Fréttablaðið - 17.11.2017, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 17.11.2017, Blaðsíða 42
Ég lendi í ferðaþjónustunni ef svo má segja, þegar ég og maðurinn minn, Kjartan Ragnarsson, settum Landnámssetrið á fót í Borgarnesi fyrir tólf árum. Áður hafði ég unnið í leikhúsi og í sjónvarpi. Ég var fréttamaður á fréttastofu Sjónvarpsins þegar draumurinn kviknaði um að búa til sýningar um landnámið og Egilssögu, eftir hesta- ferðir með erlendum ferðamönnum. Í þeim ferðum vorum við alltaf að segja þessar sögur,“ segir Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, forstöðu- kona Landnámssetursins í Borgar- nesi. Hún segir sögu landnámsins heilla erlenda gesti og hugmyndin um landnámssýningar hafi undið hratt upp á sig. „Það var ekki endilega ætlunin að búa til ferðamannastað en ferða- menn hafa mikinn áhuga á, sögunni og það er sérlega gaman að finna hvað þeir eru þakklátir fyrir að fá innsýn í okkar merkilega menn- ingararf. Hér er líka veitingahús og svo leikhúsið á söguloftinu í gamla pakkhúsinu. Þetta varð strax fjöl- breytt og skemmtilegt og ekki bara fyrir erlenda ferðamenn. Íslend- ingar heimsækja okkur einnig, bæði sýningar söguloftsins og veitinga- staðinn,“ segir Sigríður. „Nú erum við með frábæra leiksýningu í gangi á söguloftinu um Auði djúpúðgu sem Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur flytur. Í hádeginu bjóðum við upp á hlað- borð á góðu verði sem mikil ásókn er í. Fólk á leið norður eða suður eða í bústað kemur gjarnan við og fær sér að borða. Svo erum við komin með góðan hóp fastagesta, fólk héðan af svæðinu. Þá halda fyrirtæki oft fundi hjá okkur en hér er afar skemmtileg fundaraðstaða á söguloftinu,“ segir Sigríður. Hún er Reykvíkingur í húð og hár en hefur nú verið búsett í Borgarnesi í rúman áratug. „Það þýðir ekkert annað en vera vakin og sofin yfir þessu. Landnámssetrið er mikið fjölskyldufyrirtæki,“ segir hún. „Við byggðum við húsnæðið. Fengum Sigríði Sigþórs arkitekt til að teikna skemmtilega viðbyggingu þar sem kletturinn er einn veggur í húsinu. Þetta er falleg staðsetning og svæðið niðri við sjóinn er yndislegt. Gömlu húsin í Borgarnesi hafa mikið aðdráttarafl. Landnámssetrið heim- sækja um hundrað þúsund manns á ári. Það hefur leitt af sér að búið er að gera upp mörg af gömlu húsunum og opna þar gistingu og þá er nýtt hótel í byggingu í Borgarnesi. Ferðaþjónustan er því afar jákvæð fyrir samfélagið.“ Vaxandi fjölskyldufyrirtæki Hugmyndin að Landnámssetrinu kviknaði í hestaferð með fróðleiksfúsum ferðamönnum. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir segir ferðaþjónustuna jákvæða fyrir bæjarfélagið í Borgarnesi. Sigríður Margrét Guðmunds- dóttir, forstöðu- kona Land- námssetursins í Borgarnesi. Glæsilegt hádegisverðarhlaðborð er afar vinsælt á veitingastað Landnáms- setursins. Þú átt skilið skemmtilegra sjónvarp 365.is 1817MARGFALT SKEMMTILEGRI Gerðu vel við þig í vetur og fáðu áskrift að öllu því helsta í innlendri og erlendri dagskrárgerð. Með skemmtipakkanum færðu fjölbreytt afþreyingarefni fyrir alla fjölskylduna á Stöð 2, Stöð 3, Stöð 2 Bíó, Stöð 2 Krakkar og Stöð 2 Maraþon Now. Tryggðu þér áskrift í síma 1817 GJAFABRÉF www.landnam.is - landnam@landnam.is Sími: 437 1600 Bráðskemmtileg jólagjöf! 12 KYNNINGARBLAÐ 1 7 . N óV e M B e R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U RKoNuR í feRÐAþjóNuStu 1 7 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :4 9 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 3 E -3 B 4 0 1 E 3 E -3 A 0 4 1 E 3 E -3 8 C 8 1 E 3 E -3 7 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 7 2 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.