Morgunblaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2017
Heimildarmyndin Línudans eftir Ólaf
Rögnvaldsson verður frumsýnd á Stock-
fish-kvikmyndahátíðinni í Bíó Paradís í
kvöld kl. 18.
Myndin lýsir tæplega fimm ára baráttu
bænda, landeigenda og náttúruvernd-
arsamtaka gegn lagningu Blöndulínu 3,
sem Landsnet hyggst leggja frá Blöndu-
virkjun til Akureyrar, um Vatnsskarð,
Skagafjörð, Öxnadalsheiði og Hörgárdal,
að því er fram kemur í tilkynningu. Þar
segir að myndin sé baráttusaga fólks sem
eigi við ofurefli að etja og að bóndinn birt-
ist í dramatísku hlutverki, í eldlínu átaka
sem enginn sjái fyrir endann á.
Frumsýning á Línudansi á Stockfish
Átök Úr heimildarmynd Ólafs Rögn-
valdssonar sem verður frumsýnd í dag.
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Mér finnst mjög spennandi að spila
á svona stuttum hádegistónleikum,
því það myndast allt önnur orka á há-
degistónleikum en á löngum tón-
leikum seint að kvöldi til ,“ segir Sig-
rún Kristbjörg Jónsdóttir, fiðlu- og
básúnuleikari, sem ásamt tríói sínu
leikur á fyrstu tónleikum tónleika-
raðarinnar Freyjujazz, sem fram
fara í Listasafni Íslands í dag kl.
12.15. Tónleikarnir eru um hálftíma
langir. Í tilefni dagsins verður kaffi-
stofa safnsins með saltkjöt og baunir
á matseðli sínum.
Tríó Sigrúnar skipa auk hennar
Ásgeir Ásgeirsson á gítar og Þórður
Högnason á kontrabassa. „Við höfum
spilað saman í um tvö ár með hléum,“
segir Sigrún og tekur fram að hún
hafi lifað miklu flökkulífi síðustu
misseri. „Á tímabili tók því ekki að
taka upp úr ferðatöskunni en núna er
ég komin heim til frambúðar og er
farin að kenna við listkennsludeild
Listaháskóla Íslands auk þess sem
ég kenni við Tónlistarskóla Hafnar-
fjarðar,“ segir Sigrún, sem tók þátt í
tónleikaferðalagi með m.a. Of Mon-
sters and Men og Sóleyju Stefáns-
dóttur auk þess sem hún bjó og starf-
aði í Brasilíu í þremur löngum lotum.
Hafði nóg að gera í Brasilíu
„Ég hafði nóg að gera í tónlistinni í
Brasilíu og hefði gjarnan viljað
ílengjast þar en það er ekki hlaupið
að því að fá dvalar- og atvinnuleyfi,“
segir Sigrún, sem lauk fjögurra ára
námi frá heimstónlistardeild við Tón-
listarskólann í Rotterdam áður en
leiðin lá til Suður-Ameríku. Tónlist
frá Brasilíu verður fyrirferðarmikil á
tónleikum dagsins og heyrast munu
stílar á borð við samba, choro, afoxé
og baião. „Efnisskráin býður upp á
sýnishorn úr ólíkum brasilískum tón-
listarstílum. Sumir hrynstílar þekkj-
ast betur innan Evrópu en aðrir,“
segir Sigrún og tekur fram að tón-
leikarnir verði órafmagnaðir. „Það er
einstaklega gaman að spila inni á
listasafni og meiri líkur á að fjöl-
breyttur áheyrendahópur rati á tón-
leikana.“
Aðspurð segist Sigrún fagna til-
komu Freyjujazz. „Það er ekkert
launungarmál að djassinn er karl-
lægur, en best væri auðvitað ef við
kæmumst út úr kynjaskiptingu
tónlistargreinarinnar. Til þess þarf
að sýna konum sama traust og körl-
um er sýnt þegar kemur að tónleika-
haldi og spilamennsku.“
„Tók því ekki að taka upp
úr ferðatöskunni“
Tónleikaröðin Freyjujazz hefur göngu sína í dag kl. 12.15
Tríó Sigrúnar Ásgeir Ásgeirsson, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir og Þórður Högnason leika í hádeginu.
„Markmiðið með tónleikaröðinni
er annars vegar að skapa fleiri
tækifæri fyrir konur í djassi og
auka þannig fjölbreytnina og hins
vegar að auka sýnileika kvenna
og fjölga þannig fyrirmyndum,“
segir Sunna Gunnlaugsdóttir, pí-
anóleikari og listrænn stjórnandi
tónleikaraðarinnar Freyjujazz sem
hefur göngu sína í Listasafni Ís-
lands í dag. Boðið verður upp á
hádegistónleika vikulega út apríl
þar sem fram koma auk Sunnu
sjálfrar píanistinn Anna Gréta
Sigurðardóttir, fiðluleikarinn og
söngkonan Greta Salóme Stef-
ánsdóttir, sellóleikarinn Þórdís
Gerður Jónsdóttir og söngkonan
María Magnúsdóttir.
„Bandaríski píanistinn Myra
Melford er í tónleikaferðalagi um
Evrópu og ætlar að stökkva til Ís-
lands og spila 21. mars. Það er
mikill fengur að fá erlendar djass-
konur til að koma fram, ekki síst
konur sem spila á hljóðfæri sem
fáar konur spila á hérlendis til að
sýna breiddina í hljóðfæraskipan-
inni,“ segir Sunna og nefnir í því
samhengi þýska kontrabassaleik-
arann Eva Kruse sem kemur fram
á tónleikum raðarinnar 18. apríl.
„Djassgeirinn hefur lengi verið
afar karllægur með þeim afleið-
ingum að stelpur í tónlistarnámi
sjá ekki leið inn í bransann og
velja fremur að hætta í tónlist og
snúa sér að öðru. Markmiðið með
tónleikaröðinni er að hvetja
tónlistarfólk af báðum kynjum til
að skapa ný verkefni í samein-
ingu.“
Aðspurð segist Sunna auðveld-
lega geta skipulagt vikulega tón-
leika í allt sumar og næsta vetur.
„Vonandi verður framhald á tón-
leikaröðinni en það fer auðvitað
eftir aðsókn,“ segir Sunna og
hrósar happi yfir góðu samstarfi
við Listasafn Íslands. „Þarna er
list í húsi listar, sem verður von-
andi til þess að tónleikagestir
njóti í leiðinni myndlistar og öf-
ugt,“ segir Sunna.
Miðar eru seldir við innganginn
og almennt miðaverð er 1.500
krónur en aðgangur er ókeypis
fyrir grunnskólabörn.
„Þarna er list í húsi listar“
MARKMIÐIÐ AÐ FJÖLGA FYRIRMYNDUM KVENNA
Stjórnandi Sunna Gunnlaugsdóttir.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Lau 8/4 kl. 20:00 158. s Fös 28/4 kl. 20:00 162. s Lau 20/5 kl. 20:00 166. s
Þri 11/4 kl. 20:00 159. s Lau 6/5 kl. 20:00 163. s Fim 25/5 kl. 20:00 167. s
Mið 19/4 kl. 20:00 160. s Fös 12/5 kl. 20:00 164. s Fös 26/5 kl. 20:00 168. s
Lau 22/4 kl. 20:00 161. s Fös 19/5 kl. 20:00 165. s Lau 27/5 kl. 20:00 169. s
Glimmerbomban heldur áfram!
Úti að aka (Stóra svið)
Mið 1/3 kl. 20:00 Fors. Fös 10/3 kl. 20:00 aukas. Mið 22/3 kl. 20:00 8. sýn
Fim 2/3 kl. 20:00 Fors. Lau 11/3 kl. 20:00 4. sýn Fös 24/3 kl. 20:00 aukas.
Fös 3/3 kl. 20:00 Fors. Sun 12/3 kl. 20:00 5. sýn Lau 25/3 kl. 20:00 9. sýn
Lau 4/3 kl. 20:00 Frums. Fös 17/3 kl. 20:00 6. sýn Sun 26/3 kl. 20:00 10. sýn.
Sun 5/3 kl. 20:00 2. sýn Lau 18/3 kl. 20:00 aukas. Fim 30/3 kl. 20:00 aukas.
Fim 9/3 kl. 20:00 3. sýn Sun 19/3 kl. 20:00 7. sýn Fös 31/3 kl. 20:00 aukas.
Sprenghlægilegur farsi eins og þeir gerast bestir.
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Sun 5/3 kl. 13:00 35. s Sun 26/3 kl. 13:00 38. s Sun 23/4 kl. 13:00 41. s
Sun 12/3 kl. 13:00 36. s Lau 1/4 kl. 13:00 39. s Sun 30/4 kl. 13:00 42. s
Sun 19/3 kl. 13:00 37. s Lau 8/4 kl. 13:00 40. s Sun 7/5 kl. 13:00 43. s
Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar
Vísindasýning Villa (Litla svið )
Lau 4/3 kl. 13:00 9. sýn Sun 12/3 kl. 13:00 11. sýn
Sun 5/3 kl. 13:00 10. sýn Sun 19/3 kl. 13:00 Táknmáls.
Ferðalag fyrir börn um töfraheim vísindanna.
Illska (Litla sviðið)
Fim 2/3 kl. 20:00 Fös 10/3 kl. 20:00
Fös 3/3 kl. 20:00 Lau 11/3 kl. 20:00
Samstarfsverkefni við Óskabörn ógæfunnar - Aðeins þessar sýningar
Fórn (Allt húsið)
Fim 16/3 kl. 19:00 Frums. Mið 29/3 kl. 19:00 3. sýn Sun 9/4 kl. 19:00 5 sýn
Fim 23/3 kl. 19:00 2. sýn Sun 2/4 kl. 19:00 4. sýn
Sköpunarkrafturinn ræður ríkjum um allt leikhúsið
Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið)
Þri 21/3 kl. 10:00 Mið 22/3 kl. 11:30 Fim 23/3 kl. 13:00
Þri 21/3 kl. 11:30 Mið 22/3 kl. 13:00 Fös 24/3 kl. 10:00
Þri 21/3 kl. 13:00 Fim 23/3 kl. 10:00 Fös 24/3 kl. 11:30
Mið 22/3 kl. 10:00 Fim 23/3 kl. 11:30
Uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í.
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is
40 ára
Stýrðu birtunni heima hjá þér
OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Íslensk framleiðsla eftir máli
Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku
PLÍ-SÓL GARDÍNUR
Frábær lausn fyrir hallandi og óreglulega glugga