Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Side 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.03.2017, Side 44
KVIKMYNDIR Leikkonan Laura Dern fór að öllu með sér- stakri gát í slagsmálum sínum við leikkonuna Cheryl Hines í gamanmyndinni Wilson sem frumsýnd var ytra í vikunni. Slagsmál þeirra, þar sem kýlt var og togað í hár, voru að sjálf- sögðu sviðsett en árið 1996 lenti Dern í því að kýla 9 ára gaml- an aukaleikara í Citizen Ruth og segist síðan hafa verið ákaf- lega varkár í sviðsettum slagsmálasenum. Í myndinni leikur Dern fyrrverandi eiginkonu persónu sem Woody Harrel- son leikur og Hines systur hennar en Dern er önnum kafin þetta árið. Nýjustu hlutverk hennar eru meðal annarra í kvikmyndinni The Fo- under, sem fjallar um hvernig hamborg- araveldið McDonalds var sett á laggirnar og HBO-þáttunum Big Little Lies. Slagsmál með gát Laura Dern verð- ur 50 í ár og hefur sjaldan haft meira að gera. AFP Nauðalík fyrirmyndunum Vel hefur þótt takast til í að velja í hlutverk Netflix-þáttanna The Crown þar sem leikarar eru afar líkir fyrirmyndum sínum í útliti og hafa náð málrómi og töktum þeirra sögufrægu persóna sem þeir leika. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Stóra ást Margrétar Prinsessu, Peter Townsend, var starfsmaður krúnunnar. Leikarinn Ben Miles og hann þykja nauðalíkir. Í þáttunum er gefið í skyn að Margrét hafi ekki fengið að giftast Townsend því hann var fráskilinn. Claire Foy á stjörnuleik sem Elísabet Bretadrottning. Líkams- og raddbeit- ing Foy þykir skila drottningunni ungri ljóslifandi á skjáinn en Foy und- irbjó sig fyrir hlutverkið með því að horfa á gamlar myndir af Elísabetu. Fillipus prins, hertogi af Edinborg og eiginmaður Elísabetar, er leikinn af leik- aranum Matt Smith. Auk þess að vera líkur Philip í útliti þykir hann ekki síður líkur Harry prins, enda Harry gjarnan sagður líkjast afa sínum mikið. Ein fremsta sviðsleikkona Breta, Vanessa Kirby, leikur Margréti prinsessu, syst- ur Elísabetar drottningar. Hún þykir minna um afar margt á Margréti og ná að skila sérstökum sjarma hennar, heitu tilfinningalífi og lífsgleði á skjáinn. Mörgum þykir Játvarður 8. og eiginkona hans, Wallis Simpson, vera aftur- gengin í The Crown, svo líkir eru leikararnir, Alex Jennings og Lia Williams, þeim hjónum. Játvarður fórnaði krúnunni fyrir að giftast fráskilinni konu. 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.3. 2017 LESBÓK SJÓNVARP Eftir því hefur verið tekið hvað þeir leikarar, handritshöfundar og leikstjórar sem unnið hafa fyrir Netflix bera þeim vel söguna. Það sé frábært að starfa með Netflix samanborið við önnur þekkt framleiðslufyr- irtæki og kvikmyndaver. Um þetta fjallar blaðamaður Independent sem síðustu árin hefur aldrei hitt óánægðan listamann eftir samstarf við Netflix en samstarfinu líki lista- mennirnir við það að eiga góðan forríkan vin sem er tilbúinn að láta þá hafa bæði fullt af pening og einnig áhorfendur. Dagskrárstjóri Netflix segir að þetta megi þakka því að þeir veiti sköpurum efnisins fullt listrænt frelsi. Gott að vinna fyrir Netflix Handritshöfundar vilja ólmir vinna fyrir Netflix. Sir Paul McCartney og John Lennon. Enginn á við Lennon TÓNLIST „Ég veit að ég mun aldrei finna nokkurn sem getur samið betra efni með mér en ég gerði með John,“ segir Sir Paul McCartney í viðtali við BBC6 sem birtist í vikunni en tilefnið er endurútgáfa plötunnar Flowers in the Dirt. Í viðtalinu talar McCartney um samstarf sitt með heimsþekktum listamönnum, svo sem Michael Jackson, Stevie Won- der og Kanye West. Þrátt fyrir að bera þeim vel söguna segir hann engan koma í stað John Lennons. TÆKNI Face- book hyggst gera nokkrar breyt- ingar á útliti sínu en ein sú helsta sem notendur hafa litið í vik- unni er að um- ræðuþræðir eða athugasemdir við stöðuuppfærslur birtast í sér glugga sem um einkaskilaboð væri að ræða og líkist þetta mik- ið messenger-appinu. Ekki þykir öllum þetta þægilegt þar sem auðvelt er að ruglast og halda að maður sé í einkaspjalli við ein- hvern. Ekki er víst að um end- anlegt útlit sé að ræða heldur er Facebook að skoða hvernig þetta leggst í notendur. Athugasemdir í sér glugga KVIKMYNDIR Óskarsverðlauna- leikkonan Brie Larson mun í nýrri kvikmynd fara með hlutverk Victoriu Woodhull, sem varð fyrsta konan í sögu Bandaríkjanna til að bjóða sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna, árið 1872. Brie Larson á glæsilegan feril. Leikur fram- bjóðanda

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.