Morgunblaðið - 28.02.2017, Page 14

Morgunblaðið - 28.02.2017, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2017 Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Glæsilegir sólskálar sem lengja sumarið og gera sælureitinn ómótstæðilegan Yfir 40 litir í boði! Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Sólskálar - sælureitur innan seilingar Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími 554 4300 • Fax 564 1187 198 4 - 2016 ÍS LEN SK FRAML EI ÐS LA32 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Framsóknarmenn berjast fyrir neyðarbrautinni á Reykjavíkur- flugvelli, bæði á Alþingi og í borgar- stjórn Reykjavíkur. Á fimmtudaginn í síðustu viku lögðu allir átta þingmenn Fram- sóknarflokksins fram þingsályktun- artillögu um opnun neyðarbrautar- innar. Sama dag bókaði fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í borgarráði andstöðu við þá ósk að byggingamagn á Hlíðarendasvæð- inu yrði aukið um 5.000 fermetra frá því byggingamagni sem áður hafði verið samþykkt. Í þingsályktunartillögunni segir að Alþingi álykti að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að beita sér fyrir því að NA/SV-flugbrautin á Reykjavíkurflugvelli verði opnuð á ný svo fljótt sem verða má. Ráð- herra láti útbúa aðgerðaáætlun í þessa veru og upplýsi Alþingi um innihald hennar eigi síðar en í maí 2017. Leið sjúklinga sé ávallt greið „Reykjavíkurflugvöllur gegnir lykilhlutverki sem miðstöð innan- landsflugs og hefur þannig verulega þýðingu fyrir samgönguöryggi þjóð- arinnar. Flugvöllurinn er einnig afar mikilvægur fyrir sjúkraflug með sjúklinga af landsbyggðinni á Land- spítalann. Eina hátæknisjúkrahús landsins er staðsett í Reykjavík og því er nauðsynlegt að tryggja eins vel og auðið er að leið sjúklinga af landsbyggðinni til höfuðborgarinnar sé ávallt greið. Reglulega kemur upp sú staða að veðurskilyrði og færð á flugbrautum Reykjavíkurflugvallar eru þannig að einungis er hægt að lenda á neyðarbraut vallarins. Í hvassri suðvestanátt er neyðar- brautin t.d. eina flugbrautin á suð- vesturhorni landsins sem sjúkra- flugvélar geta lent á,“ segir m.a. í greinargerð með tillögunni. Að mati flutningsmanna er nauð- synlegt að neyðarbrautin verði opn- uð á ný þar til fundin hefur verið framtíðarlausn fyrir eitt mikilvæg- asta samgöngumannvirki þjóðar- innar. Í því skyni sé lagt til að ráð- herra beiti sér í málinu, hvort heldur með sérstakri lagasetningu um Reykjavíkurflugvöll eða á annan hátt. Stækkun á Valssvæðinu Í borgarráði á fimmtudaginn var lagt fram bréf umhverfis- og skipu- lagssviðs, dags. 8. febrúar 2017, um auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóð- arinnar nr. 2 við Hlíðarenda. Sam- kvæmt henni á byggingamagn á svo- kölluðum A-reit að aukast um 5.000 fermetra og heildarbyggingamagn atvinnuhúsnæðis á byggingasvæð- inu að verða 63.900 fermetrar eftir breytingu. Erindið var samþykkt með sex atkvæðum. Borgarráðs- fulltrúi Framsóknar og flugvall- arvina, Sveinbjörg Birna Svein- björnsdóttir, bókaði: „Framsókn og flugvallarvinir samþykkja ekki breytingar á skipu- lagi sem fela í sér auknar bygging- arheimildir á þessu svæði á Hlíðar- enda enda fela þær í sér hækkun á byggingum sem eru í aðflugslínu að neyðarbrautinni eða braut 06/24 sem reyndar hefur nú verið lokað skv. ákvörðun innanríkisráðherra. Fram- sókn og flugvallarvinir hafa hvorki nú né áður samþykkt nokkur þau at- riði sem snúa að því að skerða starf- semi Reykjavíkurflugvallar eða tak- markanir á framtíðarnotkun hans og ljóst er að ef þessi skipulagstillaga fer í gegn verður nánast útilokað að enduropna umrædda braut.“ Málið fer til endanlegrar af- greiðslu borgarstjórnar þar sem ágreiningur var í borgarráði. Framsókn berst enn fyrir neyðarbrautinni  Þingsályktunartillaga á Alþingi og bókun í borgarráði Morgunblaðið/RAX Neyðarbrautin Sjúkraflugvél Mýflugs kemur til lendingar á braut 06/24 . Útgáfuráðstefna fer fram í hátíðar- sal Háskóla Íslands á morgun, 1. mars, kl. 16-18, undir yfirskriftinni „Hrun og endurreisn“. Tilefnið er útgáfa Palgrave Macmillan á bók- inni The Icelandic Financial Crisis: A Study into the World’s Smallest Currency Area, eftir þá Ásgeir Jónsson, dósent og deildarforseta Hagfræðideildar HÍ, og Hersi Sig- urgeirsson, dósent við Við- skiptafræðideild HÍ. Eftir ávörp Ásgeirs og Hersis fara fram pall- borðsumræður þar sem þátt taka Jóhannes Karl Sveinsson, Jónas Fr. Jónsson, Sigurður Hannesson og Kristrún Heimisdóttir. Fund- arstjóri er Ólafur Þ. Harðarson. Ásgeir Jónsson Hersir Sigurgeirsson Ráðstefna í HÍ um hrun og endurreisn Björn en ekki Karl Nafn Björns Karlssonar, forstjóra Mannvirkjastofnunar, misfórst í blaðinu á laugardag í umfjöllun um mygluskemmdir í húsum og var óvart skrifað Karl Björnsson. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT Verð á minkaskinnum virðist hækka umtalsvert á uppboðsmark- aði Kopenhagen Fur í Danmörku þar sem öll íslensk minkaskinn eru seld. Uppboðinu lýkur á morgun og sýnist Birni Halldórssyni, for- manni Sambands íslenskra loð- dýrabænda, að hækkunin verði 10- 12% miðað við fyrsta uppboð árs- ins, sem var í janúar. „Þetta er þokkalegt skref,“ segir Björn um hækkunina en minnir um leið á að bændur fái lítið meira í sinn hlut en á síðasta ári vegna styrkingar íslensku krónunnar. „Þetta er hrikalegt fyrir okkur sem lifum á útflutningi. Krónan styrkist hraðar en skinnin hækka í verði.“ Skinn vantar á saumastofur Verð á minkaskinnum byrjaði að hækka aftur á síðasta ári eftir djúpan öldudal árin á undan. Björn segir að búin séu enn rekin með verulegu tapi en hækkunin nú geri það að verkum að tapið sé minna en annars hefði orðið. Hann segir að það sé gott fyrir bændur að sjá að verðið sé á uppleið. Þeir sérfræðingar sem hægt sé að fá til að spá í framhaldið reikni frekar með að verðið muni halda áfram að hækka. Framleiðsla á minkaskinnum hefur minnkað mikið í kreppu skinnaiðnaðarins. Björn segir að svo virðist sem nóg sé af tilbúnum varningi úr skinnum í verslunum og birgðageymslum á kínverska markaðnum, sem ræður miklu um verðþróunina. Hins vegar vanti saumastofurnar hráefni til að vinna úr fyrir næsta sölutímabil. Kaupendur hafi þó farið varlega á uppboðinu. Margir hafi verið til- búnir að kaupa á því verði sem var niðurstaðan og öll skinn selst, að minnsta kosti framan af uppboð- inu. helgi@mbl.is Styrking krónunnar étur upp verðhækkun  „Þokkalegt skref“ segir minkabóndi um hækkun á uppboði Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Mat Fulltrúi kaupanda í Kína metur gæði minkaskinna í uppboðshúsi Kopenhagen Fur í Danmörku. Þar eru öll íslensku skinnin boðin upp. „Málverkin fundust og það er stór- kostlegt og í raun kraftaverk að við fáum þau aftur,“ segir Stephen William Lárus Stephen, sonur myndlistarkonunnar Karólínu Lárusdóttur. Sjö ókláruðum málverkum eftir Karólínu var stolið úr geymslu lista- konunnar fyrir áramót. Maður sem stal verkunum gaf sig fram við lög- reglu í síðustu viku og vísaði á mál- verkin í geymslu í fjölbýlishúsi. Lög- reglan hefur yfirheyrt manninn og annan mann, sem aðstoðaði við mál- verkastuldinn, og verður málið sent til ákærusviðs til meðferðar. Að sögn Guðmundar Páls Jóns- sonar lögreglufulltrúa vildu menn- irnir ekki upplýsa hvers vegna þeir stálu verkunum. Eitt málverkið hef- ur orðið fyrir smávægilegu hnjaski en að öðru leyti virðast þau óskemmd. List Eitt verkanna sem stolið var. Kraftaverk að málverk- in fundust

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.