Fréttablaðið - 17.11.2017, Side 40

Fréttablaðið - 17.11.2017, Side 40
Hjá okkur í Íshestum starfa 16 konur og 2 karlar. Það er engin sérstök ástæða fyrir því, það er eins og konurnar sæki frekar í þennan bransa,“ segir Sól- borg Bjarnadóttir, framkvæmda- stjóri Íshesta, en þar halda konur um stjórnartaumana. „Margrét Gunnarsdóttir sér um rekstur hesthússins og hefur starfað hjá Íshestum í 10 ár, Jenný Maggý Rúriksdóttir er markaðs- stjóri fyrirtækisins og ég hef verið framkvæmdastjóri frá byrjun árs. Í hesthúsinu starfa 12 manns, einn karl! Kokkurinn í veitingasal Íshesta er einnig karl. Yfir sumartímann fjölgar starfsfólki en hlutföllin breytast reyndar lítið við það, það sækja yfirleitt fleiri konur í störfin,“ segir Sólborg. „Auðvitað viljum við hafa karlana með. Þeir tveir sem vinna með okkur eru afar vinsælir hér innanhúss,“ segir hún hress. Vinnumórallinn er mjög góður hjá fyrirtækinu en það fagnar 35 ára starfsafmæli í ár. Gestum fjölgar ár frá ári „Íshestar eru eitt elsta starfandi félag í hestatengdri ferðaþjónustu á Íslandi og hefur verið leiðandi á markaðnum í öll þessi ár,“ segir Sólborg. „Hesta- miðstöð Íshesta er staðsett í fallegu umhverfi. Við erum ekki nema í 15 mínútna fjarlægð frá Reykjavík en höfum náttúruna hérna allt í kring, hraunið, skóginn, Helgafell, Bláfjöll og Heiðmörk. Við bjóðum upp á hádegismat fyrir gesti og gangandi og erum með kaffiteríu í veitinga- salnum okkar. Meiri hluti okkar gesta er erlendir ferðamenn og þeim hefur fjölgað jafnt og þétt gegnum árin. Íslenski hesturinn hefur mikið aðdráttarafl og eru gestir okkar fyrst og fremst að leita eftir ákveðinni upplifun. Það er ógleymanlegt að fara ríðandi um náttúru íslands, hvort heldur sem er að sumri eða vetri. Í öllum okkar ferðum er leiðsögu- maður sem segir frá umhverfinu og kynnir íslenska hestinn fyrir gestum okkar. Við bjóðum upp á 1-5 klukku- stunda dagsferðir frá hestamiðstöð okkar í Hafnarfirði og lengri ferðir um land allt í samstarfi við bændur, allt frá tveggja daga ferðum upp í níu daga ferðir. Réttarferðirnar á haustin eru afar vinsælar og svo allar norður- ljósaferðirnar yfir veturinn. Á sumrin höldum við einnig úti reiðskóla fyrir börn í samstarfi við hestamanna- félagið Sörla.“ Íshestar leiðandi í ferðaþjónustu Þrjár konur halda um stjórnartaumana hjá Íshestum. Meirihluti starfsmanna er einnig konur. Ís- hestar eru eitt elsta starfandi félag í hestatengdri ferðaþjónustu og fagnar 35 ára starfsafmæli í ár. Ég byrjaði að vinna við farar-stjórn í kringum 1984. Þá var ég ungur þýskukennari í framhaldsskóla og vantaði sumar- vinnu. Ég labbaði inn á ferðaskrif- stofuna Útsýn sem Ingólfur Guð- brandsson ferðafrömuður leiddi og sótti um starf sem fararstjóri. Stuttu seinna var hringt í mig og mér boðið að starta nýju verkefni á vegum Útsýnar, sem voru Þýska- landsferðir. Ég fór með Íslendinga í Móseldalinn og Svartaskóg. Á þessum tíma fóru flestir í sólar- landaferðir svo þessar ferðir voru algjör nýjung,“ rifjar Ása María Valdimarsdóttir upp. Lært að ferðast Þýskalandsferðirnar slógu í gegn og segir Ása Íslendinga hafa heillast af gróðrinum, grænum engjum og gestrisni Þjóðverja. „Þetta var yndislegur tími. Fólk var enn að læra að ferðast og það var meiriháttar viðburður í lífi þess að fara í ferðalag. Upp til hópa var fólk dálítið ósjálfbjarga og hafði ekki mikla tungumálakunnáttu. Eitt sinn var ég að sýna fólki borg í Mið-Evrópu og ein konan vildi fá að halda í mig því hún var svo hrædd um að týna mér og vissi þá ekkert hvað hún ætti að gera. Tæknin var líka allt öðruvísi en hún er í dag og stundum aðeins hægt að hringja á vissum tímum dags á milli landa,“ segir Ása og hlær. „Ingólfur og Útsýn voru með fríklúbb til að undirbúa fólk fyrir ferðalög. Boðið var upp á nám- skeið þar sem fólk gat lært tungu- mál og hvernig það átti að haga sér í útlöndum. Við fórum út á land í heimsóknir í fyrirtæki á borð við fiskvinnslur og vélsmiðjur og seldum fólki ferðir. Haldin voru Útsýnarkvöld með fegurðarsam- keppnum og happdrætti, sem voru vinsæl.“ Ása nefnir að fólk hafi gjarnan viljað nota tækifærið og skoða þrjú til fimm lönd í einni ferð, enda viðburður að komast út fyrir landsteinana. „Ferðir á borð við Fimm landa sýn voru vinsælar, en það var mikil fyrirhöfn að fara á milli landa. Það þurfti að skipta t.d. þýskum mörkum yfir í franska franka eða ítalskar lírur og stoppa á öllum landamærum og fá stimpla í vegabréfin. Þetta hefur allt breyst eftir að Evrópu- sambandið kom til sögunnar,“ upplýsir Ása. Hefur séð meira en hálfan heiminn Það voru svo útlendingar sem kenndu Ásu að meta Ísland eftir að hún hafði séð meira en hálfan heiminn. „Þegar ég hafði séð svona mikið af heiminum fór ég að meta Ísland betur sem ferðamannaland. Ég skellti mér í Leiðsöguskólann árið 1991 og upp frá því fór ég líka að fara í ferðir með útlendinga um Ísland. Síðustu árin hef ég mestmegnis unnið við fararstjórn erlendis og leiðsögn innanlands.“ Hvert land með sinn sjarma Þegar Ása er spurð hvaða land sé í mestu uppáhaldi hjá henni segir hún að hvert land hafi sinn sjarma og hafi upp á eitthvað spenn- andi að bjóða. „Mér finnst ég þó alltaf komin heim þegar ég kem til Mið-Evrópu, svo sem Suður- Þýskalands, Austurríkis, Sviss, Sló- veníu eða Norður-Ítalíu. Mér líður afskaplega vel á þessum slóðum og líka í kringum Alpana, hvort sem er að vetri eða sumri til. Svo dái ég Prag, það er yndisleg borg og eyjan Madeira er í miklu uppáhaldi hjá mér. Við Íslendingar erum svo heppnir að vera frjáls þjóð og getum ferðast um heiminn eins og við viljum. Það er ekki nema partur af heiminum sem hefur tækifæri til þess.“ Fram undan hjá Ásu eru ferðir til Portó í Portúgal og jólaferð til Wiesbaden í Þýskalandi. „Aðventu- ferðirnar eru alltaf vinsælar. Fyrir- tæki og hópar fara gjarnan saman og Þýskaland er þekkt fyrir jóla- markaðina sem eru svo skemmti- legir. Þar er mikil stemning, góður ilmur í loftinu, og bakkelsi og „Glühwein“ í boði. Fólk vill njóta þess að vera til og tekur svo nokkra jólapakka með heim.“ Ása nefnir að lokum að starf fararstjóra og leiðsögumanns feli svo margt í sér sem kannski ekki allir átti sig á. „Maður er kenn- ari, hópstjóri, sálgæslumaður og sjúkraliði og getur lent í öllu mögulegu. Ferðalangarnir eru á öllum aldri, allt frá ungbörnum upp í aldraða. Það gefur manni mikið að umgangast fólk af öllum þjóðernum og maður verður umburðarlyndari og vonandi betri manneskja fyrir vikið.“ Frá Karíbahafi til Kínaveldis Ása María Valdimarsdóttir man tímana tvenna í ferðaþjónustu. Hún kynnti Mið-Evrópu fyrir Íslendingum snemma á níunda áratugnum en útlendingar kenndu henni að meta Ísland betur. „Eitt sinn var ég að sýna fólki borg í Mið-Evrópu og ein konan vildi fá að halda í mig því hún var svo hrædd um að týna mér og vissi þá ekkert hvað hún ætti að gera.“ MYND/ANTON BRINK Jenný Maggý Rúriksdóttir markaðsstjóri, Sólborg Bjarnadóttir framkvæmdastjóri og Margrét  Gunnarsdóttir, sem sér um rekstur hesthúss Íshesta. MYND/ERNIR Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is Ferðir á borð við Fimm landa sýn voru vinsælar, en það var mikil fyrirhöfn að fara á milli landa. Það þurfti að skipta t.d. þýskum mörk- um yfir í franska franka eða ítalskar lírur og stoppa á öllum landa- mærum og fá stimpla í vegabréfin. 10 KYNNINGARBLAÐ 1 7 . N óv E M B E R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U RKONuR Í FERÐAþJóNuSTu 1 7 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :4 9 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 3 E -2 7 8 0 1 E 3 E -2 6 4 4 1 E 3 E -2 5 0 8 1 E 3 E -2 3 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 7 2 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.