Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 19
Ráðherra með
boxhanska
Við lestur yfirlýsinga nýs ráð-
herra umhverfismála um afstöðu
hennar til velgengni undanfarinna
ára í uppbyggingu atvinnulífs á
sunnanverðum Vestfjörðum er
ekki laust við að maður efist. Hún
hefur að eigin sögn komið tvisvar
vestur. Hvað sá hún þar sem olli
henni ótta um framtíð náttúru
svæðisins? Við hverja talaði hún og
hvað heyrði hún? Kynnti hún sér
málið vandlega áður en hún gerði
upp hug sinn og tjáði sig? Veit ráð-
herrann að fiskeldið í fjörðunum
vestra hefur snúið við áratuga fólksfækkun og
að barnafjöldinn í skólanum á Bíldudal hefur
tvöfaldast á skömmum tíma?
Veit hún að í matvælaframleiðslu á fiskeldis-
svæðum í dreifbýlinu hefur fjölgað um hundruð
starfa og að skatttekjur sveitarfélaga og ríkis
hafa aukist samsvarandi, sem og bjartsýni-
íbúanna á eigin framtíð? Veit ráðherrann að
grundvöllur síminnkandi opinberrar þjónustu á
landsbyggðinni hefur styrkst og lífskjör batn-
að?
Kynnti hún sér reynslu annarra þjóða af fisk-
eldi – og stefnu þeirra, áður en hún setti upp
boxhanskana? Veit hún að fiskeldi er með um-
hverfisvænustu leiðum sem til eru til að búa til
hollan mat mat fyrir vaxandi fólksfjölda og nýt-
ur því velvildar matvælastofnunar Sameinuðu
þjóðanna, ESB og fjölda annarra leiðandi stofn-
ana og ríkisstjórna? Veit hún að eldislax lifir á
fóðri sem búið er til m.a. úr íslensku fiskimjöli
og lýsi og að fiskeldi í sjó nýtir fóður margfalt
betur til matarframleiðslu en landeldi, þ.m.t.
kjúklinga, svína, kinda og nautgripa, að ekki sé
minnst á notkun annarra takmarkaðra auðlinda
eins og t.d. vatns?
Veit ráðherrann að langstærsti hluti strand-
lengju Íslands er lokaður fyrir fiskeldi af völd-
um manna og náttúru? Veit hún að um leyfis-
veitingar til starfseminnar og rekstrarins gilda
ströng lög og reglugerðir gagnvart öryggi, heil-
brigði og umhverfi settar nýlega á Alþingi og í
ráðuneytum?
Veit hún að embættismenn Hafrannsókna-
stofnunar, Skipulagsstofnunar, Umhverfis-
stofnunar og Matvælastofnunar vinna sleitu-
laust að rannsóknum, úttektum, rýni og eftirliti
til að tryggja að farið sé að settum lögum og
reglugerðum? Veit hún að íslenski eldislaxinn,
fær engin lyf og inniheldur m.a.s. minna magn
mengunarefna en villtur lax? Veit hún að hann
selst á hærra verði á kröfuhörðustu matvæla-
mörkuðum heims en annar fiskur vegna þessa
og umhverfisvænnar framleiðslunnar?
Veit hún að með elju og dugnaði hefur tekist
að laða að fjárfesta, ekki bara íslenska heldur
líka erlenda, sem einnig búa yfir sérfræðiþekk-
ingu á eldisstarfinu, sem og á sölu-
og markaðsmálum afurðanna, til að
fjárfesta í atvinnulífi fámennra sveit-
arfélaga á jaðarsvæðum sem hafa átt
undir högg að sækja um áratugabil?
Eða hefur ráðherrann kannski
bara heyrt hávaðann í fámennum en
fyrirferðarmiklum frekjuhópi
fáeinna karla sem telja sig sjálf-
skipaða fulltrúa þeirra sífækkandi
bænda sem eiga jörð við þær fáu og
litlu laxveiðiár sem eru á þeim fáu
svæðum þar sem fiskeldi er yfirhöf-
uð leyft á Íslandi?
Karlarnir eru oftar en ekki ís-
lenskir og erlendir lordar sem hafa keypt upp
bújarðir út um landið af gæsku sinni; ekki í garð
íbúanna, bænda og annars búaliðs, heldur laxa-
stofna, sem eru svo merkilegir að það má vart
lengur veiða þá sér til matar, bara veiða, meiða
og sleppa, gjarnan sem oftast, fyrir peningana
sem þeir eignuðust með misjafnlega umhverfis-
vænum hætti.
Hefur ráðherrann bara hlustað á lítinn hóp
forréttindamanna sem skapa fá eða engin störf
á landsbyggðinni, borga litla eða enga skatta
þar og innheimta ekki einu sinni virðisaukaskatt
af sölu leyfanna sem þeir selja í ýmsum tilvikum
fáum útvöldum?
Hlustar hún bara á karlahópinn sem linnulítið
dreifir rakalausum, en tilfinningaþrungnum,
fullyrðingum, iðulega tærum lygum, með góðri
hjálp vina sinna á miðlum sem skeyta litlu eða
engu um rök eða sannleika en þess meira um
smellubeitu og velvild hinna útvöldu, sem virð-
ast helst vilja sveitir og firði landsins sem mann-
fæsta svo þeir geti unað sér ótruflaðir í óspilltri
fegurðinni?
Er þetta þín bjarta framtíð Björt? Ég held
ekki, enda hef ég oft orðið þess áskynja að þú
berð góðan hug til hinna dreifðu byggða sem
háð hafa erfiða varnarbaráttu. Ekki hlusta bara
á hávaðann í freku köllunum sem halda að þeir
geti drottnað yfir lífskjörum og afkomu íbúa af-
skekktra byggða ef þeir hafa bara nógu hátt.
Vertu velkomin vestur aftur, í þetta sinn til að
tala við fólkið sem býr þar og starfar og kynna
þér sem flestar hliðar málsins – og til að læra að
samtal er betra en stríðsyfirlýsingar. Skildu
gjarnan boxhanskana eftir fyrir sunnan.
Eftir Kristján Þ. Davíðsson
» Vertu velkomin vestur
aftur, í þetta sinn til
að tala við fólkið sem býr þar
og starfar og kynna þér
sem flestar hliðar málsins
Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands
fiskeldisstöðva.
Kristján Þ.
Davíðsson
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2017
Fuglalíf Margæsir á grænu ljósi á flugi framhjá Gróttuvita á Seltjarnarnesi.
Ómar
Umræður um fyrirhugað lax-
eldi í sjó við Ísland, hafa leitt í ljós
að eftirlitsstofnanir hér á landi
hafa takmarkaða getu til að fylgj-
ast með því að rétt sé að málum
staðið við undirbúning eldisins.
Lagaumhverfið er ófullkomið og
margar efasemdir hafa vaknað
um raunverulega heimildir eld-
ismanna til nýtingar á íslenskum
hafsvæðum. Miðað við mönnun og
getu eftirlitsstofnana hljóta að
vakna margar spurningar um
hæfi þeirra til að fylgjast með eldinu þegar og
ef það verður að veruleika.
Eldisfyrirtækin virðast öll ætla að hefja eldi
í opnum kvíum með norskum eldisfiski. Það
gerist á sama tíma og norsk stjórnvöld krefjast
þess að laxeldi við Noregsstrendur verði fram-
vegis í lokuðum kvíum, sem komi í veg fyrir
sleppingar, lúsafár og mengun frá kvíunum. –
Eldismenn eiga þrjá kosti til að ala lax hér við
land til að draga úr þeim áföllum, sem Norð-
menn hafa orðið fyrir. Besti kosturinn er lok-
aðar kvíar. Annar kostur er að stunda eldið á
landi og sá þriðji að ala geldan lax, sem þó leys-
ir ekki gífurlega skolpmengun frá sjókvíum.
Nú reynir því á sverar yfirlýsingar eldismanna
um virðingu þeirra fyrir náttúrunni og að allt
verði gert til að tryggja að íslenskir laxastofn-
ar verði ekki eyðilagðir, að mengun frá kvíum
skaði ekki dýralíf á sjávarbotni og fuglalíf á
ströndum vegna grútarmeng-
unar.
Líklega gera fæstir sér grein
fyrir því að þótt laxeldið heiti ís-
lenskt þá eru nánast öll eldisfyr-
irtækin í eigu Norðmanna, en
saga þeirra við rekstur laxeldis í
öðrum löndum, t.d. í Síle, er
ófögur og vörðuð áföllum og tjóni
á lífríki. Og nú sækja Norðmenn
í firði og flóa á Íslandi þar eð
norsk stjórnvöld hafa ákveðið að
fjölga ekki eldisleyfum við Nor-
egsstrendur meira en orðið er.
Allt tal þeirra um hægfara fram-
kvæmdir hér á landi er alrangt. Nú þegar eru í
fullum gangi stórbrotnar áætlanir manna, sem
vilja helga sér ókeypis afnot af íslenskri nátt-
úru og hafsvæðum í eigu þjóðarinnar.
Ef skoðuð eru þau fyrirtæki, sem hafa sótt
um eldisleyfi og hafa þegar fengið þau, og eru í
meirihlutaeigu norskra fyrirtækja, þá er eign-
arhaldið með þessum hætti:
1. Arnarlax hf. hefur eldisleyfi í Arnarfirði
fyrir 10.000 tonnum. Dómsmál er hafið til
ógildingar á rekstrarleyfi MAST. Arnarlax er
einnig með eldisleyfi í Patreksfirði fyrir 3.000
tonnum. Í starfsleyfisferli eru 10.700 tonn í
Patreksfirði og Tálknafirði. Félagið er einnig
með í matsferli 10.000 tonn í Ísafjarðardjúpi og
önnur 10.000 í Eyjafirði. Norska fyrirtækið
SalMar AS er aðaleigandi Arnarlax með a.m.k.
72% eignarhlut, og aðrir norskir fjárfestar
með ca. 10%.
2. Arctic Sea Farm hf. og tengd félög – áður
Dýrfiskur – er með eldisleyfi í Dýrafirði fyrir
2.000 tonnum af laxi og regnbogasilungi. Þá er
félagið með í leyfisferli 4.000 tonn í Arnarfirði,
8.000 tonn í Ísafjarðardjúpi og 6.800 tonn í Pat-
reksfirði og Tálknafirði. Aðaleigandi Arctic
Sea Farm hf. er Norway Royal Salmon AS og
Kýpurfélagið Bremesco Holding með 47,5%.
Það félag á sér líklega pólskar rætur.
3. Fiskeldi Austfjarða hf. er með eldisleyfi
fyrir 6.000 tonnum af laxi og 2.000 tonnum af
regnbogasilungi í Fáskrúðsfirði. Í leyfisferli
eru 10.000 tonn af laxi Norðfjarðarflóa og
Mjóafirði og fyrir sama magn í Stöðvarfirði og
Seyðisfirði. Aðaleigandi er norska félagið
MNH Holding AS með a.m.k. 50%.
4. Laxar fiskeldi ehf. hafði eldisleyfi fyrir
6.000 tonnum af laxi í Reyðarfirði. Samkvæmt
lögum rann þetta leyfi út í mars á síðasta ári,
þar sem engin starfsemi var hafin. Talið er að
MAST hafi með ólögmætum hætti framlengt
leyfið. Dómsmál til ógildingar er nú hafið. Fé-
lagið er með 5.000 tonn í leyfisferli fyrir Beru-
fjörð, 4.000 tonn í Fáskrúðsfirði og 10.000 tonn
til viðbótar í Reyðarfirði. – Aðaleigendur fé-
lagsins er Maasöval Fiskeopprett AS með
a.m.k. 53.5%. Norskt félag.
5. Ef lögð eru saman þau leyfi, sem veitt
hafa verið og þau, sem eru í leyfisferli, þá gæti
framleiðslan orðið um 143.000 tonn.
Hér er á ferðinni risavaxið laxeldi, sem að
stærstum hluta er og verður í eigu Norð-
manna. Fari allt þetta eldi fram í opnum kvíum
er verið að stofna til fyrirsjáanlegra stórslysa á
hafsvæðum, sem eru hluti af auðlind íslensku
þjóðarinnar. Áhrifin á íslenska náttúru geta
orðið veruleg og mikil. Ef tekið er mið af eign-
arhlut Norðmanna í þessum eldisfyrirtækjum,
þá er ljóst, að stærstur hluti arðsins af eldinu
fer í vasa útlendinga og út landi. Sveitarfélög,
þar sem eldisfyrirtækin starfa, munu lítið bera
úr býtum. Forráðamenn norskra sveitarfélaga
hafa lýst því að þau hafi borið skarðan hlut frá
borði í samskiptum við sveitarfélögin. Þá er
rétt að benda á þá staðreynd að eins og at-
vinnuástand er nú hér á landi verður að flytja
inn erlent vinnuafla til starfa hjá laxeldisfyr-
irtækjunum.
Í þessari nýju stóriðju er rétt að fara fram af
mikilli varúð, hægja á og stöðva leyfaferli
spekúlanta og norskra risaeldisfyrirtækja á
meðan lagaumhverfi og eftirlit er í molum.
Þjóðin hefur ekki góða reynslu af því að selja
útlendingum aðstöðu og orku fyrir stóriðju, án
vandaðs undirbúnings.
Eftir Árna Gunnarsson »Eldisfyrirtæki virðast öll
ætla að hefja eldi í opnum
kvíum með norskum eldisfiski.
Á sama tíma krefjast Norð-
menn þess að eldi verði í lok-
uðum kvíum.
Árni Gunnarsson
Höfundur er fyrrv. alþingismaður
gunnsa@simnet.is
Íslenskt laxeldi, en í eigu Norðmanna