Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2017
23. maí 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 100.3 100.78 100.54
Sterlingspund 130.35 130.99 130.67
Kanadadalur 73.84 74.28 74.06
Dönsk króna 15.032 15.12 15.076
Norsk króna 11.917 11.987 11.952
Sænsk króna 11.438 11.506 11.472
Svissn. franki 102.49 103.07 102.78
Japanskt jen 0.9001 0.9053 0.9027
SDR 138.36 139.18 138.77
Evra 111.87 112.49 112.18
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 140.397
Hrávöruverð
Gull 1255.25 ($/únsa)
Ál 1937.5 ($/tonn) LME
Hráolía 52.57 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Gengi hlutabréfa
flestra félaga í
Kauphöllinni lækk-
aði eða stóð í stað í
gær, en tvö félög
hækkuðu lítillega.
Mest lækkuðu
bréf Icelandair
Group um 4,2% í
215 milljóna króna
viðskiptum. Gengi í
lok dags var 13,65
krónur á hlut. Olíufélögin tvö í Kaup-
höllinni, N1 og Skeljungur, lækkuðu
bæði um 2,7%, í 268 milljóna og 125
milljóna króna viðskiptum. Mest velta
var með hlutabréf í Högum, 323 millj-
ónir króna, og lækkaði gengi bréfanna
um 2,0%. Þá lækkuðu bréf í fasteigna-
félaginu Reitum um 2,3% í 171 milljónar
króna viðskiptum.
Alls lækkaði Úrvalsvísitalan 1,34%
og Heildarvísitala Kauphallarinnar um
1,0% í um 2,1 milljarðs króna hluta-
bréfaviðskiptum í gær.
Rauður dagur í upphafi
viku í Kauphöllinni
Hlutabréf Vísitöl-
ur lækkuðu í gær.
STUTT
VIÐTAL
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
„Erlend fyrirtæki eru að uppgötva
að Ísland er góður tilraunamark-
aður og því hlýtur það að sama
skapi að vera gott fyrir Íslendinga
að setja hér á fót frumkvöðlafyr-
irtæki,“ segir Bala Kamallakharan,
stofnandi Startup Iceland, sem
haldið verður í sjötta sinn þar-
næsta miðvikudag.
Breska frumkvöðlafyrirtækið di-
gi.me hyggst nota Ísland sem pruf-
umarkað, að hans sögn. Hugmynd-
in að baki digi.me er að fólk geti
átt upplýsingarnar sem það deilir á
samfélagsmiðlum. „Notendur leyfa
Facebook til dæmis að fá „like“-
smelli en nú verður hægt að halda
utanum um allt slíkt á einum stað,“
segir Bala.
Hann segir sömuleiðs að engla-
fjárfestum hér á landi hafi farið
fjölgandi. Þeir fjárfesta fyrir til-
tölulega lágar fjárhæðir í sprota-
fyrirtækjum. „Í mínum huga snýst
þetta samt sem áður ekki um til-
tækt fjármagn heldur að viðskipta-
hugmyndin sé lífvænleg,“ segir
Bala.
Kostir fámennis
Víkjum aftur að Íslandi sem til-
raunamarkaði. „Ísland er jafn stórt
og borg þar sem allir þekkja nán-
ast alla. Það er því hægur leikur
fyrir frumkvöðla að ná tali af rétta
fólkinu til að prófa vöruna. Frum-
kvöðlafyrirtæki eru nefnilega ekki
minni útgáfa af stóru fyrirtæki.
Þau verða að prófa sig áfram, koma
með tilgátu og athuga hvernig hún
reynist. Ísland er frábær vettvang-
ur fyrir slíkt. Þegar fyrirtækið
hefur fengið rétt svör, er hægt að
stækka fyrirtækið, hvort sem það
er innanlands eða erlendis.“
Spurður um íslensk fyrirtæki
sem hafi farið þessa leið nefnir
hann Meniga, Datamarket sem
Qlik keypti og Clara sem Jive
keypti.
Þarf ekki stóran hóp
Hann segir aðspurður að það
þurfi ekki stóran hóp af forriturum
til að skapa verðmætan rekstur.
„Instagram í Kísildalnum var ein-
ungis með tíu manns og fyrirtækið
var selt fyrir milljarð dollara, “
segir Bala.
Umfjöllunarefni Startup Iceland
í ár mun hverfast um notenda-
upplýsingar (e. personal data), ör-
yggi og hvernig þær eru í höndum
fyrirtækja sem nýta sér þær.
„Forsetakosningarnar í Bandaríkj-
unum leiddu í ljós að við dveljum í
eigin kúlu og því kom það mörgum
á óvart hver hreppti forsetastól-
inn. Það má rekja til notenda-
gagna og tölvukerfanna sem sýna
okkur það sem við viljum sjá,“ seg-
ir Bala.
Erlent tengslanet
Hugmyndin að baki Startup Ice-
land er að aðstoða frumkvöðlafyr-
irtæki við að vaxa á erlendri
grundu. Vandinn er að tengslanet
þeirra er einkum á Íslandi, en þeir
sem hafa í hyggju að vaxa á er-
lendri grundu þurfa að efla tengsl-
anetið. „Þess vegna taldi ég rétt að
vera með viðburð á Íslandi og
draga erlenda fyrirlesara hingað
til lands. Hér hitta þeir íslenska
frumkvöðla og það hefur skapað
tækifæri,“ segir Bala.
Hann nefnir sem dæmi að Brad
Burham, fjárfestir og fyrirlesari á
ráðstefnunni, hafi kynnt Clöru fyr-
ir Jive og að Þorsteinn B. Frið-
riksson, stofnandi Plain Vanilla,
hafi farið á þeim vettvangi í sitt
fyrsta erlenda viðtal við TechCr-
unch.
Breskt fyrirtæki notar
Ísland sem tilraunamarkað
Morgunblaðið/Eggert
Englar Bala segir að englafjárfestum hér á landi hafi farið fjölgandi. Slíkir
fjárfestar fjárfesta fyrir tiltölulega lágar fjárhæðir í sprotafyrirtækjum.
Startup Iceland
» Startup Iceland verður
haldið hinn 31. maí í sjötta
sinn í Hörpu.
» Umfjöllunarefnið verður
notendagögn, heilsa og
tækni.
» Þetta var í fyrsta skipti
sem Bala varð að hafna er-
lendum fyrirlesurum, þar á
meðal frá Amazon, sem ósk-
uðu eftir að flytja erindi.
» Brad Burnham, þekktur
áhættufjárfestir, flytur er-
indi.
» Einungis 300 miðar eru
seldir á ráðstefnuna. Það er
til þess að fólk eigi auðveld-
ara með að kynnast og efla
tengslanetið.
Bala Kamallakharan segir Ísland hentugan prufumarkað vegna smæðarinnar
Samkvæmt skráðu opinberu viðmið-
unargengi Seðlabanka Íslands fór
miðgengi bandaríkjadals í gær í
fyrsta sinn undir 100 krónur síðan
29. september 2008. Þann dag stóð
skráð gengi dollarans í 99,52 krónum
og hækkaði ört. Í gær var dalurinn
skráður á 99,7 krónur. Hæst fór
opinbert miðgengi bandaríkjadals í
147,98 krónur 3. desember 2008. Frá
16. mars 2015 hefur opinbert viðmið-
unargengi dollarans lækkað úr 139,8
krónum eða um 29%.
Mikil styrking krónu í ár
Hagfræðideild Landsbankans
fjallar um gengismál í Hagsjá og
bendir á að gengi krónu mælt með
gengisvísitölu hafi styrkst um 7,1%
frá áramótum, samkvæmt skráðu
miðgengi Seðlabankans. Frá því
fjármagnshöftin voru afnumin að
mestu leyti um miðjan mars hafi
gengi krónu haldið áfram að styrkj-
ast og það þrátt fyrir áframhaldandi
gjaldeyriskaup Seðlabankans. Í apríl
var hlutur bankans af heildarveltu á
gjaldeyrismarkaðnum um 35%.
Seðlabankinn tilkynnti hins vegar
á fimmtudaginn að bankinn væri
hættur reglulegum kaupum á gjald-
eyri frá og með þessari viku.
Landsbankinn bendir á að af þeim
fimm gjaldmiðlum sem standa að
baki liðlega 80% af gengisvísitölu
Seðlabankans, hefur krónan styrkst
mest gagnvart bandaríkjadal frá
áramótum. Af öllum 13 gjaldmiðlun-
um í vísitölunni hefur gengi krónu þó
styrkst mest gagnvart Kanadadoll-
ar, um 12,7%, en minnst á móti rúss-
nesku rúblunni, eða um 4,6%.
Morgunblaðið/Golli
Gengi Viðmiðunargengi Seðlabank-
ans er uppfært daglega klukkan 11.
Dollarinn ekki
lægri frá hruni
Opinbert gengi
síðast undir 100 í
september 2008
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com