Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Síða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Síða 43
26.3. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Passíusálmarnir eftir Einar Kárason er efst á náttborðinu. Einar er í miklu uppáhaldi hjá mér og bókin kærkomin viðbót eða framhald við Storm. Eyvindur Stormur er alveg í sérstöku uppáhaldi. Stórkostleg söguper- sóna. Vinur minn lánaði mér Nú brosir nóttin, æviminningar Guð- mundar Einarssonar á Brekku á Ingjaldssandi við Önundarfjörð. Glugga í hana annað slagið þó að ég hafi lesið hana alla í gegn. Lífsbar- áttan við erfiðar aðstæður, veiðar og samspil mannsins við náttúruöflin og veðurfar. Að lifa af á Íslandi fyrr á öldum. Kynngimögnuð frásögn af miklum og merkum manni. Stefán Jónsson er einn af þessum sem tala verulega til mín í gegnum skrif sín. Hvernig hann matreiðir íslenskt mál fyrir lesendur sína er stórbrotið. Ef mig langar að létta lund þá opna ég bókina Þér að segja sem er verald- arsaga Péturs Hoffmanns Salómons- sonar. Þetta er algjörlega frábær bók sem ég verð ekki leiður á. Lit- ríkur persónuleiki Péturs Hoff- manns litar allar síður og ekki fer á milli mála að eitt af stórmennum Ís- landssögunnar er til umfjöllunar. Jóhann Kristinn Gunnarsson Jóhann Kristinn Gunnarsson er knattspyrnuþjálfari. „Opna bréfið snýst um þá stað- reynd að sænskir borgarar af mjög ólíkum bakgrunni eru ekki meðhöndl- aðir eins vegna þess að sumt áhrifa- fólk – ég gæti nefnt stjórnmálamenn, lögreglu, blaðamenn – lítur á þá sem hina; hluta af hópi einhverra annarra og vísar til þeirra sem innflytjenda, jafnvel þótt þeir séu Svíar. Ákveðnir þættir eru sameiginlegir með bók og bréfi, einkum vegna þess að ég hef alltaf haft áhuga á því hvernig hópar verða til, með þeirri pólitísku notkun hugmyndarinnar um þann sem er ut- angarðs, sem ekki er talinn tilheyra. Ég hef á tilfinningunni að ástæða þess hvernig fólk brást við bréfinu sé sú að mjög margir – óháð bakgrunni – kannist við þá tilfinningu að vera ekki talinn „alvöru“ borgari.“ – Mikil umræða hefur verið í Sví- þjóð og víða annars staðar um það hvort vandamál vegna innflytjenda séu mikil eða jafnvel hvort þau séu yf- irleitt fyrir hendi. Hvernig metur þú stöðuna í Svíþjóð? Hefur þú sjálfur lent í einhvers konar vandræðum fyr- ir að vera hálfur Túnisi? Vilt þú sem rithöfundur hafa áhrif á samfélagið með skrifum þínum, á málefni inn- flytjenda í þessu tilfelli? „Bókin svarar vonandi þessum flóknu spurningum betur en ég mögulega get.“ – Þar sem þú átt túnískan föður hefurðu alltaf einblínt á innflytjendur eða málefni þeim tengd í skrifum þín- um? „Ég skrifa ekki um innflytjendur. Ég skrifa um Svíþjóð í samtímanum. Sögurnar mínar eru fullar af mis- munandi fólki á mismunandi aldri og af ólíkum uppruna og í þessari sögu tengist allt þetta fólk vegna dauða Samúels. En ég geri mér ekki grein fyrir því að hve miklu leyti er hægt að átta sig á Samúel vegna þjóðernis hans. Líklega eru margir leiðir til að lýsa honum: hann hefur yndi af því að dansa, hann er í sífelldri leit að ei- lífri ást, hann ver miklum tíma í að úthugsa hvernig hann geti sem best varðveitt minningar úr eigin lífi. Hann kynnist Laide og verður ást- fanginn af henni. Vandad svíkur hann. Og já, hann á föður. Og móð- ur. Þau eru hvort frá sínu landi. Það er lesandans að ákveða hvað af þessu veitir besta innsýn í per- sónuna.“ Þarf algjöra einangrun – Ég hef lesið að þú skrifir mest og best í mikilli einangrun? Skrifarðu heima eða ferðu burt, jafnvel úr landi, eins og sumir rithöfundar? „Mér gengur best að skrifa þegar lífið er eins leiðinlegt og nokkur kostur er. Sem sagt: ég fer með börnin mín á leikskólann og loka mig síðan af á vinnustofunni suður af Stokkhólmi. Það er vissulega þver- sögn en ég þarf algjöra einangrun og einbeitingu við skriftir til að finn- ast ég tengjast umheiminum,“ segir Jonas Hassen Khemiri. Jonas Hassen Khemiri: Það er vissulega þversögn en ég þarf algjöra ein- angrun og einbeitingu við skriftir til að finnast ég tengjast umheiminum. Ljósmynd/Martin Stenmark BÓKSALA 16.-22. MARS Listinn er tekinn saman af Eymundsson. 1 LögganJo Nesbø 2 Stúlkurnar á Englands- ferjunni Lone Theils 3 Konan sem hvarfAnna Ekberg 4 Andartak eilífðarPaul Kalanithi 5 Handan fyrirgefningar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir/ Tom Stranger 6 Dalalíf IV Laun syndarinnarGuðrún frá Lundi 7 ÖrvæntingB.A. Paris 8 Binna B Bjarna - Stóra systir Sally Rippin 9 Planet Iceland - minniSigurgeir Sigurjónsson 10 Eftir að þú fórstJojo Moyes 1 LögganJo Nesbø 2 Stúlkurnar á Englands- ferjunni Lone Theils 3 Konan sem hvarfAnna Ekberg 4 Dalalíf IV Laun syndarinnar Guðrún frá Lundi 5 ÖrvæntingB.A. Paris 6 Eftir að þú fórstJojo Moyes 7 Neon biblíanJohn Kennedy Toole 8 KviksyndiMalin Persson Giolito 9 Allt sem ég man ekkiJonas Hassen Khemiri 10 Englar vatnsinsMons Kallentoft Allar bækur Íslenskar kiljur ÉG ER AÐ LESA www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 LIPUR GRIPUR AVANT - ER TIL Í ALLT - ALLT ÁRIÐ UM KRING Hvort sem þig vantar öflugt hjálpartæki í skógræktina, fyrir bæjarfélagið, til meðhöndlunar á vörubrettum, í moksturinn eða snjó- og jarðvinnu, þá getur þú verið viss um að AVANT leysir málið fyrir þig. Yfir 100 mismunandi aukatæki eru fáanleg á vélina. Raf- diesel- bensín- eða gasknúinn – þitt er valið. Framleiddur í Finnlandi – fyrir norðlægar slóðir.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.