Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Síða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Síða 40
LESBÓK Sigga Björg Sigurðardóttir opnar sýninguna Portrett, sígaretta, plötu-spilari og Frísör í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði, í dag, laug- ardag, kl. 15-18. Sýningin er opin daglega milli kl. 14-17 til 9. apríl. Sigga Björg sýnir í Kompunni 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.3. 2017 L ist fyrir mér er ekki sölu- vara. Ég skapa list sem býður áhorfandanum til samtals og í því samtali verða þátttakendur að sitja við sama borð. Það skekkir sambandið ef annar er að kaupa vöru af hinum. Út frá þessari hugmynda- fræði hafa verkin sem ég hef unnið sl. ár verið ókeypis fyrir áhorfendur. Ég myndi því helst vilja gefa bókina líka og lenti í ákveðinni togstreitu yfir að þurfa að selja hana,“ segir Steinunn Knútsdóttir, sviðslistakona og forseti sviðslistadeildar Lista- háskóla Íslands, um bók sína Lóð- rétt rannsókn – Ódauðleg verk Áhugaleikhúss atvinnumanna 2005- 2015 sem út kom hjá Háskólaútgáf- unni undir lok síðasta árs. Í bókinni varpar Steinunn per- sónulegu ljósi á tíu ára sögu Áhuga- leikhúss atvinnumanna og rekur til- urð leikverkanna sem saman mynda kvintólógíuna „Ódauðleg verk“ ásamt því að lýsa afstöðu leikhópsins til starfsumhverfis sviðslista á Ís- landi. Fyrr á árinu var bókin tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis 2016 þar sem hún þótti, að mati dóm- nefndar, veita óvenjulega „innsýn í hugmyndafræði um leikhús og hvernig unnið er að leikverkum frá fyrstu hugmynd til sýninga“. Aðspurð segir Steinunn tilnefn- inguna hafa komið sér ánægjulega á óvart. „Ég var hissa, en mjög ánægð, enda er þetta mikill heiður. Ég held að þessi tilnefning sé mikilvæg fyrir leiklistina sem fag,“ segir Steinunn og tekur fram að hún hafi í skrifum sínum fyrst og fremst haft það að leiðarljósi að gera grein fyrir vinnu- aðferðum sínum og listrænni sýn, en ekki endilega verið að reyna að setja sig í hlutverk fræðimanns þó vissu- lega hafi hana langað að deila þekk- ingunni sem til varð í sköpunarferl- inu. „Markmiðið er að reyna að draga sem mesta þekkingu út úr því ferli sem listsköpunin er. Þeirri þekkingu er ég síðan að reyna að miðla,“ segir Steinunn og bendir á að bók hennar sé afsprengi þeirrar stefnu Listaháskóla Íslands að stuðla að listrannsóknum, en bókina skrifaði hún í rannsóknarleyfi. Er ekki að setja mig á stall „Við sem listamenn eigum að eigna okkur okkar aðferðir. Mér finnst það jaðra við einhvers konar minnimátt- arkennd að þora ekki að standa með sínum verkum og tala um hvernig þau verða til og um aðferðirnar. Ég held það felist minnimáttarkennd í að vilja að einhver annar hafi skoðun á manni og láta öðrum eftir að skrifa um það sem maður er að gera,“ segir Steinunn sem er þeirrar skoðunar að allt sviðslistafólk geti tjáð sig fag- lega og greinandi um eigin verk. „Oft heldur sviðslistafólk að það geti þetta ekki, en þetta er bara spurning um að gefa sér tíma til að líta til baka og greina vinnuna – og svo að vera rausnarlegur. Mér finnst engin sjálfhverfa felast í slíkum skrifum, enda finnst mér þessi bók ekki fjalla um mig. Hún fjallar um það sem Áhugaleikhús atvinnu- manna hefur verið að gera, um sam- spil peninga og leikhúss, um hlut- verk sviðslista í samfélaginu og um svo margt annað en mig. Ég held að margir óttist tilhugsunina um að vera að trana sér fram eða setja sig á háan hest, en ég upplifi bókina ekki þannig. Ég er ekki að setja mig á stall, heldur einfaldlega að tala innan úr listsköpuninni sem listamaður og reyna að gera grein fyrir þeirri sýn sem ég hef haft.“ Að sögn Steinunnar kviknaði sú hugmynd fljótlega í starfi hópsins að gera kvintólógíu, þ.e. fimm ódauðleg verk. „Ég hafði alltaf mjög sterkt á tilfinningunni að mig langaði að gera grein fyrir sköpunarferlinu af því á leiðinni uppgötvaði ég svo margt um samhengi sviðslista, samfélags, að- ferða og peninga og þessari þekk- ingu langaði mig að deila,“ segir Steinunn og tekur fram að hún hafi ekki byrjað formlega að skrifa bók- ina fyrr en eftir frumsýninguna á fimmta og síðasta verkinu árið 2015. „Ég nóteraði frekar lítið hjá mér þessi tíu ár sem við unnum kvintólógíuna, en eftir hvert ferli punktaði ég reyndar hjá mér hug- leiðingar um hvað mig langaði til að fjalla um næst. Þegar ég byrjaði að vinna bókina var eðlilega auðveldast að skrifa um nýjustu verkin og greina aðferðafræðina þannig að ég vann mig afturábak í gegnum sýn- ingarnar. Verkin fimm eru ólík og eftir á var auðvelt að greina vörð- urnar í vinnuferlinu, þ.e. atburðina sem breyttu því hvernig við hugs- uðum um hlutina.“ Erum á kafi í neysluhyggju Bókin inniheldur m.a. handrit verk- anna fimm, greiningu Steinunnar á sýningunum og vinnu Áhugaleik- húss atvinnumanna, opinbera gagn- rýni, fjölda mynda og hugleiðingar samferðafólks í sviðslistum. „Alveg frá upphafi sá ég fyrir mér að það yrði samtal í bókinni, því við erum al- gjörlega háð okkar samhengi. Allt sem við gerum er svar við sam- félagsástandi. Spurningar verkefn- isins sem snúa að peningum eru ekki okkar einkamál,“ segir Steinunn og tekur fram að hópurinn hafi í gegn- um árin fengið mikil viðbrögð við verkum sínum. Spurð hvaða augum hún líti sam- spil leikhúss og peninga í dag, tólf árum eftir stofnun Áhugaleikhúss atvinnumanna segir Steinunn: „Mér finnst þetta vera orðið ýktara. Mér finnst við vera á kafi í neysluhyggju og mér finnst þetta verða verra og verra. Ég held við verðum að sporna við þessari þróun og þar gegnir sam- talið lykilhlutverki. Á einhvern hátt er búið að normalísera markaðs- setninguna. Krafan um að leikhús þurfi að selja miða til að standa und- ir rekstrinum gerir það að verkum að þau verða að stúdera markaðinn og hvað selst. Það heftir að vissu leyti athafnafrelsi þeirra,“ segir Steinunn og bendir á að hugsa mætti sér leikhúsheiminn með allt öðrum hætti en gert er í dag. Mannréttindi að njóta lista „Það eru mannréttindi að njóta lista. Ég á mér draum um samfélag þar sem boðið er upp á ókeypis menning- arþjónustu sambærilega við heil- brigðisþjónustuna. Til að komast þangað þyrfti auðvitað vilja og fjár- magn, en ég sé fyrir mér að bæjar- félög og ríkið greiði listafólki laun fyrir starf sitt. Við þurfum líka að losna undan kröfunni um að leik- húsið þurfi að selja x marga miða og bjóða upp á fyrirfram skilgreinda vöru. Við erum með mjög staðlaðar hugmyndir um hvað leikhús er og hvernig varan eigi að líta út, en leik- hús getur verið svo miklu meira. Þegar hugmyndin um vöru er tek- in út úr jöfnunni og áherslan fer á sviðslistastarfsemina þá gefst rými til að hugsa hlutina allt öðruvísi eins „Á einhvern hátt er búið að normalísera markaðs- setninguna,“ segir Steinunn Knútsdóttir sem rannsakað hef- ur samspil peninga og leikhúss. Morgunblaðið/Árni Sæberg „List er ekki söluvara“ Steinunn Knútsdóttir sviðslistakona varp- ar í bókinni Lóðrétt rannsókn persónu- legu ljósi á tíu ára sögu Áhugaleikhúss at- vinnumanna og kvintólógíu Ódauðlegra verka sem sett voru upp 2005-2015. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is  Áhugaleikhús atvinnumanna er peningalaust leikhús.  Við lítum á listsköpun sem rannsókn.  Við lítum á vinnuna sem áhugamál.  Við lítum á verk okkar sem samtal við áhorfandann en ekki neysluvöru.  Við metum hugvit meira en peninga.  Við vinnum í kosmísku flæði og höfum léttleikann að leiðarljósi. Manifestó

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.