Morgunblaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt að bjóða út framkvæmdir vegna breytinga á gatnamótum Geirsgötu og Lækjar- götu/Kalkofnsvegar. Kostnaðar- áætlun er 600 milljónir króna og áætlað er að framkvæma fyrir um 400 milljónir á árinu 2017. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknar og flug- vallarvina sátu hjá við afgreiðslu málsins. Gatnamót færast í vestur Fram kemur í kynningu að gatna- mót Geirsgötu og Lækjargötu/ Kalkofnsvegar færist vestar og verður Geirsgatan hornrétt á göt- una. Útbúin verða svokölluð T-gatna- mót í stað sveigðrar Geirsgötu eins og nú er. 30 kílómetra hámarkshraði verður á þessum götum. Ný göngugata, Reykjastræti, mun liggja frá Hörpu að Hafnarstræti og þvera Geirsgötuna á upphækkuðu svæði. Hjólastígur verðu í norðurkanti Geirsgötu og á Kalkofnsvegi. Göngu- og hjólaleiðir á svæðinu verða upphitaðar. Í greinargerð kemur fram að breytingar á gatnamótunum fari fram samhliða uppbyggingu á lóð Hörpu. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í apríl og hægt verði að opna gatnamótin í september í haust. Þá kemur fram í greinargerðinni að farið verði í sértækar aðgerðir varðandi lokanir og aðgengi á svæð- inu í tengslum við viðburði í mið- borginni á framkvæmdatímanum, svo sem á Menningarnótt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins lögðu fram bókun þar sem þeir útskýra hjásetu sína við af- greiðslu málsins í borgarráði. Þeir segjast ekki geta fellt sig við fyrir- liggjandi hönnun gatnamóta Geirs- götu, Lækjargötu og Kalkofnsvegar. Best hefði verið að vinna að því að setja Geirsgötuna í stokk á umrædd- um stað í stað þess að hafa þessi gatnamót á yfirborði. „Mikil skammsýni“ „Þannig skapast tækifæri til þess að móta torg og fleira þar sem göt- urnar liggja nú og þannig má auka umhverfisgæði og skapa fjölbreyti- legan og eftirsóknarverðan mið- borgarbrag. En þar sem niður- staðan varð sú að hafa gatnamótin á yfirborði, hefði verið mun betra að hafa þau svokölluð Y-gatnamót í stað T-gatnamóta eins og meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna hefur nú samþykkt af mikilli skammsýni,“ segir í bókun sjálfstæðismanna. Gatnamótum breytt í sumar  T-gatnamót verða á Geirsgötu og Lækjargötu/Kalkofnsvegi  Ný göngugata, Reykjastræti, mun liggja frá Hörpu að Hafnarstræti  Vildu Geirsgötu í stokk Morgunblaðið/Árni Sæberg Þrenging við Geirsgötu Vegna framkvæmda við bílakjallara undir Geirs- götu hefur umferð verið beint tímabundið á hjáleið á Hörpulóðinni. Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 ÚTSALAN í fullum gangi 30-50% afsláttur af öllum vörum Flottir í fötum Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Umhverfis- og skipulagsráð Reykja- víkur hefur heimilað niðurrif húss- ins Thorvaldsensstræti 6. Ráðið hafði áður hafnað beiðni um að fá að rífa húsið og byggja annað hús sem betur hentaði þeirri starfsemi sem þar verður. Síðan þá hafa verið lögð fram ný gögn í málinu, m.a. jarð- skjálftagreining, en fram hafði kom- ið það álit að byggingin stæðist ekki kröfur hvað varðar jarðskjálftaálag. Umrædd bygging var reist á ár- unum 1966 til 1967 og er í svoköll- uðum síðfúnkísstíl. Hún var við- bygging við Landsímahúsið sem tekið var í notkun árið 1932. Það var upphaflega fimm hæðir. Stórbygg- ing var reist vestan við húsið árið 1952. Uppbygging á Landsímareitnum stendur fyrir dyrum. Þetta er sam- starfsverkefni Icelandair Group og Dalsness í gegnum félagið Lindar- vatn, sem báðir aðilar eiga helming í. Þarna hyggjast Icelandair Hotels opna 160 herbergja glæsihótel. Í fundargerð segir að umhverfis- og skipulagsráð taki jákvætt í að fyrirspyrjandi, Lindarvatn ehf, láti vinna tillögu að breytingu á deili- skipulagi í samræmi við fyrir- spurnina, á eigin kostnað. Sex fulltrúar í ráðinu greiddu til- lögunni atkvæði en einn sat hjá. Fulltrúarnir sem samþykkir voru niðurrifi hússins gerðu eftirfarandi bókun: „Deiliskipulag Landsímareitsins byggir á þeirri grunnhugmynd að flétta skuli nýjar byggingar við þær sem fyrir eru. Við teljum mikilvægt að halda í þá hugmynd. Burðarvirki og hönnun hússins við Thorvald- sensstræti 6 taka hins vegar mið af mjög sértækri starfsemi. Þær að- stæður virðast hamla vel heppnaðri umbreytingu þess til nýrra nota. Styrking burðarvirkis á jarðhæð er ekki til þess fallin að auka gæði byggingarinnar og dregur hugsan- lega úr gildi jarðhæðarinnar sem al- menningsrýmis. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi fyrir reitinn er heimilt að breyta skipulagi og útliti hússins til þess að fá betri nýtingu. Hótelstarfsemi er einnig leyfð. Með þessi atriði í huga samþykkir ráðið niðurrif á húsinu en hvetur uppbyggingaraðila til að halda í sérkenni gamla hússins í nýrri byggingu.“ Skipulagsráð breytti ákvörðun  Heimilt að rífa húsið Thorvald- sensstræti 6 Morgunblaðið/Eggert Thorvaldsensstræti 6 Veitt hefur verið leyfi til að rífa bygginguna. Borgaráð samþykkti á síðasta fundi sínum að heimila umhverf- is- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna lagfæringa og endurnýjunar á boltagerðum á skólalóðum 2017. Framkvæmdir verða á 16 boltagerðum 2017 og er áætlaður kostnaður 50 millj- ónir króna. Fram kemur í greinargerð að ýmist sé um að ræða lagfæringar á gervigrasi eða endurnýjun á gervigrasi og fyllingarefni. Á árinu 2017 verða framkvæmdir á boltagerðum Austurbæjarskóla, Álftamýrarskóla, Ártúnsskóla, Breiðholtsskóla, Háteigsskóla, Hlíðaskóla, Hólabrekkuskóla, Ingunnarskóla, Kelduskóla/Vík, Klébergsskóla, Korpuskóla, Lang- holtsskóla, Réttarholtsskóla, Rimaskóla, Seljaskóla og Sæ- mundarskóla. Á árinu 2018 eru áætlaðar framkvæmdir á boltagerðum Ár- bæjarskóla, Norðlingaskóla, Sel- ásskóla, Fellaskóla, Öldusels- skóla, Foldaskóla, Hamraskóla, Vættaskóla/Borgum, Breiðagerð- isskóla, Fossvogsskóla og Laug- arnesskóla. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins lögðu fram bókun þar sem þessari samþykkt var fagn- að. „Hins vegar er harmað að ekki sé fyrirhuguð nein nýframkvæmd á battavelli (upphitaður og upp- lýstur sparkvöllur með gervi- grasi) í borginni í ár. Gengur því hægt að fylgja eftir þeirri stefnu sem mörkuð var undir stjórn Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma að battavellir yrðu lagðir við alla borgarrekna grunnskóla í Reykjavík. Enn á eftir að leggja battavelli við sjö grunnskóla: Grandaskóla, Hagaskóla, Húsa- skóla, Hvassaleitisskóla, Lauga- lækjarskóla, Vesturbæjarskóla og Vogaskóla. Þá er einnig mik- ilvægt að huga að lagningu slíkra valla við sjálfstætt rekna grunn- skóla,“ segir í bókuninni. sisi@mbl.is Laga boltagerði við 16 skóla Morgunblaðið/Árni Torfason Í leik Boltagerðin hafa notið mikilla vinsælda um allt land. Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að malbika götur og fræsa fyrir um 1,5 milljarða króna á þessu ári, eða fyrir ríflega tvöfalt meiri fjárhæð en á síðasta ári. Áhersla verður lögð á endurnýj- un bæði með fræsingu og mal- bikun, sem og malbikun yfirlaga og er það gert til að koma í veg fyrir miklar og kostnaðarsamar viðgerðir síðar, segir í tilkynningu frá borginni. Áætlað er að slík endurnýjun verði í ár 243.000 fermetrar, eða sem nemur um 32 km í lengd gatna. Að auki og fyrir utan áður talinn kostnað kemur nýtt malbik á götur sem endurnýjaðar eru frá grunni, s.s. endurgerð Hafnar- strætis milli Pósthússtrætis og Tryggvagötu, sem og vegna end- urgerðar gatnamóta Lækjargötu og Geirsgötu. Þá eru framkvæmd- ir Vegagerðarinnar á stofnbraut- um ekki inni í þessum tölum. Borgarráð heimilaði á fundi sín- um á fimmtudag að malbikunar- framkvæmdir ársins yrðu boðnar út. Þá hefur verið gerð áætlun um endurnýjun og viðgerðir á malbiki á götum borgarinnar til næstu fimm ára. Í fjárhagsáætlun 2017- 2021 er lagt til að um 8,4 millj- örðum verði varið til verkefnisins. Fyrstu þrjú árin (2017-2019) verð- ur áhersla lögð á endurnýjun á umferðarþungum götum. Á árun- um 2020-2021 er ætlunin að end- urnýja fjölmargar götur sem þá hafa náð endingartíma sínum og eru það einkum íbúðagötur í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi. Malbikað í borginni fyrir 1,5 milljarða  8,4 milljarðar í áætlun til ársins 2021 Morgunblaðið/RAX Malbikun Meira verður malbikað í borginni í ár en á síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.