Morgunblaðið - 28.02.2017, Page 19

Morgunblaðið - 28.02.2017, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2017 Bláfjöll Skíða- og brettafólk þarf ekki að fara langt til þess að komast í snjó og víst er að blíðan í Bláfjöllum dró marga á skíðasvæðið í gær enda aðstæður eins og best verður á kosið. Golli Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morg- unblaðsins, ritar athygl- isverða grein í Morg- unblaðið sl. laugardag 25. febrúar um það sem hann kallar „hina nýju stétt“ á Ís- landi. Höfðar hann þar til þekktrar bókar eftir Milov- an Djilas sem út kom fyrir mörgum áratugum. Telur Styrmir að elíta nútímans á Vesturlöndum sé í grund- vallaratriðum sama fyrirbærið og þar var lýst. Einhvers konar yfirstétt ráði í reynd öllu, skari eld að eigin köku á kostnað al- múgans og stjórni í reynd þeim málefnum samfélagsins sem hún vill stjórna. Almenn- ingur skynji þetta og sé hér að finna eina af skýringunum á framgangi Trumps í Banda- ríkjunum og Le Pen í Frakklandi. Greinarhöfundur spyr hvernig þessi nýja stétt birtist hér í okkar fámenna samfélagi og svarar sjálfur: „Í stærstu dráttum má segja að hér hafi orðið til bandalag stjórn- málamanna, embættismanna og sérfræð- inga af ýmsu tagi. Með örfáum undantekn- ingum hafa kjörnir fulltrúar fólksins á Íslandi aldrei litið á sig sem fulltrúa almúg- ans gagnvart „kerfinu“. Þeir hafa þvert á móti gengið því á hönd.“ Það er mikið til í þessari lýsingu ritstjór- ans fyrrverandi. Ég finn hjá mér hvöt til að leggja orð í belg og hef þá fyrir augum það svið þjóðfélagsmála sem ég hef einkum fjallað um á undanförnum árum og áratug- um, þ.e. dómsmálin og þörfina á end- urbótum á vettvangi þeirra í þágu fólksins í landinu. Ráðherra komið frá Á árinu 2013 gaf ég út bók sem ég nefndi „Veikburða Hæstiréttur“. Þar var að finna umfjöllun um afar slæmt ástand við þennan æðsta dómstól þjóðarinnar og rökstuddar tillögur um úrbætur. Svo var að sjá í fyrstu að þetta hefði haft einhver áhrif, því Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanrík- isráðherra, skipaði þriggja manna nefnd til að gera tillögur til úrbóta. Þetta var „utankerfisnefnd“ í þeim skilningi að valdahópurinn í dómskerfinu fékk ekki að ráða vali nefndarmanna. Það þótti þeim dauðasynd. Við þessu varð hópurinn að bregðast og við þessu brást hann svo um munaði. Fyrst var tekið til við að koma ráðherranum frá. Til þess voru notaðar tylliástæður sem dugðu. Þegar nefndin skilaði tillögum sínum var kominn nýr og „samstarfsfúsari“ ráðherra. Nefndin var sett af og einn af búsmölum valdahópsins fenginn til að þynna út tillögur nefndarinnar í samráði við nefndan valda- hóp í dómskerfinu. Þessi atburðarás var frekar dapurleg svo ekki sé meira sagt og bar sterk einkenni þess samfélagsástands sem Styrmir Gunnarsson lýsir í grein sinni. Nú er komin ný ríkisstjórn. Í sæti dóms- málaráðherra er sest kona sem hefur sýnt að hún hafi skoðanir og sé tilbúin til að láta gott af sér leiða á grundvelli málefnalegra röksemda en ekki þrýstings klíkuhópa. Það er ástæða til að skora á hana og félaga hennar í ríkisstjórn að hrista nú af sér hlekkina og ráðast til þeirra verka í dóms- kerfinu sem allir ættu að sjá að styðjast að- eins við sterk málefnaleg rök og eru til þess fallin að bæta þetta kerfi til hagsbóta fyrir fólkið í landinu. Tækifæri til að efla traust Fyrsta verkið núna gæti orðið að birta op- inberlega upplýsingar aftur í tímann um fjármálatengsl dómaranna í öllum íslensku bönkunum og eftir atvikum við aðrar stofn- anir um leið og kortlagt yrði hvernig dóm- ararnir hafa raðast í mál gegn fyrirsvars- mönnum þessara stofnana á umliðnum árum. Þarf einhverja leynd um þetta? Síðan þarf að breyta reglum um nýskipan dómara og afnema sjálfdæmi þeirra í þeim efnum. Þá ætti einnig að fækka dómurum bæði í Hæstarétti og Landsrétti. Núna starfa 10 dómarar á áfrýjunarstigi í landinu (í Hæsta- rétti). Eftir breytingarnar um næstu áramót eiga þeir að verða 22 talsins (7 í Hæstarétti og 15 í Landsrétti). Þetta er glórulaus vit- leysa. Heildarumfang starfa á áfrýjunarstigi mun eitthvað aukast við kerfisbreytinguna en það er fjarri öllu lagi að nauðsynlegt verði að meira en tvöfalda fjölda dómaranna. Réttast er að í Hæstarétti sitji aðeins 5 dóm- arar sem dæmi allir í öllum málum. Engin vandkvæði eru við að hrinda þessu í fram- kvæmd. Svo mætti fækka dómurum í Landsrétti, að minnsta kosti niður í 12. Síðan er líka unnt, eins og ég hef bent á, að einfalda kerfið þannig að hvert mál fari að jafnaði ekki á fleiri dómstig en tvö í stað þriggja eins og núna verður aðalreglan um þau mál sem fara til Hæstaréttar. Það er einnig að mínum dómi þörf fyrir breytingu á reglum um ritun atkvæða í fjöl- skipuðum dómum á þann veg að einstakir dómarar leggi nöfn sín við atkvæði sín. Fátt er betur til þess fallið að auka gagnsæi um störf dómara og efla ábyrgð þeirra á dóms- störfunum. Þetta myndi hafa meiri áhrif í þá átt að bæta dómsstörfin heldur en flestir, sem ekki hafa starfað þarna innanhúss, skynja. Mikið myndu nýir valdhafar í landinu treysta stöðu sína í augum almennings ef þeir sýndu í verki kjark og dug til að ganga hér til verka, sem allir myndu skilja að helg- uðust aðeins af röksemdum um bætt vinnu- brögð og heiðarleika, en tækju ekki mið af óskum „hinnar nýju stéttar“. Eftir Jón Steinar Gunn- laugsson »Mikið myndu nýir vald- hafar í landinu treysta stöðu sína í augum almenn- ings ef þeir sýndu í verki kjark og dug til að ganga hér til verka, sem allir myndu skilja að helguðust aðeins af röksemdum um bætt vinnu- brögð og heiðarleika, en tækju ekki mið af óskum „hinnar nýju stéttar“. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Í þágu almennings Útför er minningarguðsþjónusta um hinn látna. Þar er ævi hans rifj- uð upp og hún þökkuð. Aðstand- endur sækja huggun og styrk í orð Guðs og bænir, sálma og lög, sem flutt eru. Flestir vilja reyna að ná fram andblæ hins látna og haga hlutunum eins vel og kostur er. En stundum greinir aðstandendur á, því upplifun þeirra er ólík, sér- staklega ef lítið hefur verið rætt um það sem við tekur eftir andlátið. Framkvæmdastjóri Eldri- borgararáðs Reykjavíkur- prófastsdæma fór á milli safnaða og ræddi við eldri borgara. Kom þá í ljós að fólk hafði sterkar skoðanir á því hvernig útförin ætti að vera og hvað ætti að segja um viðkomandi. Flestir vildu gjarna eiga samtal um dauðann, en sumir viðurkenndu að hafa allt of lítið rætt hann við maka sinn og börn. Kom í ljós að þörf var fyrir meiri umfjöllun um þetta mik- ilvæga málefni. Það varð úr að Elli- málanefnd Þjóðkirkjunnar ásamt Kærleiksþjónustusviði Bisk- upsstofu réðust í þetta verkefni. Út- koman er fallegt hefti sem ber heit- ið Val mitt við lífslok. Ljósmyndin sem prýðir kápuna er af sólarupprás. Það er viðeigandi fyrir kristnar manneskjur, því sól eilífðarinnar kemur upp í austri og þangað snýr ásjónan í kirkjugarðinum. Heftið er skjal, sem útfyllt og undirritað er yfirlýsing eig- andans um það sem snýr að andláti, útför og minningarorð- um. Skipulega er farið yfir alla þætti, þannig að vilji ein- staklingsins verður ljós. Það ætti að gefa ættingjum góðar leiðbeiningar um vilja hins látna og létta af þeim óvissu og getgátum. Erfitt getur verið að hefja umræður um dauðann og lífslokin, en með skrána í höndum gefst kærkomið tæki- færi til að opna þetta viðkvæma en mikilvæga málefni. Panta má heftið hjá eldriborgararad@kirkjan.is og einnig prenta einfalda útgáfu af því á www.kirkjan.is. Eftir Magnús Björn Björnsson »Heftið er skjal, sem útfyllt og undirritað er yfirlýsing eig- andans um það sem snýr að andláti, útför og minning- arorðum. Magnús Björn Björnsson Höfundur er prestur og formaður Ellimálanefndar Þjóðkirkjunnar. Val mitt við lífslok

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.