Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Blaðsíða 18
STJÓRNMÁL
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.3. 2017
S
álarlíf leiðtoga og skilningur og mis-
skilningur í alþjóðastjórnmálum
hefur verið viðfangsefni Roberts
Jervis í hartnær hálfa öld. Bók hans
Perception and Misperception in
International Politics frá 1976 er skyldulesning
þeirra sem leggja fyrir sig alþjóðastjórnmál í
stjórnmálafræði. Í liðnum mánuði kom út hjá
Princeton University Press bókin How States-
men Think: The Psychology of International
Politics eftir Jervis, sem er prófessor í al-
þjóðastjórnmálum við Columbia-háskóla í New
York og hefur kennt þar frá 1980. Í bókinni er
að finna greinar sem hann hefur birt á liðnum
árum og gera skil sýn hans á efnið. Það er óhætt
að segja að titill bókarinnar, Hvernig leiðtogar
hugsa, hitti í mark. Í það minnsta hefur lítið
annað verið rætt eftir að Donald Trump var
kjörinn forseti Bandaríkjanna í nóvember í
fyrra.
„Yfirleitt hafa þeir sem kjörnir eru forsetar
ákveðna sýn í alþjóðastjórnmálum,“ segir Jerv-
is. „Hann er mjög áhugaverð undantekning að
einu leyti. Almenna reglan er sú að fólk fer sér
hægt í að skipta um skoðun. Flestir þeir sem
verða forsetar hafa hugsað um utanríkismál,
eitthvað tekist á við málefnið og mótað sér sýn á
heiminn og önnur lönd. Hún getur breyst með-
an þeir sitja í embætti en það gerist hægt.
Trump hefur sýn á heiminn en ekki sérstaklega
á alþjóðastjórnmál. Við sjáum þennan óstöð-
ugleika í sýn hans á Rússland og Kína. Fyrst
segir hann, kannski ættum við að hverfa frá
stefnunni um eitt Kína, en kúvendir þegar það
veldur uppnámi. Snöggar breytingar á borð við
þetta eru óvenjulegar. Ég held að það sé vegna
þess að hann er ekki með fastmótaða afstöðu til
annarra landa.“
Bandaríkjamenn alltaf hlunnfarnir?
Jervis segir að hjá Trump megi á hinn bóginn
sjá almenn viðhorf til heimsins, sem hann hafi
látið í ljósi löngu áður en hann varð forseti. Vís-
ar Jervis þar til auglýsinga sem Trump birti í
New York Times fyrir nokkrum áratugum þess
efnis að Bandaríkjamenn láti alltaf hlunnfara
sig.
„Það skiptir ekki máli hverjir eru þar að
verki,“ segir hann. „Það eru andstæðingar,
bandamenn, við höfum aldrei fengið góðan
samning, við berum hlutfallslega meiri byrðar,
við höfum ekki haft nógu slungna og harðsnúna
leiðtoga. Þessi afstaða ber vitni viðhorfum um
að græði annar tapi hinn. Vissulega getur verið
vit í því að taka upp samninga og semja upp á
nýtt. Sérfræðingar segja mér að hægt sé að
gera breytingar á fríverslunarsamningi Norð-
ur-Ameríku, NAFTA, sem myndu vera öllum til
hagsbóta. Það er hins vegar ekki það viðhorf
sem hann hefur fram að færa. Því má bæta við
að hann hefur ekki sterka tilfinningu fyrir því
hverjir eru óvinir hans og vinir.“
Sú fullyrðing að Bandaríkjamenn fari halloka
í öllum samskiptum við umheiminn kann að
hljóma undarlega í eyrum annarra ríkja, ekki
síst þar sem öflugasta ríki heims á í hlut.
„Þessi sýn á heiminn er áhyggjuefni,“ segir
Jervis. „Stóra spurningin, ekki bara fyrir fræði-
menn heldur alla, er að hve miklu leyti utanrík-
isstefna hans muni þegar upp er staðið end-
urspegla persónulegar skoðanir hans. Þarna
kemur tvennt til greina. Afstaða hans gæti
breyst. Það er líklegt í samskiptum við einstök
lönd, sérstaklega þegar kemur að samskiptum
við leiðtoga. Hann virðist halda að lyndi honum
vel við leiðtogann verði samskiptin við landið
góð, sem er stórfurðulegur samsláttur. Við vit-
um að gott persónulegt samband getur mildað
ágreining og slæmt samband gert illt vera, en
það ræður ekki úrslitum. Oft er mjög almenni-
legt fólk leiðtogar landa sem við eigum í ágrein-
ingi við og stundum geta bandamenn okkar ver-
ið undir forystu manna sem maður vildi helst
ekki vera með í herbergi. Hann virðist slá þessu
saman og það kann að endurspegla sjálfshrifn-
ingu hans, sem kemur fram í að hann heldur að
heimurinn hverfist um sig.“
Jervis segir að það gæti mildað framgöngu
Trumps í utanríkismálum komi honum vel sam-
an við erlenda leiðtoga, en líklegra sé að emb-
ættismannakerfið, þingið og kjósendur bremsi
hann af. Aðrir leikendur á alþjóðasviðinu geti
líka haft áhrif, segir Jervis, og nefnir Mexikó.
„Það er ólíklegt að Mexíkóar muni borga fyr-
ir múrinn, jafnvel þótt Trump reisi hann,“ segir
Jervis. „Hann hefur talað um að skera niður að-
stoð til Mexíkó og láta féð renna til múrsins, en
mikið af því fé sem fer til Mexíkó er notað í hluti
sem koma okkur til góða. Það á sérstaklega við
um sameiginlegar öryggisráðstafanir. En við
vitum ekki hversu agaður hann verður og hvaða
skorður heimurinn sem hann þarf að fást við
mun setja honum.“
Spurningin er ekki aðeins hvernig Trump
skilur heiminn, heldur hvernig heimurinn skilur
Trump, hvernig aðrir leiðtogar muni túlka orð
hans og meta hvað hann hefur í hyggju. Um þá
spurningu ætlaði Jervis að fjalla í tíma sama
dag og viðtalið fór fram.
„Ég hef sagt við nemendur mína að ég myndi
elska að lesa skeyti frá sendiráðum hér um
Trump,“ segir hann. „Ég veit ekki hversu vel
þau eru dulkóðuð – hvernig er dulkóðunin hjá
ykkur? – en ég er viss um að NSA (Þjóðar-
öryggisstofnunin) getur séð samskipti ein-
hverra þeirra og þá er spurningin hvort þeir
sýni Trump skeytin.“
Hinn raunverulegi Trump?
Jervis segir að Trump hafi sýnt á sér ýmsar
hliðar frá því hann tók við embætti og ber sam-
an þegar hann ávarpaði Bandaríkjaþing í lok
febrúar og umtalaðan blaðamannafund tæpri
viku áður.
„Það var ekki gríðarlegur munur á innihaldi í
ávarpinu á þingi og því sem Trump sagði á
blaðamannafundinum. Tónninn í þingræðunni
var hins vegar hófstilltur, þarna var agi og yfir-
vegun sem gaf til kynna að þar færi maður sem
hægt væri að eiga samskipti við. Á blaðamanna-
fundinum gekk Trump af göflunum. Í sendiráð-
um og utanríkisráðuneytum hlýtur spurningin
að vera hvaða Trump muni mæta þegar haldnir
verða leiðtogafundir. Það sama á við skapist
neyðarástand í alþjóðamálum. Mun sá Trump
sem birtist á þinginu mæta á leiðtogafundinn en
sá sem var á blaðamannafundinum láta til sín
taka í neyðarástandinu? Svör þeirra eru örugg-
lega ólík frá einu sendiráði til annars og ég hef
ekki svar.“
Erfitt er að finna ólíkari forseta en Trump og
Barack Obama, forvera hans. Nálgun Obama
við alþjóðamál var nánast fræðileg en Trump
virkar hvatvís og óútreiknanlegur.
„Í tíð þess fyrri var viðkvæðið „ekkert drama
hjá Obama“,“ segir Jervis. „Sagt er að hann hafi
alltaf verið rólegur. Ég hef ekki hitt hann en
fyrrverandi nemendur mínir voru í háum stöð-
um og sátu marga mikilvæga fundi. Að þeirra
sögn var enginn munur á Obama hvort sem
hann var á lokuðum fundum eða kom fram op-
inberlega. Þeir kunnu að meta að hann hvatti til
umræðna en viðurkenndu á hinn bóginn að
fundirnir hefðu verið endalausir og oftar verið
farið yfir sömu hlutina en nauðsynlegt var.
Hann hefði ekki verið óákveðinn vegna þess að
hann hefði forðast að taka ábyrgð, heldur hefði
hann viljað hugsa hlutina til enda og að aðrir
gerðu það sama. Það kom fyrir að hann skipti
um skoðun og nefni ég þar sérstaklega
sprengjuárásirnar á Sýrland, hvort leita ætti
samþykkis þingsins eða ekki. En það er hægt að
rekja hvernig hann bar sig að og hugsaði, hvort
sem það var rétt eða rangt. En Trump minnir
mig á þegar afastrákurinn minn var sjö ára.
Hann var alltaf að skipta um skoðun og skipta
skapi. Tökum pyntingar. Upphaflega sagði
hann að hann teldi að pyntingar væru óskilvirk
yfirheyrsluaðferð. Svo hittir hann James Mattis
varnarmálaráðherra og segir að hann hafi sann-
fært sig um að svo væri ekki. Nokkrum vikum
síðar segist hann svo telja að pyntingar séu
óskilvirkar, en Mattis fái að ráða för. Þarna
kemur hvatvísin fram og skorturinn á dýpt.“
Jervis segir ljóst að Obama hafi lært af
reynslunni eftir því sem leið á valdatíma hans. Á
fyrsta árinu hafi hann í tvígang endurskoðað
stöðu mála í Afganistan og ákveðið að senda
fleiri hermenn. Það kunni að hafa verið rétt,
þótt Jervis leyfi sér að efast, en ekki hafi verið
vel að málum staðið og Obama hafi vitað það og
lært af því.
„Tökum síðan Trump og árásina í Jemen,“
segir hann og vísar til fyrstu hernaðar-
aðgerðarinnar sem hinn nýi forseti veitti
heimild til. Bandarískur sérsveitarmaður lést í
árásinni og 29 óbreyttir borgarar féllu. „Ég
veit ekki meira en almenningur. Það getur
verið að aðgerðin hafi tekist þrátt fyrir mann-
fallið. Það gæti einnig verið að aðgerðin hafi
verið vandlega skipulögð. Við höfum tilhneig-
ingu til að tengja árangur við gott skipulag en
það þarf ekki að vera og heppni getur skipt
máli. En það er augljóst að af þessu má læra.
Ég myndi byrja á að benda á að taka ekki svona
ákvarðanir við kvöldmatarborðið. Þannig virð-
ist þetta hafa verið gert. Það þarf að skoða allar
hliðar og kanna og fullvissa sig um að herfor-
ingjarnir hafi unnið heimavinnuna sína í stað
þess að gefa sér það. Ég hef ekki áhyggjur af
þessu út af því að aðgerðin mistókst, heldur
vegna þess að ég tel að hann hafi ekki lært
neitt, hann átti sig ekki á að hann gerði mistök.
Það er ekkert til að skammast sín fyrir, heldur
Hugrekkið til
að sofa illa
á nóttunni
Í alþjóðastjórnmálum eigast við leiðtogar með ólíkan bak-
grunn og skap. Villuljós, meinlokur og glapsýni hrjá þá og
oft má lítið bera út af til að eitthvað fari úrskeiðis. Sérgrein
Roberts Jervis er skilningur og misskilningur í alþjóða-
pólitík og nýjasta bók hans heitir Hvernig leiðtogar hugsa.
Karl Blöndal kbl@mbl.is Donald Trump og Barack Obama takast í hendur við embættistöku hins fyrrnefnda í Washington
20. janúar á þessu ári. Vart er hægt að hugsa sér ólíkari leiðtoga.
AFP
Saddam Hussein hleypir af í desember árið 2000. Bandarískum ráðamönnum þótti útilokað að
Hussein drægi eftirlitsmenn á asnaeyrum ef engin væri gereyðingavopnaáætlunin.
Reuters
Robert Jervis