Morgunblaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.01.2017, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017 ✝ Helga Krist-jana Ólafsdótt- ir fæddist á Húsa- vík 9. desember 1944. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík 9. janúar 2017. Foreldrar henn- ar voru Ásgerður Júlíusdóttir, f. 20.7. 1926, d. 1. ágúst 2008, og Ólafur Jón Að- alsteinsson, f. 17.6. 1919, d. 18.12. 1981. Helga ólst upp í faðmi fjöl- skyldu í Brún á Bakkanum á Húsavík hjá foreldrum sínum og systkinum. Helga var elst fimm systkina. Hin eru: Ólína Eygló, f. 4.5. 1946, Aðalsteinn, f. 31.3. 1953, sjómaður á Húsavík, kvæntur Huldu Sigríði Ingadótt- ur, Andrés Júlíus, f. 13.9. 1960, kvæntur Guðrúnu Sigurð- ardóttur, og Rannveig, f. 9.3. 1962. Hinn 4. júlí 1964 giftist Helga skólagöngu þess tíma. Ung hóf hún störf við sjúkrahús Húsa- víkur og áttu öll umönnunar- störf löngum vel við Helgu. 16 ára gömul kynntist hún Sveini og hófu þau fljótlega búskap í Krossdal ásamt foreldrum Sveins. Helga var mikil hann- yrða- og listakona og saumaði og prjónaði alla tíð fatnað á börn sín og annarra. Var heim- ilið gjarna fullt af sumarbörnum og seinna barnabörnum og barnabarnabörnum. Hugur hennar hneigðist mikið til list- rænnar sköpunar og aflaði hún sér menntunar á því sviði í fjar- námi og á ýmsum námskeiðum gegnum árin. Helga tók virkan þátt í kvenfélagsstarfi og söng alla tíð í kirkjukór Garðskirkju. Helga bjó allan sinn búskap í Krossdal og rak mötuneyti á vegum Landgræðslu ríkisins á sumrin og ferðaðist þá mikið ásamt Sveini og vinnuflokknum. Þá vann hún við lax- og silungs- eldi í Árlaxi og Ísnó. Helga dvaldist á dvalarheim- ilinu Skógarbrekku síðustu misseri og naut aðhlynningar starfsfólks þar. Útför Helgu fer fram frá Garðskirkju í Kelduhverfi í dag, 21. janúar 2017, og hefst athöfn- in kl. 14. Sveini Þórarinssyni, bónda og land- græðsluverði í Krossdal í Keldu- hverfi, f. 29.9. 1938, hann var sonur Þór- arins Jóhannessonar bónda og konu hans, Ingveldar Guðnýjar Þórarinsdóttur. Börn: 1) Ólöf, matráður, búsett í Svíþjóð, f. 24.10. 1962, gift Matthíasi Guðmunds- syni rafvirkja. Börn þeirra: Sveinn Björnsson, látinn, Guðný Jónsdóttir, Salbjörg og Björgvin. 2) Ingveldur Guðný, grunnskóla- kennari í Fljótshlíð, f. 7.9. 1965, gift Þorsteini Guðjónssyni bónda. Börn: Guðjón, Helgi, Sveinn Víkingur, Þórný, Guðný Ósk, J. Jóhanna Mctewitt og Ísa- bella Ósk Svansdóttir. 3) Þór- arinn, bóndi í Krossdal, f. 8.8. 1968, kvæntur Thiphawan S. Sveinsson. Börn: Úlfur Saraphat og Sveinn Saraphat. Helga naut hefðbundinnar Elsku amma Helga. Mikið var ég heppin að eiga ömmu eins og þig. Þitt knús var alltaf það besta, alltaf stórt, langt og með látum. Ég var mikið hjá þér sem barn og unglingur og lærði svo margt af þér. Við vorum mikið að föndra, laga til í garðinum, þrífa, elda, fara í berjamó, baka, spila, spá í tónlist og svo margt fleira. Við elskuðum að taka góða vælumynd, væla saman og háma í okkur popp. Ég veit ekki hvað við horfðum oft á uppáhalds- myndina þína, Dansað við úlfa. Þú varst minn fyrsti vinnuveit- andi, við elduðum fyrir fólkið í Landgræðslunni, þínu fræga tún- fisksalati, grænmetissamlokum og öðru lostæti röðuðum við vandlega ofan í bláu mjólkur- kassana. Það var nóg að gera all- an daginn í eldamennsku, þrifum, bókhaldi og fleira. En samt reyndum við alltaf að hafa pásuna okkar yfir Glæstum vonum þó að ég hafi kannski ekki haft eins gaman af söguþræðinum og þú, en þegar gelgjan fór að gera vart við sig þá naut ég þess alltaf að sitja með þér. Þér fannst aldrei óþægilegt hvað ég talaði mikið, þótt það væri meira að segja yfir sjónvarpinu eða í matartímanum. Þú talaðir alltaf um þetta sem minn kost, hvað ég væri lifandi og skemmtileg. Við sungum oft saman „horfðu á björtu hliðarnar“ eins og stóð á bollanum þínum, þú kenndir mér að reyna alltaf að sjá það besta í fólki, taka brosandi á móti öllum og líta á það jákvæða. Þér fannst svo gaman að hlæja og það var best í heimi að fá hláturskast með þér. Þú varst lúmskt stríðin, sér- staklega við krakka. Sindri minn talaði alltaf um skemmtilegu stríðnu konuna þegar við vorum nýbúin að hitta þig. Þér fannst gott að vera í kring- um börn sem og fullorðna, þér fannst yndislegt þegar við kom- um öll saman í Krossdal, borð- uðum góðan mat og helling af ís sem var þitt allra mesta uppá- hald. Eftir ísinn var svo oft sett skaff í skál og spilað Undir sól- inni eða Trivial Pursuit. Ég gisti ófá sumur hjá ömmu og afa í Krossdal. Uppáhaldið mitt var þegar húsið var smekk- fullt og ég þurfti að gista á dýnu við hliðina á rúminu ykkar, því í hvert skipti spjölluðum við um alla heima og geima langt fram á nótt, ég á svo margar yndislegar minningar frá þessum stundum. Tvær ferðir koma í hugann þegar ég hugsa um allar skemmtilegu minningarnar sem ég átti með þér, elsku amma. Ég fékk einu sinni að fara með ykkur í kórnum á kóramót undir leið- sögn James orgelleikara. Ég spil- aði undir á flautuna með ykkur, þetta var svo yndisleg upplifun og ég man hvað þú varst stolt af mér. Hin ferðaminningin er land- græðsluferðirnar, þegar við vor- um að gera stóra girðingu og þurftum að gista nokkrar nætur. Þá komst þú með til að hugsa um okkur, elda handa okkur dýrindis morgunmat, kvöldmat og útbjóst nesti fyrir allan daginn. Það voru erfiðir tímar hjá okk- ur fjölskyldunni fyrir rúmum þremur árum þegar hann Sveinn okkar kvaddi allt of snemma. Ég veit að þú munt passa hann og gefðu honum endalaust stór ömmuknús frá mér. Þín, Guðný. Helga Kristjana Ólafsdóttir Elsku yndislega og fallega tengda- móðir mín, nú hefur þú kvatt þennan heim. Ég er viss um að þér verð- ur fagnað vel í nýjum heimi hjá honum Tryggva þínum. Það var stór stund í lífi mínu þegar við hittumst fyrst vorið 1989, þegar við Ásgeir heimsótt- um ykkur Tryggva til Húsavíkur. Þú tókst mér opnum örmum og ég fann hvað ég var velkomin. Gestrisni ykkar, tilvonandi tengdaforeldra minna, var mikil og ekki varst þú lengi að töfra fram dýrindis veitingar. Það var gaman að fylgjast með því hvað þér fórst þetta vel úr hendi. Þú varst svo létt í spori og dillandi hlátur þinn ómaði um húsið. Allt- af var hlaðið borð á hverri máltíð og búrið fullt af alls konar kræs- ingum. Enginn skyldi vera svangur sem hjá ykkur dvaldi. Svona var þetta alltaf þegar við Ásgeir og eldri dæturnar gistum hjá ykkur á Höfðabrekkunni. Við komum á hverju sumri og áttum þar frábærar stundir með ykkur Tryggva. Þú varst gjarnan snögg að draga fram spilastokkinn og tókum við oft slag saman. Þá var glatt á hjalla, keppnisskap þitt var svo mikið, enda hafðir þú oft- ast betur. Svona stundir áttum við líka oft á seinni árum við eld- húsborðið í Þórsberginu. Þá var tekið Ólsen Ólsen með okkur Ás- geiri og stelpunum. Þá gleymdist tíminn, þú varðst aftur ung og dillandi hláturinn ómaði. Elsku Sigrún, þú varst alltaf svo ljúf, glaðleg og hlý. Þú geisl- aðir líka af glæsileika. Hafði svo Sigrún Pálsdóttir ✝ Bjarney Sig-rún Pálsdóttir fæddist 12. júní 1919. Hún lést 23. desember 2016. Sigrún var jarð- sungin 4. janúar 2017. gaman af því að punta þig, áttir jakka og dragtir í öll- um regnbogans lit- um sem allt klæddi þig svo vel. Hjá þér skipti hagur fjöl- skyldunnar miklu máli og fundu þínir nánustu sterkt fyrir kærleika þínum. Ég á þér margt að þakka, elskulega tengdamóðir, og ég á eftir að sakna stundanna með þér. Ég mun ávallt minnast þín með virð- ingu og ást. Guð verndi þig og geymi. Þín tengdadóttir, Heiða. Elsku yndislega amma okkar var enn svo falleg og glæsileg þegar hún fór frá okkur níutíu og sjö ára að aldri. Þegar við hugs- um til ömmu Sigrúnar þá er það fyrsta sem kemur upp í hugann hversu blíð og góð hún var og hvað hún hugsaði alltaf vel um fólkið í kringum sig. Amma var mjög gestrisin og það fór enginn svangur heim eftir að hafa heim- sótt hana. Við eigum margar frá- bærar minningar um hana, eins og þegar við sátum við eldhús- borðið og spiluðum eða horfðum á handboltaleiki í sjónvarpinu. En það sem stendur upp úr er hvað hún var alltaf hress og bros- mild. Það er okkur einnig eftir- minnilegt þegar Bryndís tók eitt sinn viðtal við ömmu í tengslum við skólaverkefni. Þá talaði amma um margt áhugavert úr fortíð sinni og eftir þetta skemmtilega spjall dáðumst við jafnvel en meira að þessari frábæru konu. Við lærðum margt af ömmu og hún er okkur fyrirmynd. Elsku fallega amma okkar, þú munt alltaf lifa í hjörtum okkar. Valgerður Sif, Bryndís Lilja og Snædís María. Elskulega Ólöf hefur kvatt okkur. Við kynntumst Löllu fyrst þegar hún var komin inn í skemmtilega saumagengið hjá Steinari tengdapabba. Það gust- aði í kringum Löllu, það var alltaf eitthvað að gerast. Hún saumaði mikið bæði á viðskiptavini og fjöl- skylduna. Það voru ekki bara föt, það voru líka kápurnar. Og jafn- vel nestið sem hún mætti með í vinnuna var gert að listaverki. Og við minnumst þess einhverju sinni þegar Lalla kom í vinnuna og skellti sér í skinnskó sem henni fannst alltof stórir og þá Ólöf Ragnheiður Guðjónsdóttir ✝ Ólöf Ragn-heiður Guð- jónsdóttir fæddist 16. desember 1919. Hún lést 18. desember 2016. Útför Ólafar Ragnheiðar fór fram 4. janúar 2017. bara minnkaði hún þá í snarhasti og komst að því þegar Júlli kom í vinnuna að þetta voru ekki hennar skór heldur Júlla og þá var mikið hlegið. Og Lalla fékkst við myndlist og það voru fallegar myndir. Við munum líka vel hvað Lalla var glöð með aðstöðu sem hún hafði í bíl- skúrnum og hafði eflaust fengið góða hjálp frá bóndanum til að koma sér vel fyrir. Það var sama hvað fengist var við, allt gat Lalla. Þau hjónin Lalla og Ketill voru glæsileg hjón og það var svo fallegt að heyra hana segja frá Katli, þar var mikil virðing og væntumþykja. Og í leiðinni: Takk, Ketill, fyrir alla góðvildina í okkar garð. Við kveðjum elsku Löllu með þakklæti fyrir allt. Sigrún og Júlíus (Júlli). Elsku sonur okkar og bróðir, SÓFUS ÞÓR JÓHANNSSON, Austurvegi 7, Seyðisfirði, lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar föstudaginn 13. janúar 2017. Jarðarförin fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju þriðjudaginn 24. janúar klukkan 14. Blóm og kransar afþökkuð, en bent er á Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Seyðisfirði. . Jóhann Björn Sveinbjörnsson, Svava Sófusdóttir, Sveinbjörn Már Jóhannsson, Jóhann Björn Jóhannsson. Okkar ástkæra HÓLMFRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR, Lindarbraut 17, Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu 12. janúar. Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 25. janúar klukkan 11. . Guðmundur Baldur Sigurgeirsson, Ingi Haukur Georgsson, Sigrún Guðný Péturdóttir og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA BJÖRNSDÓTTIR frá Vík í Mýrdal, lést á heimili sínu Hrafnistu, Hafnarfirði, 17. janúar. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. janúar klukkan 15. . Birna Fríða Björnsdóttir, Guðmundur Þorsteinsson, Þórunn Ólafsdóttir, Ragnar Ólafsson, Rakel Sigurðardóttir, barnabörn, langömmubörn og aðrir ástvinir. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HERDÍS JÓNSDÓTTIR, Lundi, Fnjóskadal, lést á dvalarheimilinu Hlíð 18. janúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 26. janúar klukkan 10.30. Innilegar þakkir til starfsfólks á Eini- og Grenihlíð fyrir góða umönnun. . Þórólfur Guðnason, Guðni Þórólfsson, Aðalheiður Pétursdóttir, Aðalbjörg Þórólfsdóttir, Guðlaugur Óli Þorláksson, Ólafur Haukur Þórólfsson, Sigríður Þórólfsdóttir, Pétur Ringsted, Jón Þórólfsson, Hólmfríður Rúnarsdóttir, ömmubörn og langömmubarn. Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Ellert Ingason Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfarar- og lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Ástkær sambýliskona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, ÁSTA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Hólmi, Arnarhóli, Landeyjum, lést aðfaranótt sunnudagsins 15. janúar. Útförin fer fram frá Krosskirkju, A-Landeyjum, föstudaginn 27. janúar klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Guðmundar Jónssonar, Hólmi, reiknnr.: 0308-18-930750, kt. 071009-1850. . Erlendur Guðmundsson, Jón Heiðar Erlendsson, Monika Freysteinsdóttir, Magni Freyr Jónsson, Eygló Guðmundsdóttir, Erla Guðmundsdóttir, Jóna Guðmundsdóttir, Garðar Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.