Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.3. 2017 HÖNNUN Sigurjón Pálsson húsgagnahönnuður sýnir hænursem tilheyra línu hönnunarvara og minjagripasem hann vinnur í samvinnu við Epal. „Hænurnar voru næstar á forgangslistanum, sem nær sem sagt einn- ig yfir vörur sem höfða til ferðamanna. Þar er lundinn þegar kominn og hefur slegið rækilega í gegn og hvalur kom í haust,“ útskýrir Sigurjón og bætir við að fleiri vörur úr línunni séu í pípunum. „Vegna mikils áhuga á því sem þegar er komið, einkum lundanum, höfum við þurft að endurskoða forgangsröðina og koma með nýjar áherslur. Það eru þrjár til fjórar vörur á mismunandi stigum í undirbúningi til framleiðslu og enn fleiri í hönn- unarferli.“ Hænurnar eru nýkomnar á markað en Sigurjón sýndi frumgerðir af þeim í fyrra ásamt fleiri vörum, bæði úr línunni og vörur sem hann er að hanna utan hennar. Sigurjón Pálsson vinnur hænurnar í samvinnu við Epal. Hænurnar næstar á forgangslistanum Bæði lundinn og hvalurinn hafa slegið í gegn en hænur eru nýj- asta vara Sigurjóns í framleiðslu. Marý Ólafsdóttir frumsýnir handrenndaskopparakringlu úr íslensku birki úr Kjarna-skógi og Hallormsstaðarskógi. „Það sem er einkennandi fyrir skopparakringluna er að börkur trés- ins er skilinn eftir á ystu rönd hennar. Þannig verður handverkið og uppruni efnisins áberandi fyrir vikið og nálægðin eða tilfinningin fyrir efninu verður sterkari,“ segir hún. Verkefnið vann Marý í samstarfi með föður sínum, Ólafi Ingva Ólafssyni í Bolungarvík, og hand- verksmanninum Hirti Ingasyni á Sauðárkróki. Skopparakringlan heitir Keilir og fær nafnið sitt og form frá fjallinu Keili. „En Keilir er fyrsta verkefni í nýrri línu sem kallast Heima og gengur út á samstarf við íslenskt handverksfólk eða minni framleiðslufyrirtæki, þar sem bara er unnið með íslenskan efnivið og fær varan/hluturinn inn- blástur frá náttúrunni okkar,“ útskýrir Marý og bætir við að engar tvær skopparakringlur séu eins og fá þær bæði ein- stakan karakterinn frá því að þær eru handrenndar og líka frá lifandi og ólíkum efniviðnum sem þær eru renndar úr. Marý segir hugmyndina hafa verið mörg ár í mótun og þróun. „Áhrifavaldarnir sem leiddu mig að því að fyrsta verkefnið yrði skopparakringla eru þeir að ég átti mitt fyrsta barn fyrir einu og hálfu ári síðan. Svo fyrir um ári síðan byrjuðum við pabbi að tala um verkefnið og hug- myndir og ég sagði honum hvað ég væri að spá, hann sá skopparakringlu-hugmyndirnar og sagði mér þá frá því að hann hefði oft verið að tálga skopparakringlur sem barn.“ Útfrá því þróaðist þetta og fyrsta varan varð til og nokkrar aðrar eru í vinnslu. „Með verkefninu langar mig að upp- hefja og ýta undir íslenska efniviðinn, kunnáttu, hönnun og handverk sem við höfum að geyma hér á landi. Og ég hlakka til að sjá aukna vitundarvakningu um neyslu hér bæði hjá Íslendingum og svo hjá ferðamönnum sem halda að þeir séu að kaupa íslenska framleiðslu og minjagripi.“ Varan er tilbúin fyrir markaðinn en næstu skref hafa ekki verið tekin. Hægt að fylgjast með á www.mary.is. Keilir er handrennd skopp- arakringla úr íslensku birki sem dregur nafn sitt af fjallinu Keili. Lifandi efniviður Þær Steinunn Vala,skartgripahönnuður, ogHelga Páley, myndlist- arkona, sýna nýja skartgripi undir merkjum Hring eftir hring. Á sýn- ingunni eru hálsmen úr gler- perlum, fjöðrum og þræði sem eru innblásin af þeim gjörningi þegar manneskja veiðir fisk. „Einhverjir gætu séð móta fyrir gapandi munni fisksins og beitu veiði- mannsins í hálsmenunum,“ segir Steinunn Vala en þær Helga Páley bíða afar spenntar eftir við- brögðum fólks. „Við vonum helst að það sem við höfum skapað gleðji og kveiki löngun hjá fólki til að skreyta sig á eigin máta og vera það sjálft í allri sinni dýrð. Það kann að koma einhverjum á óvart að allt skartið sem við sýnum nú á HönnunarMars er í raun viðbót og spuni upp úr skartgripalínu sem við höfum þegar kynnt til leiks og sett á markað og heitir Flugur,“ útskýrir Steinunn og bætir við að Flugurnar séu handhnýttar á sama hátt og veiðiflugur og beri hver um sig eigið nafn, enda ein- stakar hver og ein. Aðspurð segir Steinunn Fluguarmböndin og hálsmenin flest þegar komin til sölu á sölustöðum og nýjustu gerð- irnar verði það von bráðar. Skartgripir innblásnir af fiskveiðum Línan er innblásin af því þegar manneskja veiðir fisk. Vefsíða og vefverslun Hring eftir hring er www.hring.is. Samsýning framúrskar- andi hönnuða Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd er heiti á samsýningu sex hönnuða sem haldin er í Epal og er hluti af HönnuarMars. Þá eiga hönnuðir sýningarinnar það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á Íslandi og erlendis. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 www.husgagnahollin.is 558 1100 10 – 18 virka daga 11 – 17 laugardaga 13 – 17 sunnudaga 10 – 18 virka daga 11 – 16 laugardaga Ísafjörður Skeiði 1 PÁSKA TILBOÐIN Reykjavík, Akureyri og Ísafirði www.husgagnaho llin.is Komdu og vertu eins og heima hjá þér Páskatilboðin í Höllinni KIRUNA U-sófi. Hægri eða vinstri tunga. Dökkgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 301 × 200 × 78 cm 189.990 kr. 239.990 kr. AFSLÁTTUR 20% Þú finnur nýja bælinginn okkar á www.husgagnahollin.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.