Morgunblaðið - 28.02.2017, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2017
flísar fyrir vandláta
PORCELANOSA
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Ég vil eindregið lýsa
yfir andstöðu minni
við hugmyndir fjár-
málaráðherra að
takmarka notkun
seðla í viðskiptum.
Mér finnst þessar
hugmyndir bera
keim af forræð-
ishyggju og vera meira í stíl við hug-
myndir vinstrimanna að ríkið eigi að
skipta sér af sem flestu í lífi fólks.
Fólk á að hafa frjálst val um hvort
það kýs að nota seðla eða kort í dag-
legu lífi. Gefur Viðreisn sig ekki út
fyrir að vera frjálslyndur flokkur? Og
hvað um þá sem einhverra hluta
vegna geta ekki fengið að nota
greiðslukort? Hvers eiga þeir að
gjalda? Auk þess má að lokum nefna
að fólk hefur betri yfirsýn yfir fjármál
sín og eyðslu með því að nota seðla.
Sigurður Guðjón Haraldsson.
Velvakandi Svarað í síma 569-
1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Enga tak-
mörkun á seðla
„Hvað gerðirðu við peningana
sem frúin í Hamborg gaf þér? Þú
mátt ekki segja já eða nei og
ekki hvítt eða svart …“
Þannig byrjar skemmtilegur
orðaleikur sem lifað hefur lengi
með þjóðinni en hann byggist á
því að sá sem svarar sé klókur,
fljótur að hugsa og forðist þá
pytti sem geta orðið honum að
falli.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, birti
grein þann 8. nóvember 2016 í Fréttablaðinu og
opinberaði þar gagnrýni sína vegna ákvörðunar
kjararáðs um verulega hækkun launa forseta
Íslands, þingmanna og fjölmargra embættis-
manna.
Hótunin
Mikil þykkja var í Jóni Þór út af hækkuninni
og hann virtist hóta að kæra ákvörðun kjar-
aráðs. Svo virðist sem hann hóti eftirtöldum:
1. Forsetanum nema hann setji bráðabirgða-
lög gegn ákvörðun kjararáðs.
2. Kjararáði, nema það hætti við
allt saman.
3. Formönnum þingflokka, nema
þeir lofi því að þeir láti kjararáð
hætta við allt saman.
Nú er liðinn tveir og hálfur mán-
uður frá því að laun forsetans, þing-
manna og embættismanna hækk-
uðu. Enn bólar ekkert á kæru Jóns
Þórs þingmanns. Þar að auki hefur
enginn virt hótun þingmannsins við-
lits, ekki forsetinn, ekki kjararáð og
ekki formenn þingflokka, þar með
talinn formaður þingflokks Pírata.
Ólíkt hafast menn að
Forseti Íslands lýsti í nóvember yfir
óánægju sinni með launahækkun kjararáðs,
sagðist ekki hafa beðið um hana og myndi ekki
þiggja. Þess í stað hefur hann gefið tæplega
þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði til góð-
gerðarstofnana.
Fordæmi forsetans bendir til mikilla mann-
kosta og að hann sé traustur og trúverðugur,
standi við orð sín. Betra væri ef fleiri óánægðir
þiggjendur launahækkunar kjararáðs fetuðu í
fótspor hans. Allir virðast gleypa við laununum
þrátt fyrir stór orð.
Hvað varð um launahækkunina?
Ekki er nema eðlilegt að kjósendur velti fyrir
sé hvað Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata,
hafi gert við þá ríflegu hækkun launa sem hann
fékk sem þingmaður:
1. Afþakkaði hann hana?
2. Lagði hann hækkunina inn á bankabók til
að geta skilað síðar?
3. Fór hann að fordæmi forseta Íslands og
gaf hækkunina til góðgerðarmála?
4. Hirti hann launahækkunina þegjandi og
óhljóðalaust?
Miðað við það sem Jón Þór þingmaður sagði í
áðurnefndri grein sinni getur varla verið að
hann hafi einfaldlega hirt launahækkunina og
notað hana í eigin þágu. Því trúir auðvitað eng-
inn enda væri sá ærið mikill ómerkingur sem er
harður gagnrýnandi en endar með því að éta
allt ofan í sig … bókstaflega.
338.254 króna launahækkun á mánuði
„Ef þessir þrír aðilar bregðast allir þá mun
ég kæra ákvörðun kjararáðs til dómstóla og hef
nú þegar fengið til þess lögfræðing.“
Þetta segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pí-
rata, í ofangreindri grein. Núna er eiginlega
kominn tími til að hann leysi frá skjóðunni enda
meira en þrír mánuður frá því að hann skrifaði
þessi orð. Á þeim tíma og til loka þessa mán-
aðar fengið samtals rúma eina milljón króna
aukreitis í laun, þökk sé kjararáði.
Starf þingmanns er enginn orðaleikur eða
innantómt tal. Ábyrgð þingmanna er mikil og
þeir eru dæmdir af orðum og gerðum.
Jón Þór Ólafsson var stóryrtur í greininni og
því má spyrja: Hvað gerði hann við launahækk-
unina? Hvaða lögfræðing hefur hann ráðið til
að hnekkja ákvörðun kjararáðs? Hverja hefur
hann kært og fyrir hvaða stjórnvaldi?
Hvað gerði Jón Þór Ólafsson
þingmaður við launahækkunina sína?
Eftir Sigurð
Sigurðarson »Hvað gerði Jón Þór við
launahækkunina? Hvaða
lögfræðing hefur hann ráðið
til að hnekkja ákvörðun
kjararáðs? Hverja hefur
hann kært?
Sigurður Sigurðarson
Höfundur er rekstrarráðgjafi.
Framkvæmdastjóri
Arctic Sea Farm sendi
Landssambandi veiði-
félaga kveðju í síðustu
viku. Vildi hann leið-
rétta málflutning
Landssambandsins.
Rétt er að fara nokkr-
um orðum um þau
skrif.
Það er notaður
norskur lax í sjókvíaeldi
Sjókvíaeldisfyrirtækin segjast nú
stunda laxeldi að norskri fyrirmynd. Í
Noregi er bannað að flytja til landsins
framandi laxastofna. Hér var hins
vegar illu heilli leyft að flytja til
landsins norsk laxahrogn fyrir 30 ár-
um. Það er með ólíkindum að fulltrú-
ar norsku eldisfyrirtækjanna reyni
nú að lauma því inn hjá almenningi að
norski eldisstofninn frá Stofnfiski sé í
raun ekki mjög norskur af því að það
er svo langt síðan hann var fluttur til
landsins. Og það í grein sem á að leið-
rétta rangfærslur. Staðreyndin er
hins vegar sú að norski laxastofninn
sem Stofnfiskur framleiðir til notk-
unar í sjókvíaeldi er svo norskur að
Norðmenn leyfa að hann sé fluttur til
Noregs til laxeldis þar. Stofninn er að
erfðabyggingu 100%
norskur en hefur verið
kynbættur sem eld-
isstofn með fjölskyldu-
vali í 25 ár. Það val gerir
hann reyndar enn
hættulegri villtum laxa-
stofnum þar sem valið
er gegn ýmsum nauð-
synlegum eiginleikum
sem íslensk náttúra hef-
ur búið villtum íslensk-
um laxastofnum. Notk-
un á frjóum norskum
laxi í opnum sjókvíum
hér við land er því bein ógn við alla ís-
lenska laxastofna.
Eldi á ófrjóum laxi er
ekki á byrjunarstigi
Mikil þekking er fyrir hendi varð-
andi notkun geldstofna í sjókvíaeldi.
Þannig er regnboginn sem sloppið
hefur úr sjókvíum undanfarið og víða
komið fram, geldfiskur. Stofnfiskur
framleiðir þrílitna hrogn sem flutt
hafa verið út til Noregs til áframeldis
þar. Allt tal framkvæmdastjórans um
að notkun geldstofna sé á frumstigi
er blekkingarleikur því fyrirtækin
vilja ala frjóa norska laxinn. Síðan má
skreyta sig með því að verið sé að
gera tilraunir með hitt og þetta. En
þeir tala aldrei um stærstu og háska-
legustu tilraun þeirra, sem snýr að ís-
lensku laxastofnunum. Norskur eig-
andi Arctic Sea farm, Norway Royal
Salmon (NRS) stærir sig af því á
heimasíðu sinni að ráða yfir 10 græn-
um eldisleyfum þar sem m.a. skal ala
þrílitna fisk. Svo er þetta allt auglýst
sem sjálfbær starfsemi og í sátt við
náttúruna. Þvílík öfugmæli.
Í Ísafjarðardjúpi áætla eldisfyr-
irtæki að framleiða hátt í 30.000 tonn
af norskum eldislaxi þar á meðal Arc-
tic Sea Farm hf. Til þess að framleiða
30.000 tonn má áætla að í sjókvíum í
Djúpinu verði að jafnaði 16 milljónir
frjórra norskra eldislaxa sem eiga þá
ósk heitasta að strjúka frá eiganda
sínum. Reynslan hefur sýnt að það
sleppa fiskar úr eldinu það ætti for-
svarsmönnum Arctic Sea Farm sér-
staklega að vera ljóst nú um stundir.
Hvernig má það vera að NRS með
sína miklu þekkingu og reynslu geri
sér ekki grein fyrir að laxastofnarnir í
Djúpinu þola ekki slíkt álag. Getur
verið að þeim sé í raun alveg sama?
Ekki umhyggja
fyrir umhverfinu
Staðreyndin er sú að ekkert bendir
til þess að aðkoma norskra fjárfesta
að Arctic Sea Farm eða öðru íslensku
fiskeldi fylgi einhver sérstök þekking
eða áhersla á verndun umhverfisins.
Sjókvíar fyrirtækisins halda ekki fiski
eins og dæmin sanna þrátt fyrir
ströng ákvæði reglugerðar um innra
eftirlit. Öll áhersla laxeldisfyrirtækj-
anna virðist lögð á kapphlaupið til að
komast yfir ókeypis framleiðsluleyfi í
hverjum einasta firði sem mögulega
er leyft að ala lax í. Umhverf-
isskýrslur fyrirtækjann gera lítið úr
umhverfisáhrifum þessarar starfsemi.
Jafnvel þótt augljóst sé af reynslunni
frá Noregi að um umhverfisskaðandi
iðnað sé að ræða sem hefur mjög nei-
kvæð áhrif á villta stofna laxfiska.
Auðvitað munu þau ekkert grænt eldi
stunda hérlendis nema stjórnvöld
setji slík skilyrði. Skyndigróðinn ligg-
ur í framtíðarvæntingum um gríð-
arstór ókeypis eldisleyfi á Íslandi sem
nú eru komin á færibandið. Það færi-
band verður að stöðva áður en skað-
inn verður óafturkræfur.
Víst er hann norskur sá norski
Eftir Jón Helga
Björnsson » Það er með ólík-
indum að fulltrúar
norsku eldisfyrirtækj-
anna reyni að lauma því
inn að norski eldisstofn-
inn sé ekki mjög norsk-
ur.
Jón Helgi Björnsson
Höfundur er formaður Lands-
sambands veiðifélaga.
Móttaka að-
sendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk-
un og tryggir öryggi í samskiptum
milli starfsfólks Morgunblaðsins
og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru send-
ar á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn „Senda inn grein“ er
valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf notand-
inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít-
arlegar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem
notanda í kerfið er nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til
að opna svæðið. Hægt er að
senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir
starfsfólk Morgunblaðsins alla
virka daga í síma 569-1100 frá kl.
8-18.