
okkar sem vinnum saman að því að
ná árangri í íslenskri ferðaþjónustu
sem vekur athygli út fyrir land-
steinana.“
Ísland sé í miklum metum hjá
umheiminum og aðrir horfi hingað
til að sjá hvernig unnið er ötullega
að ferðaþjónustunni.
„Ísland er undur á heimsmæli-
kvarða og margir horfa með
öfundaraugum á hversu fagurt land
við höfum að bjóða. Erlendir aðilar
í ferðaþjónustu taka eftir því hversu
vel í raun okkur öllum í ferðaþjón-
ustu á Íslandi hefur tekist að takast
á við aukinn fjölda ferðamanna
um allt land. Þá er einnig horft til
okkar hversu vel hefur tekist að
fá ferðamenn hingað allan ársins
hring og að ferðaþjónustan í dag
sé heilsárs atvinnugrein, og stærsta
útflutningsgrein landsins.“
Erfiðasta karókí-lag heims
Inga Hlín er forstöðumaður ferða-
þjónustu og skapandi greina hjá
Íslandsstofu sem er samstarfsvett-
vangur stjórnvalda og atvinnulífs í
markaðs- og kynningarstarfi fyrir
íslenskar útflutningsgreinar.
„Stærsta verkefni okkar í ferða-
þjónustu er markaðssetning
erlendis, til neytenda og fyrirtækja.
Öll markaðssetning er unnin
undir hatti „Inspired by Iceland“
og endurskoðum við reglulega
áherslur í takti við þarfir ferða-
þjónustunnar. Nú síðast bættust
við markaðsskilaboð undir nafninu
„Ísland frá A til Ö“ og var þá kynnt
til sögunnar erfiðasta karókí-lag í
heimi sem rúmar þrjár milljónir
hafa horft á frá því í lok október. Í
skilaboðunum leggjum við áherslu
á landshlutana sjö, hvetjum fólk til
að ferðast víðar um landið og koma
utan háannatíma,“ útskýrir Inga
Hlín en í nýju markaðsherferðinni
er einnig lögð áhersla á ábyrga
ferðahegðun.
„Við höfum síðustu ár viljað
sýna ferðamönnum hvernig á að
haga sér á Íslandi, hvernig taka á
örugga sjálfu og hvernig á að fara í
heita pottinn. Við höfum líka beðið
ferðamenn að samþykkja átta lof-
orð í því skyni að biðja þá að ferðast
um landið á ábyrgan og öruggan
hátt og hafa í huga viðkvæma nátt-
úru landsins. Þar lofa þeir meðal
annars að tjalda á réttum stöðum
og láta náttúruna ekki finna fyrir
því þó þeirra náttúra kalli, og nú
þegar hafa 32 þúsund ferðamenn
samþykkt að gangast við loforð-
unum á vefnum okkar.“
Ferðasýningar og vinnustofur
í útlöndum eru einnig stór hluti
af markaðs- og kynningarátaki
Íslandsstofu.
„Í ár höfum við skipulagt þátt-
töku í níu ferðasýningum með
íslenskum fyrirtækjum og skipu-
leggjum 28 vinnustofur í jafn
mörgum borgum,“ upplýsir Inga
Hlín sem segir þau vinna náið með
almannatengslaskrifstofum ytra.
„Við skipuleggjum fjölda fjöl-
miðlaferða á ári hverju í tengslum
við ýmsa viðburði í því skyni að
kynna það sem landið hefur upp
á að bjóða. Við vinnum einnig í
nánu samstarfi við ýmsar hátíðir
og viðburði, til dæmis Iceland
Airwaves og Hönnunarmars, en
samtals komum við að um 26 við-
burðum hér heima á þann máta.
Við aðstoðum hátt í 500 blaða-
menn beint en fyrirspurnir eru vel
yfir 2.000 á ári, auk þess að sinna
lifandi vef- og samfélagsmiðlum
„Inspired by Iceland“ og fjölbreyttu
landkynningarefni. Þá miðlum við
upplýsingum og vinnum með inn-
lendum og erlendum sölu- og hags-
munaaðilum, eins og flugfélögum
og endursöluaðilum, og leggjum
áherslu á að fræða þá um landið og
fyrir hvað það stendur til þess að
þeir geti kynnt landið á réttan hátt
og ábyrgan máta; allt í því augna-
miði að auka áhuga ferðamanna á
Íslandi í takt við þær áherslur sem
við setjum hverju sinni.“
Heiður að kynna Ísland
Allt fellur þetta vel í kramið hjá
ferðamönnum sem líta hýru auga
til Íslands.
„Í „Íslandi frá A til Ö“ vinnum
við með 224 íslensk orð um alla
landshlutana og reynum að ná
fram sérkennum þeirra. Lítil mynd-
bönd sem við höfum gert undir
merkjum „Inspired by Iceland“
hafa einnig náð mikilli athygli og
nú þegar er búið að birta yfir 500
blaðagreinar um „Ísland frá A til Ö“
þótt við séum rétt að byrja,“ segir
Inga Hlín, sem er oft á ferð og flugi í
starfi sínu.
„Dags daglega vinnum við með
fjölda fyrirtækja og hjá Íslands-
stofu starfa sex fagráð sem tengjast
atvinnulífi og stjórnvöldum. Sömu-
leiðis vinnum við náið með mark-
aðsstofum landshlutanna, Sam-
tökum ferðaþjónustunnar og öllum
stærstu aðilum ferðaþjónustunnar.
Þá skiptir starfsfólk okkar heim-
inum á milli sín og tengist ólíkum
löndum og heimsálfum,“ segir Inga
Hlín sem að meðaltali hefur líklega
farið utan til landkynningar minnst
einu sinni í mánuði síðan hún hóf
störf á Íslandsstofu 2010.
„Ég fer til að tala um land og þjóð
og til að halda tengslunum lifandi.
Mér þykir heiður, og fæ aldrei
leiða á því, að mega kynna landið
okkar og segja frá öllu því góða
sem Ísland hefur að bjóða. Íslensk
menning, matur, vörur og þjónusta
vekja aðdáun og athygli og öll sú
skemmtilega afþreying sem býðst
ferðamönnum á litla Íslandi,“ segir
Inga Hlín, stolt af sínu landi.
Þá sé gestrisni Íslendinga rómuð.
„Á nýlegri ráðstefnu kom til
mín maður sem sagði Íslendinga
framúrskarandi gestgjafa. Hann
hafði haft leiðsögumann sem
heyrði að barnabarn hans hefði
yndi af hestum og fór með fjöl-
skylduna í sitt eigið hesthús
að vinnudegi loknum. Þetta er
dæmigert fyrir Íslendinga, að sinna
fólki vel. Okkur þykir svo undur-
vænt um landið okkar og okkur er
umhugað um að vel sé farið með
viðkvæma náttúruna. Einmitt þess
vegna leggjum við áherslu á ábyrga
ferðahegðun, að ferðamenn keyri
af ábyrgð um landið okkar í öllum
veðrum og árstíðum, og minnum
til dæmis á viðkvæman mosann og
fleira sem skiptir íslenska þjóð og
náttúru miklu.“
Velgengni kvenna
Inga Hlín segir áberandi hversu
margar konur standi framarlega í
stjórnsýslu og stærri embættum í
ferðaþjónustu hérlendis, og þær
standi einnig vel að vígi í einka-
geiranum þar sem þær séu víða í
lykilhlutverkum.
„Ytra er horft til þess að hér séu
fleiri kvenstjórnendur en annars
staðar í heiminum. Konur eiga
stóran þátt í velgengni íslenskrar
ferðaþjónustu og gestgjafahlut-
verk okkar í gegnum árin tengist
einstakri gestrisni íslenskra kvenna
og karla. Hvarvetna má finna
kraftmiklar konur sem stíga fram
sem andlit Íslands og við stöndum
okkur mjög vel í að halda uppi
konum, körlum og jafnrétti í sögum
okkar frá Íslandi,“ segir Inga Hlín.
Í framtíðinni vill hún sjá ferða-
þjónustuna þróast á sjálfbæran og
ábyrgan máta.
„Ég vil sjá greinina þróast í sátt
við samfélagið, Íslendinga, ferða-
menn og náttúruna. Sjá hana dafna
áfram sem heilsársatvinnugrein þar
sem við höldum áfram að virkja þá
miklu samstöðu og slagkraft sem
við höfum átt að fagna síðustu ár.
Það væri öllum til heilla.“
Einstakar sögur frá Íslandi
Inga Hlín Pálsdóttir er forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. Hún
tekur við virtum verðlaunum sem frumkvöðull, stjórnandi og kona ársins í New York í kvöld.
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@365.is
Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Ís-
landsstofu. Henni hlotnast hin virtu Stevie verðlaun í kvöld. MYND/STEFÁN
6 KYNNINGARBLAÐ 1 7 . N óV E M B E R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U RKoNuR Í FERÐAþjóNuSTu
1
7
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:4
9
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
3
E
-0
E
D
0
1
E
3
E
-0
D
9
4
1
E
3
E
-0
C
5
8
1
E
3
E
-0
B
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
7
2
s
_
1
6
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K