Morgunblaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Miklar breytingar
eru í vændum
vegna framfara í
þróun gervigreind-
ar og smíði vél-
menna. Talið er að
þær muni leiða til þess að vél-
menni muni taka yfir fjölda
starfa, sem menn hafa hingað til
leyst af hendi. Þessi bylting,
sem kölluð hefur verið „fjórða
iðnbyltingin“, nær ekki aðeins
til verksmiðjuvinnu, heldur
einnig hvítflibbastarfa. Þessi
mál voru til umræðu á ráð-
stefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í
svissneska bænum Davos í vik-
unni þar sem saman komu for-
ustumenn í stjórnmálum og við-
skiptum. Var mikið talað um
hvað væri til bragðs, en lausn-
irnar virtust ekki blasa við.
Sjálfvirkni hefur þegar leyst
mannshöndina af hólmi í stórum
stíl í framleiðslu, en nú er kom-
ið að skrifstofustörfum. Vishal
Sikka, framkvæmdastjóri ind-
verska upplýsingatæknirisans
Infosys, sagði í Davos að fram-
farir í gervigreindartækni und-
anfarin ár væru sláandi. „En við
erum á margan hátt við upphaf
þessarar þróunar og við okkur
blasir að stærri hluti mannkyns
gæti setið eftir en við nokkurt
annað framfaraskref,“ hafði
fréttastofan AFP eftir Sikka.
Christine Lagarde, fram-
kvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins, sagði á fundinum að
hin nýja tækni myndi „valda
gagngerum röskunum og breyt-
ingum í atvinnulífinu um langan
tíma“ og bætti við að stjórnvöld
yrðu að bregðast við með því að
þjálfa fólk og setja upp öryggis-
net til að milda afleiðingarnar.
Á ráðstefnunni kom fram að
menntakerfi hefðu brugðist í
þessum efnum. Í Evrópu og
Bandaríkjunum væru mörg
hundruð þúsund störf á lausu í
upplýsingatækni og verkfræði
og þau féllu iðulega í hlut inn-
flytjenda vegna þess að skortur
væri á fólki með rétta menntun
og hæfileika heima fyrir. Þessi
þróun ýtti síðan undir andófið
gegn hnattvæðingu.
Vitnað var í könnun, sem at-
vinnuráðgjafarfyrirtækið
ManpowerGroup lét gera meðal
18 þúsund vinnuveitenda í 43
löndum. Svöruðu þeir að 45%
verkefna á sínum vinnustöðum
mætti leysa með sjálfvirkni með
því að nota þá tækni, sem nú
þegar væri fyrir hendi.
Ráðgjafarfyrirtækið McKin-
sey dró upp svipaða mynd. Nú
þegar mætti nota sjálfvirkni til
að vinna 60% starfa og ganga
frá 30% viðskipta í heiminum.
Sjálfvirknin hefur rutt sér til
rúms í verksmiðjum. Það kostar
aðeins þriðjung af tímakaupi
iðnaðarmanns að láta þjarka sjá
um logsuðu í bílaverksmiðju.
Ekki er sparnaðurinn minni í
skrifstofustörfum. Hina sjálf-
virku tækni er hægt að nota til
að færa inn tölur og upplýs-
ingar. En sjálfvirknin tekur
ekki aðeins til
venjulegrar skrif-
stofuvinnu. Hún
teygir anga sína inn
í læknavísindi, störf
endurskoðenda og
blaðamennsku. Með því að nota
algrím eða reiknirita sé hægt að
fara í gegnum fræðin á auga-
bragði og greina sjúkdómstil-
felli af mun meira öryggi en
ætlast má til af brigðulum
mönnum. Ekki eru gervigreind-
arsérfræðingarnir heldur óhult-
ir. Í tímaritinu New Yorker
birtist nýlega skopmynd þar
sem tveir tölvunördar sitja fyrir
framan skjá og annar segir að
tveir unglingar hafi verið að
búa til algrím, sem býr til al-
grím. Undirliggjandi var að þar
með væri þeir orðnir óþarfir.
Eitt svið sjálfvirkninnar hef-
ur verið mikið til umræðu und-
anfarið. Víða um heim eru sjálf-
akandi bílar komnir á kreik.
Þeir sem eru að þróa sjálfvirka
bíla segja að það muni gera um-
ferðina mun öruggari, en nú er.
Sjálfakandi bifreiðir myndu
einnig gera störf bílstjóra
óþörf.
Fyrri iðnbyltingar hafa einn-
ig valdið áhyggjum um að störf
myndu hverfa og atvinnuleysi
verða allsráðandi. Slíkar spár
hafa ekki ræst hingað til. Sumir
halda því fram að allt öðru máli
gegni um fjórðu iðnbyltinguna.
Jafnvel er gengið svo langt að
segja að fyrir utan ákveðin lyk-
ilstörf muni maðurinn ekki
lengur þurfa að vinna og geta
notið lífsins. Þá er eftir spurn-
ingin um það hvernig hann eigi
að framfleyta sér.
Það er ekki sennilegt að fólk
myndi almennt sætta sig við að
hangsa alla ævi á meðan sjálf-
virkar vélar sjá um að halda
öllu gangandi, jafnvel þótt í
boði væri einhvers konar til-
veruframlag. Vinnan er það
snar þáttur í sjálfsmynd hvers
og eins að það er erfitt að
ímynda sér hvaða áhrif það
hefði ef enginn þyrfti að vinna.
Eigi slík framtíðarsýn að
ganga upp myndi það kalla á
grundvallarendurskoðun á sam-
félagsgangverkinu. Þeir sem
lengst ganga telja að vélmennin
muni á endanum taka völdin af
manninum.
Gervigreindar- og sjálf-
virknibyltingin á eftir að valda
miklu losi víða um heim, svo
ekki sé kveðið fastar að orði, og
veldur óvissu, sem á sinn þátt í
pólitískum hræringum á Vest-
urlöndum um þessar mundir.
Eigi komandi kynslóðir að vera
undir þessar breytingar búnar
þarf að hefjast handa í skóla-
kerfinu núna. En um leið má
ekki gleyma því að hingað til
hafa ný störf ávallt leyst þau
gömlu af hólmi. Í fyrri iðnbylt-
ingum sáu menn ekki fyrir sér
hvaða störf það yrðu. Ekki má
útiloka að sami skortur á
ímyndunarafli sé einnig til stað-
ar nú.
Gervigreindartækni
og vélmenni munu
umbylta atvinnulífi}
Sjálfvirknibyltingin
N
ýr biskup mun taka vígslu í
Skálholti þann 10. september
næstkomandi ef áætlanir
kirkjuráðs ganga eftir. Sá ein-
staklingur sem taka mun við
embættinu mun standa andspænis mikilli
áskorun sem felst í því að byggja Skálholt upp
með þeim hætti að þar verði hægt að taka á
móti milljónum manna á komandi árum. Jafnt
og þétt fjölgar þeim sem sækja staðinn heim
og í því felst gríðarlegt tækifæri fyrir Þjóð-
kirkjuna, ekki aðeins til að afla staðnum mik-
illa tekna heldur einnig því að á grundvelli
heimsóknanna og aukinna umsvifa í tengslum
við þær, er hægt að kynna staðinn, sögu hans
og það boðunarstarf sem grundvallað var þar
á 11. öld og staðið hefur óslitið í landinu síðan á
vegum kirkjunnar.
Samkvæmt skýrslu sem Ferðamálastofa lét vinna og
birt var í desember 2015 kom í ljós að á 12 mánaða tíma-
bili 2014 til 2015 sótti 1,1 milljón ferðamanna Geysi í
Haukadal heim. Akstursleiðin milli Geysis og Skálholts er
aðeins tæpir 29 kílómetrar og miðað við síaukinn straum
ferðamanna, bæði á Geysissvæðið og í Skálholt má gera
ráð fyrir að stór hluti þeirra sem fyrrnefnda staðinn
sækja heim, hafi einnig áhuga á því að sækja Skálholt
heim. Verði aðstaðan í Skálholti bætt til muna eru enn
meiri líkur á því að Skálholt verði áhugaverður áning-
arstaður ferðamanna, jafnt Íslendinga sem útlendinga. Í
dag er aðstaðan því miður í skötulíki og þarf ekki annað
en að nefna slaka salernisaðstöðu í því sam-
bandi.
Hugsa þarf stórt í þessu samhengi og á þá
vísu sem biskupar kirkjunnar hafa gjarnan
gert þegar staðurinn er annars vegar. Má þar
minnast glæstra bygginga og umfangsmikils
skólastarfs um aldir. Hægt væri að reisa glæsi-
lega aðstöðu sem gerði sögu staðarins aðgengi-
lega. Má rekja hana í raun allt til 9. aldar en
mannvistarleifar í formi byggfrjóa frá þeim
tíma hafa fundist á staðnum. Vel færi á því að
mannvirki af því tagi, sem að líkum væri allt að
3.000 fermetrar að stærð, næði meðal annars
yfir fornleifar þær sem komið hafa í ljós suð-
vestur af dómkirkjunni sem nú stendur og talið
er að séu af fornum skólabyggingum staðarins.
Vel færi á því að gera þær að þungamiðju sýn-
ingar sem um leið væri ekki aðeins sýning,
heldur áþreifanleg staðreynd um þann stórhug sem einatt
hefur einkennt starfsemi í Skálholti. Þá mætti flytja á
sýninguna fjölmarga þá gripi sem tengjast staðnum en nú
eru varðveittir á öðrum söfnum, einkum höfuðsafni lands-
ins, Þjóðminjasafninu. Þá eru til staðar margir merkir
gripir í núverandi dómkirkju. Helst ber þar að nefna
steinkistu Páls Jónssonar, en það er gríðarlega aðkallandi
að gera hana aðgengilegri gestum en nú er.
Gera má ráð fyrir því að uppbygging af þessu tagi taki
mörg ár og kosti milljarða króna. Sú staðreynd má síst
draga kjarkinn úr nýjum vígslubiskupi. Umfangið undir-
strikar fremur hversu aðkallandi verkefnið er. ses@mbl.is
Stefán Einar
Stefánsson
Pistill
Enn af uppbyggingu í Skálholti
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Ekki er óhugsandi að setaDonalds Trumps á for-setastól í Bandaríkjunumhafi áhrif á varnarsam-
starf Íslands og Bandaríkjanna sem
verið hefur að aukast á undanförnum
árum. Ef spenna skapast í sam-
skiptum Bandaríkjanna við Kína og
Rússland gæti það vakið áhuga hins
nýja forseta á að auka hernaðarstyrk
sinn á Norður-Atlantshafi. Þetta er
mat Silju Báru Ómarsdóttur stjórn-
málafræðings.
Víða um heim velta menn því nú
fyrir sér hvaða áhrif það muni hafa
að Donald Trump er sestur á stól for-
seta Bandaríkjanna. Mun hann
standa við stóru orðin úr kosninga-
baráttunni, svo sem um fríverslun og
samskipti við einstök lönd, eða munu
gætnari menn í embættismanna-
hópnum í kringum hann í Hvíta hús-
inu halda aftur af honum? Hér á
landi vakna spurningar um það hvort
valdataka Trump muni hafa einhver
áhrif á samskipti eða viðskipti Ís-
lands og Bandaríkjanna. Munu
stjórnvöld vestra áfram leggja
áherslu á að auka varnarsamstarfið
við Ísland? Mun andstaða Trumps
við fríverslun hafa einhver áhrif á
viðskipti okkar við Bandaríkin?
Flestir telja enn of snemmt að full-
yrða neitt um þetta. Svo er þess að
gæta að Trump er ólíkindatól sem
enginn vissa er um hve staðfastur
verður í stefnumálum.
Gætir á öllum sviðum
„Áhrifa Trumps mun væntan-
lega gæta í öllum helstu stefnu-
málum Bandaríkjanna, en þá er
spurning hvort samskipti Íslands og
Bandaríkjanna falla þar undir,“ segir
Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við
Háskóla Íslands, í samtali við Morg-
unblaðið. „Á grundvelli þess að þeir
menn sem Trump hefur valið í varn-
armál og þjóðaröryggismál telja Ír-
an (James Mattis) og íslam ( Michael
T. Flynn) vera helstu ógnir við
Bandaríkin, þá myndi ég telja að Ís-
land væri neðarlega á dagskrá
Bandaríkjanna þegar kemur að ör-
yggis- og varnarmálum,“ segir Silja
Bára.
„Undantekning á þessu gæti þó
verið að með aukinni umferð á norð-
urslóðum og meiri spennu á milli
Kína og Bandaríkjanna myndu
Bandaríkin telja þörf á auknum
hernaðarumsvifum á svæðinu, en
Trump hefur gefið til kynna að hann
vantreysti Kína bæði hernaðar- og
efnahagslega,“ segir hún. „Áður
hefði ég byrjað á að skoða sam-
skiptin við Rússland en set þau hér
til hliðar, þar sem daður Trumps við
Pútín gerir mjög erfitt að spá fyrir
um hvernig samband þessara ríkja
muni þróast. Ef það byggist á því að
Pútín tali vel um Trump, þá þarf lítið
að bregða út af til að það breytist og
þá gætu Bandaríkin talið nauðsyn-
legt að auka enn frekar hernaðar-
getu sína á Norður-Atlantshafi.
Þetta gæti því haft áhrif á varnar-
samstarf Íslands og Bandaríkjanna.“
Eftir kjör Trumps lýsti Lilja Al-
freðsdóttir, þáverandi utanríkis-
ráðherra, þeirri skoðun að vegna
legu Íslands væri ólíklegt að beinna
áhrifa af valdatöku Trumps myndi
gæta hér. Miklu skipti þó hvaða
menn hann veldi í stjórnina með sér.
Svipuð ummæli hafa fleiri íslenskir
stjórnmálamenn látið falla.
Með nýjum forseta verða sendi-
herraskipti hér á landi. Robert C.
Barber lætur nú af störfum og innan
einhverra mánaða kemur arftaki
hans til landsins. Hvern Trump
velur í þá stöðu gæti verið vís-
bending um hvers er að
vænta um samskipti
ríkjanna meðan Trump er
húsbóndi í Hvíta húsinu.
Áhrif á varnarsam-
starfið ekki útilokuð
AFP
Trump Hinn nýi forseti Bandaríkjanna er jafnan sjálfsöruggur hvar sem
hann birtist. Nú kemur í ljós hvernig honum gengur á forsetastól.
„Samband Íslands og Banda-
ríkjanna stendur á traustum
grunni og við munum að sjálf-
sögðu leitast við að eiga sem
best samskipti við nýja vald-
hafa í Washington og tryggja
okkar hagsmuni,“ segir Guð-
laugur Þór Þórðarson utanrík-
isráðherra. „Nú þegar nýr for-
seti hefur svarið embættiseið
og ráðherrar veljast til embætta
munu stefnumið nýrrar stjórnar
taka á sig skýrari mynd,“ segir
hann. Guðlaugur Þór segir að
nýr forseti Bandaríkjanna sé
vissulega óhefðbundinn og nýj-
um valdhöfum fylgi alltaf
breytingar. Fyrirfram sé
hins vegar engin
ástæða til að ætla
annað en að sam-
skipti Íslands og
Bandaríkjanna
muni áfram
standa
traustum
fótum.
Áfram traust
samskipti
ÍSLAND OG BANDARÍKIN
Guðlaugur Þór
Þórðarson.