Morgunblaðið - 28.02.2017, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2017
Aðalfundur N1 hf.
Aðalfundur N1 hf. verður haldinn þriðjudaginn 21. mars 2017 klukkan 16.30
í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi 10-14, Kópavogi.
Dagskrá fundarins
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
2. Skýrsla forstjóra og ársreikningur kynntur.
3. Staðfesting ársreiknings fyrir síðastliðið reikningsár og tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað félagsins.
4. Ákvörðun tekin um greiðslu arðs vegna rekstrarársins 2016.
5. Stjórnarkjör.
6. Kjör endurskoðanda eða endurskoðunarfirma.
7. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna, varastjórnar og undirnefnda stjórnar.
8. Tillaga stjórnar að starfskjarastefnu félagsins.
9. Tillaga stjórnar um heimild til kaupa á eigin hlutabréfum.
10. Önnur mál löglega upp borin.
Tillögur
a) Ársreikningur (liður 3)
Stjórn leggur til að ársreikningur fyrir árið 2016 verði samþykktur.
b) Arðgreiðsla (liður 4)
Stjórn leggur til við aðalfund að arður verði greiddur til hluthafa að
fjárhæð kr. 750.000.000 vegna rekstrarársins 2016 eða kr. 3,0 fyrir
hverja eina krónu af nafnverði hlutafjár í félaginu. Arðurinn verður
greiddur til hluthafa þann 6. apríl 2017. Síðasti viðskiptadagur þar sem
arður fylgir bréfunum er 21. mars 2017 og arðsleysisdagur er því 22.
mars 2017. Arðsréttindadagur er 23. mars 2017, sem þýðir að arður
greiðist þeim sem skráðir eru í hlutaskrá N1 hf. hjá Verðbréfaskráningu
Íslands í lok dags 23. mars 2017.
c) Kjör endurskoðanda (liður 6)
Stjórn leggur til að endurskoðunarfirmað Ernst & Young sjái áfram um
endurskoðun á ársreikningi félagsins vegna rekstrarársins 2017.
d) Þóknun til stjórnar (liður 7)
Stjórn leggur til við aðalfund að stjórnarlaun komandi starfsárs verði
sem hér segir:
Stjórnarformaður fái kr. 680.000 á mánuði.
Varaformaður stjórnar fái kr. 510.000 á mánuði.
Aðrir stjórnarmenn fái kr. 340.000 á mánuði.
Fulltrúar í starfskjaranefnd fái kr. 40.000 á mánuði
og formaður starfskjaranefndar kr. 80.000 á mánuði.
Fulltrúar í endurskoðunarnefnd fái kr. 70.000 á mánuði
og formaður endurskoðunarnefndar kr. 120.000 á mánuði.
e) Starfskjarastefna (liður 8)
Stjórn leggur til að starfskjarastefna frá fyrra ári verði samþykkt
óbreytt.
f) Kaup á eigin bréfum (liður 9)
Félaginu er heimilt að kaupa eigin hluti sem nemur allt að 10% af
heildarhlutafé félagsins í samræmi við 55. gr. hlutafélagalaga, í
þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða
til að setja upp formlega endurkaupaáætlun skv. 116. gr. laga um
verðbréfaviðskipti eða á grundvelli 1. tölul. 3. mgr. 115. gr. og 2. mgr.
119. gr. laga um verðbréfaviðskipti og reglugerða sem settar eru á
grundvelli 118. og 131. gr. sömu laga. Heimild þessi gildir í 18 mánuði frá
samþykkt hennar.
Aðrar upplýsingar
Öll skjöl og tillögur sem lögð verða fyrir aðalfund verður að finna á vefsíðu
félagsins www.n1.is/fjarfestatengsl. Hluthöfum stendur einnig til boða
að nálgast skjölin í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi 10-14, Kópavogi,
virka dagamilli klukkan 9:00-16:00. Fundurinn fer fram á íslensku og verða
fundargögn jafnframt á íslensku.
Hluthafar geta látið umboðsmann sækja hluthafafundinn fyrir sína hönd.
Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt umboð.
Ekki verður hægt að greiða atkvæðimeð rafrænumhætti á fundinum.
Hluthöfum gefst kostur á að greiða atkvæði ummál sem eru á dagskrá
fundarins bréflega. Skal beiðni um slíka atkvæðagreiðslu hafa borist
skrifstofu félagsins eða á netfangið hluthafar@n1.is eigi síðar en fimmdögum
fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 16.30 fimmtudaginn 16. mars 2017.
Hluthafar eiga rétt á því að fá ákveðinmál tekin til meðferðar á hluthafafundi
ef þeir gera umþað skriflega eða rafræna kröfu. Óski hluthafi eftir að koma
máli eða tillögu á dagskrá hluthafafundar skal slík beiðni hafa borist skrifstofu
félagsins eða á netfangið hluthafar@n1.is eigi síðar en tveimur vikum fyrir
fundinn, þ.e. fyrir kl. 16.30 þriðjudaginn 7. mars 2017.
Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar viku fyrir fundinn. Samkvæmt
63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 ber að tilkynna um framboð til stjórnar
skriflegameðminnst fimm sólarhringa fyrirvara fyrir aðalfund, eða fyrir kl.
16.30 fimmtudaginn 16. mars 2017. Framboðum skal skila á skrifstofu N1
hf., Dalvegi 10-14, Kópavogi, eða á netfangið hluthafar@n1.is. Upplýsingar
um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum
fyrir aðalfund. Hluthafar eiga rétt á að krefjast hlutfallskosningar eða
margfeldiskosningar við stjórnarkjör í tvo sólarhringa frá því að stjórn
kunngerir niðurstöður framboða til stjórnar, ef ekki er sjálfkjörið.
Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent frá
klukkan 16.00 á aðalfundardegi.
Stjórn N1 hf.
„Ég vona svo sannarlega að fólk nýti
tækifærið því það er margt fallegt
að sjá,“ segir Sævar Helgi Braga-
son, formaður Stjörnuskoð-
unarfélags Seltjarnarness. Hagstæð
skilyrði eru fyrir bæði norðurljósa-
skoðun og stjörnuskoðun næstu
daga. Að sögn Sævars Helga munu
stjörnurnar Venus og Mars skína
skært á himnum og tunglið verður
eins og sigð í laginu. „Himinninn
verður mjög fallegur næstu kvöld
þar sem tunglið er vaxandi, fer
hækkandi á lofti og fjarlægist sólina.“
Á miðvikudags- og fimmtudags-
kvöld er síðan von á dansandi norður-
ljósum.
Kvik og falleg
„Ef allt rætist þá fáum við lítils-
háttar segulstorm sem þýðir að norð-
urljósin verða kvik og falleg,“ segir
Sævar Helgi. Norðurljósin ættu að
sjást alls staðar á landinu þar sem
heiðskírt er og nægilega bjart.
Norðurljósin verða til þegar hrað-
fleygar agnir frá sólinni rekast á at-
óm og sameindir í lofthjúpi jarðar, yf-
irleitt í um 100 kílómetra fjarlægð.
Þau eru ótengd jarðnesku veðri og
hitastig hefur engin áhrif á sýnileika
þeirra. Algengustu litir norðurljósa
eru gulgrænn, grænn og rauður en
þegar ljósin eru dauf greinir augað
enga liti og þá sýnast þau gráhvít. Nú
vinnur Sævar Helgi að því að skipu-
leggja stjörnuskoðun fyrir almenning
við Háskóla Íslands á föstudags-
kvöld.
Dansandi norðurljós
Hagstæð skilyrði fyrir norðurljósaskoðun og stjörnu-
skoðun Mest virkni og bestu skilyrðin um miðja viku
Morgunblaðið/Golli
Himinn Sævar Helgi gerir ráð fyrir kvikum og fallegum norðurljósum.
Forstjóri Norðuráls segir að ekki
hafi verið hætt við álver í Helguvík
þrátt fyrir að móðurfélagið, Century
Aluminium, hafi fært það niður í
bókum sínum í kjölfar gerðardóms í
deilum fyrirtækisins við HS Orku
um verð fyrir orku til álversins.
Í tengslum við uppgjör Century
og Norðuráls fyrir fjórða ársfjórð-
ung nýliðins árs var gert virðisrýrn-
unarpróf vegna þess kostnaðar sem
færður hafði verið til eignar vegna
uppbyggingar í Helguvík. Nið-
urstaðan varð sú að eignin var færð
niður um 152,2 milljónir dollara sem
svarar til 16 milljarða króna.
Ragnar Guðmundsson, forstjóri
Norðuráls, segir að í þessu felist
ekki ákvörðun um að hætta við upp-
byggingu í Helguvík. Framhaldið
ráðist af möguleikum á orkuöflun á
samkeppnishæfu verði í framtíðinni.
helgi@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Álver Ekki er búið að afskrifa álver-
ið í Helguvík. Málið er í biðstöðu.
Century
færir niður
kostnað við
Helguvík
Skálholtsfélagið efnir á föstudag
til málþings, hungurvöku, um
Konur og kvennamenningu í Skál-
holti. Fjallað verður um líf og hag
kvenna á staðnum um aldir með
stuttum fyrirlestrum og örsögum
og myndum. Ætlunin er að draga
fram úr glatkistunni og vekja
áhuga, hungur eftir að vita meira
og rannsaka betur. Framsögu hafa
Auður Hildur Hákonardóttir, Kar-
itas Kristjánsdóttir, Karl Sig-
urbjörnsson, Kristinn Schram og
Kristján Valur Ingólfsson. Mál-
þingið verður haldið í sal Þjóð-
minjasafnsins föstudaginn 3. mars
kl. 16-18 og er öllum opið.
Konur og kvenna-
menning í Skálholti
Þjóðminjasafnið Málþingið um konurnar
verður þar á föstudag.