Fréttablaðið - 17.11.2017, Page 46

Fréttablaðið - 17.11.2017, Page 46
Því fylgir ósvikið stolt og gleði að föndra sinn eigin jóla- krans á útidyrnar og vekur ómælda aðdáun gesta og gangandi. Frost og þurrkur getur gert hárið á okkur rafmagnað svo það stendur út í loftið eða límist við andlitið á okkur. Hvað er til ráða? l Nuddið olíu í allt hárið eða í endana. Olían kemur í veg fyrir að hárið tapi raka og kemur böndum á óstýriláta enda. l Bómullar- eða akrýlhúfur geta aukið rafmagnið í hárinu. Reyna má að nota höfuðföt sem fóðruð eru með silki eða satíni sem renna mjúklega af hárinu. l Spreyið greiðu úr málmi með hárspreyi og greiðið gegnum hárið frá rót til enda. Hár- spreyið temur óstýriláta enda og málmgreiðan losar raf- spennuna í hárinu. l Notið hárnæringu sem ekki á að þvo úr. Hún nærir hárið og ver fyrir hitabreytingum og þurrki. l Notið rakagefandi hárvörur yfir vetrartímann. l Notið hárblásara með „ionic tækni“ en hann á að eyða raf- spennunni úr hárinu. Rafmagnað hár  Unglingadrykkja hefur minnkað til muna á síðustu árum. Mun færri unglingar drekka áfengi en áður. Ungdómurinn í dag hagar sér betur en foreldar, ömmur og afar. Þessir krakkar hafa ánægju af náminu sínu, stunda margir hreyfingu og hafa góð samskipti við foreldra sína. Síðast en ekki síst, þeir drekka miklu minna en áður þekktist. Þessi staðreynd á ekki bara við um Ísland en árangur í minni unglingadrykkju hér á landi er umtalaður víða um heim. Í Noregi hefur unglingadrykkja sömuleiðis minnkað mikið. Árið 2003 svöruðu 84% norskra unglinga á aldrinum 15-16 ára að þeir hefðu smakkað áfengi. Árið 2015 hafði þeim fækk- að niður í 57%. Unglingadrykkja hefur líka minnkað í Svíþjóð, Finn- landi og meira að segja Danmörku. En niðurstöður rannsókna sýna að í allri Evrópu hefur unglingadrykkja minnkað sem og í Kanada, Banda- ríkjunum og Ástralíu. Vísindamenn leita að einhverri skýringu á þessu og spyrja hvort þakka megi samfélagsmiðlum og netinu. Unglingar eru mikið á netinu og foreldrar eru kannski líka meira að passa ungana sína. Eru þeir sem eru 17 ára í dag hinir nýju 15 ára? Ákveðin breyting varð við aldamótin hjá unglingum. Þá ólst upp ný kynslóð með snjall- tækjum. Þar fyrir utan býr ungt fólk lengur í foreldrahúsum. En vísinda- menn klóra sér í kollinum í leit að skýringu þar sem vitað er að for- eldrar drekka meira en áður. Nánar má lesa um þessar hugleiðingar á forskning.no. Unglingar án áfengis  Jólakrans er sannkallað dyradjásn. Aðventan nálgast og eru margir farnir að huga að jólaskreytingum. Því er upplagt að skella sér í Borgarbókasafnið í Árbæ og læra að búa til fallegan aðventu- eða jólakrans til að festa á útidyra- hurðina. Það er Helga Helgadóttir frá Árbæjarblómum sem mun leið- beina gestum með kransagerðina og verður hún með allt efni með- ferðis sem hægt verður að kaupa á staðnum. Jólakransagerðin fer fram mánudaginn 20. nóvember frá klukkan 16.30 til 18.30. Skráning er í safninu, í síma 411 6250. Allir hjartanlega velkomnir. Jólakransagerð í Árbæ 365.is 1817MARGFALT SKEMMTILEGRI Internet fyrir aðeins 1000 kr. með sjónvarpspökkum TRYGGÐUÞÉR ÓDÝRARA INTERNET Á1817 / 365.IS 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . N Óv e m B e R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 1 7 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :4 9 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 3 E -4 A 1 0 1 E 3 E -4 8 D 4 1 E 3 E -4 7 9 8 1 E 3 E -4 6 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.