Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Side 33
26.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33
Hlín Reykdal
8.900 kr.
Hlín Reykdal hannaði þetta fallega
hálsmen fyrir Göngum saman.
GK Reykjavík
8.995 kr.
Svöl samfella frá Calvin Klein.
Selected
12.990 kr.
Yfirpeysa í fallegu sniði sem
hentar einnig sem léttur jakki.
Yeoman
52.900 kr.
Trylltir skór frá Katrínu Öldu hjá Kalda.
Í þessari viku...
Sigurborg Selma
sigurborg@mbl.is
Nú er HönnunarMars hafinn og mjög spennandi
dagskrá í boði með áhugaverðum viðburðum.
Þar sem helgin mín fer að sjálfsögðu í tilheyrandi
hönnunarviðburði setti ég saman góða samsetn-
ingu sem hentar í fjörið sem framundan er.
Guerlain
7.999 kr.
Ein af mínum uppáhalds snyrtivör-
um er hið matta Terracotta Sun
Trio sólarpúður. Húðin mín er
rosalega föl á veturna og því er
púðrið algjör nauðsyn. Það er hægt
að blanda litunum þremur saman
fyrir sólkyssta húð eða nota í sitt-
hvoru fyrir fullkomna skyggingu.
Zara
6.995 kr.
Grófar rifnar gallabuxur, töff
hversdags og við fínni tilefni.
Asos.co.uk
800 kr.
Netsokkabuxur eru
flottar undir til dæmis
rifnar gallabuxur.
Það eru því ekki bara gerviefni úr
plasti sem menga og hafa slæm um-
hverfisáhrif heldur er ekki verið að
hugsa nógu vel um sjálfbærni í fram-
leiðslu á náttúrulegum efnum.
Hver á að taka frumkvæðið?
Það er ljóst að eitthvað þarf að breytast
en eru það framleiðendur, fyrirtækin
eða neytendur sem þurfa að taka frum-
kvæðið? Mun vitundarvakning almenn-
ings hafa áhrif á tísku á næstu árum
eða mun almenningur loka augunum
fyrir slæmum áhrifum iðnaðarins og
líta framhjá afleiðingunum?
Við teljum að ef neytendur beina
verslun sinni að umhverfisvænni og
siðferðislegri valkostum muni fyrirtæki
svara slíku kalli og auka framleiðslu á
slíkri vöru. Framleiðsluaðferðir verða
að breytast, við framleiðum of mikið og
hendum of miklu á sama tíma. Mann-
fólkið þarf að átta sig á því að auðlindir
eru takmarkaðar og við þurfum að
nota þær af virðingu. Við þurfum að
kaupa færri og vandaðri flíkur, föt sem
eru úr góðum efnum og eru vel hönnuð
og hafa eitthvert menningarlegt gildi
þannig að þau verði eftirsóknarverðar
fyrir komandi kynslóðir. Ef hlutir eru
vel gerðir og vandaðir þá viljum við
eiga þá lengi. Föt eru leið okkar til að
miðla því hvaða persónu við höfum að
geyma. Við ættum því ekki að klæðast
fötum sem við álítum rusl. Með því álít-
um við í raun okkur sjálf vera rusl.
Borið hefur á því á stórum tónlist-
arhátíðum síðastliðin ár að fólk skilji
eftir tjöldin sín þegar það fer heim og
voru mörg þúsund tjöld skilin eftir á
Glastonbury-tónlistarhátíðinni á síð-
asta ári. Ástæðan er sú að þau eru
orðin svo ódýr að fólki er alveg sama
um þau og nennir ekki að taka þau
niður heldur skilur eftir og kaupir
bara nýtt þegar næst þarf að tjalda.
Það má því segja að það sé fyrst og
fremst verðlagningin sem gerir það
að verkum að enginn ber neina virð-
ingu fyrir þessum ódýru hlutum eða
fötum lengur. 80% af öllum Rolls
Royce-bílum sem búnir hafa verið til
frá upphafi eru ennþá á götunni. Það
sem vel er gert, og við þurfum hugs-
anlega að hafa fyrir að eignast, er
okkur meira virði og við viljum ekki
henda því.
Fyrirtækin taki afstöðu
Það er mikilvægt að stór áhrifamikil
fyrirtæki taki afstöðu í öllum þeim
vandamálum sem fataiðnaðurinn
stendur frammi fyrir. Það hefur verið
mikil umræða á Norðurlöndum og í
Bretlandi um að fyrirtæki þurfa að
breyta því hvernig þau starfa. Þá
komu til dæmis H&M og Zara saman
og skrifuðu undir samning um ákveð-
in viðmið varðandi framleiðslu, um-
hverfi og siðferði. Önnur stór fyrir-
tæki frá Bandaríkjunum hafa þó
neitað að taka þátt í þessari stefnu og
kjósa að breyta ekki framleiðsluferl-
inu. Það er þó augljóslega vitundar-
vakning að verða hjá almenningi, þar
sem sífellt meiri áhersla er lögð á að
kaupa betri vörur og í minna magni.
Ef við viljum breyta umhverfi tísku-
heimsins og minnka loftlags- og um-
hverfisáhrif hans verðum við breyta
okkar eigin venjum. Ef neytandinn
vill betri vöru þá verða fyrirtækin að
fylgja eftir.
Tíska og pólitík
Tískuheimurinn hefur alltaf búið til
og kynnt fatnað, útlit og ímyndir sem
eru eftirsóttar, útlit og fatnað sem
fólk hefur áhuga á að kaupa. Það hef-
ur alltaf verið eftirsóknarvert að sýna
með útliti og klæðnaði einhverskonar
vald, bæði auð og þekkingu. Í sam-
félögum er það almennt eftirsóknar-
vert að líkjast valdhöfunum en einnig
hefur tíska kynnt hugmyndir sem eru
framsæknar og hafa ögrað borgara-
legum gildum eins og til dæmis að
setja konur í buxur þegar það þótti
ekki viðeigandi. Þá var hugmyndin
um „unisex“ (föt fyrir bæði kynin)
einnig framsækin á sínum tíma en
hún kom einmitt fram í tísku.
Nú þykir fólki sem starfar innan
tískuiðnaðarins líklegt að það verði
einhverjar breytingar á því hvað
verður eftirsóknarvert þegar kemur
að útliti og tísku. Síðastliðin ár hefur
pólitík verið áberandi á tískupöll-
unum og hafa mörg fyrirtæki tekið
afstöðu með eða á móti ákveðnum
hugmyndum.
Á síðustu tískuviku mátti sjá skýr
skilaboð frá hinum ýmsu hönnuðum
sem að sýndu bæði í New York og
London. Það vakti mikla athygli þeg-
ar Balenciaga gerði merkingar á
jakka sem voru nauðalíkar þeim sem
kosningaframboð Bernie Sanders
notaði. Public School breyttu slagorði
Donalds Trumps og sýndu boli í nýju
línunni sinni sem stendur á „Make
America New Again“. Hið gríðarlega
vinsæla götutískumerki Supreme
kynnti nýja sumarlínu og þar mátti
sjá ýmis mynstur og tákn frá Ghana
ásamt flíkum sem myndir af Barack
Obama prýddu. Þarna má sjá skýra
afstöðu til nýs forseta Bandaríkjanna,
Donalds Trumps og sjónarmiða hans
til innflytjenda. Fatahönnuðurinn
Diane Von Furstenberg sýndi stuðn-
ing sinn við frelsi kvenna til að fara í
fóstureyðingar. Fólk hefur lengi
miðlað viðhorfum sínum í pólitík með
klæðnaði sínum, bæði með því að
sýna stuðning við íhaldssöm gildi með
hefðbundnum fatnaði en einnig fram-
sækni og anarkisma eins og pönkið
gerði. Margir eru á þeirri skoðun að
við séum núna komin inn í tímabil
þarf sem fólk mun í auknum mæli
taka afstöðu með útlitinu. Það gæti
verið hin nýja eftirsótta hugmynd að
sýna ákveðin pólitísk viðhorf með
klæðnaði og útliti.
Við teljum mikilvægt að neytendur
taki upplýstar ákvarðanir þegar þeir
stíga inn í verslanir. Við sem stundum
nám tengt tískugreinum og sjáum
framtíð okkar fyrir okkur innan þess
iðnaðar berum einnig mikla ábyrgð.
Ábyrgð okkar er að kynna okkur
málin og sýna fordæmi með því að
klæðast betri vöru, sniðganga þau
fyrirtæki sem við vitum að skaða og
leggja áherslu á endurnýtingu, inn-
lenda framleiðslu og gæði í okkar eig-
in hönnun. Við erum framtíðin, við
getum ekki beðið eftir að næsta kyn-
slóð komi og moki upp eftir okkur, þá
mun það mögulega vera orðið of
seint. Líkt og við höfum séð síðustu
ár á Íslandi sem og annars staðar get-
ur almenningur knúið fram breyt-
ingar. Það sem skiptir mestu máli er
hvað hver og einn gerir. Við sjálf get-
um tekið skref í átt að betri textíliðn-
aði með daglegu vali okkar, ekkert
skref er þar of lítið.
Föt eru orðin svo ódýr að fólk vílar
ekki fyrir sér að kaupa þau til þess eins
að klæðast í örfá skipti og henda svo.
AFP
’ Fatnaðurinn er orðin svo óraunverulega ódýr að öll grunngildi tísku,gæði í efnum og gott handverk, hafa verið gengisfelld.
Greinin er unnin af nemendum á
fyrsta ári í fatahönnun við Listahá-
skóla Íslands undir handleiðslu
Lindu Bjargar Árnadóttur lektors.
Nemendurnir heita Birta Blín
Ísrúnardóttir, Daníel Ágúst
Ágústsson, Ingerð Tormóðsdóttir
Jønsson, Kristín Áskelsdóttir, Petra
Bender, Róbert Risto Hlynsson,
Sigmundur Páll Freysteinsson,
Sigríður Ágústa Finnbogadóttir
og Steinunn Stefánsdóttir.