Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2017 Afmælisdagurinn fer íað undirbúa ferð tilChicago, en við mað- urinn minn förum til Chicago á morgun ásamt vinahópi. Svo þegar við komum heim þá ætlum við út að borða með mínum allra nánustu,“ segir Roald Viðar Eyvindssson, blaðamaður og ritstjóri Gay- Iceland, en hann á 40 ára af- mæli í dag. „Ég er vanur að lesa mér vel til um staði sem ég heim- sæki og ákveða dagskrána, en í þetta sinn eru vinir okk- ar sem taka á móti okkur svolítið búnir að skipuleggja ferðina og ég ætla að leyfa þeim að stjórna þessu. Ég verð því í farþegasætinu, sem verður bara skemmtilegt.“ Eiginmaður Roalds er Sigurþór Gunnlaugsson, sem er yfir ferðadeild Air Atlanta. Þeir reka saman frétta- og lífsstílsmiðilinn GayIceland. „Sigurþór fékk hugmyndina að síðunni fyrir nokkrum árum, en ég var þá nýhættur á Fréttablaðinu og hugsaði með mér: Af hverju ekki? Og sló til. Reyndar fórum við hægt í sakirnar í upphafi til að athuga hvort það væri áhugi fyrir svona miðli yfirleitt. Sigurþór sá um tæknilegu hliðina og ég um ritstjórn og við vorum sammála um að einblína á rétt- indabaráttu hinsegin fólks í bland við fréttir og svo léttara efni og hafa allt efni á ensku til að ná líka til fólks sem er búsett á Íslandi en skilur ekki íslensku og eins til ferðamanna á leið til landsins. Og það er óhætt að segja að við sjáum ekki eftir því. Viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum, eins og sést meðal annars af góðum lestri og eins af því að miðlar eins og Guardian, Independent, Huffington Post og BBC vitna reglulega í síðuna. Til að byrja með vorum við bara tveir í þessu en erum núna með blaðamenn, ljósmyndara og umbrotsmann í vinnu, allt saman frábært fólk.“ Afmælisbarnið hefur haft fleira fyrir stafni því Roald leikur í nýrri auglýsingu frá Icelandair ásamt eiginmanni sínum. „Þeir höfðu sam- band og vildu fá okkur í auglýsinguna, meðal annars af því að við erum par og búnir að vera lengi saman, eða í tæp 20 ár. Þar sem hinsegin fólk er enn tiltölulega sjaldséð í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og auglýs- ingum, því miður, þótt þetta stefni hægt í rétta átt, þá fannst okkur ekki annað hægt en að taka þátt til að gera hinsegin fólk sýnilegra. Gerð auglýsingarinnar reyndist síðan vera heilmikið ævintýri og ótrúlega gaman að hún skuli „fara í loftið“ svona rétt fyrir afmælið.“ Ritstýrir vefmiðli um hinsegin fólk Roald Viðar Eyvindssson er fertugur í dag Ritstjórinn Roald Viðar Eyvindsson. B jörn Þorsteinsson fædd- ist í Kaupmannahöfn 23.5. 1967 en ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur til átta ára aldurs og síðan í Háaleitishverfinu og Foss- vogi. Björn gekk í Melaskóla og Álfta- mýrarskóla, lauk stúdentsprófi frá MH 1986, nam heimspeki við HÍ og lauk BA-prófi 1993, stundaði nám í frönsku í Montpellier í Frakklandi 1993-94 og hóf síðan MA-nám í heimspeki við University of Ottawa/ Université d’Ottawa í Kanada, haustið 1994, og lauk MA-prófi frá þeim skóla vorið 1997. Hann hóf doktorsnám í heimspeki við Université Paris 8 (Vincennes/St. Denis) í Frakklandi haustið 1999 og lauk því vorið 2005. Samhliða námi starfaði Björn við bókaútgáfu, fyrst hjá Erni og Örlygi og síðar Máli og menningu. Hann var í ritstjórn Íslensku alfræðiorða- bókarinnar 1990 og annar tveggja ritstjóra Heimsatlass Máls og menn- ingar 1998. Þá var hann ritstjóri Lærdómsrita Hins íslenska bók- menntafélags 2005-15. Að loknu doktorsprófi var Björn um árabil stundakennari og sér- fræðingur við HÍ, var ráðinn lektor í heimspeki við skólann 2014, en árið 2016 fékk hann framgang í starf prófessors. Björn hefur verið virkur í alþjóð- legu samstarfi, m.a. á vettvangi Nor- ræna fyrirbærafræðifélagsins, sem haldið hefur þrjár ráðstefnur hér á landi á síðustu ellefu árum. Hann hefur birt fjölda greina um heim- spekileg efni á ensku, frönsku, dönsku og japönsku, m.a. hjá bóka- forlögunum Routledge, Blackwell, Brill og Rodopi. Þar að auki hefur hann birt fjölmargar greinar og þýð- ingar á íslensku í tímaritum og bókum. Björn er höfundur bókanna La question de la justice chez Jacques Derrida, útg. 2007, og Eitthvað ann- að, útg. 2016, og ritstjóri bókarinnar Náttúran í ljósaskiptunum, útg. 2016. Ritaskrá Björns má finna á Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki við HÍ – 50 ára Dætur Björns og Sigrúnar F.v.: Snædís og Matthildur og Charlotta lætur fara vel um sig á milli eldri systranna. Fer að ráðum Birtíngs og ræktar garðinn sinn Sumarstemming í Þýskalandi Björn og Sigrún í Berlín árið 2015. Mosfellsbær Ýr Stef- ánsdóttir fæddist 3. júní 2016 kl. 6.07. Hún vó 4.020 g og var 54 cm löng. Foreldrar hennar eru Guðfinna Birta Valgeirsdóttir og Stefán Pálsson. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Tíska & förðun Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 2. júní Fjallað verður um sumartískuna 2017 í fatnaði, förðun og snyrtingu auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 29. maí NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.