Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2017 ✝ Elías Arasonfæddist 11. júní 1924 að Butru í Fljótshlíð. Hann lést á Landspít- alanum 17. maí 2017. Hann var sonur hjónanna Ara Markússonar, f. 31. maí 1900, og Guð- rúnar Jónsdóttur, f. 1. maí 1905. Systk- ini Elíasar eru Ester, Ester Anna, Helgi, Emil og Hörður. Elías Arason ólst upp í Valstrýtu í Fljótshlíð, hjá ömmu sinni Sig- ríði Aradóttur og börnum henn- ar; Bjarna, Mörtu, Guðbjörgu og Ingólfi. Guðbjörg Markúsdóttir, fædd 29. september 1907, og Ingólfur Markússon, fæddur 8. febrúar 1916, eru síðan ábú- endur á Valstrýtu eftir 1956, en það ár andaðist Bjarni. Marta andaðist 1968. Systkinin í Valst- rýtu, Guðbjörg og Ingólfur, ólu þeirra eru Hulda Heiðrún, Guð- rún Sóley og Elísa Sóldís. 3) Erna Björk Elíasdóttir, fædd 11. mars 1965, maki Gissur Skarp- héðinsson, börn þeirra eru Ing- unn, Signý og Eydís. Auk ofan- greindra barna (3) og barnabarna (9), átti Elías 11 langafabörn og 2 langa- langafabörn. Elías var í vegavinnu í Fljóts- hlíð, á vertíð í Vestmannaeyjum, í byggingarvinnu í Reykjavík er hann kynntist Guðrúnu, á bíla- verkstæði og síðan með eigin rekstur frá árinu 1963 (Járniðjan sf). Síðast starfaði Elías í Áhalda- húsi Hafnarfjarðar. Eftir að Guðrún lést árið 2000 tóku við nokkur erfið ár hjá Elíasi. En eftir að hann fór í dag- vistun á Hrafnistu í Hafnarfirði má segja að nýr kafli hafi hafist hjá honum. Hann tók fullan þátt félagstarfinu, var í kórnum, stundaði pútt, leikfimi og lyft- ingar. Árið 2014 flutti Elías síðan alfarið á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför Elíasar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 23. maí 2017, klukkan 11. upp þrjá syst- kinasyni sína, þá Elías, Karl Guð- jónsson og Markús Guðjónsson. Árið 1946 kynn- ist Elías eiginkonu sinni Guðrúnu Jóns- dóttur frá Hafn- arfirði. Guðrún var fædd 29. júlí 1923 en hún lést 11. júní 2000. Þau hófu bú- skap sinn á Kirkjuvegi 36 í Hafn- arfirði árið 1946. Elías og Guð- rún gengu í hjónaband 21. desember 1947. Vorið 1948 fluttu þau á Hellisgötu 19 þar sem þau bjuggu alla sína tíð. Börn þeirra eru : 1) Guðný Sig- ríður Elíasdóttir, fædd 13. sept- ember 1947, maki Guðmundur Grétar Bjarnason, börn þeirra Elías Bjarni, Gunnar Ingi og Margrét Ólöf. 2) Sigurður Ari Elíasson fæddur 28. mars 1953, maki Sigríður Ágústdóttir, börn Elsku afi minn og nafni, Elías Arason, afi Elli, er látinn, 92 ára gamall. Allt mitt líf hef ég þekkt og umgengist afa mikið. Hann og amma Guðrún bjuggu allan sinn búskap á Hellisgötu 19 í Hafnar- firði og við fjölskyldan bjuggum ekki langt frá þeirra heimili þann- ig að oft gengum við bræðurnir eða hjóluðum til ömmu og afa. Vorum við alltaf aufúsugestir þar. Erna móðursystir mín er aðeins tveimur árum eldri en ég og því brölluðum við oft mikið saman heima hjá ömmu og afa. Afi Elli var fæddur í Fljótshlíð- inni og alinn upp á bænum Valst- rýtu. Tengsl afa við Fljótshlíðina voru alltaf sterk. Afi Elli ólst þar upp hjá ömmu sinni Sigríði Ara- dóttur og börnum hennar; Bjarna, Mörtu, Guðbjörgu og Ingólfi. Guð- björg og Ingólfur tóku seinna meir við búinu á Valstrýtu, eða Gudda og Ingi í Strýtu eins og þau voru oftast kölluð. Öll börn afa Ella sem og ég og Gunnar bróðir minn vorum svo lánsöm að fá að vera vinnufólk í Valstrýtu á sumr- in, sjálfur var ég þar frá 10 til 16 ára aldurs. Þar kynntist maður mikilli hlýju og væntumþykju, ásamt því að læra að vinna, eitt- hvað sem maður býr að alla ævi. Í þessu umhverfi hafði afi Elli alist upp, sem sannarlega mótaði hann og gerði hann að þeim góða ein- staklingi sem hann sannarlega var. Afi og amma voru tíðir gestir í Strýtu, komu nánast um hverja helgi austur yfir sumartímann og oftar en ekki með eitthvert góð- gæti í poka sem ungir drengir kunnu að meta. Afi Elli var góð fyrirmynd; allt- af hlýr en harðduglegur og hafði sterkar skoðanir. Ég á sterkar minningar frá þeim tíma þegar hann rak Járniðjuna, sem smíðaði aðallega handrið í stigaganga og sinnti annarri járnsmíði. Hendur hans og allt atgervi minnti einna helst á ofurhetju úr teiknimynd- um nútímans, risastórar hendur og hraustmenni mikið. Afi Elli trúði á sjálfstæði einstaklingsins og að menn ættu að njóta síns dugnaðar en ekki var hann fylgj- andi meðalmennsku. Afi Elli var einstaklega stoltur og áhugasamur um sín börn og af- komendur þeirra, hvort sem þau voru að nema, starfa eða stunda íþróttir. Það er alveg á hreinu að við aðrar aðstæður nær nútíð hefði afi Elli lært meira. Hann las mikið, sérstaklega seinni árin og var stálminnugur, fór með gam- anmál og vísur og fylgdist vel með þjóðmálum alveg fram að andláti. Við töluðum oft saman í síma, við afi. Símtölin byrjuðu alltaf eins: „Sæll nafni.“ Ég á eftir að sakna þessara símtala og sam- verustunda og er ákaflega stoltur að fá að bera nafnið hans. Að lok- um langar mig að þakka mömmu og pabba fyrir að sinna afa Ella einstaklega vel á hans efri árum og í veikindunum hans undanfarn- ar vikur. Hvíl í friði, nafni. Elías Bjarni Guðmundsson. Elsku pabbi, takk fyrir allt. Nú leikur blær um lífsins vor og ljóma slær á gengin spor er Drottinn blessar stað og stund, við stefnum hingað á hans fund Í von um ást er vaki sönn og veiti gleði’ í hvíld og önn. Þú, Drottinn, verndar heilög heit og hjónabandsins vígða reit. Við eigum hvort hjá öðru skjól og okkur hlýjar lífsins sól. En annað ræðst af okkur tveim, að efla, byggja lítinn heim. Og heimur sá er okkar allt er auðgar bæði hlýtt og svalt. Því allt mitt líf þú átt með mér og allt þitt líf á ég með þér. Við lútum Kristi kærleikans, við krjúpum hljóð í nafni hans sem aldrei sínum börnum brást en blessar þeirra tryggð og ást. (Höf. Hjálmar Jónsson) Kveðja Guðný og Grétar. Elías Arason ✝ Steinþór Þor-valdsson fædd- ist á Húsavík 28. maí 1932. Hann andaðist á Líkn- ardeild HSS 17. maí 2017. Foreldrar hans voru Þorvaldur Helgason Þórð- arson sjómaður, f. 1909, d. 1939, og Guðrún Jón- asdóttir verkakona, f. 1911, d. 1992. Systkini Steinþórs eru Stefnir, f. 1930, Stella, f. 1934, Gestur, f. 1935, Erna Þorvalds- dóttir, f. 1936, Snær Karlsson, f. 1940, Sif Karlsdóttir, f. 1941, Hlífar Karlsson, f. 1946, Sig- tryggur Karlsson, f. 1949, Björg Karlsdóttir, f. 1950, Gerður Karlsdóttir, f. 1954. Steinþór missti föður sinn ungur og tók þá föðursystir hans, Sigríður Þórðardóttir, og hennar maður, Ásgeir Krist- jánsson, við uppeldinu og þar eignaðist hann aðra tvo bræð- ur, þá Þórð og Kristján. Steinþór kvæntist Jóhönnu Pétursdóttur frá Hauksstöðum á Jökuldal 24. júní 1955. Börn þeirra Steinþórs og Jóhönnu eru fjögur. 1) Guðrún, f. 5.2. 1956, d. 7.5. 2013, maki Haf- dóttir, f. 1987, maki Daníel Stefánsson, f. 1988, börn þeirra eru Tristan Pétur, Alexandra Nótt og Viktor Örn. c) Elísabet Bjarnadóttir, f. 1989, og d) Marín Bjarnadóttir, f. 1995. 4) Sigrún, f. 30.4. 1964, maki William Hommerding, 4.8. 1948, sonur hennar er Guð- mundur Sigurðsson, f. 1982. Dóttir Williams af fyrra hjóna- bandi er Tara Burt, f. 1970, maki Eric Burt, f. 1964, börn þeirra eru Austin, Brendan og Audrey. Mestalla sína ævi starfaði Steinþór til sjós. Hann lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík og starfaði upp frá því ýmist sem stýrimaður eða skipstjóri. Seinna á ævinni réðst hann til starfa í fiskeldi og var þar í nokkur ár. Síðustu starfsárin vann hann hjá Hita- veitu Suðurnesja í orkuverinu í Svartsengi. Steinþór og Jó- hanna hófu búskap í Reykjavík þar sem öll þeirra börn eru fædd og uppalin og þar kynnt- ust þau sinni bestu vinkonu, Brynhildi, sem átti litla telpu, Erlu Elínu, sem varð strax eins og þeirra fimmta barn og gekk Steinþór henni nánast í föð- urstað og enn er eins og stóra systir barna þeirra. Steini og Jóhanna fluttu 1974 til Grinda- víkur þar sem þau hafa búið all tíð síðan, fyrst í Staðarvör og síðustu árin á Árnastíg. Útför Steinþórs fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, 23. maí 2017, klukkan 13. steinn Kristinsson, f. 4.5. 1946. Börn þeirra: a) Steinþór, f. 1975, sonur hans er Ásgeir. b) Dagný, f. 1976, maki Valgarður Magnússon, börn þeirra eru Haf- steinn, hans börn eru Benedikt, Thelma, Viktor og Kara. c) Jón Hauk- ur, f. 1981. d) Sunna, f. 1987, maki Óli Jóhannesson, börn þeirra eru Guðrún Tinna og Rökkvi Steinn. 2) Jón Haukur, f 22.7. 1961, d. 8.10. 1978. 3) Pét- ur Ásgeir, f. 23. nóv. 1962, maki Guðrún Þorbjarnardóttir, f. 13. sept. 1967. Synir hans eru: a) Sigmar Örn, f. 1982, maki Lára Þórðardóttir, f. 1985, dóttir þeirra er Anna Guðbjörg. Fyrir átti Lára Hafstein og Daníel Lárussyni. b) Þorvaldur, f. 1987, og c) Ársæll, f. 1989, maki Ásdís Sveinbjörnsdóttir, f. 1985, dóttir hans er Charlotta Jó- hanna, fyrir á Ásdís Vilmar Huga Jóhannsson og Védísi Óskarsdóttur. Dætur Guðrúnar af fyrra hjónabandi eru: a) Halldóra Baldursdóttir, f. 1983, sonur hennar er Baldur Rafn Víkingsson. b) Aldís Péturs- Elsku pabbi, tengdapabbi, afi og langafi. Nú ertu lagður af stað til mömmu, elsku besti pabbi og afi, og okkur sem eftir sitjum langar að senda þér nokkur orð í kveðjuskyni. Mikið óskaplega eigum við öll eftir að sakna þín, þú sem alltaf varst til staðar fyrir okkur öll, sama á hverju gekk, í gleði sem og sorg eða erfiðleikum leituðum við öll til þín því þú varst ávallt besti vinurinn til að leita til. Heim- sóknirnar í Grindó eru orðnar óteljandi og minningarnar enda- lausar þar sem þú og mamma tókuð alltaf vel á móti öllum og sérstaklega þótti barnabörnun- um gott að koma til ykkar og var ekki óalgengt að þau hrúg- uðust svo upp í fangið á afa sín- um að ekki sást í hann fyrir börnum og var þá mikið hlegið kitlað og strítt. Það fjölgaði allt- af í barnahópnum en alltaf hafð- ir þú nóg að gefa þeim og öll sóttu þau í afa sinn, bæði til að skemmta sér og ekki síður til að fá góð ráð á sinni lífsleið, þegar þau fóru að vaxa úr grasi. Við ætlum ekki að hafa þetta lengra og kveðjum þig með söknuði og trega en fögnum því um leið að þú ferð til þeirra sem hafa beðið þín líka með söknuði. Takk fyrir að hafa verið til fyrir okkur öll sem okkar stoð og stytta en um- fram allt okkar besti vinur. Pétur, Guðrún, Sigrún (Sissa), barnabörn og barnabarnabörn. Elsku afi, nú ertu farinn frá okkur. Það er alltaf erfitt að kveðja en minningar um stór- merkilegan og glæsilegan mann lifa í hjörtum okkar. Hár og flottur með ljúfa en virðulega framkomu. Það fylgdi því alltaf svo mikið stolt að segja frá því að Steinþór Þorvaldsson skip- stjóri og öflugur golfari væri afi minn. Alltaf svo hlýr og glað- lyndur og naust þess að vera umkringdur börnum, barna- börnum, frændum og vinum. Þú varst alltaf svo fróður og lagðir þig fram um að kynnast öllum sem á vegi þínum urðu. Þú fylgdist alltaf vel með pólitík innanlands og utan og flestum íþróttum líka. Þú spilaðir golf svo lengi sem heilsan leyfði enda naustu þar góðs fé- lagsskapar ekki síður en íþrótt- arinnar sjálfrar. Það verður skrítið að geta ekki kíkt á afa í Grindó, farið í hið árlega jólaboð þar sem ávallt var stjanað við mann og svo tekið í spil á eftir. Þar var okkur sko kennt að spila eins og „maður“ og ef við stóðum okkur ekki „hótaðirðu“ að fara með okkur út í skúr og smúla okkur. En þú varst ein- mitt alltaf svo léttur og kátur með skemmtilegan húmor. Það voru forréttindi að fá að alast upp við ást og umhyggju þína. Blessuð sé minning þín, elsku afi, við munum sakna þín sárt. Þín barnabörn, Steinþór, Dagný, Jón Haukur og Sunna. Fallinn er frá félagi minn og vinur til margra ára, Steinþór Þorvaldsson, Steini. Kunnings- skapur okkar hófst fyrir 28 ár- um þegar við hjónin áttum sam- leið með þeim Steina og Jóhönnu konu hans í ferð um nokkur Evrópulönd. Síðan þró- aðist þessi kunningsskapur í vináttu sem ekki bar skugga á til síðasta dags þeirra hjóna. Jóhanna andaðist fyrir nokkrum árum og var það Steina þungt áfall þó hann bæri harm sinn í hljóði. Það sem varð til að treysta vináttu okkar enn frekar gegn- um árin var sameiginlegur áhugi okkar á golfíþróttinni. Þær eru ófáar golfferðirnar sem við fórum saman bæði innan- lands og erlendis, stundum tveir saman en oftar í góðra vina hópi. Þó svo Steini byrjaði ekki að spila golf fyrr en hann var kom- inn vel yfir miðjan aldur náði hann undraverðum tökum á íþróttinni og var sífellt að bæta sig kominn á níræðisaldur. Með- al annars tókst honum fjórum sinnum það sem flestir golfarar þrá, það að fara holu í höggi. Á seinni árum átti Steini við ýmis veikindi að stríða og þurfti að gangast undir stórar og erf- iðar aðgerðir, en löngu áður en nokkur bjóst við honum var hann mættur á teig. Hann var járnkarl. Við göntuðumst stundum með það félagar hans, þegar Steini spilaði sem best, að það væri svo sem eðlilegt, það væri að- eins ytra byrðið sem væri gam- alt, annað væri búið að end- urnýja. Steina verður sárt saknað af okkur félögum hans sem erum hættir að vinna og hittumst á golfvellinum í hádeginu til að taka golfhring, en minningin um góðan vin og félaga mun fylgja okkur. Við Helga sendum börnum Steina og ættingjum hans inni- legar samúðarkveðjur. Halldór Ingvason. Síðasti stólpinn er fallinn, sá síðasti af þeim „fullorðnu“ sem voru í kringum mig þegar ég var að alast upp. Steinþór, eða Steini eins og flestir kölluðu hann, var fyrir mér maðurinn hennar Jóhönnu P. Hún leigði um tíma uppi í risi á Laugavegi 56, fyrst hjá afa Erlendi og seinna hjá mömmu, Brynhildi Kjartansdóttur. Jóhanna pass- aði bæði afa og mig, fyrsta vet- urinn minn og síðasta vetur afa. Svo fór Jóhanna á sjóinn og gerðist kokkur á togaranum Jóni Baldvinssyni. Þar kynntust þau Steini. Steini var frá Húsavík, úr stórum hópi systkina. Þegar Jó- hanna og Steini eignuðust fyrsta barnið sitt, hana Guðrúnu heitna, þá vorum við eins og systur þó að það væru þrjú og hálft ár á milli okkar. Guðrún dvaldi oft hjá okkur mömmu þegar Jóhanna var á sjónum og svo kom Jóhanna að passa mig ef ég var veik og mamma að kenna. Það var alltaf mikill sam- gangur milli heimilanna. Á þess- um árum var Steini alltaf á sjónum. Stundum gekk vel en stundum verr. Árið 1975 ákváðu þau að flytja til Grindavíkur því að Steini var alltaf á bátum sem gerðir voru út þaðan. Það hafði engin áhrif á tengslin. Við fór- um að vísu ekki eins oft í heim- sókn en síminn var mikið not- aður. Síðar fór Steini í land, vann í laxeldinu og var svo vakt- maður í Svartsengi í mörg ár. Á þeim tíma kom ég oft með er- lenda nemendur í heimsókn í Gjána sem var þar og Steini kom með okkur að skoða hana. Mikilvægast var að fara í jóladagsboð í Grindó með hangi- kjöti og heimagerðum ís og svo var spilað eftir matinn. Jóla- dagsboðið hélt áfram eftir að Jóhanna dó og það síðasta var gott því svo til allir afkomendur Steina voru mættir. Það var honum mikilvægt að halda boð- inu við. Það var alltaf gaman að spila við hann. Hann var rút- ineraður bridgespilari en á jóla- dag var spilaður gosi, tíkort og annað slíkt. Frá því að móðir mín lést ár- ið 2007 og Jóhanna árið 2009 hefur Steini verið duglegur að koma á tónleika með mér í Hall- grímskirkju. Hann hefur notið þess að hlusta á kórana flytja bæði stórverk og minni. Núna hefur eldri kynslóðin gengið sinn veg hjá mér en ekki síst hjá Pétri og Sissu og börnum þeirra og börnum Guðrúnar heitinnar, öllum langafabörnun- um og langalangafabörnunum. Ég veit að þetta er erfiður tími fyrir þau öll. Um leið og ég sendi þeim mínar innilegustu samúðarkveðjur, bið ég Guð að vera með þeim. Erla Elín. Fallinn er frá fyrrverandi formaður Golfklúbbs Grindavík- ur og heiðursfélagi klúbbsins, Steinþór Þorvaldsson. Steinþór byrjaði seint í golfi og talaði oft um það að hann hefði byrjað allt of seint að sveifla kylfu, en hann var um fimmtugt þegar hann hóf að leika golf á Húsatóftavelli. Hann náði ótrúlega fljótt tökum á golfinu og var bara býsna góður golfari. Það eru ekki margir sem eiga fleiri hringi en Stein- þór Þorvaldsson þar sem högga- fjöldinn er undir aldri viðkom- andi. Þrisvar sinnum fór Steinþór holu í höggi, 2009, 2013, 2014 og einu sinni að auki nú í vetur sem leið, en þá var holan skorin á vetrarflöt og ekki skráð. 20 ár eru síðan Steinþór tók við formennsku í Golfklúbbi Grindavíkur, en Steinþór var formaður GG árin 1997 og 1998. Hann kom oft og iðulega til mín og ræddi framtíð golfklúbbsins og Húsatóftavallar, en völlurinn var honum mjög hugleikinn. Klúbburinn sem slíkur var líka oft umræðuefni okkar en Stein- þór var mjög virkur félagsmað- ur og talaði oft um það að þeir væru að ná um 300 golfhringj- um á ári, kallarnir eins og hann kaus að nefna spilafélaga sína. Síðustu hringina sína spilaði Steinþór nú í byrjun apríl, vant- aði rúman mánuð í áttugasta og fimmta afmælisdaginn. Fyrir hönd félaga í Golf- klúbbi Grindavíkur vil ég votta fjölskyldu og aðstandendum okkar dýpstu samúð. Við hjá GG vitum að Steinþór er búin að bóka rástíma á mjög fínum golfvelli og er spenntur að slá sitt fyrsta högg á þeim stað. Halldór Einir Smárason. Steinþór Þorvaldsson Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma okkar og systir, RAGNHEIÐUR ÞÓREY FRÍMANNSDÓTTIR, Willow Valley, Pennsylvania, USA, lést fimmtudaginn 18. maí. Ove Krebs Lisa Krebs Mark Munro Carl Krebs barnabörn Jónas Frímannsson Birna S. Frímannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.