Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Qupperneq 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Qupperneq 35
Veitingastaðurinn er nútímalegur útlits, umlukinn grænu fallegu um- hverfi og undir honum öllum er stærðarinnar vínkjallari. Matseðill- inn samanstendur af því besta sem býðst í matargerð Miðjarðarhafsins.  Í 5.000 manna bænum Chagny í Saône-et-Loire í austurhluta Frakk- lands er að finna einn besta veit- ingastað landsins, Maison Lamel- oise, sem er nær hundrað ára gamall þriggja stjörnu Michelin-staður. Maison Lameloise er eins franskur og hugsast getur, bæði hvað mat, andrúmsloft og útlit varðar þar sem gestir gæða sér að sjálfsögðu á Búrgundar-vínum héraðsins.  Um 11 kílómetra austur af Oxford er eittþúsund manna bæinn Great Milton að finna. Utan víðfrægrar kirkju er hans helsta aðdráttarafl fransk-breski veitingastaðurinn Bel- mond Le Manoir aux Quat’Saisons. Vilji fólk snæða í ekta bresku sveita- umhverfi, mat á heimsmælikvarða og fá framúrskarandi þjónustu þykir þetta vera staðurinn en hótelið sem staðurinn er á þykir þá ekki síðra.  Sant’Agata sui Due Golfi er smá- þorp sunnarlega á Ítalíu og tilheyrir Kampanía-héraðinu. Veitingastaður þar í bæ sem heitir því virðulega nafni Ristorante Don Alfonso 1890, lendir ofarlega á öllum listum yfir bestu veitingastaði heims en eins og nafnið gefur til kynna er hann að nálgast að verða 130 ára gamall og er í gullfallegu húsi frá 19. öld, þar sem vistarverur eru málaðar í glaðlegum bleikum og gulum tónum. Veitinga- staðurinn heldur aldagamlar ítalskar matarvenjur Sorrento og Amalfi- strandarinnar í heiðri. Umhverfi ítalska veitingastaðarins Ristorante Don Alfonso 1890 er engu líkt en á matseðlinum má finna klassíska og aldargamla ítalska rétti. Belmond Le Manoir aux Quat’Saisons ber veglegt nafn í veglegu setri. 26.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 REYKJANESBÆ Hafnargötu 61 | 230 Reykjanesbær | Sími: 421 7104 Það eru hjá okkur í mars! Glæsilegt úrval af heimilistækjum frá Siemens og Bosch áTækifærisverði Tækifæri Tækifærisdagar þak er á því hversu mörg ný hótel má reisa og frekar er lagt upp úr að gera þau upp sem fyrir eru. Hótelin eru ekki stór og ekkert þeirra er hluti af alþjóðlegri hótelkeðju. Þess í stað er lögð áhersla á hið stað- bundna, bæði í mat og þjónustu og að fólk fái frið og ró. Svo er ákveðin hippaarfleifð á eyjunni en til að mynda mega baðstrandargestir vera á Adams- og Evuklæðunum ef þá lystir, á hvaða strönd Form- entera sem er en baðstrendurnar eru skilgreindar sem nektarstrendur. Er það arfur frá hippatímanum en hippar hafa sótt í eyjuna í gegnum tíðina og marg- ir þeirra sest þar að. Þess má geta að á lista sem ferðamannavefsíðan Lonely Planet tók saman yfir bestu nektarstrendur heims var Plajta Illete-strönd Formentera efst á lista. „Svo er það líka auðvitað þessi skemmtilega tenging Formentera við okkur Íslendinga en eyjan kemur fyr- ir í fornum fræðum, Heimskringlu Snorra Sturlusonar þar sem Sigurður Jórsalakonungur kom til eyjarinnar og svo hefur listmálarinn Erró sótt frið og ró til eyjarinnar frá árinu 1958,“ segir Kristinn en Erró hefur átt hús á eyjunni frá því um 1970 og unnið að list sinni þar. Hann er mik- ils metinn meðal eyjarskeggja enda hefur hann gefið listaverk sín til stofnana og safna þar. Að komast til Formentera er háð því að fljúga til Ibiza en aðeins þaðan gengur ferja yf- ir til eyjarinnar og tekur siglingin um hálftíma. Ekki er hægt að fljúga beint til Ibiza en auðveldar leiðir liggja í gegnum ýmis tengiflug, svo sem frá Madrid, Alicante og Barcelona. Frá flugvelli Ibiza er aðeins 10 mínútna akstur niður á höfn. Frá byrjun júlí og fram í miðjan september er stríður straumur ferðamanna sem koma í dagstúra til Formentera frá Ibiza og þeir sem vilja njóta eyjunnar í ró ættu því að reyna að skipuleggja ferð til Form- entera á vorin, síðasta lagi í júní eða á haustin. Veðrið á haustin er afar milt og hlýtt, þar sem meðalhitinn er til dæmis 20°C í október. Strangar reglur gilda um það hvað má byggja af húsum og hótelum á eyjunni. Getty Images/iStockphoto ’Utan háannatím-ans er þetta stað-urinn til að vera á effólk er að leita að kyrrð og ró í umhverfi sem er upprunalegt og ósnert.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.