Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Síða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Síða 41
26.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 og að bjóða oftar upp á örverk, verk í vinnslu, þrekverk og þátttökusýn- ingar. Í þessu umhverfi þyrfti áhorf- andinn að taka ábyrgð á sjálfum sér. Hann er ekki endilega að fara til að láta skemmta sér, heldur tekur þátt í sviðslistinni sem virkur þátttakandi. Þetta er draumsýn, en ég held við getum komist þangað. Þetta er bara spurning um vilja,“ segir Steinunn og tekur fram að listafólk þurfi líka að velta fyrir sér hlutverki sínu í list- inni. „Við verðum að muna af hverju við erum að hlutunum. Af hverju er nauðsynlegt fyrir einhvern að vera sviðslistamaður og hvernig lítur hann á hlutverk sitt? Ég er ekki viss um að við séum að spyrja þessara spurn- inga.“ Innt eftir því hvað bíði Stein- unnar í leik- húsvinnu sinni svarar hún: „Ég ætlaði að hætta að búa til leikhús eft- ir fimmta og síðasta ódauðlega verk- ið, en er strax hætt við það.“ Stein- unn vinnur nú að þátttökuverki eða upplifunargöngu sem nefnist Síðasta kvöldmáltíðin og fram fer samtímis í Keflavík, Höfn á Hornafirði, Bolung- arvík og Raufarhöfn á skírdag frá sólarupprás til sólarlags. „Í þessu samfélagsverkefni bjóð- um við íbúum bæjanna fjögurra til samtals um málefni sem okkur þykja mikilvæg. Við spyrjum heimamenn um lífsskilyrði, lífsgildi og lífsgæðin á hverjum stað,“ segir Steinunn og tekur fram að gefandi sé að setja af stað ákveðna hreyfingu. „Sviðslist- irnar eiga að veita áhorfendum nýja sýn á veruleikann. Þarna gerum við það ekki bara með lokapródúkti heldur ferli. Þegar vinnunni er lokið eiga þau reynsluna,“ segir Steinunn og lýsir Síðustu kvöldmáltíðinni sem nokkurs konar ritúali. „Ég hef mikinn áhuga á gömlu hugmyndunum um kaþarsis, að leik- verk sé á einhvern hátt einhvers konar hreinsun þar sem fólk mæti sjálfu sér. Þegar ég lýk mínum skyldum við Listaháskóla Ís- lands 2020 langar mig að fara í dokt- orsnám og gera listrannsókn sem lýtur að því að leita að kaþarsis í nýrri tegund af verkum sem eru þátttökuleik- húsið,“ segir Steinunn og bend- ir á að síðasta verkið í kvintólógíu Áhugaleikhúss atvinnumanna hafi einmitt verið þátttökuleikhús. „Það verk fjallaði um áhorfand- ann. Þannig var ég ekki að segja þeim sögu heldur var verkið leið til að áhorfendur gætu mætt sjálfum sér og lagt til sína eigin reynslu. Þannig geta þátttökuverk orðið blanda af helgiathöfn og sjálfshjálp og verða þannig sálfræðileg, en leik- húsið er í grunninn rannsókn á því hvernig við erum sett saman og stór hluti af því snýr að sálarlífinu.“ ’Þegar ég lýk mínumskyldum við Lista-háskóla Íslands 2020langar mig að fara í dokt- orsnám og gera listrann- sókn sem lýtur að því að leita að kaþarsis í nýrri tegund af verkum sem eru þátttökuleikhúsið. Leikhópurinn í Ódauðlegu verki um samhengi hlutanna sem frumsýnt var í Nýlistasafninu í ársbyrjun 2009. Um er að ræða annað verkið í kvintólógíunni. Steinunn undirbýr Ódauðlegt verk um draum og veruleika sem frumsýnt var í Tunglinu haustið 2015. Um er að ræða fjórða verkið í kvintólógíunni. Markús Þór Andrésson leiðir gesti um sýninguna Sjónarhorn í Safna- húsinu morgun, sunnudag, kl. 15. Sýningin er ferðalag um íslenskan myndheim þar sem verkum viður- kenndra listamanna/kvenna og ófaglærðra er teflt saman. Vinirnir Mr. Silla (Sigurlaug Gísla- dóttir) og Snorri Helgason flytja ábreiður úr ýmsum áttum með áherslu á verk tónlistarkvenna í bókahorninu á Kex Hosteli í kvöld, laug- ardag kl. 21. Aðgangur er ókeypis. Anna Hallin, Helgi Hjaltalín Eyjólfs- son og Jóhann Ludwig Torfason / Pabbakné bjóða á morgun, sunnu- dag, kl. 14 upp á leiðsögn um verk sín á síðasta sýningardegi Nautn / Conspiracy of Pleasure í Listasafni Árnesinga. Brynhildur Pálsdóttir, Ólöf Erla Bjarnadóttir og Snæbjörn Guð- mundsson ganga með gestum og leiða þá í gegnum leitina á sýning- unni Dæmisögur: Vöruhönnun á 21. öld á Kjarvalsstöðum í dag, laugardag, kl. 15. Guðmundur Ingólfsson, Halla Hauks- dóttir og Ólafur Ingi Jónsson ganga með gestum um sýninguna Valtýr Pétursson á morgun, sunnudag, kl. 14 sem er síðasti sýningardagurinn. Þau segja frá persónulegum kynnum sínum af Valtý og vitna í bréf og viðtöl. MÆLT MEÐ Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögumSvansvottuð betra fyrir umhverfið, betra fyrir þig Almött veggmálning Dýpri litir – dásamleg áferð u Frábær þekja u Mikil þvottheldni u Hæsti styrkleikaflokkur svalandi ísar í einum kassa

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.