Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Qupperneq 20
Þ
að fer ekki mikið fyrir plássinu á
skrifstofu skólastjórans við List-
dansskóla Íslands. Bunkar af
skjölum liggja á skrifborðinu,
ásamt saumavél sem vekur for-
vitni blaðamanns. Guðmundur hefur í nógu að
snúast enda stutt í afmælissýningu í tilefni af
65 ára afmæli skólans, en hann var stofnaður
árið 1952 í Þjóðleikhúsinu og hét þá Listdans-
skóli Þjóðleikhússins.
Við komum okkur fyrir og ræðum um dansinn,
listformið sem hefur fylgt honum nánast alla ævi.
Guðmundur útskýrir fyrir blaðamanni, sem
aldrei hefur stigið ballettspor, að listdans sé í
raun annað orð yfir ballett. „En orðið nær yfir
nútímadans líka, sem er reyndar mjög vítt
hugtak,“ útskýrir hann.
Dansað ballett frá sextán ára aldri
Guðmundur hóf nám í Listdansskóla Þjóðleik-
hússins sextán ára gamall. „Þá var ég búinn að
vera að fikta aðeins í „freestyle“-dönsum. Ég
var í skólanum þegar hann var fluttur hingað á
Engjateig,“ segir hann. Þaðan lá leiðin til Sví-
þjóðar þar sem hann lærði við Konunglega
sænska ballettskólann og lauk hann þar stúd-
entsprófi í dansi. Eftir heimkomuna dansaði
Guðmundur með Íslenska dansflokknum og
kenndi við skólann. „Ég hætti svo að dansa
með dansflokknum árið 2004, en þá var ég
kominn á aldur eiginlega, líkaminn farinn að
segja til sín,“ segir hann og brosir. Hann segir
algengast að dansarar hætti á milli þrítugs og
fertugs. Guðmundur hélt þá út til New York
og lagði stund á meistaranám í dansi. Eftir
námið kenndi Guðmundur við Listdansskólann
og tók svo við skólastjórastöðunni árið 2012.
Við skólann er grunn- og framhaldsdeild en
sjö stig eru í grunndeildinni. Inntökupróf eru
haldin á hverju vori í báðum deildum. „Okkur
er uppálagt að halda uppi gæðum en við erum
með styrktarsamning við menntamálaráðu-
neytið. Þetta nám er hugsað til að búa til at-
vinnudansara. Eða undirbúa nemendur fyrir
frekara nám eða starf í greininni og þá þurfum
við að horfa krítískum augum á umsækj-
endur,“ segir Guðmundur.
Áhugi drengja jókst eftir Billy Elliot
Í skólanum eru í dag um 130 nemendur, í
grunn- og framhaldsdeild og eru stúlkurnar í
miklum meirihluta nemenda. „Það eru í það
heila um 10-15 strákar í skólanum þannig að
hlutfallið er ekki mjög hátt. En það hefur bæst
aðeins við eftir að Billy Elliot var sýndur, það
kom smákippur. Það er gaman að segja frá því
að þeir sem dönsuðu hlutverkið í Borgarleik-
húsinu eru komnir í nám til okkar núna, eftir
sýninguna. Það var ákveðið tómarúm sem
mætti þeim eftir að sýningunni lauk,“ segir
Guðmundur en þessir strákar höfðu ekki verið
í skólanum áður.
„Það voru valdir sex strákar til að fara í stífar
þjálfunarbúðir sem stóðu yfir allt sumarið og síð-
an voru valdir þrír til að taka að sér hlutverkið.
Hinir þrír komu hingað og nú er einn af þeim er-
lendis í námi. Og svo hafa þeir þrír sem léku
hlutverkið komið hingað í vetur, til þess að halda
áfram og bæta við. Þeir fengu góðan grunn. Þeir
lærðu að vinna og gera það sem þurfti fyrir hlut-
verkið en það voru einhverjar gloppur í kunn-
áttu þeirra,“ útskýrir Guðmundur. „Við fylgjum
ákveðinni námskrá og krakkar læra spor og
tækni í ákveðinni röð og þú byggir alltaf ofan á
grunninn. Þannig að við erum svona að bæta í
götin hjá þeim og þeir standa sig rosa vel,“ segir
Guðmundur og bætir við að þeir hafi í raun feng-
ið áhuga á dansi vegna sýningarinnar.
„Ég held það hafi verið plantað fræi sem
þeir finna að þarf að vökva og hlúa að.“
Nám til að búa til atvinnudansara
Er verið að leggja grunn að framtíðarstarfi í
dansi hjá krökkunum í skólanum?
„Já, það er með þetta eins og margt annað
listnám. Flestir atvinnuhljóðfæraleikarar
byrja ungir í hljóðfæranámi. Það er svipað
með þetta. Það fer kannski eftir því hvernig
dans þú leggur fyrir þig, en ef þú ætlar að vera
sterkur klassískur dansari eða nútímadansari,
þá er betra að byrja fyrr og leggja grunninn.
Til að þjálfa líkamann. Við erum í dansinum
alltaf að ögra líkamanum, hoppa hærra, gera
brjálaða snúninga. Við erum að leika okkur
með þessi mörk, hvað getum við gert með lík-
amanum. Og því fyrr sem við byrjum að aga
hann og ná stjórn á þessu tæki okkar sem lík-
aminn er, því betra.“
Eru stífar æfingar hjá krökkunum?
„Yngstu börnin eru þrjá og hálfan tíma í
viku en smám saman eykst æfingaálagið.
Þetta fer upp í tuttugu tíma á viku hjá elstu
krökkunum. Þetta reynir á líkamann og blöðr-
ur eru vel þekktar í þessum heimi, brunasár
líka í nútímadansinum þar sem þú ert að renna
þér eftir gólfinu. En þetta er harðgert fólk get-
ur maður sagt,“ segir Guðmundur. „Þau þurfa
að búa yfir bæði líkamlegum og andlegum
kostum. Þau þurfa að vera bæði liðug og sterk.
Svo er það andlega hliðin, það þarf rosalega
mikinn sjálfsaga og metnað. Krakkarnir læra
líka mikið að vinna í hóp,“ segir hann. „Þetta
er svolítið spes heimur.“
Heimsótti vöggu ballettsins
Guðmundur segir að margir nemendur leggi
dansinn fyrir sig að loknu námi. „Það hafa
mjög margir, ef ekki flestir, íslenskir atvinnu-
dansarar komið úr þessum skóla. Þetta er allt
frá Helga Tómassyni til stelpna sem dönsuðu í
Eurovision-atriði. Það er mikil breidd í þessu,“
segir Guðmundur sem nefnir að ekki sé verra
fyrir leikara að kunna eitthvað fyrir sér í
dansi. Sá sem náð hefur lengst af íslenskum
dönsurum frá upphafi er án efa Helgi Tóm-
asson. „Hann átti farsælan dansferil sjálfur
sem dansari og tók svo við San Francisco-
ballettinum og hefur stýrt honum í að vera
einn af bestu flokkunum í Bandaríkjunum. Við
lítum á hann sem okkar fyrirmynd. Og sá nem-
andi þessa skóla sem hefur náð lengst. Það
hangir mynd af honum hérna.“
Kennslan hefur þróast í gegnum árin, að
sögn Guðmundar. „Það hefur bæst mjög mikið
við síðan ég var sjálfur í skólanum. Ég var að-
allega í ballett og nútímadansi en nú er kennd
mismunandi nútímadanstækni, þau fara í
spunatíma, þau læra að semja dansa, þau fara í
listdanssögu. Þannig að námið er í raun miklu
dýpra núna,“ segir hann og bætir við að kenn-
arar séu duglegir að sækja námskeið erlendis,
lesa sér til og miðla áfram til nemenda. „Við
erum alltaf að reyna að þróa kennsluna og að-
ferðafræðina og finna leiðir til að ná meira út
úr nemendum,“ segir hann.
„Ég fór í fyrra á sumarnámskeið til Parísar í
ballettskóla Parísaróperunnar, elsta ball-
ettskóla heims. Hann er stofnaður árið 1713 af
Loðvík fjórtánda. Það var mjög merkilegt að
koma þarna inn og sjá hefðina, þarna er vagga
ballettsins. Að mínu mati koma úr þessum
skóla einhverjir bestu dansarar í heimi en
skólinn er fyrst og fremst að framleiða ball-
ettdansara fyrir óperuna,“ segir hann. „Það
var mjög gaman fyrir mig að koma þangað frá
litla Íslandi!“
Að túlka tilfinningar án orða
Skólastjóri Listdansskóla Ís-
lands, Guðmundur Helgason,
hefur helgað líf sitt listdansi.
Hann stjórnar ekki einungis
skólanum heldur saumar líka
búninga, gengur í verk
húsvarðar, sinnir viðhaldi og
markaðsmálum. Í tilefni af 65
ára afmæli skólans segir hann
frá dansinum sem hann vill
að veki sérstök hughrif hjá
áhorfandanum.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
„Ég held að það séu rosalega margir sem ekki gefa
þessu listformi séns. Fólk fer kannski á eina sýningu,
finnst hún leiðinleg og fer aldrei aftur. En dansinn er
rosalega fjölbreyttur,“ segir Guðmundur.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
LISTDANS
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.3. 2017