Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Síða 34
Martin Berasategui er fremsti
matreiðslumeistari Spánverja.
Allra besti veitingastaður heims
árið 2017, að sögn ferðalanga Trip-
advisors er Martin Berasategui í
18.000 manna bæ á Norður-Spáni,
Lasarte-Oria, en hann er í um 6 km
fjarlægð frá háskólabænum San
Sebastián. Veitingastaðurinn er
nefndur eftir eiganda staðarins og
fremsta matreiðslumeistara Spán-
verja, Martin Barasagui, en um æv-
ina hefur hann hlotið alls 8 Michelin-
stjörnur fyrir veitingastaði sína,
meira en nokkur annar landi hans.
Barasagui þykir sérlega viðkunn-
anlegur og persónulegur gestgjafi
sem kemur gjarnan fram eftir mál-
tíðina og heilsar upp á gesti sína.
Veitingastaðir
litlu bæjanna
Góða veitingastaði er ekki aðeins að finna í stór-
borgum og á þekktum ferðamannastöðum. Sumir
þeirra bestu leynast í minni bæjum sem eru þess
virði að gera sér sérstaka ferð til að heimsækja.
FERÐALÖG Vefsíðan thebesttimetovisit.com er veðurvinur ferða-langa. Þar er hægt að skoða áfangastaði út frá því hve-
nær er best að ferðast þangað með tilliti til veðurs.
Veðrið skannað
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.3. 2017
Formentera er sannkölluð náttúruperla semheimamenn leggja mikla áherslu á að halda velvið,“ segir Kristinn R. Ólafsson, einn helsti sér-
fræðingur Íslands í málefnum Spánar, en hann heim-
sótti Formentera síðastliðið haust.
Formentera er hluti af Baleareyjaklasanum í vest-
urhluta Miðjaðarhafs, nálægt austurströnd Íber-
íuskagans en auk Formentera eru þær stærstu
Mallorka, Menorka og Íbiza en eyjaklasinn er sjálf-
stjórnarhérað Spánar.
Nokkrir eyjarskeggjar Formentera, úr eyjaráði
hennar, voru staddir hérlendis í vikunni en tilefnið var
að kynna Formentera fyrir Íslendingum sem ferða-
mannastað utan háannatímans. Sams konar kynning
fer fram á hinum Norðurlöndunum bráðlega en eyjan
er einstök og allt öðruvísi en skemmtanavæddar eyj-
arnar í kring, svo sem Ibiza, en á Formentera ríkir
friður og ró, diskótek eru víðsfjarri og hvorki stórar
hótelkeðjur né skyndibitastaði er þar að finna.
„Í kringum þessar fallegu hvítu strandir
Formentera er sjórinn svona sérstaklega fallega blár
því þar vex á ákveðnum svæðum sjávarplanta sem
kallast Posidonia og hreinsar sjóinn og eru þau svæði
á heimsminjaskrá Unesco. Víða eru svo hamrar í sæ
niður en eyjan er fremur sléttlend.
Utan háannatímans er þetta staðurinn til að vera á
ef fólk er að leita að kyrrð og ró í umhverfi sem er
upprunalegt og ósnortið,“ segir Kristinn en stundum
er sagt að Formentera sé eins og Spánn var fyrir 40
árum.
Á eyjunni eru fallegir göngu- og hjólastígar og unn-
ið er að því að rafvæða öll farartæki en einn aðalvegur
liggur yfir eyjuna þvera. Eyjan er um 80 ferkílómetr-
ar að stærð og 19 kílómetrar þar sem hún er lengst.
Þá eru strangar byggingareglur á eyjunni, ákveðið
Paradís eins og úr
bíómyndunum
Á Miðjarðarhafi leynist spænska eyjan Formentera, með hvítar
strendur og ofurbláan sjó og utan háannatímans er hún sannkölluð
paradís fyrir þá sem vilja ekta Spán í friði og ró.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Umhverfi eyjunnar, með lágreistum hvítum húsum, vitum, gömlum vindmyll-
um, hreinum ströndum og fallegum göngustígum, er afar sjarmerandi.
Eyjarskeggjar við störf sín, fiskveiðar og landbúnað, setja sinn svip á eyjalífið og
skapa afslappað umhverfi sem margir ferðamenn njóta að vera í.
Mikið er lagt upp úr því að bjóða ferðamönnum upp á
ekta spænskan mat en á eyjunni eru um 20 veitingastaðir.
Strendur Formentera eru skilgreindar sem nektarstrendur
en baðgestir hafa þó frjálst val um hvort þeir fari úr öllu.