Morgunblaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Á tónleikunum fléttast saman nor- ræn miðaldatónlist, íslensk, sænsk og norsk, þjóðlög og spuni þar sem raddir tríósins og hljóðfæri okkar og raddir fléttast saman í tímalausu flæði. Hljóma munu rímur, tví- söngur, Þorlákstíðir og önnur mið- aldatónlist,“ segir Skúli Sverrisson bassaleikari um tónleika barokk- raddhópsins Trio Mediaeval og djasstríósins Saums sem fram fara í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 19. Þetta er í fyrsta sinn sem Trio Mediaeval heldur tónleika hérlendis, en tríóið er skipað norsku söngkon- unum Önnu Mariu Friman, Linn Andrea Fuglseth og Berit Opheim. „Tríóið var stofnað í Osló 1997. Þær hafa frá upphafi einbeitt sér að flutningi miðaldatónlistar og nýrrar tónlistar en hópurinn hefur átt í frjóu samstarfi við nokkra af fremstu tónskáldum og tónlist- armönnum samtímans. Hópurinn hefur gefið út sex plötur hjá hinni virtu ECM-útgáfu sem hafa verið til- nefndar til Grammy-verðlauna, prýtt efstu sæti Billboard-lista og fengið frábærar viðtökur hjá gagn- rýnendum stórblaða á borð við The New York Times,“ segir Skúli og bendir á að tríóið hafi komið fram vítt og breitt í Evrópu og Bandaríkj- unum á virtum tónleikastöðum á borð við The Wigmore Hall og Bar- bican Centre í Lundúnum, Concert- gebouw í Amsterdam, Bozar í Brussel, The Carnegie Hall í New York og The Kennedy Center í Washington DC. Rýmið hluti af upplifuninni „Upp á síðkastið hafa þær farið að starfa í auknum mæli með nýjum tónskáldum á borð við David Lang og Gavin Bryars. Einnig hafa þær haft meiri áhuga á að vinna með spunatónlistarmönnum og í þeirra hópi er trompettleikarinn Arve Hen- riksen,“ segir Skúli, en í næsta mán- uði kemur út hjá ECM-útgáfufyr- irtækinu platan Rímur sem hefur að geyma tónlist í flutningi Trio Medi- aeval og Arve Henriksen og munu þau fylgja þeim diski eftir með tón- leikahaldi í Noregi og víðar. „Arve hefur aftur starfað með okkur Hilmari Jenssyni gítarleikara, en á síðasta ári gáfum við út plötuna Saum hjá Mengi sem markar upp- hafið að samstarfi okkar sem tríós,“ segir Skúli og bendir á að Henriksen hafi átt hugmyndina að samstarfi tríóanna tveggja. „Þær lýstu yfir áhuga á því að blanda þessum tveim- ur heimum saman, þ.e. tónlist sem er búin til í gegnum spuna og mið- aldamúsíkinni.“ Spurður hvers vegna Hallgríms- kirkja hafi orðið fyrir valinu sem tónleikastaður segir Skúli hljóm- burð kirkjunnar henta tónlistinni. „Miðaldatónlistin hljómar ótrúlega vel í stórum rýmum. Þær eru líka þekktar fyrir að koma fram í íkon- ískum byggingum, bæði gömlum og nýjum. Hluti af upplifuninni við að hlýða á þær tengist umhverfinu og samhenginu. Þær kusu því þennan stað, sem mér finnst henta vel.“ Talar sterkt við nútímann Inntur eftir því hvernig tónlist- arfólkið undirbúi sig fyrir spuna- tónleika kvöldsins bendir Skúli á að þeir Hilmar og Henriksen hafi spilað mikið saman. „Öll okkar músík verð- ur til í gegnum spuna og þar notum við bara ákveðna aðferð við tónlist- arsköpunina sem við höfum þróað bæði sem einstaklingar og sem tríó. Við höfum síðan undirbúið tón- leikana í samvinnu við söngkon- urnar. Þær flytja lög sem þær hafa fundið, æft og útsett, en við spinnum í kringum efnið,“ segir Skúli og bendir á að áhuginn á miðaldatónlist hafi aukist nokkuð á síðasta áratug. „Það er eitthvað sérstakt við nálgun norsku söngkvennanna og hvernig þær hljóma þegar þær syngja þessa gömlu tónlist sem hefur laðað að mörg tónskáld sem eru að búa til nýja tónlist. Þær hafa líka náð mik- illi hlustun. Það er stór hópur fólks sem fær mikið út úr þessari tegund tónlistar. Þó þetta sé elsta tónlistar- formið sem við þekkjum þá talar það mjög sterkt við samtímann.“ Ljósmynd/Karolina Thorarensen Spunameistarar Skúli Sverrisson, Arve Henriksen og Hilmar Jensson. Ljósmynd/Ingvil Skeie Ljones Söngstjörnur Anna Maria Friman, Linn Andrea Fuglseth og Berit Opheim stofnuðu Trio Mediaeval árið 1997 og hafa vakið mikla athygli. Rímur og spuni  Trio Mediaeval og Saumur koma fram í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 19 Xander Cage, sem allir héldu að væri dauður, snýr aftur úr sjálfskipaðri útlegð í flottara formi en nokkru sinni til að takast á við hinn hættulega Xiang, en hann hefur náð á sitt vald hátæknivopni sem gæti hæglega gert út af við allt mannkyn. IMDb 5,6/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00, 22.20, 22.40 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.20, 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 17.30, 20.00, 22.20 Smárabíó 19.30, 20.00, 22.00, 22.30 xXx: Return of Xander Cage 12 Live By Night 16 Myndin gerist á bann- árunum og fjallar um hóp einstaklinga sem lifir og hrærist í heimi skipulagðrar glæpastarfsemi. Metacritic 51/1010 IMDb 7,2/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 22.35 Sambíóin Keflavík 22.20 Hjartasteinn Örlagarík þroskasaga sem fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina. Morgunblaðið bbbbm IMDb 7,9/10 Laugarásbíó 17.00, 20.00 Smárabíó 13.30, 14.00, 17.00, 20.10, 22.20 Háskólabíó 15.00, 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 17.40, 20.00 Rogue One: A Star Wars Story 12 Uppreisnarmenn fara í leið- angur til að stela teikning- unum af Helstirninu. Metacritic 66/100 IMDb 8,3/10 Sambíóin Álfabakka 14.00, 17.00, 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.40 Sambíóin Kringlunni 17.20 Sambíóin Akureyri 17.20, 20.00 The Great Wall 16 Metacritic 36/100 IMDb 6,0/10 Laugarásbíó 22.40 Sambíóin Keflavík 20.00 Smárabíó 20.10, 22.55 Borgarbíó Akureyri 22.20 Assassin’s Creed 16 Metacritic 36/100 IMDb 6,7/10 Smárabíó 22.30 La La Land Sambíóin Kringlunni 20.00, 21.40, 22.40 Monster Trucks 12 Tripp dreymir um að komast í burtu úr uppeldisbænum. Metacritic 37/100 IMDb 5,6/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 14.50, 15.20, 17.40 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.20, 17.40 Sambíóin Kringlunni 15.20 Sambíóin Akureyri 15.00 Sambíóin Keflavík 17.30 Fantastic Beasts and Where to Find Them Ævintýri Newt Scamander í leynilegu samfélagi norna og galdramanna í New York. Bönnuð yngri en 9 ára. Metacritic 66/100 IMDb 7,7/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Egilshöll 14.40, 20.00 Allied Metacritic 60/100 IMDb 7,2/10 Sambíóin Álfabakka 22.40 Patriot’s Day 16 Metacritic 70/100 IMDb 7/10 Laugarásbíó 20.00, 22.40 Háskólabíó 15.10, 18.10, 21.20 Borgarbíó Akureyri 22.50 Passengers 12 Aurora og Jim eru farþegar um borð í geimskipi sem er að flytja þau til annarra plán- etu þar sem þau munu hefja nýtt líf. Skyndilega vakna þau í svefnhylkjunum, 90 ár- um á undan áætlun. Metacritic 41/100 IMDb 6,8/10 Smárabíó 16.30 Háskólabíó 18.10, 21.20 Silence 16 Árið er 1639 og tveir portú- galskir prestar ákveða að ferðast til Japans til að kanna hvort fyrrverandi læri- meistari þeirra hafi gengi af trúnni. Laugarásbíó 18.50, 22.00 Háskólabíó 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00 Why Him? 12 Metacritic 38/100 IMDb 6,5/10 Smárabíó 17.20, 19.50 Rómeó og Júlía Sambíóin Kringlunni 17.55 Collateral Beauty Metacritic 24/100 IMDb 6,2/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40, 22.40 Syngdu Metacritic 60/100 IMDb 7,3/10 Laugarásbíó 14.00, 16.30 Sambíóin Álfabakka 13.00, 14.30, 15.20, 17.30 Sambíóin Keflavík 15.00 Smárabíó 13.00, 15.00, 17.35 Háskólabíó 15.20 Vaiana Metacritic 81/100 IMDb 8,3/10 Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.30 Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.20, 17.30 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.20, 17.30 Sambíóin Kringlunni 13.00, 14.00, 17.40 Sambíóin Akureyri 15.00 Sambíóin Keflavík 15.00 Billi Blikk Kóalastrákur fer í hættuför. Laugarásbíó 14.00, 16.00, 18.00 Smárabíó 13.00, 15.15, 17.30 Háskólabíó 15.00, 18.00 Borgarbíó Akureyri 13.30, 15.40 Tröll Metacritic 45/100 IMDb 6,8/10 Smárabíó 13.00, 15.25 Sjöundi dvergurinn Sambíóin Álfabakka 13.00 Moonlight Myndin gerist á þremur tímaskeiðum, og segir upp- vaxtarsögu svarts, samkyn- hneigðs manns á Florida í Bandaríkjunum. Metacritic 99/100 IMDb 8,5/10 Bíó Paradís 17.45, 20.00, 22.15 Embrace of The Serpent Metacritic 82/100 IMDb 8,0/10 Bíó Paradís 22.30 Gimme Danger Bíó Paradís 22.30 Lion Metacritic 68/100 IMDb 7,9/10 Bíó Paradís 20.00 Eiðurinn 12 Morgunblaðið bbbbb IMDb 7,7/10 Bíó Paradís 17.45 Graduation Bíó Paradís 20.00 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.