Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Side 6
Khalid Masood var 52 ára fjölskyldu-maður, breskur í húð og hár, fæddur ájóladag árið 1964 í bænum Dartford í
Kent. Masood komst í heimsfréttirnar í vik-
unni þegar hann varð fjórum að bana og særði
fjölda fólks á nágrenni þinghússins í Lund-
únum áður en lögregla skaut hann til ólífis.
Maðurinn var skírður Adrian Russell Elms
en gegndi síðan í mörg ár ættarnafninu Ajo,
eftir að móðir hans giftist fósturföður drengs-
ins þegar sá litli var tveggja ára.
Snerist hann í fangelsi?
Masood, sem hefur reyndar notast við ýmis
nöfn í gegnum tíðina – t.d. Khalid Choudry –
tók upp núverandi nafn eftir að hann snerist til
íslamstrúar. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær það
gerðist eða hvers vegna, en líkur eru leiddar
að því að Masood hafi tekið trúna þegar hann
sat á bak við lás og slá, að nálgast fertugt, eftir
gróft ofbeldisverk. Mörg dæmi eru sögð um að
kynni af íslömskum glæpamönnum innan
fangelsisveggja í Evrópu leiði til þess að menn
gangi Múhameð spámanni á hönd. Fyrir rétti,
áður en hann var dæmdur til fanga-
vistar, gaf maðurinn alltént ekki
upp íslamska nafnið sem hann
notaði síðustu ár.
Fram hefur komið í frétt-
um í Englandi að Masood hafi
gifst íslamskri konu árið
2004 og þau flutt til Sádi-
Arabíu árið eftir. Þar ku
hann hafa starfað við ensku-
kennslu en þau snúið heim á
ný árið 2009. Yfirvöld
hafa ekki staðfest
þessar fregnir.
sem hann bjó í töluverðan tíma, þar til í desem-
ber síðastliðnum þegar fjölskyldan, hann,
eiginkona og að minnsta kosti eitt ungt barn,
virtist gufa upp. Þau fluttu burt án þess að
kveðja kóng, prest eða nokkurn nágranna.
Sérfræðingar engu nær
Sérfræðingar lögreglunnar hafa velt vöngum
síðan á miðvikudag um hvað manninum gekk
til. Margir spurðu: Hefur árásin eitthvað með
það að gera að Masood er íslamstrúar?
Hryðjuverkasamtökin sem kalla sig Ríki ísl-
ams biðu ekki boðanna heldur lýstu því yfir í
gær að Masood hefði unnið voðaverkin í þeirra
nafni. Ekkert bendir þó til þess að nokkuð sé
að marka yfirlýsinguna og bent hefur verið á
að þátttakendur í hinu heilaga stríði í nafni ísl-
ams séu alla jafna miklu yngri en Masood, þótt
vissulega séu undantekningar frá því.
Yfirheyrslur yfir þeim handteknu höfðu síð-
degis í gær ekki leitt neitt í ljós sem varpað gat
ljósi á málið. Var Masood ef til vill bara „venju-
legur“ brjálæðingur og ekki með nokkru móti
hægt að útskýra framferðið?
Hvað gekk
honum til?
Hvað veldur því að fjölskyldufaðir gerist hryðjuverkamaður?
spyr The Independent á forsíðu á föstudaginn. Margir velta því
fyrir sér en enginn er nokkru nær um ástæðu þess að 52 ára
Breti drap fjóra og særði fjölda annarra í miðborg Lundúna.
„Rannsókn okkar snýst um að reyna
að skilja hvað vakti fyrir manninum,
hvernig hann undirbjó sig og hvort
hann átti sér vitorðsmenn,“ sagði
fulltrúi lögreglunnar í gær, föstu-
dag. Þá höfðu ellefu verið hand-
teknir, á aldrinum 21 til 58 ára, bæði
í Lundúnum og Birmingham, þar
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.3. 2017
Khalid Masood, sem þá gekk reynd-
ar undir nafninu Adrian Elms, var
ekki í hávegum hafður af þorps-
búum í Nortiam í austurhluta Sus-
sex eftir atvik á vinsælli krá árið
2000. Hann bjó þar á þessum tíma.
Eftir deilur við ónefndan mann;
sumir segja reyndar að sá hafi ögr-
að Elms með kynþáttaníði, dró
hann upp hníf og risti í kinnina á
eldri manni sem hugðist stilla til
friðar. Var sá góði maður merktur
að eilífu enda hvorki meira né
minna en átta sentímetra svöðusár
sem hann uppskar. Fram hefur kom-
ið í fréttum að eftir uppákomuna á
kránni hafi Elms verið útskúfaður í
bænum.
Útskúfaður
eftir ofbeldi
’
Við óttumst ekki og munum aldrei bugast
frammi fyrir hryðjuverkamönnum.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
’
Íbúar Lundúna munu aldrei láta
hryðjuverk buga sig.
Sadiq Khan, borgarstjóri.
ERLENT
SKAPTI HALLGRÍMSSON
skapti@mbl.is
MEXÍKÓ
MEXÍKÓBORG Kornkaup-
endur í Mexíkó gætu sett krók
á móti bragði vegna hótana
Donalds Trumps Bandaríkja-
forseta um stórauknar
tollahækkanir á mexíkóskar
vörur. Þeir hafa í áratugi alið
búfé á bandarísku korni, sem
þeir kaupa fyrir milljarða dollara
ár hvert – aðallega frá Iowa,
Norður-Dakóta, Kansas, Missouri
og Nebraska, ríkjum þar sem
Trump fékk mikinn stuðning í
forsetakosningunum. Forsetinn
segist með tollahækkunum vilja
verja störf Bandaríkjamanna, en
það vopn gæti snúist í höndum
hans. Mexíkóar, sem eru lang-
stærstu kaupendur bandarísks
korns, eiga í viðræðum við
seljendur í Argentínu og Brasilíu.
VÍETNAM
PHUYEN Prakkarastrik þriggja víetnamskra vina á
fylliríi breyttist í martröð á dögunum þegar þeir opnuðu
flóðgáttir uppistöðulóns í PhuYen héraði í miðju
landinu. Uppskera á stóru landsvæði eyðilagðist þannig
ð fjárhagstjón er gífurlegt auk þess sem yfirvöld teljaa
ættu á að vatnsskortur verði á svæðinu yfir heitastah
ma ársins. Alls höfðu umtí
arðar lítra runnið úrtveir millj
u áður en tókst að stöðvalónin
rennslið; það jafngildir einum
800 sundlaugum í ólympíustærð,
50 metra löngum.
MYANMAR
YANGON Kona í Myanmar hefur höfðað mál gegn syni
sínum fyrir að kalla hana „hóru“ á Facebook. Sonurinn sýndi
með þessum hætti óánægju sína með samband móður
sinnar og kærasta hennar en skv. lögum sem ríkisstjórn
Aung San Suu Kyi setti í fyrra er hægt að dæma fólk í allt
að þriggja ára fangelsi fyrir meiðandi ummæli á netinu.
Lögsóknum vegna rógburðar hefur fjölgað mikið síðan.
GANA
MPOKINTA Stjórnvöld í Gana hafa lokað
um og vinsælum ferðamannastað viðafar falleg
o-fossa, í héraðinu Brong Ahofa, eftir aðKintamp
s létu lífið þegar risastórt tré féll á hóp20 mann
da sem var á sundi við fossinn. Þeir semnemen
létust krömdust og margir aðrir slösuðust alvarlega. Í framhaldinu verður farið
í sérstaka skoðun á öryggismálum við alla vinsælustu ferðamannastaði landsins.
Forsíða Independent á föstudag: Hvað veldur því að fjölskyldufaðir gerist hryðjuverkamaður?
Mynd af Khalid Masood sem
breska lögreglan birti í gær.