Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.05.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2017 Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk | Sími 551 5979 | lebistro.is Hefur þú smakkað Snigla? Frönsk bylting á þínum disk? Hildur Loftsdóttir hildurl@mbl.is Eva Maria Daniels hefurmeira en nóg að gera oger á ferð og flugi um allanheim í sambandi við vinn- una. Þegar Morgunblaðið hafði sam- band við hana var hún á leið frá London til Cannes, þar sem hún þurfti að funda og horfa á nýjustu kvikmyndirnar. Hún millilenti þó á Íslandi og leyfði okkur að smella af sér mynd. „Ég stofnaði fyrirtækið mitt Eva Daniels Productions í Los Angeles árið 2010 og það er enn þar til húsa. Ég gerði tíu ára plan þegar ég flutti frá Íslandi 22 ára um að búa í Kaup- mannahöfn, London, New York og Los Angeles,“ segir Eva Maria, sem m.a. lærði kvikmyndaframleiðslu í Kaupmannahöfn. „Þegar það plan var orðið að raunveruleika ákvað ég árið 2013 að flytja aftur til New York og ætlaði mér bara að vera þar. En á síðasta ári varð ég ástfangin af manni sem býr og starfar í London svo ég flutti þangað aftur fyrr á þessu ári, þar sem við búum loksins saman eftir milli- landasamband. Ég var líka farin að sakna Evrópu og fannst mjög heillandi að vera nær Íslandi. Ég get unnið svo mikið í fjarvinnu þannig að það var auðveld ákvörðun að flytja.“ Góð handrit ná athygli -Hvernig tókst þér að ná til þín stórstjörnum allt frá byrjun? „Ég hafði unnið í eftirvinnslu á auglýsingum og bíómyndum í um sjö ár áður en ég stofnaði fyrirtækið, þannig að ég var búin að kynnast ýmsu fólki í geiranum og nokkrir urðu góðir vinir mínir. Ein af þeim er Riva Marker sem var einn af kúnn- unum mínum hjá Company 3 þar sem ég vann áður. Hún bauð mér fyrsta tækifærið til að vinna við fram- leiðsluferlið og það var fyrir myndina The Romantics með Katie Holmes, Josh Duhamel og Önnu Paquin í aðal- hlutverkum. Við Riva höfum síðan þá framleitt þrjár myndir saman og er- Skemmtilegast að skapa nýja heima Eva Maria Daniels rekur sitt eigið framleiðslufyr- irtæki erlendis, þar sem hún framleiðir og þróar vandaðar óháðar kvik- myndir sem skarta stór- stjörnum á borð við Rich- ard Gere, Alexander Skarsgård, Steve Coogan og Julianne Moore. The Romantics Fyrsta framleiðsluverkefni Evu Mariu var myndin The Romantics með Josh Duhamel og Katie Holmes í aðalhlutverkum. Morgunblaðið/Eggert Kvikmyndaframleiðandinn Eva Maria Daniels kvikmyndaframleiðandi gerði tíu ára plan þegar hún fluttist frá Ís- landi fyrir 22 árum; að búa í Kaupmannahöfn, London, New York og Los Angeles – planið gekk eftir. Matarheill, samtök áhugafólks um matarvanda, efna til málþings um matarfíkn og meðferðarúrræði kl. 20-22 í kvöld, þriðjudag 23. maí, í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1. Erinda flytja m.a. Esther Helga Guðmundsdóttir, formaður Mat- arheilla og stofnandi og stjórnandi MFM matarfíknimiðstöðvarinnar, Ólöf Ásta Ólafsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, og Monica Colmsjo, næringarþerapisti, fíkniráð- gjafi og höfundur bókarinnar Sug- ardreams. Á vefsíðu samtakanna, matar- heill.is, er eftirfarandi skilgreining á einkennum matarfíknar: „Þráhyggja gagnvart mat, þráhyggja gagnvart þyngd og það að missa stjórn á magninu sem borðað er.“ Ennfremur segir: „Þessi einkenni fela í sér að fíkillinn hefur óstjórnlega þörf til að breyta líðan sinni, sem hann gerir með síendurteknu ofáti, þrátt fyrir alvarlegar afleiðingar þess. Merking orðsins „matarfíkn“ gefur til kynna að um er að ræða lífeðlis- og líf- fræðilegt líkamsástand, sem veldur óstöðvandi löngun í unnin kolvetni. Þessari óstjórnlegu löngun má líkja við löngun alkóhólistans í alkóhól.“ Vefsíðan www.matarheill.is Kolvetni Matarfíkn birtist í óstöðv- andi löngun í unnin kolvetni. Matarfíkn og meðferðar- úrræði Menningarlands- lagið í Garða- hverfi á Álftanesi er um margt ein- stakt. Þar eru kunnar fornleifar sem minna á sjó- sókn, búskap, samgöngur, trúarlíf, skóla- hald og jafnvel réttarsögu. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu þurfa ekki að leita langt yfir skammt vilji þeir fara í kvöldgöngu og skoða og fræðast um gamlar minjar. Kl. 17.15 í dag, þriðjudag 23. maí, verður efnt til sögugöngu undir leiðsögn Ragnheiðar Traustadóttur fornleifa- fræðings um svæðið. Mæting er við bílastæði Garðakirkju og áætlað er að gangan taki um einn og hálfan tíma. Um þessar mundir er tillaga um að Garðahverfi verði gert að ,,verndarsvæði í byggð“ í kynningu. Sögugangan er samstarfsverkefni umhverfisnefndar, menningar- og safnanefndar og Bókasafns Garða- bæjar. Allir eru velkomnir. Verndarsvæði í byggð Morgunblaðið/Kristinn Fornleifar Í Garðahverfi á Álftanesi eru fornleifar sem minna á sjósókn, búskap, samgöngur, trúarlíf, skólahald og jafnvel réttarsögu. Ragnheiður Traustadóttir Söguganga um menningar- landslagið í Garðahverfi í kvöld Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.