Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Blaðsíða 21
Dans er list augnabliksins Skólinn fagnar 65 ára afmæli á árinu og af því tilefni verður stór afmælissýning sem allir nemendur skólans taka þátt í. Æfingar hafa staðið yfir í marga mánuði en sýnt verður í Borgarleikhúsinu mánudaginn 27. mars. „Við byrjum á yngstu nemendum og svo koll af kolli en það endar svo í stóru hópatriði. Þetta verður skemmtilegt að sjá. Að þessu til- efni hef ég samið nýtt númer við músík sem er mjög grand og svolítið brjáluð.“ Hvernig finnst þér Íslendingar taka dansi? „Ég átti einu sinni vin sem sagði, mér hund- leiðist ballett, ég slekk alltaf á sjónvarpinu þegar hann kemur. Hvernig veistu þá að þér finnst hann leiðinlegur? spurði ég hann,“ segir Guðmundur og hlær. „Ég held að það séu rosalega margir sem ekki gefa þessu listformi séns. Fólk fer kannski á eina sýningu, finnst hún leiðinleg og fer aldrei aftur. En dansinn er rosalega fjölbreyttur. Það er mjög erfitt að draga ályktun út frá einni sýn- ingu. Það er bara eins og að hlusta á eitt lag og þér finnst það leiðinlegt og þú hættir að hlusta á tónlist. Sem listform erum við að túlka tilfinn- ingar án orða, þó að það sé oft notaður texti í bland við hreyfingarnar. Það er mjög margt sem hægt er að segja með líkamanum sem ekki er hægt að segja með orðum. Fólk er oft hrætt við að það þurfi að skilja danssýningar en í rauninni er það ekki nauðsyn. Við viljum að sýningin veki einhver hughrif hjá þér. Þú færð einhverja tilfinningu, þú þarft ekki að skilja. Þetta er kannski frekar list augnabliksins. Það eru vissulega til verk með boðskap en það eru líka til abstrakt verk sem eru fallegar hreyf- ingar á sviði með fallegri tónlist sem skilur eftir einhverja tilfinningu hjá áhorfendum.“ Lagar búninga og saumar Blaðamaður getur ekki annað en spurt út í saumavélina sem blasir við. Af hverju er skólastjórinn með saumavél? „Já, það er góð spurning!“ segir hann og hlær. „Það er nú þannig því miður að þessi skóli er, eins og svo margir skólar sem eru að sinna þessari kennslu, undirfjármagnaður. Sem betur fer er ég handlaginn þannig að ég er í því að laga búninga og sauma jafnvel suma frá grunni,“ segir Guðmundur. „Svo er ég húsvörðurinn og sinni viðhaldi, og markaðsdeildin, það er ég,“ segir hann og brosir. „Listdansnám var gefið frjálst árið 2006 en þessi skóli var eitt sinn ríkisskóli. En svo ákvað menntamálaráðherra að það væri ekki hlutverk ríkisins að reka svona ballettskóla þó að það sé gert eiginlega alls staðar í heiminum,“ útskýrir hann en skólinn er nú einkarekinn. „Það eru fjórir skólar hér á suðvesturhorninu sem eru að kenna framhaldsstig samkvæmt námskrá. Í rauninni er enginn skólanna að fá nóg fjármagn til þess að reka námið eins og okkur er uppá- lagt samkvæmt námskránni. Þá leitar maður ýmissa leiða og kemur með saumavélina að heiman,“ segir Guðmundur. Eitt par af táskóm á viku Spurður um skólagjöld segir Guðmundur: „Skólagjöldin mega ekki hækka það mikið að nemendur detti úr náminu af því að fólk hefur ekki efni á því. Nýlega var í fréttum þessi um- ræða um fimmtíu þúsund króna fimleikabún- ing til dæmis. Það er kostnaður við þetta nám sem að krakkarnir bera annars, stelpurnar sem eru á klassísku brautinni þurfa að kaupa sér táskó og þeir eru dýrir. Og þú ert að fara með nokkur pör yfir árið,“ segir hann en parið kostar u.þ.b. 15-20 þúsund krónur. „Nem- endur sem dansa mikið fara jafnvel með eitt par á viku. Og ef þú ert að dansa aðalhlutverk í klassískum ballett ferðu með eitt par á hverri sýningu.“ Við sláum botninn í samtalið enda nemendur farnir að veifa til skólastjórans í gegnum gler- ið. Kannski þurfa þeir að láta laga saum- sprettu eða fá góð ráð, hver veit. Guðmundur leysir það sjálfsagt fljótt og vel, enda margt til lista lagt. ’ Það er mjög margt sem hægt er að segja með líkamanum sem ekki er hægt að segja með orð- um. Fólk er oft hrætt við að það þurfi að skilja danssýningar en í raun- inni er það ekki nauðsyn. Við viljum að sýningin veki einhver hughrif hjá þér. Þú færð einhverja til- finningu, þú þarft ekki að skilja. Þetta er kannski frekar list augnabliksins. 26.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.