Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2017 Garðs Apótek Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is Appótek: www.appotek.is Einkarekið apótek í 60 ár Lágt lyfjaverð - góð þjónusta eða -fræsurum undir merki Pipe- ferret (pípumörður). Jón sagði að verið væri að hanna nemana sem greindu úrgangsefni frá fíkniefnaframleiðslu. Pípu- mörðurinn verður notaður til að flytja nemana á líklega staði í lögn- unum og koma þeim þar fyrir. Svipuðum aðferðum var beitt í Kólumbíu við að þefa uppi kókaín- verksmiðjur. Þá voru settir nemar í ár og læki sem fundu úrgangsefni frá verksmiðjunum. Síðan var hægt að rekja sig eftir vatnsföll- unum í átt að verksmiðjunum. „Margar ár og lækir í þéttbýli Evrópu renna nú í rörum,“ sagði Jón. Þess vegna verður farið í götulagnirnar að leita að þessum úrgangsefnum. Jón sagði mikilvægt að greina þessi úrgangsefni, sem eru hættu- leg. Ekki aðeins til að koma upp um bófana sem framleiða þau held- ur einnig til að vernda umhverfið. „Víða í Evrópu er farið að endurnýta skólpið. Ef þú ferð t.d. í sturtu við neðanverða Thames-á í London getur þú búist við að vatn- ið hafi verið endurnýtt 10-12 sinnum. En þeir ná ekki að hreinsa öll efni úr vatninu, þar á meðal am- fetamín, og leifar af því geta verið í vatninu,“ sagði Jón. ingarnar frá sér. Auk Jóns vinna við verkefnið hér á landi íslenskir sérfræðingar á ýmsum sviðum. Þungamiðja amfetamín- og MDMA-framleiðslu í Evrópu er í Hollandi og Belgíu. Auk þess fer amfetamínframleiðsla einnig fram í Póllandi, Eystrasaltslöndunum, Búlgaríu og Þýskalandi, sam- kvæmt heimasíðu Micromole. Fóðraði 150 km af lögnum Jón hefur langa reynslu af notk- un þjarka sem fara um lagnakerfi og vinnur að þróun þeirra í fyrir- tæki sínu Pipeferret. „Ég byrjaði með lagnafóðranir hér á Íslandi upp úr árinu 1990 og fóðraði um 150 kílómetra af götu- lögnum í Reykjavík,“ sagði Jón. Við lagnafóðrun er tækið sent í gegnum lagnirnar, hvort heldur neysluvatns- eða skólplagnir. Þar setur tækið sokk eða stoðnet innan í rörin sem síðan er hert með epoxý-efni eða glertrefjaefni sem storknar á staðnum. Þannig verður til ný lögn innan í pípunni og engin þörf að grafa lögnina upp til að gera við hana. Jón sagði þetta ekki vera ósvipað og hjartalæknar gera við æðar sumra sjúklinga. Hann seldi fyrirtækið árið 2007 og fór þá út í framleiðslu á lagnaþjörkum Guðni Einarsson gudni@mbl.is Íslenska fyrirtækið JGK Tech - Pipeferret (pipeferret.is) tekur þátt í hönnun búnaðar sem ætl- að er að þefa uppi ólöglega framleiðslu á amfetamíni, MDMA og fleiri fíkniefnum. Auk Pipe- ferret taka þátt í Evrópuverkefn- inu fimm háskólar í Belgíu, Frakk- landi, Hollandi, Póllandi og Þýskalandi, rannsóknastofur lög- reglu í Póllandi og Þýskalandi, þýskur nýsköpunarsjóður og tvö hátæknifyrirtæki í Póllandi og Sví- þjóð. Þróunarverkefnið, sem er upp á 5,5 milljónir evra (617 milljónir króna), á að taka um þrjú ár og er það nú statt á miðri leið, að sögn Jóns Guðna Kristinssonar, fram- kvæmdastjóra JGK Tech - Pipe- ferret. Fyrirtæki hans kemur að þróun vélræna hlutans. Pipeferret smíðar fjarstýrð tæki sem komast um holræsalagnir og aðrar pípur. Þar á tækið að koma fyrir nemum sem kallaðir eru „microMole“. Þeir eiga að geta greint úrgangsefni frá fíkniefna- verksmiðjum í skólpi og sent upp- lýsingarnar þráðlaust til lögreglu. Tilgangurinn er að gera lögreglu- yfirvöldum kleift að uppræta glæpastarfsemi og draga úr skað- legum áhrifum fíkniefna. Einnig mun þetta stuðla að umhverfis- vernd með því að koma í veg fyrir að óæskileg eiturefni berist út í náttúruna. Jafnframt er unnið að þróun fjarskiptabúnaðar sem sér um að nemarnir geti sent upplýs- Morgunblaðið/Eggert Framkvæmdastjóri Jón Guðni Kristinsson hefur langa reynslu af notkun þjarka sem fara um lagnakerfi. „Þefa uppi“ fíkniefna- leifar í skólplögnum Pipeferret Nýjasta kynslóð þjarka sem fóðrar niðurgrafnar pípur.  Íslenskt fyrirtæki tekur þátt í þróun nýs hátæknibúnaðar Theodór Kr. Þórðarson Borgarnesi Hettumávurinn Örvar, sem hlaut viðurnefni sitt vegna aðskota- hlutar eða örvar sem sat föst í hálsi hans í fyrra, er aftur kominn á heimaslóðir í Borgarnesi. Þar sá fréttaritari Morgunblaðsins til fuglsins á sunnudaginn, hann var þar að leita að æti og hafði þá ekki sést síðan í fyrrahaust. Fuglinn sást fyrst í Borgarnesi með örina í sér 21. apríl í fyrra og síðan af og til, síðast í byrjun sept- ember. Svo virðist sem fuglinn hafi flogið yfir hafið og til baka aftur og verið allan tímann með þessa stóru ör í brjóstinu, sem virðist vera jafn föst sem áður. Örvar á í nokkrum erfiðleikum með að ná niður ef hart er undir en, þó merkilegt sé, virðist örin ekki há honum neitt að ráði að öðru leyti. Örin enn í Örvari  Kominn á heimaslóðir í Borgarnesi Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðason Örvar Til hans sást í Borgarnesi um helgina, örin er enn föst í hálsi hans. Vegagerðin telur að of dýrt hefði verið að leigja bílferju frá útlönd- um til að leysa Vestmannaeyjaferj- una Herjólf af á meðan hann er í slipp. Þá sé ekki endilega víst að slíkar ferjur gætu siglt bæði í Landeyjahöfn og til Þorlákshafnar. Í samningum Vegagerðarinnar við Eimskip er kveðið á um að Vegagerðin leigi skip til afleysinga þegar Herjólfur þarf að fara í slipp. Núna er Breiðafjarðarferjan Baldur notuð en hún er í eigu Eim- skips. Baldur er talsvert minna skip og hefur auk þess ekki leyfi til að sigla til Þorlákshafnar þegar ófært er í Landeyjahöfn. Það olli erfiðleikum fyrst eftir að Herjólfur sigldi af stað til Danmerkur, vegna óveðurs sem gekk yfir landið. Baldur eini kosturinn Guðmundur Helgason, forstöðu- maður greiningardeildar Vega- gerðarinnar, segir að kostnaður við leigu á Baldri sé áætlaður um 60 milljónir króna. Sérfræðingar sem Vegagerðin leitaði til töldu að það yrði dýrt að leigja ferju frá út- löndum, mundi kosta hundruð milljóna, auk þess sem erfitt væri að fá hentugt skip. Þá segir hann að leiga á Baldri hafi verið eini kosturinn miðað við þær fjárveit- ingar sem Vegagerðin hafi í verk- efnið. Fulltrúar notenda Breiðafjarðar- ferjunnar hafa lýst yfir megnri óánægju með að Baldur hafi verið tekinn úr rekstri þar án þess að annað skip væri fengið í staðinn. Það hafi skaðað atvinnulífið, ekki síst ferðaþjónustuna. Guðmundur bendir á að Flatey sé þjónað með öðru skipi, að vísu ekki bílferju. Hann upplýsir að ríkið styrki ferjusiglingar yfir Breiðafjörðinn yfir veturinn vegna slæmra vega en útgerðin reki ferjuna á við- skiptagrundvelli á sumrin. Þá eigi fólk þann valkost að aka fyrir Breiðafjörðinn. Áætlað var að Herjólfur hæfi siglingar að nýju um liðna helgi en viðgerðin tók lengri tíma en reikn- að var með og því hefur hann ekki siglingar til Eyja fyrr en næst- komandi föstudag. Þá fer Baldur aftur á Breiðafjörðinn. helgi@mbl.is Of dýrt að leigja erlenda ferju  Vegagerðin áætlar að kostnaður við notkun Baldurs á meðan Herjólfur er í slipp verði 60 milljónir  Ekki til fjármagn til að leigja stærri bílferju frá útlöndum  Erfitt að fá hentugt skip Vestmannaeyjaferja » Baldur hefur leyst Herjólf af frá 2. maí en þá sigldi Herjólfur til Danmerkur þar sem hann fór í slipp. » Áformað var að skipið kæmi aftur inn í áætlun 21. maí en það frestast til 26. maí vegna þess að viðgerð tók lengri tíma en áætlað var. Hreiðar Már Sigurðsson telur sig geta fullyrt að hann hafi ekki heyrt minnst á félagið Dekhill Advisors Limited, sem fékk helmingshlut hagnaðar af sölu bréfa í Búnaðar- bankanum, fyrr en í bréfi rann- sóknarnefndar Alþingis sem hann fékk í mars á þessu ári. Þar var hann spurður út í viðskipti með 45,8 hlut í Búnaðarbanka Íslands. Í svari við fyrirspurn mbl.is vísar Hreiðar Már til svarbréfs síns til rannsóknarnefndar þar sem hann tekur fram að hann svari eftir besta minni þar sem hann sé að rifja upp 14 ár aftur í tímann. Kaus hann að tjá sig ekki frekar um málið. Ólafur Ólafsson fjárfestir, sem fór fyrir S-hópnum við kaup á Búnaðarbankanum af íslenska rík- inu, vísaði í viðtali í Kastljósi í síð- ustu viku á stjórnendur Kaupþings og þýska bankans Hauck & Aufhäu- ser til að upplýsa hver hefði fengið hinn hagnaðinn af fléttunni í tengslum við kaupin. Ólafur hefur þvertekið fyrir að kannast við Dekhill og sagði í viðtalinu að hann hefði samið við Kaup- þing um skiptingu hagnaðarins af umræddri fléttu. Ólafur fékk um fjóra milljarða í sinn hlut og Dekhill mun hafa fengið annað eins. Hagn- aður aflandsfélagsins Welling & Partners var greiddur út 2006, en það var hagnaður þýska bankans af viðskiptunum. Helmingur fór til fé- lags Ólafs, Marine Choice Limited, en tæpur helmingur til Dekhill Ad- visors. Kannast ekki við Dekhill Advisors Limited Hreiðar Már Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.