Morgunblaðið - 28.02.2017, Qupperneq 27
stundaði síðan nám við Iðnskólann
í Keflavík 1963-66, lærði hár-
greiðslu hjá Ingibjörgu Sigurðar-
dóttur 1963-66, lauk sveinsprófi í
þeirri grein og öðlaðist síðan
meistararéttindi í hárgreiðslu.
María byrjaði ung að vinna fyrir
sér: „Þá þótti sjálfsagt að við
krakkarnir færum að létta undir
með þeim fullorðnu og sinna þeim
störfum sem við gátum unnið
skammlaust. Ég var ekki há í loft-
inu þegar ég byrjaði að vinna í
frystihúsinu. Síðar stundaði ég
verslunarstörf hjá Kaupfélagi
Suðurnesja, sinnti skrifstofustörf-
um hjá Bifreiðaeftirlitinu og var
flugfreyja hjá Loftleiðum í þrjú
ár. Auk þess starfaði ég sem hár-
greiðslumeistari um langt árabil.“
En hvenær hófst söngferilinn?
„Ég held ég hafi verið 12 ára þeg-
ar ég kom fyrst fram opinberlega.
Ég söng með ýmsum dans-
hljómsveitum, s.s. Hljómsveit
Guðmundar Ingólfssonar gítarleik-
ara en auk þess með Ragnari
Bjarnasyni á Hótel Sögu, eina
vertíð, með Þóri Baldurssyni,
bróður mínum, en lengst með
manni mínum, Rúnari Júlíussyni, í
Geimsteini, og þá voru synirnir
stundum með. Auk þess söng ég
oft bakraddir með hinum ýmsu
tónlistarmönnum.“
María sendi árið 1975 frá sér
sólóplötuna Vökudraumar. Hún
var kjörin Ungfrú Ísland í
fegurðarsamkeppninni árið 1969
og tók í kjölfarið þátt í fegurðar-
samkeppnunum Miss Universe og
Miss Scandinavia í Finnlandi.
María og Rúnar komu sér upp
húsi á sínum tíma að Skólavegi 12
í Keflavík þar sem var allt í senn,
heimili fjölskyldunnar, hljóm-
plötuútgáfa og „upptökuheimili“
hjá Rúnari, sem rak þar fyrirtækið
Geimstein auk þess sem María var
þar með hárgreiðslustofu um
skeið.
María veiktist alvarlega fyrir
tæpum fimm árum en hefur verið í
endurhæfingu og er vongóð um
framhaldið: „Maður verður bara að
taka því sem höndum ber og halda
svo áfram. Annað er ekki í boði.“
Fjölskylda
Maður Maríu var Guðmundur
Rúnar Júlíusson, f. 13.4. 1945, d.
5.12. 2008, tónlistarmaður og upp-
tökustjóri. Foreldrar Rúnars voru
Júlíus Eggertsson, f. 12.7. 1904, d.
23.11. 1985, múrari í Keflavík, og
k.h., Guðrún Bergmann, f. 27.10.
1908, d. 27.4. 1989, húsfreyja.
Synir Maríu og Rúnars eru
Baldur Þórir Guðmundsson, 27.7.
1964, viðskiptafræðingur, búsettur
í Keflavík en kona hans er Þor-
björg Margrét Guðnadóttir og eru
barnabörnin Björgvin Ívar, f. 1986,
María Rún, f. 1990, og Ástþór
Sindri, f. 1995; og Júlíus Freyr
Guðmundsson, f. 22.9. 1971, fram-
kvæmdastjóri, búsettur í Keflavík
en kona hans er Guðný Kristjáns-
dóttir og eru barnabörnin Kristín
Rán, f. 1992, Brynja Ýr, f. 1998, og
Guðmundur Rúnar, f. 2003. Lang-
ömmubörnin eru nú þrjú talsins.
Systkini Maríu eru Þórir Valgeir
Baldursson, f. 29.3. 1944, tónlist-
armaður, tónskáld, útsetjari og
djassleikari; Júlíus, f. 1.7. 1952,
málarameistari og starfar við
umönnun aldraðra á Dalvík; Bald-
ur, f. 1.2. 1956, skiltagerðarmaður
í Hafnarfirði, og Ómar, f. 28.1.
1958, grafískur hönnuður á Hvols-
velli.
Foreldrar Maríu: Baldur Þórir
Júlíusson, f. í Sunnuhvoli á Dalvík
15.9. 1919, d. 2.11. 1996, bifreiða-
eftirlitsmaður og tónlistarmaður,
og k.h., Margrét Hannesdóttir, f. í
Keflavík 27.12. 1921, húsfreyja.
Úr frændgarði Maríu Baldursdóttur
María
Baldursdóttir
Sigríður Guðmundsdóttir
húsfr. á Hellnum
Sigurður Vigfússon
b. á Hellnum
Arnbjörg Sigurðardóttir
húsfr. í Keflavík
Hannes Einarsson
sjóm. og verkam. í Keflavík
Margrét Hannesdóttir
húsfr. í Keflavík
Guðrún Magnúsdóttir
húsfr. á Úlfsstöðum og víðar
Einar Gunnarsson
b. á Úlfsstöðum og
víðar í Skagafirði
Þórir Baldursson
tónlistarmaður,
tónskáld og
útsetjari
Ragnheiður
Júlíusdóttir
húsfr. á Akureyri
Hjálmar
Júlíusson
á Akureyri
Kristján Eldjárn
sjóm. í Nýjabæ á Dalvík
Guðrún
Hannesdóttir
húsfr. í Keflavík
Hjálmar Hjálmarsson
leikari
Júlíus Kristjánsson
forstjóri á Akureyri
Arnbjörn
Hans
Ólafsson
sjóm. í
Keflavík
Salka Sól
Eyfeld
söng-
kona
Kristján Þór Júlíusson
mennta- og menningar-
málaráðherra
Gylfi
Arnbjörnsson
forseti ASÍ
Baldur Brjánsson
töframaður
Júlíus Brjánsson
leikari
Guðjón Brjánsson
alþingismaður
Rósa Þorsteinsdóttir
húsfreyja í Nýjabæ
Jón Stefánsson Sigurðsson
í Nýjabæ, fyrsti
landneminn á Dalvík
Jónína Jónsdóttir
húsfr. í Sunnuhvoli
Júlíus Björnsson
útgerðarm. í Sunnuhvoli á Dalvík
Baldur Þórir Júlíusson
bifreiðaeftirlitsm. og
tónlistarm. í Keflavík
Kristrún Karitas Sveinsdóttir
húsfreyja við Dalvík
Björn Daníel Friðriksson
skipstj. og b. við Dalvík
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2017
Jónas Helgason fæddist íReykjavík 28.2. 1839. For-eldrar hans eru Helgi Jónsson,
bæjarfulltrúi og einn helsti trésmið-
ur Reykjavíkur, og Guðrún Jóns-
dóttir húsfreyja. Helgi var sonur
Jóns Sturlusonar, bónda á Níp í
Köldukinn, en Guðrúnar var dóttir
Jóns Eyjólfssonar, bónda á Arnar-
hóli í Gaulverjabæjarhreppi.
Bróðir Jónasar var Helgi Helga-
son, afkastamikill húsasmíðameist-
ari, brúarsmiður, skipasmiður, út-
gerðarmaður og arkitekt að m.a.
Amtmannshúsinu sem stóð við Ing-
ólfsstræti og gamla Kvennaskól-
anum (síðar Sjálfstæðishúsið og loks
NASA) tónskáld, formaður Söng-
félagsins Hörpu og síðast en ekki síst
frumkvöðull í málefnum lúðrasveita
hér á landi, en hann stofnaði fyrstu
lúðrasveitina hér á landi, Lúðraþeyt-
arafélag Reykjavíkur, 1876.
Eiginkona Jónasar var Margrét
Árnadóttir og eignuðust þau tvo
syni, auk þess sem Jónas átti dóttur.
Jónas lærði járnsmíði og öðlaðist
sveinsbréf í þeirri grein 1856 og var
við söngfræðinám í Kaupmannahöfn
1875-76.
Jónas sinnti járnsmíði til 1881 en
helgaði sig eingöngu tónlist og söng-
málum eftir það. Hann var söng-
kennari við Barnaskólann í Reykja-
vík frá 1876, við Kvennaskólann í
Reykjavík frá sama tíma og við
Barnaskólann á Seltjarnarnesi 1883-
98, stofnaði Söngfélagið Hörpu og
stjórnaði söng þess, tók við sem dóm-
organisti af Pétri Guðjohnsen og
sinnti því embætti 1877 og til dánar-
dags.
Jónas var vakinn og sofinn yfir
söngmennt og kirkjutónlist, beitti
sér fyrir því að keypt yrðu orgel í
fjölda kirkna hér á landi og kenndi
fjölda manns orgelleik.
Jónas samdi nokkur sönglög, eink-
um við ljóð Steingríms Thorsteins-
sonar, var ekki eins afkastamikill við
tónsmíðar og bróðir hans, en lög
hans hafa elst vel og eru sum enn
sungin, s.s. Lýsti sól stjörnustól.
Jónas lést 2.9. 1903.
Merkir Íslendingar
Jónas
Helgason
90 ára
Helga Gestsdóttir
85 ára
Árni Rosenkjær
Jóna Guðbjörg Gísladóttir
Jón Bergsteinsson
Kristleifur Einarsson
80 ára
Erling Aspelund
Hreinn Líndal Haraldsson
Inga Áróra Guðjónsdóttir
Jenný Marteinsdóttir
María Gunnarsdóttir
Mats Wibe Lund
Ólafur Steinar Björnsson
75 ára
Edda Jónsdóttir
Guðmundur Gunnlaugsson
Helga Valdemarsson
Kristín Brynjólfsdóttir
Kristján Ólafsson
Magnús E. Ársælsson
María Helga Hjálmarsdóttir
70 ára
Guðmundur Brynjar
Guðlaugsson
Jóhanna Hannesdóttir
Kristín Ingólfsdóttir
Lilja Magnúsdóttir
María Baldursdóttir
Óttar Guðmundsson
Sturla Már Jónsson
60 ára
Einar Sveinn Ingólfsson
Erla Hrönn Helgadóttir
Guðlaug Daðadóttir
Ólöf Sveinhildur
Helgadóttir
Sigurður Pétur
Sigmundsson
Vilborg Valdimarsdóttir
50 ára
Aleks Laska
Ellert Arnbjörnsson
Garður Gaddi Einarsson
Guðrún Halldórsdóttir
Hafdís Björg Hjálmarsdóttir
Jón Ragnar Helgason
Julia Werner
Katrín Sigurðardóttir
Laufey Vilmundardóttir
Margrét Richter
Sigurjón Davíð Karlsson
Stefán Ólafur
Guðmundsson
Þorvaldur Kristjánsson
40 ára
Erla Andrea Pétursdóttir
Friðbjörn Jósef
Þorbjörnsson
Hulda Axelsdóttir
Katrín Helga Kristinsdóttir
Laufey Harrysdóttir
Maria del C. Ramirez
Espinosa
Ólöf Viktorsdóttir
Piotr Maciejewski
Pratik Kumar
Rannveig Tryggvadóttir
Reynir Hjálmarsson
Sonja Sigurðardóttir
Valdimar Kolbeinn
Sigurjónsson
30 ára
Eggert Ingi Jóhannesson
Eyjólfur Ari Jónsson
Helgi Sæmundur
Guðmundsson
Inga María Sigurðardóttir
Karen Ósk Pétursdóttir
Karl Magnússon
María Ingunn
Þorsteinsdóttir
Silja Margrét Stefánsdóttir
Sveinbjörn Rögnvaldsson
Vilhelm Már Bjarnason
Til hamingju með daginn
30 ára Vilhelm ólst upp í
Reykjavík, býr í Hafnar-
firði, lauk prófi í íþrótta-
fræðí í Finnlandi og er ís-
hokkiþjálfari Skauta-
félagsins Bjarnarins.
Maki: Margrét Soffía
Runólfsdóttir, f. 1988,
lyfjafræðingur.
Dóttir: Kolfinna Rán, f.
2016.
Foreldrar: Brynja Egg-
ertsdóttir, f. 1963, og
Bjarni Kristinn Grímsson,
f. 1955.
Vilhelm Már
Bjarnason
30 ára Silja ólst upp í
Hafnarfirði, er nú búsett á
Akureyri, er að ljúka námi
í iðjuþjálfunarfræði frá
Háskólanum á Akureyri
og sinnir jafnframt barni
og búi.
Maki: Karl Kristinn Stef-
ánsson, f. 1982, rafvirki.
Foreldrar: Stefán Karl
Harðarson, f. 1961, sjó-
maður, og Sólveig Mar-
grét Magnúsdóttir, f.
1961, húsfreyja. Þau búa í
Hafnarfirði.
Silja Margrét
Stefánsdóttir
30 ára María lauk MSc-
prófi í alþjóðaviðskiptum
og markaðsfræði og er
skrifstofustjóri hjá Frétta-
tímanum.
Maki: Egill Guðmunds-
son, f. 1982, pípu-
lagningamaður.
Börn: Aníta Sólveig, f.
2007; Helga Lilja, f. 2012,
og Þorsteinn, f. 2014.
Foreldrar: Svanhildur
Skúladóttir, f. 1955, og
Þorsteinn Friðriksson, f.
1955.
María Ingunn
Þorsteinsdóttir
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Verðdæmi
galli
EN471
á
900
vsk
Kulda
Dickies
fr
19.
m/
Vandaður
sýnileikafatnaður
á góðu verði