Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Page 8
Í FÓKUS 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.3. 2017 FJÖLSKYLDAN James Comey og eiginkona hans, Pat- rice (fædd Failor) kynntust á fyrsta ári hennar í há- skóla, þegar þau stunduðu nám í William and Mary College í Williamsburg í Virginíu. Hjónin eignuðust sex börn og eru fimm á lífi. Árið 1995 urðu þau fyrir því áfalli að níu daga gamall sonur þeirra, Collin, lést vegna B-streptókokkabakteríu. Patrice birti opið bréf í dagblaðinu The Baltimore Sun mánuði eftir andlát hvítvoðungsins þar sem hún sagði frá reynslu hjónanna og barna þeirra. „Ég vil ekki að nokkur önnur fjölskylda þurfi að þjást vegna harm- leiks sem svo auðvelt er að koma í veg fyrir,“ skrifaði Patrice. Hún upplýsti í bréfinu að 15 til 30% fullorð- inna, heilbrigðra kvenna væru með umrædda bakteríu en þó einkennalausar. Auðvelt væri að komast að því með skimun hvort verðandi móðir væri með bakt- eríuna, heppilegast á 35. til 37. viku meðgöngu. Eftir það yrði hægt að meðhöndla konuna með mildum sýklalyfjum og hefja síðan lyfjagjöf á barninu strax eftir fæðingu, áður en bakterían skaðar heila eða mænu. Staðreyndin væri reyndar sú að innan við fjögur pró- sent barna sýktra mæðra sýktust einnig. James Comey og Patrice ásamt börnum þeirra fimm sem lifa. Misstu níu daga gamlan son JAMES BRIEN COMEY Forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hefur verið mjög í kastljósi fjölmiðla undanfarna daga. Hann staðfesti, þar sem hann sat fyrir svörum leyniþjónustunefndar Bandaríkjaþings, að til rannsóknar væru meint afskipti rússneskra stjórnvalda af forsetakosning- unum vestanhafs í haust og tengslum þeirra við framboð Donalds Trumps núverandi forseta. Þá svaraði hann því til að engar sannanir væru fyrir þeim staðhæfingum Trumps að forveri hans í starfi, Barack Obama, hefði látið hlera síma hans í aðdraganda kosninganna. Forstjóri FBI, James Brien Comey, ber höfuð og herðar yfir flesta sam- ferðamenn sína enda 203 cm hár, en þó er ekki líklegt að Trump líti upp til hans um þessar mundir, frekar en Hillary Clinton þegar Comey tilkynnti, tíu dögum fyrir forsetakosningarnar í haust, að rannsókn væri hafin á ný á tölvupóstum hennar þegar Clinton var utanríkisráðherra. Gekk hún svo langt að kenna Comey, og Vladimír Pútin Rússlandsforseta, um að hún tap- aði kosningunum. Svo fór reyndar að FBI taldi ekki ástæðu til frekari aðgerða vegna tölvupóstanna, en skaðinn var skeður að mati Clinton. Eftir að námi lauk starfaði Comey lengi sem lögfræðingur hjá hinu opinbera, síðast saksóknari í New York, áður en hann varð aðstoðar- dómsmálaráðherra í ríkisstjórn George Bush í desember 2003. Starfinu gegndi hann þar til í ágúst 2005 þegar hann hóf störf í einkageiranum, sem lögfræðingur og varaforseti Lockheed Martin, stórfyrirtækis á sviði flugvélaframleiðslu og tækni-, varnar- og öryggismála af ýmsu tagi. Árið 2010 lét Comey af störfum hjá Lockheed Martin og starfaði um tíma í fjármálageiranum, þar til hann tók við stjórn FBI. Comey var yfirlýstur repúblikani árum saman og því vakti nokkra at- hygli að forseti Demókrata- flokksins skipaði hann for- stjóra FBI. Comey studdi John McCain fjárhagslega í baráttunni 2008 þegar hann laut í lægra haldi fyrir Obama og Mitt Romney 2012, þegar Obama hafði aftur betur í for- setakosningunum. Comey hefur verið óflokks- bundinn síðan hann varð for- stjóri FBI. skapti@mbl.is REYNSLA James Comey varð á unglingasaldri fyrir óskemmtilegri lífsreynslu ásamt bróður sínum. Glæpamaður, sem hafði nauðgað tveimur barnapíum á svæðinu, braust inn á heimili fjölskyldunnar í New Jersey þegar bræðurnir voru tveir heima, beindi að þeim byssu og læsti inni á baðherbergi á meðan hann leitaði verðmæta. Bræðurnir komust út um glugga, rákust þá á manninn en komust inn, læstu á eftir sér og hringdu í lögregluna. Comey hefur sagt að vegna atviksins viti hann hve sál- fræðilega erfitt það getur verið að lenda í klóm glæpamanna. Haldið föngnum Bræðurnir Peter, til vinstri, og James Comey fyrir utan gluggann þar sem þeir komust út þegar glæpamaðurinn braust inn í hús fjölskyldunnar á sínum tíma. AFP NÁM Comey lagði stund á efnafræði í William and Mary háskólanum. Einu sinni á leið í tíma, á öðru ári, vakti orð á upplýs- ingatöflu á ganginum at- hygli hans: Dauði. Þar var auglýst námskeið í trúar- bragðadeildinni, og lýs- ingin á því vakti áhuga Comeys. Hann gat komið námskeiðinu um dauðann inn í stundatöflu sína og út- skrifaðist á endanum úr skól- anum með BA-próf bæði í efnafræði og trúarbragðafræð- um. Seinna lærði Comey lög- fræði í Chicago-háskóla. Comey segir nám í trúar- bragðafræði hafa breytt miklu; vegna þess mæti hann hverju við- fangsefni með opnum huga, eigi betra með að skilja allar hliðar mála og að setja sig inn í deilur. James Comey flytur hátíðarræðu við skólasetningu í William and Mary. Flestir líta upp til hans James Comey með Obama forseta og eiginkonunni Patrice, þegar hann tók við embætti forstjóra FBI. AFP ’Comey studdi tvo repú-blikana í forsetakosn-ingum gegn Obama, báðirlutu í lægra haldi en demó- kratinn Obama skipaði hann síðar forstjóra FBI. AFP Donald Trump forseti, fyrir miðju, fundar með stjórnendum helstu öryggis- og leyniþjónustu- stofnana. Mike Pence varaforseti tekur í hönd Comeys, Joseph Clancy, forstjóri CIA til vinstri. Mikilvægt námskeið um dauða VEISLUÞJÓNUSTA MARENTZU www.marentza.is - 553 8872 - info@marentza.is Allar gerðir af veislum sérsniðnar að þínum þörfum • Fermingarveislur • Brúðkaup • Erfidrykkjur • Veitingar fyrir fundi • Móttökur • Útskriftir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.