Morgunblaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Donald John Trump sór embættis- eið sem 45. forseti Bandaríkjanna í Washington DC síðdegis í gær. Rúmlega 800 þúsund áhorfendur mættu til höfuðborgarinnar að fylgj- ast með athöfninni sem var með hefðbundnu sniði. Allir núlifandi fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna voru mættir að 41. forsetanum undanskildum, George H.W. Bush. Hann komst ekki vegna veikinda. Hillary Clinton, keppinautur Trumps, var viðstödd athöfnina og lét hafa eftir sér að innsetningar- athöfnin væri til að heiðra lýðræðið og viðvarandi gildi þess. „Ég mun aldrei hætta að trúa á landið okkar og framtíð þess,“ sagði hún. Valdið aftur fólksins Trump lagði áherslu á að færa valdið aftur til fólksins í innsetning- arræðu sinni. Hann sagði daginn marka þau þáttaskil þegar valdið færi frá fámennum hópi í Wash- ington til allra Bandaríkjamanna. „Þetta er ykkar stund,“ sagði Trump. „Þetta er ykkar dagur og þetta er ykkar fögnuður og þetta land, Bandaríkin, er ykkar land. 20. janúar 2017 verður minnst sem dagsins sem fólkið tók á ný við stjórn landsins. Hinir gleymdu menn og konur okkar lands verða ekki gleymd lengur. Þau verða hluti af sögulegri hreyfingu á þeim skala sem heimurinn hefur ekki áður séð.“ Störf og framleiðsla heim Tími uppbyggingar er kominn, sagði Trump, en líkt og í kosninga- baráttu sinni lagði hann áherslu á að fá framleiðslu aftur til Bandaríkj- anna og bæta þannig upp störf sem glatast hafa. „Allar viðskipta- og skattaákvarð- anir, sem og í utanríkismálum, verða teknar með það í huga að bæta hag Bandaríkjanna,“ sagði Trump og kvað slíka verndarstefnu leiða til aukins velfarnaðar. „Við munum koma Bandaríkja- mönnum af bótum og aftur til starfa,“ sagði hann og kvað það gert með því að kaupa bandarískar vörur og ráða Bandaríkjamenn til starfa. „Við munum vingast við aðrar þjóð- ir, en við munum gera það á þeim grundvelli að það er réttur hvers ríkis að setja sína eigin hagsmuni framar hagsmunum annarra.“ Þá hrópaði hann „Ég mun aldrei bregðast ykkur. Við munum fá störf- in okkar, landamærin okkar, auðinn okkar og drauma okkur aftur.“ Öryggi og þjóðarstolt Trump ræddi um vandamál fá- tækrahverfa í Bandaríkjunum, eiturlyfjavandann og glæpi. Sagði hann mikilvægt að leysa farsællega úr þeim málum. Hann kom einnig inn á baráttu Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum og sagði Bandaríkin mundu má róttæka íslamista af yfir- borði jarðar. Að lokum bað Trump landsmenn að rækta hollustu hver í garð annars og reisa við þjóðarstolt. Það væri leiðin til þess að brúa þá gjá sem hafi myndast milli landsmanna. „Tíma orðagjálfurs er lokið. Nú er kominn tími aðgerða,“ sagði Trump. „Þið verðið aldrei aftur gleymd,“ sagði hann undir lok ræðu sinnar en endaði hana á að segja tíma til kom- inn að gera Bandaríkin að stórveldi á ný og bað Guð að blessa Bandarík- in. Mótmæli gegn Trump Mótmæli gegn nýjum forseta fóru að mestu friðsamlega fram en beita þurfti táragasi á fámennan hóp mót- mælenda sem köstuðu grjóti og kveiktu í bíl í gær áður en innsetningarathöfnin fór fram. AFP Forsetinn Donald Trump ásamt varaforseta sínum, Mike Pence, við innsetningarathöfnina í gær. Á milli Trumps og Pence er nýja forsetafrúin og eiginkona Trump, Melania Trump. Ætlar að færa valdið til fólksins  Donald J. Trump sór embættiseið sem 45. forseti Bandaríkjanna í gær  Nýi forsetinn lofaði að hefja enduruppbyggingu landsins og færa valdið til fólksins  Áhorfendur voru um 800 þúsund Mikil vinna fer í innsetningar- athöfn forseta Bandaríkjanna enda er athöfnin talin merki um þá ríku lýðræðislegu hefð að vald- hafaskipti fari fram fyrir augum al- mennings á friðsaman hátt. Innsetningarathöfnin og ræða nýs forseta er aðeins hluti af langri dagskrá forsetans. Deginum fylgir skrúðganga, matarboð og nokkur svokölluð innsetningarböll. Þá mætir forsetinn ásamt vara- forseta sínum til messu í dag í Washington’s National Cathedral. Meðan á öllu þessu stendur vinna starfsmenn Hvíta hússins hörðum höndum að því að flytja búslóð fráfarandi forseta úr Hvíta húsinu og flytja inn húsbúnað nýs forseta. Forsetanum fylgir meira en bara búslóð og fjölskylda því fjöldi nýrra starfsmanna tekur til starfa í Hvíta húsinu með nýjum forseta í svokallaðri vesturálmu. Valdaskiptin birtast því með ýmsu móti, þó ekki alltaf í kast- ljósi fjölmiðlanna. Flutningurinn í Hvíta húsið ÓBROTIN LÝÐRÆÐISHEFÐ AFP Vinna Meðan nýr forseti er settur í embætti er unnið hörðum höndum í Hvíta húsinu. AFP Mannfjöldi Rúmlega 800 þúsund áhorfendur voru við innsetningarathöfn Donalds Trump, 45. forseta Bandaríkjanna, í Washington í gær. AFP Forsetar Allir núverandi forsetar Bandaríkjanna mættu í gær að undan- skildum George H.W. Bush, eða Bush eldri, en hann var veikur heima. Bandaríkin fagna lýðræðinu með innsetningarathöfn nýs forseta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.