Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Side 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Side 29
norrænan grunn er ég alveg eins að horfa til norrænna innflytjenda af þriðju kynslóð. Ég leyfi mér að nota margt frá innflytjendum í matargerð sem hefur farið bakaleiðina inn í matarmenninguna,“ segir Sveinn en hann bjó lengi í Noregi sem ungur maður. „Þar kynntist ég fleiri Tyrkjum og Marokkóbúum en Norð- mönnum. Svo hef ég búið lengi í Hollandi og fundið sterkt fyrir því hvernig matarmenn- ingin mætist og verður hluti af menningu þess lands. Aðlagast mjúklega,“ útskýrir Sveinn. Skelfiskrétturinn alltaf góður Maturinn sem Sveinn ber á borð fyrir blaða- mann virðist bæði ferskur og hollur. „Við reynum að hafa „healthy food for happy he- arts“. Við viljum hafa matinn hreinan en við notum samt alveg smjör, rjóma og vín í mat- argerðinni. En við erum ekki að djúpsteikja neitt og erum meðvituð í matreiðslunni.“ Spurður um sinn uppáhaldsrétt að elda seg- ir Sveinn að það sé misjafnt. „Ég er svo mikill dellukarl að það kemur alltaf nýr og nýr rétt- ur. En ég er búinn að elda þennan skelfiskrétt sem hér er uppskrift af lon og don, alla tíð í mörgum löndum.“ ’ Þegar ég tala um norrænangrunn er ég alveg eins aðhorfa til norrænna innflytjendaaf þriðju kynslóð. Ég leyfi mér að nota margt frá innflytjendum í matargerð sem hefur farið baka- leiðina inn í matarmenninguna. Það er notalegt að skreppa í síðdegiskaffi í Norræna húsið. Sumir fá nostalgíukast að sögn Sveins en margir sóttu kaffihúsið þar í gamla daga. 26.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Fyrir 4 800 gr lúða (má vera annar hvítur fiskur ) 4 stórir humarhalar í skel 8 stk ferskar hörpuskeljar í skel (eða risahörpuskeljar ) 40 stk ferskur kræklingur í skel 2 dl hvítvín safi úr ½ sítrónu 30 gr engifer 1 hvítlauksrif ½ laukur 4 msk smjör 2 dl rjómi 4 msk smjör salt og pipar Skerið lúðuna í 4 jafna bita, saltið og piprið og bakið í ofni með smá smjörklípu yfir við 200°C í 6 mín. Kljúfið humarhalana og bætið þeim inn í ofninn eftir 3 mínútur. Skerið engiferinn, laukinn og hvítlaukinn og setjið í pott ásamt hvítvíninu, sítrónusafanum og 1 matskeið af smjöri. Bætið hreinsuðum skeljunum í pottinn og látið opnast Takið skeljarnar úr pottinum, bætið rjómanum út í pottinn ásamt restinni af smjörinu, hrær- ið vel í þar til suðan kemur upp. Saltið og piprið ef þurfa þykir. Leggið lúðuna á disk ásamt skel- fisknum og hellið rjómablöndunni yfir og skreytið með ferskri jurt eftir smekk, t.d. kóríander eða kervel. RAUÐBEÐU-BERJASALAT 400 g rauðbeður salt 1 tsk broddkúmen (cumin) 2 msk rauðvínsedik 2 dl engiferöl 2 msk þurrkuð trönuber 1 rautt chili 100 gr kirsuberjatómatar Skrælið rauðbeðurnar og skerið í litla bita. Setjið þær í eldfast mót með smávegis söltuðu vatni í og bakið við 150°C í 40 mínútur. Takið út úr ofninum og kælið aðeins. Bætið broddkúmeninu, rauðvíns- edikinu og engiferölinu út í ásamt trönuberjunum, söxuðu chili og söxuðum kirsjuberja- tómat og blandið varlega sam- an. Berið fram með sjávarrétt- inum. Fiskipanna AALTO Bistro 20 ml (4 tsk) þurrkuð lofnarblóm (la- vender) eða 8 stönglar fersk lofnarblóm 250 g sykur 250 g ósaltað smjör börkur og safi úr 2 appelsínum börkur og safi úr 1 límónu 4 egg 200 g hveiti 3 tsk lyftiduft 100 g hvítar möndlur Malið lofnarblómin og sykurinn í kaffikvörn eða mortéli þar til það verður að fínu dufti. Þeytið smjörið og sykurinn með lofnarblómunum saman þar til það er orðið að léttu kremi. Handþeytið eggin aðeins og bætið saman við smjörkremið og hrærið vel í hrærivél- inni. Bætið þá saman við berkinum af ávöxtunum og safanum úr þeim báð- um og hrærið vel. Bætið dálitlu af hveitinu saman við og hrærið og síð- an restinni af hveitinu, lyftiduftinu og möndlunum og hrærið vel þar til allt hefur blandast vel saman. Penslið bökunarformið með olíu, stráið smávegis hveiti í það og hellið svo deiginu í. Bakist í forhituðum ofni við 180°C í 40 mínútur. Takið kökuna út og kælið í form- inu í u.þ.b. 15 mínútur. Smyrjið kreminu á þegar kakan er alveg orð- in köld og skreytið að vild. SKYRKREM 200 gr hvítt súkkulaði 2 msk rjómi 200 g hreint skyr 2 ml þeyttur rjómi Öllu hrært saman og borið fram með kökunni. Lavender-kaka

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.