Morgunblaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég veit ekki betur en að við séum að Íslandsfrumflytja þennan kvintett al- veg eins og við Íslandsfrumfluttum fyrri píanókvintett hennar fyrir tveimur árum á tónleikum Kammer- músíkklúbbsins við afar góðar undir- tektir,“ segir Þórir Jóhannsson kontrabassaleikari um Píanókvintett nr. 2 í E-dúr op. 31 eftir Louise Far- renc sem fluttur verður á fyrstu tón- leikum ársins á vegum Kammermús- íkklúbbsins. Tónleikarnir fara fram í Norðurljósum Hörpu á morgun kl. 17. Flytjendur auk Þóris eru fiðluleik- arinn Greta Guðnadóttir, víóluleik- ararnir Guðrún Þórarinsdóttir og Jónína Auður Hilmarsdóttir, selló- leikarinn Bryndís Björgvinsdóttir og píanóleikarinn Ingunn Hildur Hauks- dóttir. Hitt verkið á efnisskránni er Píanósextett í D-dúr op. 110 eftir Fel- ix Mendelssohn, sem hann samdi að- eins fimmtán ára gamall. „Þetta eru mjög ólík verk, en bæði auðvitað há- rómantísk,“ segir Þórir og tekur fram að þau séu sjaldan flutt og því gaman að kynna þau fyrir tónleikagestum. Greinilega mikill femínisti Þórir rifjar upp að hin franska Louise Farrenc og þýski Felix Mend- elssohn hafi bæði verið fædd á fyrsta áratug 19. aldar og átt það sameig- inlegt að semja tónverk af flestum gerðum nema óperur. „Þau voru bæði afar þekkt og vel metin á sinni tíð sem tónskáld og píanóleikarar, Mendelssohn raunar eitt stærsta nafn tónlistarheimsins á fyrri hluta 19. aldar. Skoðanir á gildi og vægi verka Mendelssohns hafa sveiflast mjög frá andláti hans árið 1847 en tónlist hans hefur aldrei glatað vin- sældum sínum, enda er hún full af birtu og fegurð. Tónlist Louise Far- renc féll hinsvegar í gleymsku fljót- lega eftir að hún lést árið 1875, kannski ekki síst út af kyni. Það er ekki fyrr en á síðustu árum sem þau hafa aftur verið dregin fram í dags- ljósið og hlotið þá athygli sem þau eiga skilið,“ segir Þórir og tekur fram að hljóðheimur Farrenc sé afar spennandi, en eftir hana liggja tæp- lega fimmtíu verk. „Farrenc var virtur píanókennari á sínum tíma. Hún sótti það fast og fékk það í gegn að hún fengi jafn- mikið greitt fyrir píanókennslu sína og karlkyns samkennarar hennar. Hún var greinilega mikill femínisti. Sem tónskáld hefur hún sinn stíl og tón. Það hefur verið ákveðin áskorun fyrir okkur í kvintettnum að átta okk- ur á tónmáli hennar. En þetta er virkilega flott músík,“ segir Þórir og tekur fram að píanóið sé í forgrunni í báðum verkum. Athygli vekur að í verki Mendelssohns eru tvær víólur. „Það gefur dekkri tón, en ekkert endilega angurværari. Síðasti kaflinn í sextettinum er mjög líflegur og kómískur, en fyrsti kaflinn er dekkri og hægari.“ Spennandi hljóðheimur Hljóðfæraleikararnir Þórir Jóhannsson, Bryndís Björgvinsdóttir, Guðrún Þórarinsdóttir, Greta Guðnadóttir, Ingunn Hildur Hauksdóttir (fremst til hægri) og Jónína Auður Hilmarsdóttir (fremst til vinstri). „Virkilega flott músík“  Flytja verk eftir Louise Farrenc og Felix Mendelssohn á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í Hörpu á morgun Sönghópurinn Olga Vocal En- semble kemur fram á tónleikum í Norðurljósasal Hörpu á mánudags- kvöld kl. 20 og flytur a cappella- tónlist víðs vegar að úr heiminum. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Sönghópurinn er fjölþjóðlegur en tveir meðlimir eru frá Hollandi, þeir Jonathan Ploeg og Gulian van Nierop, Philip Barkhudarov er frá Rússlandi og þá eru Pétur Odd- bergur Heimisson og Bjarni Guð- mundsson í hópnum. Efnisskráin er fjölbreytt og þar má nefna lög sem tengjast heima- löndum söngvaranna, til að mynda fallega íslenska tónlist, en líka drykkjuvísur og slagara. Tónleikarnir eru liður í undir- búningi fyrir tónleikaferðalag um Bandaríkin sem Olga Vocal En- semble leggur upp í í lok mánaðar- ins. Heldur hópurinn tíu tónleika í mörgum ríkjum. Að tónleikaferðinni lokinni breytist liðsskipan sönghópsins þegar Bjarni Guðmundsson yfir- gefur hópinn og við tekur Englend- ingurinn Matthew Smith. Glaðbeittir Vígalegir félagarnir í Olga Vocal Ensemble sem koma fram á mánudag. Olga Vocal Ensemble í Norðurljósum Japanskur and- blær er heiti sýn- ingar á vatns- litamyndum eftir Maríu Lofts- dóttur sem verð- ur opnuð í Hann- esarholti við Grundarstíg í dag, laugardag, kl. 16. María Lofts- dóttir hefur numið myndlist og sótt sér innblástur víða um heim. Hún hefur fjölskyldutengsl í Japan og hefur ferðast þar víða, ætíð með vatnslitablokkina í farteskinu. Þegar jarðskjálftinn mikli reið yfir Japan árið 2011 ákvað María að stundin væri runnin upp og hóf að mála af miklum móð. Hún sýndi síðan afraksturinn arið 2013 í Toyako-listasafninu í Hokkaido. Eftir að sýningunni lauk var upp- boð haldið á myndunum og rann ágóðinn til Rias-safnsins á jarð- skjálftasvæðinu sem safnar upplýs- ingum um jarðskjálfta. Sumarið 2016 fór María enn á ný til Japan með skissublokkina, dró í sig jap- anskan andblæ og málaði mynd- irnar sem nú verða sýndar í Hann- esarholti. Japansmyndir í Hannesarholti María Loftsdóttir. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Lau 21/1 kl. 20:00 143. s Lau 4/2 kl. 20:00 148. s Lau 18/2 kl. 20:00 153. s Sun 22/1 kl. 20:00 144. s Sun 5/2 kl. 20:00 149. s Sun 19/2 kl. 20:00 154. s Fim 26/1 kl. 20:00 145. s Fös 10/2 kl. 20:00 150. s Fim 23/2 kl. 20:00 155. s Lau 28/1 kl. 20:00 146. s Lau 11/2 kl. 20:00 151. s Fös 24/2 kl. 20:00 156. s Sun 29/1 kl. 20:00 147. s Fös 17/2 kl. 20:00 152. s Lau 25/2 kl. 20:00 157. s Glimmerbomban heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 21/1 kl. 13:00 28.s Lau 4/2 kl. 13:00 31. s Lau 25/2 kl. 13:00 34. s Sun 22/1 kl. 13:00 29.s Lau 11/2 kl. 13:00 32. s Sun 5/3 kl. 13:00 35. s Sun 29/1 kl. 13:00 30. s Sun 19/2 kl. 13:00 33. s Sun 12/3 kl. 13:00 36. s Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Ræman (Nýja sviðið) Fös 27/1 kl. 20:00 8. sýn Mið 1/2 kl. 20:00 aukas. Fös 3/2 kl. 20:00 10.sýn Nýtt verk sem hlaut Pulitzer-verðlaunin 2014! Hún Pabbi (Litla svið ) Lau 21/1 kl. 20:00 6. sýn Lau 28/1 kl. 20:00 8. sýn Fös 27/1 kl. 20:00 7. sýn Fim 2/2 kl. 20:00 9. sýn Í samstarfi við leikhópinn Trigger Warning Illska (Litla sviðið) Fim 2/3 kl. 20:00 Fös 10/3 kl. 20:00 Fös 3/3 kl. 20:00 Lau 11/3 kl. 20:00 Samstarfsverkefni við Óskabörn ógæfunnar Vísindasýning Villa (Litla svið ) Fim 2/2 kl. 14:00 Fors. Sun 5/2 kl. 13:00 2. sýn Lau 18/2 kl. 13:00 5. sýn Fös 3/2 kl. 14:00 Fors. Lau 11/2 kl. 13:00 3. sýn Sun 19/2 kl. 13:00 6. sýn Lau 4/2 kl. 13:00 Frums. Sun 12/2 kl. 13:00 4. sýn Ferðalag fyrir börn um töfraheim vísindanna. Salka Valka (Stóra svið) Þri 24/1 kl. 20:00 8. sýn Mið 1/2 kl. 20:00 11. sýn Mið 8/2 kl. 20:00 14. sýn Mið 25/1 kl. 20:00 9. sýn Fim 2/2 kl. 20:00 12. sýn Fim 9/2 kl. 20:00 15 sýn Fös 27/1 kl. 20:00 10.sýn Fös 3/2 kl. 20:00 13. sýn Sun 12/2 kl. 20:00 16.sýn Ein ástsælasta saga þjóðarinnar í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Yönu Ross leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Djöflaeyjan (Stóra sviðið) Fim 26/1 kl. 19:30 36.sýn Lau 11/2 kl. 19:30 38.sýn Lau 4/2 kl. 19:30 37.sýn Lau 18/2 kl. 19:30 39.sýn Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur! Maður sem heitir Ove (Kassinn) Sun 22/1 kl. 19:30 aukasýn Lau 4/2 kl. 19:30 36.sýn Lau 11/2 kl. 19:30 39.sýn Fim 26/1 kl. 19:30 34.sýn Sun 5/2 kl. 19:30 37.sýn Fös 17/2 kl. 19:30 aukasýn Fös 27/1 kl. 19:30 35.sýn Fös 10/2 kl. 19:30 38.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Óþelló (Stóra sviðið) Fös 27/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 3/2 kl. 19:30 9.sýn Fim 16/2 kl. 19:30 aukasýn Lau 28/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 9/2 kl. 19:30 10.sýn Fös 17/2 kl. 19:30 11.sýn Fim 2/2 kl. 19:30 8.sýn Fös 10/2 kl. 19:30 aukasýn Lau 25/2 kl. 19:30 12.sýn Vesturport tekst á nýjan leik á við Shakespeare! Gott fólk (Kassinn) Lau 21/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 28/1 kl. 19:30 7.sýn Sun 29/1 kl. 19:30 8.sýn Nýtt og ágengt íslenskt verk um ungt fólk, ástarsambönd, ofbeldi og refsingu Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 22/1 kl. 13:00 Frums Sun 12/2 kl. 13:00 4.sýn Sun 19/2 kl. 16:00 aukasýn Sun 29/1 kl. 13:00 2.sýn Sun 12/2 kl. 16:00 aukasýn Sun 5/2 kl. 13:00 3.sýn Sun 19/2 kl. 13:00 5.sýn Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Gísli á Uppsölum (Kúlan) Sun 22/1 kl. 14:00 Sun 5/2 kl. 14:00 Fim 9/2 kl. 19:30 Mið 25/1 kl. 19:30 Mið 8/2 kl. 19:30 Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins. Mið-Ísland að eilífu (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 21/1 kl. 20:00 9.sýn Lau 28/1 kl. 20:00 14.sýn Lau 4/2 kl. 20:00 19.sýn Lau 21/1 kl. 22:30 10.sýn Lau 28/1 kl. 22:30 15.sýn Lau 4/2 kl. 22:30 20.sýn Fim 26/1 kl. 20:00 11.sýn Fim 2/2 kl. 20:00 16.sýn Fim 9/2 kl. 20:00 21.sýn Fös 27/1 kl. 20:00 12.sýn Fös 3/2 kl. 20:00 17.sýn Fös 27/1 kl. 22:30 13.sýn Fös 3/2 kl. 22:30 18.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Húsið (Stóra sviðið) Lau 11/3 kl. 19:30 Frums Lau 18/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 25/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 16/3 kl. 19:30 2.sýn Fös 24/3 kl. 19:30 4.sýn Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga. Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 8/2 kl. 20:00 Mið 1/3 kl. 20:00 Mið 22/3 kl. 20:00 Mið 15/2 kl. 20:00 Mið 8/3 kl. 20:00 Mið 29/3 kl. 20:00 Mið 22/2 kl. 20:00 Mið 15/3 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Íslenski fíllinn (Brúðuloftið) Lau 4/2 kl. 13:00 Lau 11/2 kl. 13:00 Lau 18/2 kl. 13:00 Lau 4/2 kl. 15:00 Lau 11/2 kl. 15:00 Lau 18/2 kl. 15:00 Hrífandi brúðusýning fyrir alla fjölskylduna! Þjónustuauglýsingar Fáðu tilboð hjá söluráðgjafa í síma 569 1100 eða á augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.